Norðanfari


Norðanfari - 18.05.1881, Blaðsíða 2

Norðanfari - 18.05.1881, Blaðsíða 2
— 70 — ríku var kalt og vsetusamt sumar, pó af leiðingar pess, í tilliti til jarðargróðans, væri hjer bæði fyrir votlendi og afstöðu tölu- vert lakari en víðast annarstaðar, en hjer eru aptur margir ágætir kostir sem margir álita að vegi meira en mismunurinn á vot- Jendi og öðru sem leiðir af afstöðunni, sem sje, hin ágæta veiði í Winnipegvatni, úti- lokun frá engísprettum og sljettueldum og fl., enda er ómögulegt að segja sannara en að búskapur manna og efnahagur einkan- lega í tilliti til gripafjölgunar stæði hjer á furðanlegum framfaravegi á næstl vori, og ekki svipað því að nokkur umkvörtun heyrð- ist um bjargarskort á næstl. vetri eða vori. Hinn geigvæni ílóðbelgingur i vatninu mun vera aðaldriffjöðrin til burtflutnings i petta skipti, pví mörgum mun hafa orðið pungt um hjartaræturnar i seinasta flóðinu, nóttina milli 15- og 16. nóv. i haust. f>að gekk nokkru hærra en þau flóð sem áður höfðu komið og varð víða á bæjum með- fram vatninu frá einu til priggja feta dýpri inni i húsunum, en litlu eptir fullflæði fór aptur að fjara. J>á var heljarfrost og hara- veður svo vatnið svellaði inni í húsunum. par sein ekki var hægt að liita ofn fyrir vatnshæðinni. Margir flúðu með gripi sína upp i landið og munu hafa tekið full nærri sjer að brjöta isinn míttisblautir eða meira um hánótt i heijar frosti, og varð öllum gripum bjargað nema fáeinum kálfum og svinum sem drukknaði í húsunum. Fyrir vatnshæ.ðina í sumar grófst grundvöllur und- an nokkrum húsum og tók vatnið við timbr- inu, svo tapaðiSt og á sama lifttt mikið af eldivið sem menn höfðu höggvið og íiutt að vatninu í fyrra vetur, í peirri von að fá hann fluttann með gufnbátnum „Victoriu“ uppi Winnipeg og seldann par með góðum ávinningi. Jafnvel pó svo líti út sem nýlenda pessi eigi með engu móti að geta staðist sem islendingabyggð pegar aðal blessunar- og hjargræðislindirnar til lífs og sálar verða að ólifjan og átumeini, hin andlega lindin, sem hjer hefur lekið yfir nýlenduna frá hinni Norsku sýnódu reyndist svo úldin og eitruð að hún sundurleysti innbyrðis kær- leika og fjelagsskap meðal nýlendubúa, en hin önnur aðal bjargræðis uppsprettan ’Wiunipeg vatn, eyðileggur svo efni manna á margar hliðar að ekki er við vært, pá lýtur pó ýmislegt að pví, að nýlendan mætti blómgast að pessum tveimur nýlendu plág- mn afstöðnum, enda eru peir margir sem en halda fast við nýlenduna og lifa i peirri von að flóðin verði ekki að óttast fram- vegis. J>að er og mikil livöt fyrir menn að sitja hjer kyrrir, að eigendur gufubátsins „V ictoríu“ Sigtriggur Jónasson og Friðjón - og Árni Friðriksynir ætla nú í sumar í fjelagi við Amerikanskan rikismann að koma upp sögunarmyllnu hjer við íslend- ingafljót, sem ætti að verða til mikilla bóta fyrir nýiendulífið. Við pað gefst næg vinna öllurn peiin sem ekki geta sókt hana uppí Manítoba. Menn ættu að geta fengið betri verzlun og greiðari samgöngur til markaða enn verið hefur par sem gufubáturinn hiýtur stöðugt að vera á ferðinni milli Winuipeg og nýlendunnar. J>eirc sem fella trje og flytja að mylnunni geta fengið pað hálfa er fæst úr peim af söguðuin borðvið kostnaðarlaust að öðru leyti enn flutningn- um. Svo er pví og heitið að