Norðanfari - 23.02.1882, Blaðsíða 3
— 27 —
aðra muni, og mundu þaú hús geta staðið
um margar aldir. J>etta er einn hinn ljös-
asti vottur vanpekkingar vorrar og fátækt-
ar. Margar tilraunir hafa verið gerðar til
að koma bæabyggingum i eitthvert lag, og
alla jafna færast byggingar pessar nær tak-
markinu, þ. e. steinbyggingunum. Fjenað-
arhús hafa og tekið stói’kostlegum bótum.
í stað hinna 4 al. breiðu ranghala, sem til
hálfs voru neðanjarðar, fylltust vatni í hverri
leysing, og voru óþolandi mönnum og skepn-
um, eru sumstaðar komin 6—7 al. breið
hús, jöfn við jörð, rúmgóð og vel manngeng
i garða; lieyhlöður eru og viða, en hjer er
sama mein á sem bæjarhúsabyggingunni, að
efni er lítt nýtt til endingar, og gerir það
viðhald og kostnað margfaldan.
Næst húsabyggingum eg hreinlæti vil
jeg minnast á aðra hýbýlahætti, menntun
og siðgæði m. fl. Hvað barnauppeldi snertir
er nú í stað allt of mikils strangleika og
afskiptaleysis foreldranna, sem eðlilega leiddi
af sjer kala og óhlýðni barnanna, víða komin
eðlilegri og viðfeldnari umgengni foreldra
og barna. Eins er nú og nokkur lagfæring
orðin á menntun barna og unglinga. Fyrir
40 árum var börnum flestum að vísu kennt
að stafa og kveða að orðunum, en svo var
farið að slá slöku við þessa kenzlu er þau
gátu kveðið að sjálf, og þau látin eiga
sig; sat kennarinn þá vi3 vinnu sína, og
sagði barninu að „stauta“ hjá sjer; sóktist
þannig lesturinn nokkuð seint, því bæði
var skakkt lesið og skilningslaust, voru víst
fremur fáir, er gátu kallast vel læsir á ferm-
ingaraldri, og margir er naumast voru færir
um að lesa húslestur nokkurntima á æfinni.
Að skrifa og reikna var fáum kennt, svo
kennzla gæti heitið, enda kunnu fáir það
vel, og margir alls ekki, einkum kvennfólk;
um að skrifa og tala rjetta íslenzku var
ekki talað, þetta kunnu engir, um rjettritun
var sama að segja. Nú er,u menn ekki
farnir að láta sjer nægja að læra að „stauta“,
svo þeir á heilu dægri geti komist i skiln-
ing um það, er lesa má og skilja á einum
klukktíma, og það sem þó er meira um
vert, menn eru hættir að mestu að hafa
skemtun af Ijótum og spillandi lygasögum
og rímum, er opt var eina skemtunin, og
vilja nú heldur lesa gagnlegar bækur, sem
nú er líka orðið aúðugra af en áður var,
og fá tilsögn til að skilja þær rjett; eigi
nægir nú að draga til stafs svo lesið verði,
heldur þarf að læra að skrifa móðurmálið
rjett, og láta hugsanirnar koma reglulega
og ljóslega fram í riti. fegar eptir 1850
var farið að hugsa til að mennta unglinga
betur en áður, og koma þeim í því skyni
til þeirra er betur kunnu en foreldrarnir,
eða jafnvel taka kennara lítinn tíma, en
þetta var opt að litlu liði, því unglingarnir
litu þá stundum ekki framar í það er þeir
liöfðu lært; aptur kom það sumstaðar að
miklum notum. Á þessu er þó sem fleiru
eigi fyr en nýlega veruleg bót ráðin, þar
sem lög og alþýðuvilji eru svo heppilega
samtaka. Fyrri var uppfræðing barna mest
i því fólgin að börnum voru kennd fáein
andleg vers og visur, fræðin og spurning-
arnar, þetta var sumpart kennt utanbókar
og lærðu mörg börn þetta vel og eigi siður
en nú á tímum, enda virðist mjer í hinni
andlegu uppfræðing barna og unglinga litil
framför þar sem jeg þekki til, við það er
áður var. Börnin hafa alltaf lært Lúthers
fræði, og útlistun þeirra eptir Balle og Ball-
slev, og nú hina ágætu lærdómsbók sjera
Helga Hálfdánarsonar, en í heimahúsum
hefir þeim ekki sem skyldi verið innrætt
þýðing þessa lærdóms, og jeg er jafnvel
hræddur um, að prestarnir hafi ekki heldur
gert þetta eins ve), eins og þörf hefði verið
á, enda geta þeir það naumast á svo fáum
