Norðanfari


Norðanfari - 18.05.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 18.05.1881, Blaðsíða 4
— 72 — liefir einnig lagt ut eptir öllu. |>annig gekk póstur yfir alla smáfirði hjer suður í sýslunni, pegar hann kom eptir nýárið. Merkur maður skrifaði seint í f. m. af Barðaströnd, að allur Breiðifjörður væri pá með hestísi svo langt, sem eyjar næðu. Patreksfjörður var riðinn endilangur inn frá Sauðlauksdal inn í hotn um sama leyti, og Arnarfjörður sagður allur lagður út í mynni, Dýrafjörður líklega einnig. — Sunnudaginn 30. f. m. var lijer vestra aftakaveður hið mesta af norðaustri: ofviðris- rok og kolsvartur bylur, svo hvorki var stætt nje ratljóst húsa á milli, er á leið. J>á tók upp áttæring með stórviðum á, á hæ nokkrum á Éauðasandi; lypti veðrið lionum upp yfif hús eða hey og braut hann í spón, er hann skall niður hinsvegar. Annað skip (eða hát) tók veðrið upp á bæ einum í Suðurfjörðum (við Arnarfjörð), og sást eigi eptir af honum annað, en kjölurinn. J>ar liafði á tveimur bæjum rekið og fundizt í ísnum svo sem mannsbyrði af fiski; var pað bæði porskur, upsi og karfi. — Sagt var, að rekið liefði á suðurströndum Arnarfjarðar fleka úr nýju skipi, og var talið líkiegt, að pað inundi vera úr skipi, er brotnað hafði á norðurströnd fjarðarins. paðan eða úr öðrum fjarlægari sveitum hefir enn eigi spurzt síðan veðrið. Gömlum mönnum kemur saman um, að petta sje hið mesta veður, er komið hafi í pessum fjórðungi landsins um mörg undan-farin ár. — Hvalur tíræður var um sama leyti sagður pá nýiega rekinn á Ströndum, en eigi var getið, hvar. önnur höpp hefir eigi frjetztað borið hafi að hendi lijer. — J>vei't á móti hafa hæði skepntir tínt töluvert tölunni á sumum stöðum, og hagur manna að verða örðugur víða sakir harðindanna. Einkum hefir bráðapestin ollað æðimiklu tjóni víða. |>annig var fyrir nokkru um 100 fjár dautt 1 Selárdal á nokkrum bæjum, og 40—60 sumstaðar annarstaðar. Á einum bæ við sunnanverðan Arnarfjörð norðanverðan missti hóndi 30 fjár í snjóflóði. — Nokkra menn heíir kalið 1 frosthörkunum, en eigi mjög stórkostlega. J>ó hafa sumir peirra legið um tíma á eptir. En liýbýli manna hafa mjög víða verið svo köld, að varla hefir verið í peiin lifandi. — Góð hláka kom eptir nýárið nokkra daga; en pegar á eptir komu aptur sömu frosthörkurnar. í gær og í dag var einnig sunnanhláka með ofviðri og stórfelldri rigningu; en er kveldaði, sletti pegar aptur í hleytusnjó af vestri. J>ó lítur nú út fyrir, að frosthörkunum muni heldur fara að linna, pví frost hefir verið vægt nokkra d^iga í pess- ari viku, en aptur lítur helzt svo út, sem snjómeiri og umhleypingasamari tíð sje í væudum. En áður hafa opt verið hreinviðri, og gott að öðru leyti, en kuldanum og gaddi á jörðu, pví snjólítið liefir optnr verið, eins og áður er getið. — Víða er kvartað um eldiviðarleysi, sem von er eptir slíkt ópurka- sumar; svo eru og líkindi til, að liart verði víða um hey og matvæli, ef veturinn helzt harður til euda, pví sumar, eriitt til allra aðdrátta, var á undan gengið lijer um sveitir. Af' ísafirði frjettist bágindi og harðæri mikið meðal almennings. Sjáfaraflinn liefir brugðizt par fremur venju í petta sinn; en á honum lifa margir par mestmegnis. Sagt er og, að kaupmenn par neiti, að Jána# og pyki lijeraðs- menn skuldugir uudir. Aðrir kaupstaðir hjer á Vesturlandi eru víst örsnauðir orðnir að flestum gæðum, sumir fyrir löngu, og einna lielzt peim, er almenningur parf mest á að halda. Samt var lengi frarn á vetur til korn og fleira í Patreksfjarðar-verzlun annari; en eigi lánað, að sögn. Heilsufar fólks hefir verið hjer í kring gott pað, sem af er vetrinum, að pví er mjer er kunnugt, og fáir dáið. Aðeins hefir kvef stungið sjer sumstaðar