Norðanfari


Norðanfari - 13.06.1881, Blaðsíða 2

Norðanfari - 13.06.1881, Blaðsíða 2
98 — Old Tor cr bimlindisold: íslendingar! komið á þjóðbindindi! (Framhald). það er langt siðan að hin algjörðu hindindisfjelög fóru að mynd- ast í Norðurameriku og Bretlandi, var pað liklega rjett skömmu eptir 1830. En Ás- hjörn Kloster (1823—1876), sem hjer á íslandi kynnti sig svo afbragðsvel og hjer ferðaðist nokkuð um 1861, gáfumaður mik- ill, eigi veruiega skólagengirm, en mjög vel sjálfsmenntaður, hæði í nýjum málum og öðru, frábærlega bifiíufróður, iðju- og þol- gæðis-maður einstakur, trúhetjan, mann- vinurinn, bindindispöstulinn mikli, hann mátti heita að kveikti og skapaði pessa stefnu í Norvegi. Hann var mjög hand- genginn hinum stórauðugu bindindisbók- menntum enskrar tungu og dvaldi eitthvað á Englandi í tvö eða prjú skipti. Hefir líklega enginn betur enn hann valdið pessari bindindishreyfingu (Totalaf- holdsbevægelsen) hjer á Norður- löndum. Hann stofnaði útbreiðsluverkfæri bindindisins (Totalafholdenhed- e n s 0 r g a n), pað var „A f h o 1 d s b 1 a d- e t“, rjett um sama leyti og hann um jólin 1859 stofnaði hið fyrsta bindindisfjelag al- gjörlegs bindindis, sem verið hefir stofnað í Norvegi og var pað í Stavanger. Blaðið og stefna pess er kunnugt ýmsum hjer á landi er minnast pess, að Kloster gaf hingað mörg exemplör blaðsins, sem og fleiri smá- rit sín. Bindindkblað Klosters hjet eigi „Afholdsbladet“ nema fyrsta árið; úr pví, síðan 1861, hefir pað heitið „Menneske- vennen“. Fyrsta árgang af „Menneske- vennen“ gaf Kloster hingað, eitt exemplar hverju prestakalli og liklega gaf hann fleir- um. „M.v.“ lifir en hinu bezta lífi og byr- jar hinn 21. árg. hans með pessu ári. Kloster gaf út „M.v.“ meðan honum entist aldur til. Nú er nýfarið að gefa blaðið út í Kristjaníu í annað sinn, en lengst um var pað gefið út i Stavanger. Blaðið hefir alltaf verið mikið gott, en nú er sjerilagi ytri frágangur pess enn betri en fyr. það er 24 arkir s t ó r a r, pappir hinn ágætasti og svo letur, myndir margar, merkar og fag- rar. Yæri líklegt að minnsta kosti allir prestar hjer á landi vildu kaupa petta á- gæta blað. Ef pað gæti einhverjum verið leiðbeining leyfi jeg mjer að setja hjer pað sem stendur aptast á hverju númeri: „„Menneskevennen kan bestilles paa nær- „meste Postanstalt og í Kristjanía í E. C. „Björnstads Expedition Toldbodgaden nr. „40. Prisen er 1 Kr. 50 0re Aaret, forsendt „med Posten 1 Kr. 65 0re. I Partier paa „minst 25 Exemplarer 25 0re billigere „Betalingen erlægges forskudsvis. — Ud- „givet af det norslce Totalafholdsselskab og „redigeret ved prakt. Læge 0. Nissen““. — þessi hin síðustu 20 ár eða rúmt pað, síðan Kloster byrjaði bindindisstarfsemi sína í fullum krapti í Norvegi, pá hefir bindindið (T o t a 1 a f h o 1 d e t, Totalismen) tekið mikinn proska um endilangan Nor- veg, eru alltaf að koma upp ný og ný fje- lög. Höfuðstjórn og sameiningar fjelag, er veitir hið almenna eptirlit, ráð og yfirlit, en fær skyrslur og tillög frá hinum einstöku fjelögum, er nú í Kristjaníu, en var lengst um í Stavanger. Auk pess eru hjeraðafje- lög eða landshlutafjelög. sem milliliður (Kredsforeninger). En fulltrúafund- ur fyrir allt norskt bindindi, er árlega haldinn á einhverjum stað eptir samkomu- lagi. í prándheimi á hann að vera að sumri. Næstliðið sumar var pessi fundur (det norske Totalafholds 13. Generaltnöde) haldin i Stavanger 19. og 20. júlím. Árið par áður, 1879, var fundur pessi í Skien. Stórpingið veitir hátt á fjórðu púsund króna til ritbreiðslu og styrks bindindis 5 landinu og ræður höfuð- fjelagið (Central.foreningen) hve fjenu er varið og er pví varið einkum til að styðja blaðið „Mv.“, útbreiða bindindis- rit, smárit (Traktater e. tracts) og til að launa umfarandi bindindis prjedik- endum (Agenter. Emissærer). ping- ið veitir ennfremur auk pessa fjár nokkuð á. 3. púsund króna til útrýmingar áfengis- drykkju í landinu. J>á er að reyna að lýsa pví bindindinu er jeg setta í hinn efsta flokk og jeg get í bráðina eigi kallað annað en „The Gooð- templarisrae“ (The order of the G o o ð T e m p 1 a r s). þessir bindindis- menn „Godtemplar“-arnir hafa eigi aðeins fyrir stefnu og fasta höfuðreglu algjörða afneitun áfengisdrykkju fyrir sjálfan mann og aðra, heldur og algjört bann. Stefna peirra og grundvallarlærdómar eru pessir: 1. Algjört bindindi fyrir allt á- fengi smátt og stórt til drykkjar. 