setja í sam- band við gufuvjelina hveitimölunarverkfæri og má pað verða öílug livöt til pess að menn keppi sem mest við flveitiræktina, pví erfiðleikmn og kostnaðurinn við pað að flytja hveitikornið upp í Manitoba til möl- unar, hlytur að hafa dregið áhuga úr mönnum að hreinsa landið undir hveiti. — En er pað hvöt til kyrrsetu hjer í ný- lendunni að fiskur sá er veiðist í vatninu á vetrum, er kominn i mikið álit sem verzl- unarvara og veiði gefist ágætlega í vetur svo peir örfáu af nýlendubúum sem stund- að hafa veiði í vetur búnir að selja um 15,000 hvítfiska hvern fyrir 25 cents uppí Winnipeg, og er pað 2/s pörtum meira en gafst til jafnaðar fyrir fiskinn í fyrra vetur. |>eir sem stöðugt hafa stundað veiðina frá pví vatnið lagði seint í nóvember, hafa atíað frá 500 til 1100 hvítfiska hver eptir netjafjölda, og lætur nærri að 100 fiska hlutur sje eptir hvert 20 faðma langt net, en netið kostar um 2 dollara tilbúið og er að litlum notum eptir eina vetrarvertið. — Vetrartíð hefur verið ágæt, að vísu nokkuð frostharðir kaflar en sífeld staðviðri og hreinviðri og snjór mjög lítill. Auðug kolanáma er nýfundin hjer austan vatnsins móts við nýlenduna. Er kolalagið 9 feta pikkt og aðeins 4 fet ofan á pað. Sá sem fann fær, að sögn, 40,000 dollara í fundarlaun, hjá stjórninni. Frá Pembina í Dakotafylki 4. febr. 1881. «------En hvernig er hezt að senda hjeð- an borgun fyrir blöð og bækur frá íslandi? Ljótt er að ekki skuli vera að minnsta kosti einn banki til á íslandi, sein stæði í sam- bandi við enska og skotska banka; allt sem maður pyrfti pá að gjöra, væri að borgapen- inga sína hjer í banka, sem hjer eru í hverju smáporpi og draga pá svo út á bankanum á íslandi, en nú sem stendur er varla mögu- legt að senda peninga hjeðan til íslands og veit jeg 'um marga landa hjer, sem hæði langa til að fá blöð og hækur frá íslandi, og eins að senda peninga heim til ættingja sinna, en sem peir hafa ekki getað vcgna örðugleíkanna. Hjeðan eru fáar frjettir. Yið höfum 14 íslendingar tekið land hjer, 4—5mílur(ensk- ar) fyrir sunnan Pembína, 13 lönd hafa land- ar tekið 30 mílur beint suður frá okkur við salt vatn, sem heitir «Salt Lake». TJm 10. hafa tekið land 5 mílur fyrir vestan okkur, en stærsta nýlendan íslendinga er 40 mílur suðvestur hjeðan við Pembínafjöllin, par eru líklega komnir undir 100 landtakendur, par er nógur og góður skógur, víða gott akuryrkju- land og engi og gott vatn, en pað er langt frá markaði nú sem stendur. Flestir munu hafa talsvert að selja af liveiti næsta haust. Hingað til Dakota ætla Islendingar, sem bú- settir eru í Nowa Schotia að koma í vor, peir liafa par land ófrjótt og ilt; peir sem voru í Wisconsin fluttu hingað og nokkrir frá Minni- sóta, og allir segjast hafa ábata á skiptunum. Nú ' er Nýja-ísland að eyðilej-gjast, í haust gekk vatnið upp á land og eyðilagði hey og ávexti, en útyfir tók pó flóðið 14. nóv. |>að hafði verið prem fetum hærra en hin, bað gekk inn í húsin svo víða varð að flýja um miðja nótt úr liúsunum langt upp í skóg, ofan á petta fraus, og fólkið vorð að vaða til baka og brjóta klakann; en fáir með fullu viti munu nú haldast par við lengur; margir hafa orðið að reka gripi sína burtu paðan, pví vatnið gekk svo hátt að ekki voru nema heytopparnir purrir. Nokkrir