Norðanfari


Norðanfari - 17.08.1881, Blaðsíða 3

Norðanfari - 17.08.1881, Blaðsíða 3
— 107 — og orðið bölvan, ef hann yrði til pess, að gjöra mönnum hægra fyrir með áfengis- drykkjuna og vita það allir, að menn horfa eigi í skildinginn, pegar um þ á vöru er að gjöra, pá vöru, sem ótalsinnum hefir sýnt, að hún hefir mátt til þess, að gjöra stærstu auðmenn að fyrirlitlegasta ölmusu- manm, já illræðismanni. Hjer parf ]ivi að ^yrgja alveg brunninn í tíma, og byrgja hann svo að dugi, eigi láta sjer nægja að heygja ofan yfir hann nokkrum lausaspitum eða fjölum eða annari hróatyllu; menn moga aldrei hætta, fyr en menn hafa tryggt aha framtiðina fyrir árásum Bacchusar. Þannig ættu allir íslendingar að biðja: «Eigi leið pú oss í freistni“. Fyrir pá sem ekki aðhafast er hægt að segja: „fetta er loftkastali1*, eða pá fyrir pá, sem falla frá á freistinga tíma. En betra er pó hitt, að meon reyni að starfa samhuga í krapti og trausti Guðs og læri að pekkja tákn tímanna og rekja feril bindindisins á pessari öld, jafrivel frá dögum Gamlatesta- mentisins, já enn fremur, sjá votta fyrir pvi i heiðninni. Litum á bindindisbyggðir í Ameriku og livað löggjöfin par gjörir á ýmsum stöðum. Maine (1. Men) er heilt riki, og jeg veit eigi betur en par sje nú al- gíört bindindi komið á hjá öllum íbúum eður nálega öllum og pað lítur út fyrir pað, að fieiri riki sje að komast pangað sem Maine er kom- ið; en löggjöfin er par eigi aðgjörðalaus. Lít- um á Madagaslcar, pað sem alvöruna snertir, pótt vjer nú viðhöfum aðra fram- kvæmdarhætti. Lítum á Yináttueyjar, par sem áður var drukkið áfengi til mikils meins, en nú sjest par aldrei kenndur maður, nema ef vera skyldi útlendur sjómaður; petta er mest pakkað löggjöfinni par. Lítum á heil- ar bindindis ættkvislir að fornu og nýju. Nálægt 600 árum fyrir Krist setur Jere- mias Rekabíta Gyðingum tiL fyrirmyndar, fyrir pví peir voru bindindismönn (Jer. 35.). þá hafði: ættkvísl pessi verið i bindindi um 300 ár, eptir skipun ættföður peirra Jónadabs og mig minnir B-ekabítar sje en við lýði i Arabiu og sje ávallt i bindindi vegna skipunar Jónadabs. J>á eru og á vorri öld bindindisættir, par sem menn eru i bindindi mann fram af manni og eru mestu likindi til, að pað bindindi aldrei slitni, heldur lendi saman við hið alheims- lega bindindi, sem hver sannur bindindis- vinur práir, vonar eptir og starfar að í orði og eptirdæmi og trúir fyrir vissu, að á komist, fyrir Guðs krapt. Gái menn vel að húgsun og stefnu bindindisins, sjer í lagi Goodtemplaranna og Band-of-Hope-fjelag- anna. Keppumst allir við með bindindið, og látum oss eigi pykja minnkun að pví að vera bindindismenn, pegar sumir miklir heims- höfðingjar hafa verið pað. Karl 12. Svia- konungur var bindindismaður frá pví hann Var unglingur og alla æfi eptir pað. Lin- c°hr Bandaríkajaforseti var i bindindi og fór aldrei úr pví til dauðadags. Hays, ný- fráfarni forsetinn i Bandarikunum og frú hans em bæði í bindindi. Jarlinn i Cana- da og hans frú eru í bíndindi; og hver entist tii að telja allan pann sæg höfðingja og höfðingskvenna sem í bindindi eru í ýmsum löndum. Látum oss eigi pykja minkun að steinhætta pví, ag gefa náung- anum eitur eða eiturblöndu; margar ljóm- andi hátíða- og skemmtiveizlur i hinum út- lendu bindindislöndum eru alveg áfengis- Iausar og í pessum veizlum hefir