Norðanfari


Norðanfari - 18.05.1881, Blaðsíða 3

Norðanfari - 18.05.1881, Blaðsíða 3
~ 71 — fegurðar frægan sigur, fengu á Mistar-engi. Heimleiðis hjeldu skeiðum höldar pá aptur vildu; flýttu og frelsis neyttu feta að stillis sæti. Listugir laufakvistir láðavörð orðlofs háðu; knör fleyta fermdan vörum fjáðir að klaka láði. Enn lifa listamenni, líka er pora slíkar ferðir, svo frjálsar verði forn hetja sýndar nytjar. |>ú hefir aðra yfir atgjörvið sýnt hið fjörva, artar með heitu hjarta haldið urn löðrið kalda! Valdið pótt veðra skváldri, vendir að enskum lendum; sýndir pví trú ei týndir trausti, sem áður hlaustu. Greiðan svo hljótir heiður, höndlunar snerir möndli; íðil svo mætti miðlast mörgum til nota hjörgin. Krapt, prek til okkar aptur, orðlof pjer gæfan skorðar, J>orðir við prautum forða, prátt fyrir hrakspár drótta. Eitruð öfundar skeyti ekki pig kuunu blekkja; fullir af fólsku sullum fjellu að lyga velli. Erjálslyndir hafa hálsar hrósið pjer búið ljósa. J>ess biðjum prek til sfyðja, pú kynnir fleirum sinnum hrós fögur láta í ljósi listaverk, hauga hristir! pjóðum til gagns og góða; gelist sú ósk ei biíist. Kýs eg pinn lífdag lýsi Ijósið, sem allir kjósa ; gefi sá, öllum yfir einn ræður nægta-gæðum, frið pann, er fengu sjeðan Frónbúar dyggðum trúir; yndis- pig- örmum bindi árið með iiðsemd klára. G. G. ÓINDI. Með gleðisöng frá suðri hlýju Svífur unr storðu aptanblær, J>ví vor er lcomið nú að nýju Niðandi straurnur fagur tær Glitrandi vökvar græna bakka, Geislar deyjandi bak við rneið, Skína í gegnum skýja-klakka er skunda himins bláa leið. J>ó syngi fuglar, grænki greinar Og glói himinsljósa sær, Og blárra strauma hylgjur hreinar Brosi við rós sem hjá peim grær, Jeg prái’ að skoða Ijúfri ljóma Er Ijettu hjarta gleði bjó, J>ar sem að jeg á beði blóma Barnslegra drauma naut í ró. Ó, hve nú væri sætt að sitja Und svellagrundar háum tind, Og heyra svani söngva flytja Um silfurskæra vatnalind J>egar kvöldroðans logar Ijósir Ljóma ið bláa sólar-tjald, Sem málar gullnar geisla rósir Á Garðarseyjar jökulfald. J>ar sem við lielgar hamra pjóðir Hríin hvítir fossar syngja ljóð, Svo lengi’ að frera fagrar slóðir Erjálslynda kæta ísa-pjóð, J>angað minn hugur Ijettur líður Sem loptsins blær á mjúkum væng J>egar döggvaður fífill fríður Fellur í svefn á blómstra sæng. Ó, hvenær mun jeg landið líta Sem liggur norður hafs í ál? Svo friðar blítt með faldinn hvíta Svo frítt við heimsins glaum og tál. Jeg veit pað ei, jeg ann pví alla Æfi minnar döpru stund. Glaður jeg vil í faðm pess falla Og festa par minn hinnsta blund. Kr. Stefánsson. IlYíilreki á Skagaströnd. Takið nú eptir! Seint á góunni fannst dauður hvalur í vök undan Harrastöðum á Skagaströnd, hjer um bil 40 faðmh undan landi, og er nú ný- lega búið að skera hann og selja, hefir pað gengið mjÖg seint, bæði sakir illviðra og ann- ara atvika, og dráttur á skurðinum og söl- unni ollað pví, að kjöt fisksins var mest allt orðið mjög skemmt, sem var að sögn vel brúkanlegt pegar hvalurinn fannst, samt sem áður var pó spik og rengi allgott og hefði getað orðið talsverð björg að pví fyr- ir innsveitismenn ef eigendum og umsjón- armönnum hvalsins liefði farnast polanlega deiling og sala á honum, en pað var öðru máli að gegna en svo væri, pví aðferð peirra við söluna, var svo hroðaleg að hún mun flestum peim rnönnum lengi í minni, sem voru svo óheppnir að lata von um dalit- inn snefil af mannkærleika og sannkristi- legt hugarfar peirra, ginna sig á hvalsölu- staðinn og er víst margur sá, sem óslcar pess af heilum hug, að ef drottni póknast að senda Skagstrendingum slíka gjöf aptur, að hún pá lendi í höndum óhlutdrægari manna, en pessi livalur lenti. Með pví nú lítur -út fyrir almennan bjargarskort ef skipin geta eigi komist til kaupstaðanna hjer á vanalegum tíma, ímynda menn sjer að oddviti hreppsins, sem hvalinn rak í, rnundi reyna að stuðla