Ný-ís- lendingar hafa myndað nýlendu um 150 míl- ur fyrir suðvestan Winnipeg lijá svo nefndu Souris River, Canada, margir skammt fyrir norðan línuna á milli Bandaríkjanna og Cana- da; pctta sýnist að vera nokkuð afskekkt og langt frá marlcaðiT en peim mun mest ganga til að fara pangað, að peir fá að haldastjórn- arláninu, pangað á að koma járnbraut úr Canada Pacifie brautinni. |>að gengur nokk- uð seint með pessa Canada Pacefic braut. Canadastjórnin ætlaði fyrst að leggja hana, en hún mátti hætta við pað sökum efnaleysis; pá átti að selja allt landið á báðar hliðar (100 mílur), en pað var óvinsælt, menn gátu fengið hjer rjett fyrir sunnan línuna jafnvel betra land fyrir ekkert, svo pví var hætt; seinast hefir stjórnin fengið íjelag til að leggja hana og ætlar hún að gefa pví 25,000,000 ekrur af landi og 25,000,000 dollara og 28,000,000 doll. virði í braut og á hún að vera fullgjörð á 10 árum. Skeð getur nú að petta umbreytist, pví pessi hringlandi hefir allt af verið með pá Canadabraut. — Yetur- urinn hefir verið ágætlega góður pað sem af er, nærri snjólaust, frost hæst 30° Reaum. Ivuldi og snjór fjarska mikill sunnar; í Minne- sóta, voru svo hundruðum skipti nýbyggjar- ar eldiviðarlausir, og brendu úthýsum, verk- færum gólfunum úr húsunum og hirzlum sínuifi, til að halda við lífinu, sumir keyptu borðvið dýrum dómum, og sumir fóru ekki úr rúminu marga sólarhringa, og menn höfðu kalið inní húsunum; snjókoman og ófærðin varð svo mikil að hver mátti sitja par sem hann var kominn. J>að er ekki spaug í pví- líkum kringumstæðum að vera langt út á preríum, og pað eldiviðarlaus. Dakota Terri- tory er 150,000 ferh. mílur á stærð en tæp- ir 150,000 innbúar og gætu hjer lifað svo miljónum skipti, nú er verið að tala um á pinginu að skipta pví sundur í tvo parta á 46 breiddargráðu, og á syðri parturinn pá að verða state eða ríki, en nyrðri helmingurinn verður nefndur North Dakota. — Líklesra I ° parf ekki að óttast Indíana lijer eptir; flestir af mönnum Sittings Búlls, um 1000 eru bún- ir að gefa sig upp, hann og nokkur hundruð með, fóru norður í Canada með 7 horaða múlasna; en verða líklega reknir til baka paðan, og pá herteknir hjernamegin ef peir gefa sig ekki sjálfviljuglega upp. Mikið parfleg umbót væri pað, ef drag- ferjur kæmust á ár á íslandi, pær eru brúk- aðar mjög víða hjer, og eru af öllum stærð- um; svoleiðis dragferja mundi kosta um 500 kr. á Eyjafjarðará, eða máske meira; pær renna sjálfar yfir ána án pess að pær sjeu dregnar, með pví straumurinn erlátinn koma á hornið á peim, og hleypt niður stýri á peim endanum sem á eptir fer; sem eykur ferðina; pað er ómissandi fyrir pann sem smíðar að hafa teikningu ef hann hefir ekki sjeð pær. Fyrir utan ferjurnar er lijer margt fleira practiskara en annarstaðar og mætti koma að miklum notum að innleiða pað á íslandi». Til kaupmanns J 6 n s Guðnasonar. Hjeðan frægustu feður, forðum af Isastorðu, nægða til fjár og frægðar fýstust og pað auglýstu; ferðir pvr harðir herða hrannar um djúpa ranna; óttuðust ekki dróttir ólgandi Ránar kólgu. Gengu pví glaðir drengir, gylfa sinn hitta vilja, harðir til hilmis-garða, hirðsveita páðu virðing. Herrar hraustir í snerru, harðskeyttir vopnum beittu;

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.