Norðanfari


Norðanfari - 13.06.1881, Qupperneq 1

Norðanfari - 13.06.1881, Qupperneq 1
Ghiðrún Jonasíiia Signrðardóttir húsfreyja að Tungu í Fnjóskadal andaðist 22. dag aprílmán. p. á. eptir miklar pjáningar af innvortis meinsemdum, tæpra hm 24. ára gömul. Hún fæddist á Veturliðastöðum í sömu sveit 26. dag aprílm. 1857, ólst par upp hjá foreldrum sínum, sómahjónunum Sigurði Davíðssyni og Sigurbjörgu Sigurðardóttur, giptist vorið 1877 Gunnlögi Einarssyni frá Vatnsenda, fluttu pau sama vorið að fyrnefndri Tungu og byrjuðu par búskap, pau lifðu samau í ástríku hjónabandi tæp 4 ár, eignuðust 2 börn, og er annað peirra á lífi. Engum, sem pekktu Jónasínu sál., mun pykja pað ofsagt að ln'm var bæði kvennval og kvennprýði, hún var greind og gjörfuleg; par sem hún var, átti fögur sál fagran bústað; gáfur sálarinnar: minni, næmi, skilningur, og svo frv. voru í eðli- legustu hlutíöllum hver á borð við aðra; sakleysi pað, samfara einurð og hreinlyndi, sem lesa mátti úr hinum fagra svip hennar, finnst varla ritað svo skýru letri hjá öðrum en peinx er ávallt hafa góða meðvitund. Vjer vitum eigi til að nokkur maður hafi viljað, eða reynt hið minnsta til að ríra álit hennar og mannorð, hvað pó er fágætt, heldur naut hún hylli manna og vinsældar, og pað að verðleikum, pví auk pess að hún var skemmtileg, háttprúð og látlaus í allri framgöngu, hafði hún sett sjer pað mark og mið að koma hvervetna fram til góðs af frexnsta megni, og tamdi sjer pað pegar á barns- aldri, er bezt sýndi hvað henni var pað eigiulegt; var hún pví yndi og eptirlæti foreldra sinna og bræðra, og nær pví allra sem nokkuð voru henni kunnugir. Vjer játum pað að henni auðnaðist bezta uppeldi á hinu góðfræga lieimili foreldra hennar, er ávallt liafa gengið á undan börnum sínum með góðu eptirdæmi, — að leiksvið æsku hennar var innan veggja pess hússins hvar friður og sið- prýði liafa jafnan skipað öndvegi; vjer játuin pað einnig, að slíkt uppeldi, — par sem æskumaðurinn hefir hin fögru dæmi daglega fyrir augum, — hlýtur að hafa meiri áhrif á hann i siðferðislegu tilliti, heldur enn nokkur anuar siðalærdómur, sem með eintómum orðum er útlistaður; — en, prátt fyrir pað hefir pó reynzlan sýnt að petta rneðal, pó ómissandi sje, er ekki einhlýtt til pess að ungmennið verði með aldrinum vandað og dyggðauðugt. Sáðkornin, pó sömu tegundar sjeu, færa mis- jafnan ávöxt, pví pau fyrirhitta misjafnan jarðveg. Eu hvað hina dánu snertir, porum vjer að fullyrða að par hefir gott sæði fundið góða jörð. Sem eiginkona og húsmóðir gengdi hún köllun sinni rækilega, pann stutta tíma sem hún lifði í peirri stöðu, pað kom bratt í Ijós, að henni fóru hús- og bústjórnar-störf mæta vel úr hendi, pótti nákvæm, mannlunduð og i alli staði peim vanda vaxin; hafði og náð góðri menntun. Að burtför hennar, er var í blóina lífsins og einnig svo elskuverð, hafi bakað ástvinum hennar sáran söknuð, pað segir sig sjállt, vjer ætlum eigi lijer að túlka pagnannál tregans. Blessuð sje hennar minning! 13. júní 1881. T. J. J>ú ert horíin himinkynjuð lilja! Huldi bjartan geisla dauðaský. Lífsins herra skipaði’ oss að skilja skyldi mjer ei ljúft að hlýða pví? Laðir sá sem fyr og síðar vefur föðurgæzku-örmum börnin sín, ei mun taka aptur lxvað haun gefur, er pað bæði trú og huggun mín. Ung og fögur, gáfna pvýdd með gæðum, gengin ertu fram á alheimsbraut, unga’ og fagra á jeg pig á liæðum, allri leysta jarðarlífs frá praut. Fórstu hjeðan fyr en margan varði, fara svoddan pó að líkum rjeð: að útlegð pín úr Edens blómagarði yrði langvinn, pað gat ekki skeð. 1 sakleysis aldingarði björtum oss pú virtist búa hjer á jörð, mundi pví ei myrkt í vorum hjörtuon meginvistin hvar pjer væri kjörð. Ynndæl var mjer ávallt pín viðkynning, ekkert reyndi jeg svo laust við tál, ynndæl mjer pín er og verður minning elskuríka, hreina, blíða sál. |>ó nú dylji dauðans liallð svarta — dapra’ og punga eptir skilnaðsstund — vegljós mitt og vonarstjörnu bjarta, við inunuxn finnast ofar táragrund. G. E. \0RDA\FAIH. 20. ár. Akureyri, 13. júní 1881. >~r. 49—50.

x

Norðanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.