Norðanfari


Norðanfari - 17.08.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 17.08.1881, Blaðsíða 4
- 108 - þeim, ekki einungis þetta sumar, heldur og áður. Yar jeg húinn að ámálga það við eigendurna, að geyma þeirra betur, annars mundi jeg láta taka þær fastar. |>enna dag, er þær voru teknar, var búið að reka þær tvisvar úr engjunum, en þær komu enn aptur. Yoru þær þá reknar lieim skömmu fyrir miðjan aptan og rjettaðar. Gestur kom til mín nokkru seinna um kveldið, og átti leið að Jórvik. Yar hann beðinn að skila til Jórvikur að kýrnar væru hjá mjer geymdar. Maður kom og sótti þær um liáttatíma J>að er fyllilega áreiðanlegt að Jón bóndi hefir ekki sjálfur ritað greinina, held- ur farið i smiðju. Mjer er líka nokkurn- veginn ljöst, hver er hinn sanni höfundur hennar. Ef það er nú sá hinn sami maður sem ritaði ,,draumvitranina“ um ðrið, sem þykist vera glöggskyggn um lýti annara, en er glámskyggn um sin eigin; ef það er sá maður, sem fjekk það orð á sig einu sinni, er hann bjó með efnaðri ekkju að hann hefði dregið undan tíund sina eigin gripi og viljað komast hjá öllum opinberum gjöldum, sem talinn var að hafa stjórnað búi ekkjunnar svo vel, að hana mátti fje- litla kalla, er hann för frá henni, og sem það orð ljek á, að hann liefði dregið undir sjálfan sig sem því nam, er eigur hennar minkuðu um; ef það er sá maður, sem varð í sveit sinni svo vinsæll, að hann sem var af góðum ættum, var ættarskömm kall- aður, og að honum var þar ekki vært lengur heldur hlaut að brökklast burtu og hefir siðan veiáð ýmisra sveita kvikindi; ef þa.ð er sá maður sem talinn er að hafa komið sjer viðast hvar illa með undirferli og æs- ingum, — þá munu skynsamir menn eiga liægt með að gjöra sjer ljósa hugmynd um, hversu elskur hann er að sannleikanum og hversu rjett ummæli lians um aðra eru, sjer i lagi þegar hann ritar undir nafni annars manns. J>að er hugheil ósk mín til þeirra nafna, nafnhöfundarins og hins sanna höfundar, að þeir hermi rjettara og sannara, er þeir leggja næst saman til nð smiða greinarstúf, svo og að þeir hver um sig gæti betur framvegis en bingað til, að bjálkanum i sínu eigin auga. Af því að sumir hafa getið þess til við mig, að Jón nokkur Magnússon smiður væri höfundur að grein nafna sins i Dölum, tek jeg það hjer fram, að jeg er ekki i þeirra tölu. Hjaltastað, 15. júlí 1881. Björn J>orláksson. Fnndarliald. Safnaðarfundur fyrir Akureyrar sókn var haldinn á Akureyri 7 ágúst. Á fundi voru 32, er atkvæði greiddu. Fyrst var rætt um uppfræðingu barna. J>að þótti ráð að koma sem flestum börnum, einkum þeim, sem eru í nánd við kaupstað- inn, í barnaskólann á Akureyri ogvoruflest- ir fundarmenn af Akureyri því meðmæltir, að leyfa skuli börnum úr sveitinni aðgang að skólanum með sömu kostum og kaupstaðar- börnum. Að öðru leyti skyldi á vissumbæj- um, er hentastir þykja, haldinn kennari nokkurn tírna í vetur, og önnur börn ganga þangað til kennslunnar. J>á var rætt um aðgjörð á grundvelli kirkjunnar. Kom mönnum saman um, að ekki mætti draga lengur en til haustsins að hlaða grundvöllinn að nýjn, en kölkun mætti bíða vors. Menn skyldu skyldir að leggja til vinnu til hleðslu á grundvellinum