og smáum kennslustundum er þeir flestir
brúka til barnauppfræðingarinnar, nema þeir
sjeu því betur upplagðir til að kenna börn-
um, sjálfir mjög vandaðir í öllu framferði
og eptirbreitnisverðir, og umfram allt kenni
ekki annað en það, sem þeir eru sannfærðir
um að rjett er og satt, og kenni það svo
ljóst að hvert barnið skilji. Jeg veit það
af eiginni reynslu, að góður og gáfaður
prestur, sem barnið hefir ást á, og virðingu
fyrir, getur með fáum orðum, sem beinlinis
eru töluð til barnsins, og sem það er sann-
fært um að koma frá hjartanu, áunnið
meira til lagfæringar hugsunarhætti barn-
sins, en með hinum ágætustu ræðum af
stólnum sem barnið ekki getur á lítilli stundu
fært sjer í nyt svo sem skyldi. Húslestrar
hafa og verið stundaðir í sveitum allstaðar
þar er jeg þekki til, og þeir hafa vissulega
leiðrjett og bætt margan mann, en því mið-
ur hygg jeg þá stundum vera betur ólesna,
þegar þeir eru auðsjáanlega einungis brúk-
aðir fyrir siðasakir, byrjaðir og endaðir með
glaum og gjálífi, og söngurinn, sem víða er
mikið lagfærður að röddinni til, er svo van-
brúkaður, að söngmaðurinn getur fengið af
sjer að afbaka svo málfæri sitt að eigi skil-
jist það sem hann syngur; þetta álít jeg
mikið hneixli hvort sem það kemur fram í
kirkjum eða heimahúsum.
Eins og jeg hefi áður sagt, og allir vita,
er menntun vor nú á góðum framfaravegi
að ytra áliti, en eins og jeg nú hefi drepið
á, er að mjer virðist engin framför í hinu
innra lífi, lífx trúarinnar, samfjelagi voru
við Gruð. Oss vantar enn nógu sterka hvöt
til innbyrðis samheldis og fjelagsskapar þjóð-
fjelagi voru til viðreisnar. fetta má engan
furða, þar sem fjelagslíf vort hefirummarg-
ar aldir verið dautt og dofið, og vjer nú
fyrst fyrir nokkrum árum vildum fara að
fá það vakið á ný. fetta líf er ekkert ann-
að .en kærleikurinn, það er hann sem þarf
að vakna af sínum langa svefni; öfundin,
íllmælgin, eigingirnin, drambið, hjegómaskap-
urinn, o. s. frv. allt þetta þarf að fara úr
landi, eða að minnsta kosti komast í almenna
fyirlitningu, gerast óalanda, óferjanda, óráð-
anda öllum bjargráðum. Kærleikurinn, inni-
leg bróðurást, sem sambandið, samfjelagið
við uppsprettu hans, eða lifandi trú á Guð,
eitt getur vakið og geymt, það er hann sem
oss helzt af öllu vantar. Trúrækni vor
hefir lengi verið veik, eða svo hefir hún að
minnsta kosti verið um það 40 ára bil, sem
hjer ræðir um, sýnir það meðal annars kirkju-
ræknin; að vísu er víða langt og erfitt til
kirkju, en þó' hygg jeg sjálfsagt, að margur
mundi reyna að fara optar til kirkju ef
hann findi sjer þar af sanna uppbygging.
petta virðist mjer vera alvarlegt og athuga-
vert mál, því á meðan trúna vantar, er
undirstaða framfara vorra, menntunin, eigi
nógu traust, og verður pá jafnvel öll vor
framfarabygging völt og viðsjál. Margir sjá
þetta reyndar, og því hefir hreifíng komið
á kirkjumál vor í mikið frjálslega stefnu,
einkum nú með lögum um kosningu presta
og safnaðanefnda, þetta eru víst skynsam-
leg ráð og líkleg til bóta með tímanum,
því eins og það er vist, að kuldi og dauði,
eins í trúarefnum sem líkamlegum efnum,
er eðlileg afleiðing ófrelsis og kúgunar, eins
vona jeg að vaxanda frelsi veki hið dauða
og vermi hið kalda. Mikið hlýtur að vera
komið undir því að menn sjái að hverju
menn eru komnir, og að svo búið má eigi
standa, og það munu nú flestir skynsamir
menn sjá, og að menn viðurkenni að Gruðs-
óttinn er uppbaf vizkunnar. Samræður
prestsins og safnaðarins um trúarefni eptir
messu' og við önnur tækifæri held jeg væri
mjög svo gagnlegar, og samkvæmar frelsis-
hreifingum þeim sem vaknaðar eru hjá oss.