samt eigi vantað kæti og skemmtanir og eigi Verið minna andríki, heldur en 1 mörgum skála- veizlum, sem smátt og smátt fara nú að missa upphefð sína. Kynnist menn og kon- ur bókmenntum hins útlenda bindindis, sem flestum yrði líklega hægast gegnum norskt bindindi; en peir sem til pess ex-u færir, ættu að kynnast hinum auðigu bind- indísbókmenntum enski’ar tungu. Sjer ílagi vildi jeg óska, að vorar hinar göðu og ást- riívu pjóðsystur, dætur íslands, gætu kynnzt sem fiestum hinum margbreyltu háttum, fi'amkvæmduin og samtökum, er eiga sjer stað lijá kvennpjóðinni viða erlendis bind- indi til styrks og útbreiððslu; enda er sem konan sjerstaklega- kölluð og kjörin að starfa í pessu máli. Á fram með bind- indið í Drottins nafni. Sameinnm fjelögin höldum pjóðlegan bindindis fulltrúafund að minnsta kosti annaðhvort ár, heimtum af alpingi verndun og styrk fyrir bindindið og festurn pað sem bezt við landstjórn og frámkvæmdar vald að hægt er, einkuin hinn- ar andlegu stjettar. Látum hljóma skýrslur og uppörfanir. Gleymum eigi að alkoliól er eitur, sem, pótt blandað sje með öðru, aldrei má vera drykkur, en á heirna í efna- fræðinni og ef til vill i læknisfræðinni. Rekum lxið fjandsamlega aðskotadýi’, Bacc- lius, af landi burt, hann hefir nógu mörg- um glatað, nógu marga saklausa pyndað og nógu mikið villt sjónir fyrir allri pjóðinui og sýkt eðli hennar. Já, „rekum og rek- um“, rekum hann alveg burt með bindind- isfjelögum, sem fái að njóta heiðurs og verndunar og komum á p j ó ðb i n dindi. fetta er að byrgja svo brunninn, að engin detti ofan í liann framar. f>etta er að gjöra vegabæturnai’, svo vagn framfaranna geti borizt af hjólum sinum og öðrum krapti, án pess að steyta á steini (hinum vonda v í n s t e i n i eða v i t i s s t e i n i). Sem stendur parf pessi steinn helzt að takast úr vegi. Látum pessa kappsmuni sem alla aðra fá styrk sinn frá guðsorði. Látum lærdóma, livatir og eptirdæmi bindindis og bindindisaldar hvila og styrlqast í guðsorði: „Jafnið, jafnið, ryðjið v^ginn, takið allar torfærur af vegi mins fólks“. Ritað í febrúarmánuði 1881. Magnús Jónsson. Til herra ritsjóra Norðanfara. J 41.—42. nr. 20. árs Norðanfara, 7. júní p. á., stendur «Ritdómur», og er liöf- undurinn «J>orleifur Jónsson*. Efni ritdóms pessa er lof um «ritreglur eptir Valdimar Ásmundsson». Ritreglur pessar eru reyndar eigi annað en samtiningur úr rjettritunar- reglum mínum, enda pótt höfundinum pyki eigi vert, að geta pess, að liann liafi liaft rjettritunarreglur mínar fyrir sjer við samning ritreglna sinna. í «ritdómi» «J>orleifs Jóns- sonar» segir svo: «Hin rjettritunarbokin eru hinar stóru rjettritunarreglur, sem Bók- menntafjelagið gaf út, og Halldór Kr. Frið- riksson, hinn alkunni frjettberi eignaði sjer a titilblaðinu, en pær eru í raun og veru eptir hinn alkunna vísindamann Dr. Jón |>orkels- son í Reykjavík*. Á pessum orðum er auð- sjeð, að «|>orleifur Jónsson* vill eigna samn- ing rjettritunarreglna pessara, eigi mjer, lieldur Dr. Jóni J>orkelssyni, eða pá að minnsta kosti, að Dr. Jón forkelsson hali lagað mitt svo mikið, að hann megi að rjettu telja höfund bókarinnar, og að pað sje honum eínum að pakka að bókin sje að nokkru nýt. En pessi orð og ætlun «J>orleifs» lýsi jeg ósannindi ein. Hvorki Dr. Jón J>orkelsson nje nokkur annar getur eignað sjer nokkurn sern