Norðanfari


Norðanfari - 14.07.1882, Blaðsíða 1

Norðanfari - 14.07.1882, Blaðsíða 1
21. ár. Nr. 37—28. NORMNFÁ Akurcyri, 14. júlí 1882. t Guttormur Jóliannes Gunnlaiigsson, fæddur 20. maí 1859, dáinn 12. marz 1882. Opt bregður dauðinn drápgjarn hjör á dagsins morgni björtum; opt biturslegin banaör að bragna flýgur hjörtum, en Skuldardómur hljómar hátt: — en honum ei má breyta — «pig snarla bú, pví burtu átt frá bústað jarðar leita». Hjer einn vjer lítum ungan meið í æskublóma hniginn, ei stóðust fyrir stæltum deyð hin sterku líkams vígin, því fjör og æska lutu lá(g)tt er lypti’ hann hendi kaldri, ei .treysta skal á mannsins mátt í myrku dauðans hjaldri. Nú mög sinn liarmar móðir pýð, nú mæddu hjarta blæðir; en drottinn segir: «Engu kvíð»! hann öll pín meinin græðir. J>ví sá pú tregar sefur vært, pó svalt hann byrgi hauður, á himnum sál hans syngur skært; pinn sonur er ei dauður. Og'*«sll varst pú, er fjekkst svo fljótt í faðmi drottins byggja, pars engin lijelu’ og harma nótt á hjarta pitt fær skyggja. En lof sje peim, sem lífið gaf og lífið burtu tekur, og hans við trúar styðjumst staf, Þá stormur lífs oss hrekur. ,fdð l882 hinn 31. maí var að Brekku í Mjóafirði lialdinn fundur af sex fulltrúum frá pessum 4 bindindisfjelögum austanlands: bindindisfjel. í Seyðisgj-gi (síra Jón Bj arnason og Jón Sveinsson), bindindisfjelaginu í Mjóa- fiiði (Vilhjalmur Iijálmarsson og Isak Jóns- son), bind.fjel. í Norðfirði (síra Magnús Jóns- son) og bind.fjel. í Reyðarfirði (Halldór Árna- son). Höfðu prestarnir síra Daníel Halldórs- son, síra Jón Bjarnason og síra Magnús Jóns- son eptir samkomulagi sín á milli að Valla- nesi 2. sept. f. á. gengizt fyrir pví, að pessi fundur yrði sóttur af nokkrum kosnum mönn- um úr hverju austurlandsfjelaganna, til að i'æða um bindindi og sjer í ]agi til að koma á sameining nefndra bindindisfjelaga. J>au af t’essum fjelögum, sem engin fulltrúi mætti fyrir, eru bind.fjel. á I'áskrúðsfirði og bind.- fjel. á Völlum. Með pví fundurinn var svo fámennur, pótti ekki ástæða til að velja neinn sjerstakan til að stjórna íundinum. Lög hinna fjögurra fjelaga, er fulltrúa höfðu á fundinum, voru upplesin og lítið eitt rædd, sjer í lagi með tiliti til pess, í hverju pau væri lik og ólík, og reyndist að- algrundvöllur peirra allur hinn sami. En til pess, að hvert fjelag gæti tekið pað úr lögum lnnna fjelaganna, sem pví pætti til bóta, pá var sampykkt, að hvert einstakt hinna sex fjelaga skyldi fá eitt exemplar af lögum peim, cr framkomu á fundinum. Eætt var um pað, hve nauðsynlegt pað væri, að fjelögin ætti sjer nokkurn fjársjóð, og pótti rjettast, að sjóður pessi væri mynd- aður með frjálsum samskotum, í peim tíl- gangi, að honum væri varið bindindismálinu í hag beinlínis eða óbeinlínis, og var sam- pykkt, að hvert fjelag væri hvatt til að stofna slíkan sjóð sem fyrst, án tillits til pess skyldu tillags, sem bindindislögin ákveða. Sampykkt var, að pegar bindindismaður flytti sig í byggðarlag annars bindindisfjelags, pá skyldi hans bindindisfjelagsstjóri tilkynna pað hinni fjelagsstjórninni, sem pá skyldi vaka yfir pví, að hann hjeldi fjelagslög sín og koma fram ábyrgð gegn honum, ef pyrfti í nafni pess ffelags, er hann heyrði til. Sampykkt, að fjelagsstjórnirnar livetji fje- lagsmenn sína til að sækja höfuðfundi hinna fjelaganna. í lögum bindindisfjelags Reyð- firðinga er ekki fast ákveðinn