Mjer finnst það hlyti að vera hverjum sálu-
sorgara, er það nafn vill bera með rjettu,
mjög svo ljúft að vekja þessar samræður,
og viðhalda þeim ásamt beztu mönnum
safnaðarins. Með þeim getur liann betur
þekkt en áður liugsunarhátt manna, og sýnt
hvort hann er góður eða ónýtur. það er
annars furða, að samræður um trúarefni
eigi skuli hafa viðhaldist í kristinni kirkju,
þar sem höfundur hennar og postular hans
höfðu þá aðferð til að innræta mönnum
kenninguna. Yfir höfuð þarf öll sú hræsni
og yfirhilming að hverfa. sem á sjer stað í
söfnuðum vorum, og það finnst mjer bezt
mundi takast með kristílegum samræðum
prests og safnaðar, er aptur mundu vekja
viðlíka samræður á heimilum milli foreldra
ogbarna, húsbænda og hjúa, til ómetanlegs
gagns fyrir heimilislifið og fjelagslífið.
(Framhald).
F r j e 11 i r i n n 1 e n <1 a r.
Úr brjefi úr Dalasýslu 8/u 81.
„Hjeðan er fátt að frjetta nema heldur
kvillasamt, ekki frítt fyrir að ekki stýngi
sjer niður bólguveiki og sár hafast illa við.
Hvað tiðarfarið áhrærir, þá var sumarið
fram á höfuðdag þurt og kallt. Tún mjög
graslítil og þvi neyðarlega lítil taða hjá al-
menningi; útengi spratt mjög misjafnt og
þar eptir fór heyafli, þð hefur liann orðið
víða í góðu meðallagi að vöxtum. Fjárhöld
eptir hinn afarharða vetur urðu allvíðast
góð og fremur öllum vonum, og gjörði það
hin gamla og góða hjálpsemi þeirra, sem
betur eru staddir með'fóður, þyí hjer er siður
að bjarga sveitungi, sem verður á þrotum,
svo á endanum má heita að allir sjeu jafn-
staddir. Síðan á höfuðdag hefur máttheita
sífeld bezta stillutið allt til þessa dags“.
Úr brjefi úr Borgarfirði 26/u — 81.
«Hjeðan er eklcert að frjetta nema ein-
munatíð síðan á höfuðdag; fjársala varð með
mesta móti og bezta, sem nokkru sinni
liefur verið. Kaupmenn fjölga óðum. Egg-
ert Gunnarsson rekur sina verzlun duglega
til mikills harms, ergileg lieita og ófagnað-
ur fyrir liina gömlu þjóna einokunarinnar.
Alþingið gjörði þingmanninn okkar að hálf-
gjörðum hornungi, það er einstök mæða,
sem þingmenn þessa kjördæmis eiga fyrir
að verða, annaðhvort fá þeir hnútur í hjer-
aði eður inni á þingi. Sumir lijeldu að
þingmaðurinn okkar væri ómissandi fyrir
þingið, og hann kann að liafa ætlað það
sjálfur, en þingið hryggbraut þessa ætlun,
eins og bykkju um bálk“. Úr öðru brjefi
úr Borgarfirði 6/12 81. „Tíðindi eru hjeð-
an engin. Heynýting var hin bezta en víð-
ast eru liey í minna lagi og mjög sinubor-
in og Ijett. Kúm og lömbum liefur verið
fargað mjög mikið í haust, og er þó eigi
víst að nóg sje. Tíð má heita hin bezta í
allt haust til þessa tima, nokkrir umhleyp-
ingar og opt mjög vindasamt, lítill snjór
en komið lítil frost, þó eru allflestir hjer
búnir að taka lömb með jólaföstu, en hvorgi
gefið fje fulllorðnu. Bráðapest er hjer um
pláss með minna lagi þó víða gjört vartvið
sig. Heilbrigði fólks í betra lagi og engir
nafnkendir dáið. Litið er hjer um almenn
mál talað og láta flestir í þeim efnum lítið
til sín taka. Sumir eru nú að stýnga upp
á að biðja næsta þing að aftaka öll tíund-
arlög og setja toll lög í einni lieild enn
ekki smá pörtum; hygg jeg að það mætti
vel heppnast11.
Úr brjefi úr Miðdalahr. í Dalasýslu 3/12 81.
„Freraur liefur verið kvillasamt í haust