Norðanfari


Norðanfari - 08.04.1881, Blaðsíða 3

Norðanfari - 08.04.1881, Blaðsíða 3
— 55 orðum að geta þess lielzta, sem mjer virðist í stýl færandi, sem er að: Nýlenda þessi má varla heita meir en rúmlega ársgömul, því þó að fáeinir færu árin áður, pá var pað lítil rcynd, en nú hafa landar á þessu liðna ári flutt svo ört inn að tclja má að komnir sjeu hjer um bil 150 landtakendur, og cr Það eigi lítið á svo stuttum tíma, meiri hluti peirra frá Nýja-íslandi, líka hafa komið nokkr- <>r fjölskyldur frá Sehavvano Count., Wiscon- sm og frá Lyon County, Minnisóta, og von ^ fleirum að vori þaðan frá, líka liafa margir mikinu hug hingað að komast frá Nýja- ^kotlandi, því að sú nýlenda reynist afarrýr, Þegar fram i sækir til flestra jarðgæða eptir krjefum þaðan að sjá, líka eru skógarnir þar svo örðugir og víða rótlausir akrar fást þar eigi upp utan á tugum ára, og má því telja víst að landar brjótist þaðan þá geta og hing- að- Líka hafa landar í Kosseau Ontariofylki flug' á að komast hingað, og einn kom það- an í sumar, Baldvin Helgason, ættaður úr Mývatnssveit. |>að er hvorki von nje við að kúast, að hagur landa standi hjer hátt í efna- legu tilliti, sern hafa flestir rnætt meiri og minni hrakningi síðan hingað komu tillands og sjer í lagi landar úr Nýja íslandi, sem komu margir hingað sem rúnir liorgemling- ar, sjer í lagi þeir sem komu í fyrra, því að það þurfti að tala við þá par, trúi jegáð- ur en þoir fóru, af umboðsmönnum eða manni þar, livað rjettmætt það hefir verið í sumu vita þeir sjálfir, eu í ár hefir burtförin orðið mörgum greiðari paðan, sern líklega hefir komið til af því, að Canadastjórn hefir geíið umboðsmönnum lausari hendur, þá auðsjeð var að nýlendan gat eigi þrifist. En þrátt fyrir allan hrakning og mæðu, sem landar hafa mátt sæta hingað að, þá lítur lijer þó út fyrir innan fárra ára, að menn komi vel til að geta bjargast, og hafi vissari von um bjartari framtíð, sem að inörgu leyti má — að fráteknu lahda eigin erfiði — þakka frarn- kvæmd. og hjálp hins ötula mannvinar sjera P. porlákssonar, hverja hann hefur útvegað mest meðal Norðmanna. Nýlenda þessi ligg- ur út og suður við austurlilið Pembina fjalla, skammt fyrir sunnan merkjalínu Manítoba og Dakóta, og eru að eins sárfáir annara þjóða menn búsettir innan þessarar nýlendu. Afstaða landsins er mjög falleg; víðast er jörðin vel frjóf, sumstaðar nokkuð sendin, en óvíða svo að ónýt sje eða óbrúkandi, sum- staðar er steinótt land, sem eigi verður plægt, en það er óvíða, en gott haglendi er það. Skógar eru með pörtum, sjerílagi með öllurn lækjum og ám, en gras sljettur þar á millum, ymist beztu engjalönd, eður þá plógland, og má víða hjer hafa mikla pen- ingsrækt. Ein ekra gefur hjer venjulega af sjer eptir jarðgæðum frá 20 — 30. Búshel af liveiti, 36 til yfir 50 Búsliel af höfrum o. s. frv. Tíðarfar var í fyrra sumar, yfir það heila tekið ákjósanlega gott og góð meðal uppskera, en veturinn mátti heita hjer afar harður, eptir sem sögð er venja til, bæði frosta- og snjóa-mikill; vorið fremur kalt, svo það tálmaði að sá hveiti eius snemma og venja er til. Seinni part maí var rigningasamt, en í júní og júlí voru miklir hitar öðru hverju, og urðu hjer mestir 96 stig á Fahrenheit 1 skugga. Ágúst var afar