úr því kominn er 20. september í haust. Sveinbjörn bóndi á Stokkahlöðum bar fram þá beiðni 5 búenda syðst í Akureyrar- sókn, að fundurinn veitti meðmæli bón þeirra um að mega eiga kirkjusókn að Grund eða Munkaþverá. Óþarfi þótti að bera málið upp til atkvæða, þar eð almennur fundur lijer í sókn hefði nýlega sagt um það álit sitt. Samþykkt var, að frá veturnóttum til þorraloka skuli messugjörð í kirkjunni byrja stundu fyrir bádegi. Samþykkt var, að halda almennan hús- lestur í kirkjunni þá sunnudaga, sem ekki er messað á Akureyri. J>á var kosin sóknarnefnd: Friðbjörn Steinsson Jón Davíðsson á Kroppi og Jónas Jónsson á Kjarna. Loksins var kosinn .safnaðarfulltrúi á lijeraðsfund Skapti ritstjóri Jósepsson. J>akkarávarp. J>egar jeg haustið 1879 yfirgaf prest- þjónustu í Grundar- og Möðruvalla presta- kalli í Eýjafirði, þá.tók liáæruverðugur herra prófasturinn riddari af dannebrog sjera Dan- jel Halldórsson á Hrafnagili að sjer prests- þjónustuna í Grundarsókn, en liinn ríki prestaöldungur sjera Jón Austmann prests- þjónustuna í Möðruvalla sókn. Átti jeg að gjalda prestum þessum fulla borgun af presta- kallsins tekjum. Ljet herra prófasturinn gegna prestsþjónustu í Grundarsókn til næst- liðinna fardaga 1881, átti jeg þá að standa honum skil á launum hans, sem hefðu orðið 300 lcr. að ijettum reikningi, en hann gaf mjer þetta alltsainan. Fyrir þessa liöfðinglegu gjöf þakka jeg herra prófastinum innilegast og bið Drottinn að endurgjalda honum þetta margfaldlega. Grund í Eýjafirði 1 dag ágústm. 1881. Sigurgeir Jakobsson. t 1, þ. m. Ijezt húsfrú Sopliie Jakobine Havsteen borin Thyrrestrup, á 68. ári, eptir langa og þunga sjúkdómslegu. Hún hafði lifað 46 ár í ástúðlcgu hjónabandi með manni sínum kaupmanni Jóhanni Gottfred Havsteen og þau eignast saman 13 börn, af hverjum 7. eru dáin en 6 lifa, 2 synir og 4 dætur; J>eir eru: amtmaður Jóhannes Júlí- us og verzlunarstjóri Jakob Valdemar á Odd- eyri, en þær eru Jörgina Petrea, Maren Ja- kobea, Nielsine Sophie, ekkja eptir verzl- unarstjóra Jensen sál. og Sophie Gerthrud Katrín gipt bjeraðslækni J>orgrími Johnsen. Húsfrú Sophie Jakobine sálaða var að allra dómi, sern þekktu hana, álitin meðal hinna ágætustu kvenna hjer á landi að gáfum, menntun, atgjörfi og siðprýði, ástrík og um- hyggjusöm eiginkona og móðir barna sinna, stjórnsöm og reglusöm húsmóðir. 12. þ. m. framfór jarðarför hennar að fjölda fólks viðstöddum, og þar á meðal 3 prestar er allir fluttu sína ræðuna hvor, sjera Guðmundur Helgason húskveðjuna, sjera Da- víð prófastur Guðmundsson í kirkjunni og sjera Jón Austmann yfir gröfinni. Altaris- taflan að ofan og niður eptir hliðunum, alt- arið, gráturnar, prjedikunarstóllinn og bitinn ínilli kórs og kirkju tjaldað svörtum dúkum og eíri hluti líkkistunnar, þakin blómsveigum. f J>ann 8 júní næstliðinn andaðist Tóm- as Skúlason, að Granastöðum í Köldukinn, eptir þunga legu, frá því um jól, dauðamein hans var krabbamein, sem óx í kríngum annað augað, mest hinn síðari hluta vetrar- ins. Sjúkdóm sinn bar hann, með miklu þreki, og stillingu, sem lionum var eðlileg þegar á reyndi. Fr j e11ir innlentlar. Sunnudaginn 7. þ. m. kom gufuskipið, «Camoens» frá