niður. Stúlka varð fyrir nokkru bráðkvödd á Dýrafirði, ogönnur slasaðist á svelli, er hún var að sækja vatn, á sama bæ. Önnur stúlka slasaðist á líkan hátt í Táiknafirði, svo að bióð gekk upp úr henni á eptir, og enn nokkrir fleiri hafa hlotið slys, sumir við pað, að peir hafa hálf- hrapað á harðfenni í fjöllum; en minna kveður að pví, er pá hefir sakað. — Maður varð úti á Skáimardalsheiði snemma í vetur. Brjef' úr Eyjafirði dagsett 8 apríl 1881 „Ástand manna hjer, er ailt annað en glæsilegt, og hefði ekki tiðar farið nú breyzt, pá horfðist til almenns fellirs, pví tiestir voru að protum komnir með forða handa búpeningi sínum og nokkrir búnir að iöga kúm og á stöku stað hrossum; sauðfjenaði hefur hveigi pað jeg veit verið lógað, en heldur mun tiann vera orðin dregm og víða magur, og hætt við að verði tíðin íhlaupasöm og köid í vor að eittlivað falli af pví, pó er nú stöku maður sem getur lítið eitt hjálpað, par tiðin gekk til batnaðar, enda láta peir pað í tje, sem geta. — Bjargar skortur er orðinn pegar meðal margra, og er pó minnst af pví sjeð enn, pví ef sigling kernur seint og afla iítið verður og efnamenu vorir geta lítið miðlað, sem sumpart kemur af pvi, að matur var gefinn skepnum, korn pah sem pað var til og mjólk og skyrblanda á stöku bæum, pví að íiest var brúkað, sem menn liöfðu td, en nú er pessurn matar gjöfum hætt“. Xír brjefi úr Axarfirði 12/4. 81. «Erá 15. janúar p. á. og tif 23. s. m. voru hjer fjarska frost, 25 til 30 stig, en nóttina hins 30. s. m. dyngdi hjer niður ógrynni af fönn, svo ekki varð komist um jörðina, en daginn eptir hvessti og reif snjó- inn svo að gód jörð kom hjer upp. Dagana kringum góukomuna blotaði og kom upp góð jörð, en bráðum breyttist veðrið apturísömu brunana, 'en samt hjelzt snöpin til 5. marz, dreif pá enn niður mikla fönn, að pví búnu blotaði dálítið en frystí bráðum aptur, svo öllu ldeypti í gadd og jarðbönn til hins 0. npríl, en síðan liefir hver dagurinn verið öðr- um blíðari og betn og hnjótum að skjóta af nýju upp svo ;,ð hjer í firðinum er nú orðið háífrautt og margir sem ekkert gefa, enda var lijer orðin mesta pröng af heyleysi. Ekk- ert rót er á hufísnum, sem legið hefir hjer við land síðan á júlaföstu. 4. kýr var búið að skera lijer af heyjum og 2 menn að reka út fje sitt. Elestir komast á páska og sum- armál, en hjer eru 4 menn, sem eru stoð og stytta lireppsins, og eru pað feðgarnir Gunnlaugur, Björn og Sigurður í Slcógum og Ærlækjarseli og Bjö’rn Jónsson bóndi á Sitndíellsíiaga, sem allir hjálpa aí heiðri og sóma, enda gefur Guð peim ríkulega upp- skeru -o: að jarðir peirra eru góðar heyskap- arjarðir. Mikið er sagt bágt á Sijettu og í Húpasveit, á einuin bæ fækkað par 40—60 íjár. Kornlaust á Éaufarliöfn, pví að margir liafa gehð pað fje sínu og sumir af forða peiin - er ætlaður var til manneldis. — Hvalgrind er sögð í ísnum undan Grjótnesi á Sljettu, en líklega öli björg af henni uppjetin. Æð- arfugliun finnst tugum saman dauður á Sljett- uuni, og horfur á pví að vörpin muui verða lítil í sumar. Engin blessun fluttist hingað með ísnum. Síðan á porra og góu liefir varla sjezt hjer rjúpa, og ekki íinnast pær duuðar, pykir pví líkiegt að pær hafi flúiö til veður sælli byggða». Úr Húnavatnssýslu 16/4. 