rigningasamur og stundum kaldur, og 6 þ. m. (okt.) kom fyrst frost. September með köblum kaldur og með rosaveðrum, en mildara á millum, en nú hefur verið ágæt tíð um tírna. Ilveiti sprettur lijer vel í sumar hjá fleirstum af löndum mínum og aðrar sáötegundir að því skapi. Heilbrigði manna má lieita að hafa verið góð nú í sumar, en næstliðlið vor kvillasamt sjerílagi og börn nokkur dóu, flest af iðrakrampa, sem hjer gengur stundum, ein kona dó, sem var afleiðing af lítt stöðvandi nasablóði. Gripaeign er orðin hjer töluverð, og talsvert af vinnandi uxum, svo að plæging hefur gengið víða vel meðal landa í sumar. En enginn taki orð mín svo, þó að jeg hafi sagt um Nýlendu þessa á eina hlið, að hjer sje gallalaust, nei, það er víst hvergi, þó aðjeghafi eigi talið þá, því að hjer geta ogkoma engisprettur m. fl. og eyðileggja akra og engi; en hitt segi jeg, að ef landar konr- ast lijer eigi upp að getalifað, sem sjálstæðir, þá er hjer urn bil út urn þá, utan að dreifast eða blandast saman við aðrar þjóðir, ogverða þannig sem að engu, en jeg vona að betur fari. F r j e 11 i r. Úr brjefi úr Kelduhverfi d. s. 7/i 81. «Hjer liafa látist í vetur 1 hverfinu 2, sem almenn eptirsjón og söknuður var að. Hinn fyrri var Guðmundur Kristjánsson bóndi í Lóni og nefndaroddviti, tengdasonur sjera Hjörleifs á Völluin. Hann var liið mesta lipurmenni og ágætlega að sjer í hvívetna; var hann á hverju sumri með Predbirni lausakaupmanni og hans önnur liönd, og fórst honum það í alla staði mæta vel og hafði hið bezta orð af, og það víst mjög að maklegleikum. Hanu var að eins þrítugur að aldri, ljet eptir sig ekkju og 3 börn ung, Hann lagðist nálægt Mikaelismessu í brjóst- veiki og blóðuppgangi, sem dró hann til bana seint í nóvember. Hinn sem látinn er var húsfreyja Guðrún Árnadóttir á Víkingavatni kona Jjórarins bónda samast. Bjarnarson- ar; liún dó af krabbameini í brjósti. Hún fór í sumar með «Arcturus» suður til Beykja- víkur til að láta skjera brjóstið af, og var það eitthvað gjört eða skorin partur úr brjóstinu, og lukkaðist ekki betur en svo, að hún fór þaðan mun lakari en hún kom þangað. Kom hún aptur í haust með síðustu ferð «Arcturusar» og komst lieim dauðvona, lagðist alveg í 1. viku vetrar og leið óum- ræðilegar kvalir og þjáningar og þráði lausn sína, sem henni veittist kl. 4 J/2 á aðfanga- dags kvöldið. Jarðarför hennar á að verða hinu 14. þ. in. Hún var fyrirliyggjusöm og dugandis búkona, bezta og lieppnasta ljós- móðir, og liafði í þeirri grein liinu mesta orðstýr í hverfinu, enn þótt hún ólærð væri. Hún var fríð sýnum og um flesta hluti, livort heldur sem eiginkona, móðir eða liús- móðir, og muu minning hennar geymast í þakklátri endunninningu hjá íleirum enn færrums'. Brjef úr Patreksfirði dags. 7. jan. 1881. Veturirm lagðist hjer undireins harð- indalega að með snjóum og liörðum frost- um, harðast var þó frostið síðari hluta Jólaföstu og fram að nýári, sjaldan undir 10 gr. en opt 15 og 16 rúmar á jóladag- inn. J>að er eitt hið liarðasta frost sem kemur hjer, vart var orðið við hafís jaka. Svell og klaki var orðinn mjög mikill og hagar lltlír, eiula þoldu skepnur eigi að standa úti í slíkum frostum einkum þar sem harðviðri var af vindi opt með en snjór á jörðu. Upp úr nýárinu fór að lina frostið, en dyngdi niður Hokkrúm snjó, eu í fyrra dag kom góð hláka á sunnan, í gær var aðeins frost og í dag er aptur góð hláka, hefur mjög mikið leyst þessa daga, svo ef vel skilur við jörð, eins og hún er nú, verða góðir liagar, enda liafa flestir þörf á því, heyin voru bæði heldur lítil og sumt af þeim ljett eptir hrakning. Bráða- pest hefur stungið sjer niður ástökustað til muna að öðru leyti góð skepnuhöld og heil- brigði manna almenn. 