Englandi hingað og með því 40 útlendir farþegjar, 49 manns af Suður- og Yesturlandi, er fengu far í skipinu á Borðeyri og ætla til Vesturheims og hjer voru komnir fyrir 50 manns, sem líka ætla vestur um haf. Hestakaupmaður Cogliill beið hjer með hross á fjórða liundrað, er hann hafði keypt í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum og fáein lijer. Skipstjóri fór fram á það, að vestur- farar þeir er komu frá Borðeyri færi hjer í land og biðu ásamt þeim vesturförum er lijer voru fyrir í landi, þangað til þeir j>ætu sent nýtt skip eptir þeiin, er mundi verða iunan hálfsmánaðar, þar skipið hefði steitt á kletti á Húnaflóa og staðið þar 3 klukkutíma og þeir því ekki, þótt enginn leki fyndist á skipinu, gætu ábyrgst að það værihaffært. Amtmað- ur J. Havsteen áleit, að ef óhætt væri að 40 káetufarþegar færu ineð skipinu, væri ekki i meiri hætta fyrir vesturfara, svo að eptir að I liinn setti bæjarfógeti hafði tilkynnt öllum | vesturförum bæði þeim, sem voru út á skip- | inu og eins þeim er voru í landi slys það sem hafði komið fyrir skipið og spurt þá að, hvort ’ þeir væru viljugir til að farameðþví, oggef- ið skipstjóra þar að lútandi vottorð, varð það ! úr, að aílir vesturfararnir fóru með skipinu. 11. þ. m. kom og hingað gufuskipið «Valdi- i mar» á leið sinni frá Kaupmannahöfn og til Reykjavíkur og með því ýmsir farþegjar. Eng- ar nýungar liöfum vjer að þessu sinni fengið frá útlöndum og heldur ekki af þinginu, nema að verzlun megi fara fram á Kolkuósi í Skf., Hesteyri í Jökulfjörðum í ísafjarðarsýslu og á Sandvík í Grímsey í Eyjafjarðarsýslu. Veitt brauð: Fjallaþingin sjera Gutt- ormi Vigfússyni á Svalbarði, Brjámslækur Sjera Arngrími Bjarnasyni á Alptamýri. Ó v e i 11 brauð: Mjóifjörður, Svalbarð í Jústilfirði, Hof í Vopnafirði, Helgastaðir í Reykjadal, Glæsibær i Kræklingahlíð, Hof og Spákonufell á Skagaströnd, Eyri við Skutulfjörð. Auglýsinga r. — Hjermeð aðvarast landsetarnir á Möðru- vallaklausturs umboðsjörðum, sem og einnig gjaldendur til Möðruvallaklausturs kirkju, sem enn eiga ógoldin áfallin gjöld til umboðssjóðs- ins og kirkjunnar, um að greiða gjöld þessi til mín fyrir 8. september næstkomandi þar þau að öðrum kosti verða tekin lögtaki, Akureyri, 15. ágúst 1881. Pjetur Sæmundsson. settur. Stórkiiujm-fislivcrzlim William Jamieson’s 15 Pitt Street Liverpool — stofnuð árið 1821 — tekst á hendur að kaupa og selja í umboði annara, skipsfarma af íslenzkum og færey- iskum saltfiski, löngu og ísu. Banki verzlunarinnar er: Liverpool Union Bank — Hjer með sel jeg og afhendi fjármark mitt, stúfrifað hægra biti framan hvatrifað vinstra, Hansi Magnússyni á Húsavík í þing- eyjarsyslu, Staddur á Akureyri 6 ágúst 1881. Jón Jónsson. — Fjármark Vilhjálms Jónassonar á Sýla- læk í Helgastaðahreppi er: sneiðrifað framan hægra og tvírifað í stúf vinstra. Brennimark: Vilh. J. — Fjármark Jónasar Jónassonar áSýlalæk er: sneiðrifað fr. hægra og þrjár fjaðrir aptan vinstra. Brennimark: J. J s Á. — Fjármark Jóns Guðmundssonar á Finna- stöðum í Grýtubakkahrepp: Tvístýft aptan hægra. Brennimark: J Q. Eigandi og ábyrgðarm.: Bjðrn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.