81. «í byrjun aprílmánaðar hatnaði tíðin al- gjörlega og hefir hiun hagfeldasti bati hald- ist til þessa dags, enda mun ærin pörf hafa verið fyrir hann í flestum sveitum hjer, pó voru svo að kalla engir farnir að skera að mun nema stöku menn 1 og 2 kýr og má kalla að ásetningur haíi verið ágætis góð- ur almennt par sem búið var að gefa öll- um peningi inni síðan hálfan mánuð af vetri eðui' í 22 vikur í surnum sveitum og munu peningshöld víðast hvar í allgóðu lagi nema hrossin pau eru víða grönn en munu pó flest skrimta af. Hafísinn situr enn pá vi-ð sinn sama keip á fióanum og má ham- ingjan ráða livenær hann fer, par sem ekk- ert los er enn pá komið á liunn eptir svo margra daga vind af landi og mara píðu. Hrossapest er að stinga sjor niður hjer og hvar og eru talsverð hrögð að pví, á einum bæ liefir hún drepið 9 hross; ekki vita menn hvaða pest pað er, sumir segja pað muni miltishrandur, sumir neita. Hrossin lifa lengi nokkuð með lienni. Sama pest hefir gjört vart við sig í Skagafirði». — í næstl. viku var hjer maður fráHóli á Austur-Sljettu, sem sagði par enn litlajörð uppkomna og hafísinn par landfastann en tekinn frá Yestur-Sljettu og lijer með landi fram fyrir utan alla fjörðu og flóa allt vest- ur undir Skaga eða lengra. 8. og 9. p. m. leysti lagísinn af íirðin- um var pá orðin snjólaus jörð á öllu lftg- lendi hjer og upp eptir fjöllum nemaílaut- um og giljum, en gengið á skíðum úr Svarf- aðardal og að þorvaldsdalsá á Árskögsströnd. Á nefndri leið var snjórinn sagður að tiltölu meiri á lálendi en í fjöllum. £>á dagana var sunnanvindur og bezta veður og leysing mik- il, en pann 12. brast í norðvestan garð og fyllti fjörðimT með hafís allt inn á leiru, hef- ir síðan verið kuldi ogmeiraog minna frost, liefir gróðrinum. sem kominn var, kopað mjög og eins bröggun fjenaðar er úti gekk. 13. p. m. kom skip á Húsavík. Nokkur af há- karlaskipunum var búið að setja fram og liomín á flot. Aður en ísinn leysti hjer af firðinum, en autt úti fyrir, hafði nokkuð af útsel sjeðst hjer yzt í firðinum og á Skjálf- andaflóa, en fáir náðst flestir 6á.skip. Allt að pessu hefir verið hjer út á firðinum reit- ings afii af fullorðnum fiski og í Hrisey nú seinast sagður góður afli. Skipjíoma: „Manna“ kom að Hrisey i gærdag, eptir 17 daga ferð. Yeit ekki um ferðir annara skipa. Engar frjettir í brjefum raeð Mönnu; pvi allt er í brjefum peirra skipa, er á undan voru farin. Manna mætti ís við Langanes, og tafðist við hann í sólar- hring, annars lítinn ís, allt lijer að firðinum. — Austanpóstur kom í dag kl. 6 e. m. J»akkai*ávai’p. — J>egar jeg á næstliðnu hausti var orðinn pjáður af sullaveiki, byrjaði herra læknir f>. Johnsen á hrunalækningu við mig, og tókst honuni mjög vel að ná sull- inum, enda la.gði hann mikla alúð á að pað heppnaðist," svo nú er jeg orðinn al- bata. Hann hefur pví næst Gfuði hjálpað mjer frá langvarandi pjáningum, paraðauki liefur herra læknirinn að eins tekið hálfa horgun í samanburði við pað sem annar læknir hjer hefir tekið fyrir lækning sama sjúkdóms. Jeg vil pví hjer með lftta herra lækninum opinberlega í ljösi mitt innileg- asta og virðingarfyllsta pakklæti fyrir pessa heppilegu og mjer kostnaðarlitlu hjálp. Akureyri 14 maí 1881. Sigfús Jónsson A u g 1 ý s i n g' a r. T i 1 y e s t u í* f a r a. J>að verður haldið áfram að innskrifa menn til vesturheimsferðar og veita inn- skriptargjaldi móttöku til 20. júni og máske par til mannflutnings-skipið kemur; sem líklega verður pá um mánaðarloliin. Akureyri 16. maí 1881 Erb. Steinsson. — Nytt fjármark miðhlutað í stúf hægra sylt í hamar vinstra er af mjer undirskrif- uðum tekið upp og sem jeg framvegis brúka nsamt pví marki er jeg hef áður haft hvatt hægra hiti fram. sneiðrifað aptan vinstra hiti fram. Brennimark: Jóh. Jóns. og líka J Ó H Yeturliðastöðum i Fnjóskadal 10. maí 1881. Jóh. Jónsson — Brennimark: Helga Sigurðssonar á Vetui'liðastöðnm í Hftlshrepp. H S Vet. — Brennimark: Sigurbjarnar Guðbrands- sonar á Ketilstöðum á Tjörnesi S B G B — Leiðrjctting: í Nf. nr. 21—22 hjer að framan hís. 44, 3. dálld, línu 7. að neð- an, er prentað: f orkelssonar, en á að vera Helgasonar. _____________________ Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.