2. Al- gjört verzlunar bann á áfengisvökva til drykkjar, er gildir fyrir öll tilfelli. 3. Al- gjörlegt bann gegn áfengisgjörð og innflutn- ingi áfengisins til drykkjar. Að bannið geti orðið samkvæmt föstum pjóðvilja í laga- formi með nægum sektum. 4. Tilraunir og kappsmunir að skapa heilbrigða og skyn- sama alma.nnaskoðun (0 p i n i o n) um bindindi, með pví að breiða sannleikann kostgæfilega út með peim háttum og tilhög- unum, er upplýst mannelska getur haft pekking um. 5. Val góðra og ráðvandra manna til að stjórna lögunum. 6. |>olgæði í tilraununum til pess að frelsa einstaklinga og sveitir frá hinni hræðilegu plágu, pol- gæði og útliald gegn mótstöðu og erfiðleik- um af öllu tægi, pangað til augnamiðinu er náð og sannleikskenningin (o: „Princi- pet“) almennt viðurkennt. Svo sem í pessum fjelgsskap er liin mesta alvara, látlaust úthald og einbeitt stefnufesta, eins er i honum innilegasta bræðralag, samlieldi og samkomulag. En eins og fjelagsskapurinn er að einu leytinu alheimslegur og tekur upp í sig menn af báðum kynjum, öllum trúbrögðum, pjóð- um og stjórnjátendum, (pótt inntakan sje að vísu eitthvað bundin við einhverskonar eptirlit pað sem trúskoðun og siðferðis ein- kunn snertir), — pá er samt fjelagsskapur- inn hjúpaður leyndardómsblæju nokkurri, svipað pví nokkuð, sem á sjer stað með Frímúrarana. J>eir hafa einhver teikn, er peir einir pekkja hver annan á, og pótt peir aldrei hafi sjezt eða hafi heyrt hvor annars getið, pá hittast peir (pær eða pau) sem góðir bræður, systur eða syskin; set- jum t. d. íslending og Kínverja, Afriku- svertingja og Norðmann. Höfuðlærdómar peirra og stefnur eru pó kunnar og optast liinir almennu fundir, einnig opt ályktanir og úrskurðir. Nefndir peirra halda leyni- fundi. Eitt af stefnum peirra er að ná æskunni, eins og „Yonarsambandsins“, er siðar mun frá sagt. G ood-templara-orðan skiptist eins og Frimúrara-orðan í stúkur (Loger 1. lósjer) og mega í engri stúku vera fleiri en 100 meðlimir, til pess regla og eptirlit sje áreiðanlegra. Hinar einstöku stúkur hafa sameiningarstúkur eða fulltrúa- stúkur og svona gengur pángað til komið er til alpjóðar stórstúkunnar i London. Á hverju ári er haldið einskonar fulltrúaping fyrir alla orðuna á einhverjum stað par sem afl pessa fjelagsskapar er eigi hvað minnst. Slík hreyfanleg ráðsamkoma eður ping (bevægelig Conferenz) var t. d. haldin í Madison í Bandaríkinu Viscon- sin árið 1872, en í London 1873. Stúkur- nar velja hver sinn „officera“ og ráða inn- tökualdri og hálfsmissiris tillagi, en verða að borga nokkuð til stórstúknanna. Konur eru einatt í háum embættum orðunnar. Hefðar kona ein í Indiana kallaðist „s t ó r v e r ð u g“, og var petta eitt em- bættið. Svo sem Norðuramerikumenn, helztu frumhreifendur nýtimafrelsisins, hafa verið frumkvöðlar bindindisins á vorri öld, svo hafa peir og orðið fyrri til en aðrir, að komast á æðri stigin. þannig var pað með pennan hinn fullkomnasta og góð- gjarnasta bindindis fjelagsskap, pann hinn aflmesta og pann sem mest elskar vísindi og bókmentir. Fyrsta stúka orðu pessarar var stofnuð í New-York 1851 af fáeinum kristilega sinnuðum og góðhjörtuðum mann- vinum. þetta var upphaf orðunnar og stækkaði hún furðufljótt. En samlanda ófriðurinn mikli og grimmi milli Suður- og Norðurríkjanna (1861—65) dró alla dáð úr orðunni; og merkilegt er pað, hvað fáum var kunn tilvera orðunnar auk heldur á Englandi sjálfu um nokkur ár; pannig er stundum farið dult með bindindið eður bindindishreyfingar, pótt síðar sjáist, að pær voru hinar merkustu og ávaxtarsöm- ustu. ' þetta vill endurtaka sig í hverju landi, en samt minnkar pessi pögn meir og meir, enda verður eigi spyrnt móti broddunum. En nú betur til sjálfrar sög- unnar. Eptir samlanda ófriðinn fjekk orðan nýtt afl, svo að árið 1868 var meðlimafjöldi áætlaður % milljón. Árið 1867 stofnuðust 2200 stúkur og 215,000 gengu pað ár í orðuna. 6—7 árutn seinna kornst pessi hreyfing til Stóra-Bretlands og voru 1877 stofnaðar par um 3000 stúkur. jpvílíkan fjarslca vö^t og viðgang, getur varla nokk- ur orða sýN^á jafnstuttum tíma. Hún er nú útbreidu í öllum heimsálfum og veit

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.