helzt pátt í samning rjettritunar- reglna minna. Jeg vann par einn að, að pví einu undanteknu, að Dr. Jón J»orkelsson hjálpaði injer að saina dænxurn úr fornum ritum til sönnunar fyrir m, y, ý, og ey, eins og jeg gat um pegar í formála bókarinnar, einsogDr. Jón |>orkelsson sjálfur viðurkennir í yfirlýsingu peirri, sem hjer fylgir með. Orð «J>orleifs» í pessu efni eru pví bæði ósönn og ástæðulaus. Að öðru leyti virði jeg eigi orð «J>oi’leifs Jonssonar» í aður nefndum «ritdómi» lians neins svars. |>essa grein og yfirlýsingu Drs. Jóns J>orkelssonar, verð jeg að biðja yður, lierra ritstjíri, að taka senr fyrst í blað yðar, Rvík. 3/8—81. Halldór Kr. Friðriksson. í tilefni af ritdómi peirn um Ritregl- ur eptir Valdimar Ásmundarson, er stendur í Norðanfara 7. júní 1881, á 83. bls., lýsi eg hjer með y fi r pví, að eg á engan annan pátt í íslenzkum rjottritunar- reglum eftir yfirkennara H. Kr. Frið- riksson, Rv. 18 59, enn pann, er getið er í formála bókarinnar. 3/s 81. Jón J>orkelsson. í 37—38 blaði pessa árs Norðanfara stendur grein undirskrifuð af Jóni bónda Einarssyni í Dölum. Af pví að grein pessi snertir mig, hlýt jeg að fara nokkrum orð- um um sum atriði hennai’. J>ar sem höfundurinn segir að jeg liafi sett sjer heytoll, pað ár er hann var vinnu- maður í Dölum, pá er pað ósatt að pví leyti, að Jón bóndi var hið umrædda ár ekki vinnumaður heldur liúsmaður, sem hafði grasnyt, pótt hann ynni að heyskap í samvinnu við aðra, og hirti sjer fje sitt um veturinn. • Höfundurinn kemst og svo að orði, að nýtt og nýtt hafi komið fyrir, er honum fjell ekki í breytni sinni við mig og pótti mjer ósamboðið sem postula kirkjunnar. Jeg skal nefna 2 hin helstu atriði, eins og Jón hefur munnlega skýrt frá. Vorið peg- ar hann fór að búa aptur að Dölum, bað liann mig að vera með sjer við úttekt á jörðunni. Gjörði jeg pað og fór svo að út- tektargjörðin var sampykkt af hlutaðeig- endum og skrifuðu allir undir hana. En seinna pakkaði Jón mjer svo, að hann kvað mig hafa vjelað sig til að skrifa und- ir. Hann varð nl. óánægður með úttektina og pótti honum Birni bróður sínum vera lilíft. — Jeg var einu sinni hreppsnefndar- oddviti i Hjaltastaðahreppi. J>ótti Jóni sjer gert pá ofliátt útsvar og hann fá of lágt meðlag með ómaga, er hann lijelt og hafði til sín ráðið án minnar vitundar. J>að á að vei;a i grein hans mestur mergurinn málsins, að jeg hafi tekið hesta hans i óleyfi og brúkað pá undir bleytu- strengi. En fyrst Jóni pótti sjer órjettur gjör, er jeg ljet taka hesta hans á túni hjáleigunnar Svínafells, par sem jeg átti töðuhey pá ný uppbrotið og talsvert skemmt af hestum, brúka pá i 2 stundir og afbenda pá svo sendimanni hans með orðsendingu um, i hverjum tilgangi jeg hefði gert petta, hví leitaði hann pá ekki rjettar sins með lögum, úr pvi að jeg neitaði að greiða hon- bætur góðviljuglega? Fyrir heltina i jarpa klárnum ætti Jón að saka sig eÍDan, pví að hann hefir aldrei fengið hrós fyrir meðferð á hestum, sizt á húðar hestum, sem hann hefir stundum brúkað ekki lengur en til jóla, af pví að pað voru húðarhestar. Satt er pað að fastar tók jeg kýr frá Jórvik; en öll atvik við pað eru tilfærð skökk í greininni. Aðalengjar á Hjaltastað eru undirorpnar skemmdum af kúm og ám frá Jórvík. Höfðu kýr paðan staðið opt í

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.