2 menn köl hjer á föt- um fyrir jólin, á fjallinu millum Sauðlauksdals og Saurbæjar, annar þeirra held jeg verði jafngóður en hinn missir etthvað af tánum. þriðja til þeirrar trúlofuðu, einn til sonar- ins, sem var í skóla, og einn til yngstu dótturinnar sem lá í vöggu, Hann kom lijer uin bil á hverjum degi, en var aldrei veitt móttaka og i hvert skipti skildi liann eptir jafnmarga miða. Hundrað miðar á einum mánuði, sagði hann við einn kunningja sinn, en enginn getur heldur sagt, að jeg láti hamingjuna vera komna undir einum einasta. feömuleiðis skrifaði hann brjef bæði föðurnum og dótturinni, og kvartaði yfir því, að hann lieíði aldrei tækifæri til að heim- sækja þau, þegar þau væru heima; en samt sem áður fullvissaði hann þau um, að vin- átta sín og ast væri stöðug, og heimfærði þessi orð eptir Jean Pál til sín og Teresu: Sálirnar nálgast við aðskilnað lík- amanna. Bijef lians voru send til baka, og einnig fjekk hann skammabrjef frá föðurnum, en hann hjelt alltaf áirani að skrifa og senda brjef sin, J>egar honum að nokkrum tíma liðnum, var neitað um móttöku brjefa, er voru send frá lionum, í Stokkhólmi, þá sá liann svo um, að þau voru send frá ýmsum bæjum i landinu sínum i hvert slciptið. Eitt af brjefum hans til dótturinnar var þannig: „Ástkæra Teresa! Faðir þinn er fjarska ókurteis, en af því þú ert svo elskuverð, þá er jeg óþreytaudi11. Öllum þeim sendi liann gjafir, faðirinn fjekk fiugurit um verkstaðavarning, móðirin guðsorðabækur og dóttirin fjekk skáldsögur Mad. Colins bundnar í fegursta band, son- urinn allskonar leikföng og dóttirin í vögg- unni grænt net, er skyldi skýla henni fyrir flugum. Gjafirnar voru sendar aptur, en Dugge sendi þær jafnharðan til baka, og ef ekki var tekið á móti þeim, þá skildi liann allt státsið eptír fyrir utan dyrnar. J>egar Tcresa og sá rjetti heitsyeinn hennar voru á skemmtigöngu bar það opt við að aukabiðillinn slóst í förina; hann ávítaði þá Teresu, en þó með blíðum orðum, að hún skyldi ganga á almannafæri með þeim manni, sem hún þó aldréi gæti bund- ist neinu nánara bandi; einnig vítti hann von Brage fyrir það, að hann með ofbeldi vildi ná ungri stúlku, er hlyti að verða ólánsöm ef hún giptist hermanni, og skoraði á hann í allra krapta nafni, að veita henni frjálsræði sitt aptur, svo hún liið allra bráð- asta gæti valið mannsefni á nýja leik, sem væri betur hæfur til að gjöra lif hennar farsælt. Herforinginn varð fjúkandi reiður og jós dynjandi skömmum yfir Dugge um leið og hann hjet honum því, að liann við fyrsta tækifæri skyldi berja hann sundur og saman. Jþessar hótanir gáfu Dugge ástæðu til að segja að jafnvel þó hann bæri virðingu fyrir þeim herrum hermönnunum, þá gæti hann þó eigi annað sagt, en nokkurskonar

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.