svo til, að liinir fátækari hreppsmenn fengju að sitja fyrir öðruin, sem síður purfti með livalkaup- in, með pví hann hafði mesta umsjón ylir skurði og nokkurri sölu livalsins, en sú ímyudun og von manna mun algjörlega hafa brugðist, og mun lierra oddvitinn litlu hafa bætt við sóma sinn og mannvirðing á peim stað. ^ Ritað í Yindhælishrepp 16. april 1881. Matarpurfi. Frjettlr. Úr brjefi úr Reyðarfirði d. 13/s 81. „Mjög kreppir nú vetur pessi að með lieyforða og er hann pegar orðinn sá harð- asti hjer eptir sögn í 60 ár. Engir hafa pó en skorið af heyjum og fáir kvarta um heyskort hjer í Reyðarfirði nje Norðfirði, aptur heyri jeg pað úr Eáskrúðsfirði. Menn áttu miklar töður í haust hjer aust- anlands. J>yngst leggjast harðindin á út- nesjamenn, pví að fyrst voru frostin til tálm- unar fjörubeit vegna frera við sjó, síðan allt íspilja frá pví 19. janúar, að allt varð samfrosta hafís með lagís landa á millum og út á haf, menn vita ei hve langt, pví svo var su býsn mikil, að engann greinar- mun kunni syo langt sem sjá var úr fjöllum við sjó út, hvort var öldumyndað, af fann- fargi ofaná ís, sljett land eða liaf yfir pað mánuð, og porran allann, og pó straum- rastir sjeu nafnkenndar hjer, leit svo út, sem allt væri samfrosin óbrjótandi ishella er hvorki vindur nje föll ynnu á, að sögn trúverðra manna, vikum saman: Opt hefir hjer og víðar í pessari sveit, verið jörð á hávöðum, en norðanveður og frostin hafa verið svo grimm, að pó bjart hafi verið hefir fje orðið að gista í húsunum viku á viku ofan; hjer á Svínaskála er álitin útigangs- jörð og mun pykja vel á sett að jafnaði, að ætla fyrir 30 daga innistöð allan vetur að jafnaðartali fyrir fullorðið fje, en nú munu dagarnir vera orðnir 60, optar vegna frosta og veðra en verulegra jarðbanna. Eyrir viku síðan braut hjer upp lagísinn og var hann pá l1/* ál. pykkur, og fjörð- urinn lagður á ný. Erostið hefir hjer orðið mest á Pálsmessu 20° á R. (pann dag lijer á Akureyri 24° á R.) 28 og 29, 15° frost •og óstandandi norðanbylur síðari daginn, 30 og 31 dreif hjer mikinn snjó niður af norðaustri, svo ófært varð umferðar, jeg man ekki hjer svo mikla fannfergju, svona enti janúar 1881 -til hins 5. febr. hjeltzt af og til fannkoma. — Á porra- prælinn, 19. febrúar, var hjer göð hláka“. Úr brjefi úr Breiðdal d. 15 marz 1881. „Hjeðan að austan, er eigi annað að frjetta, en ögurleg og almenn harðindi yfir allt til sjós og lands, og í núlifandi manna minnum, hefir neyðin aldrei verið jafn al- menn og nú; hinar efri sveitir Eljótsdals- hjeraðs, er að undanförnu hafa verið athvarf hinna ytri hjeraða sveita, eru nú jafnilla komnar. Allur fjöldi manna verður nú á protum, dag af degi, og engin fyrirsjáanleg björg til önnur, en sú að drepa fjeð niður; hina örfáu, er afgang hafa, er eigi að reikna á móti fjöldanum, sem er á protum. Yið sjóinn pekur lagisinn alla firði og hafísinn úthafið. Bjarndýr hafa gengið á land hópum saman, suður með allri ströndinni allt suður á Mýrar, og má af pví ráða hvað ísinn er, sem var pegar síðast frjettist kom- inn suður að Meðallandi“. Úr brjefi úr ísafjarðarsýslu 19/3. 81. Hjeðan af Yesturlandi er lítið að frjetta, nema hina hörðustu tíð, pað sem af er vetr- inum ,og ýmislegt tjón, er af pví heíir leitt. — Haustið var hjer hið blíðasta og bezta, hin ágætasta byggingarveðurátta. Aptur í móti reið veturinn pegar hrakviðrasamur og óblíður í garð. Og síðan um jólaföstubyrjun heíir verið hin frostharðasta og erfið tíð. Erostin hafa bæði verið mikil og staðið mjög lengi samfleytt. Hæzt liefir frost orðið hjer á 18. gr. R., en pað er eitt liið mesta frost, er hjer kemur nokkurntíma. Opt og tíðum hefir verið 15—17° frost dögum saman. Mjög mikil svellalög hafa pví komið, einkum par eð optast liefir verið eigi mjög snjómikið. Allir smáfirðir hafa lagst ísi, og jafnvel stórflóa

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.