aðalfundardag- ur fyrir pað fjelag, en fulltrúi pess fjelags lofar að ábyrgjast, að næsti höfuðfundur par verði haldinn 3. janúar næstkomanda. Upplýst, að bindindismanna tala iReyð- arfirði væri 62, í Norðfirði 86, í Mjóafirði 17, í Seyðisfirði 130; alls 295, sem nálega allir eru yfir 14 ára aldur. Sampykkt, að nauðsynlegt sje, að fjelagslögin ekki banni börnum, með vilja foreldra sinna, að ganga í fjelögin. Sampykkt, að hjer eptir sje árlega hald- inn fulltrúa- og sameiningarfundur fyrir bind- indisfjelög vor og önnur fleiri, er vilja vera með oss, og að næsta ár, 1883, verði sá fundur haldfnn á Eskifirði 14. júní. Sampykkt, að senda hverju hinna 6 bind- indisfjelagá afskript af fundargjörningi pessum, einnig að láta liann koma út í eiuhverju tímariti. Magnús Jónsson. Halldór Árnason. Jón Sveinsson. ísak Jónsson. Jón Bjarnason. Vilhjálmur Hjálmarsson. (Niðurlag). Hjer er talað um alla slcatta, en að visu ætlast jeg ekki til, að allur eignar skattur eða tekjuskattur verði úr lögum numínn einungis má hann á engann hátt standa í vegi fyrir frjálstim framförum pjóðarinnar, pað er ekki fært, hún á nógu erfitt samt að losast við spillingu sína og niðurlæging. Jeg vil pví ekki að skattur sje tekinn af peim jörðum og húsum er eigendur hafa sjálfir til ábúðar par sem jeg álít sjálfsábúðina svo nauðsynlega til framlara. En í stað annara skatta vil jeg að komi tollar, einungis af peim innfluttum vörum, sem afla mætti í landínu sjálfu, eða sem hinn fátæki gæti með einhverjum ráðum, leyfilegum og jafn- framt lofsverðum, sparað sjcr kaup á. Tel jeg til pessa alla vefnaðarvöru. gler og leiráhöld glisvöru og munaðarvöru. þyrfti ekki næsta háann toll á hverja alin, hvert pund, hvern hlut af pessum tegundum, til pess að tollarnir, til samans teknir, fullkom- lega jafngiltu öllum sköttum til landsjóðs, míS vancar iiiiKvæmar verziunarskýrslur til pess að geta gjört áætlun um upphæð toll- anna, enda mun eigi tími til pess kominn. Hjer er að eins um að ræða, hvorir hollari eru pjóð vorri, skattarnir eða tollarnir, og hvort skattar purfi að eiga sjer stað af lífsnauðsynjum fátækrar alpýðu. Jeg segi skatta pá öhafandi, skaðlega landi og pjóð; en tolla af peim vörutegundum, er jeg til- nefndi, eigi að eins saklausa og nauðsyn- lega til víðhalds stjórn og embættum land- sins, heldur og gagnlega til framfara og prifnaðar landi og pjóð. Jeg fel hverjum skynsömum manni, sem ann af lieilum hug fósturjörð sinni, og vill eptir kröptum styðja að heillum hennar, pað til hugleiðingav hvort affarabeíra muni vera fyrir oss, á pví stigi menntunar og fratnfara, sem vjer nú erum, skattgjaldið og tíundarlögin me3 öllum sinum illu afleiðingum, eða hóflegir tollar af vörum peim, er vjer með skynsam- legri ráðdeild helzt mættum án vera, eða sem vjer gætum með dugnaði og sarntökum aflað í landinu sjálfu, ellegar, sem eru oss binlínis til skaða. Yænti ýeg að flestij- verði á pví máli með mjer, að tollar pessir purfi að koma í stað skattanna, og að fáir sjái fyrst um sinn ástæðu til að óttast fyrir pví, sem pó ætti að vera hin eina skynsamleg mótbára tollinum, að peir muudu reynast valtir og óáreiðanlegir. J>að er að minni hyggju á engu byggt að ætla, að tollar reynist óáreiðanlegri en skattar, hvortveggi getur að visu brugðizt, og pað af likum orsökum. Hallæri, drepsóttir. eldur og sverð geta haft verkun á hvorttveggja, og pó engu síður á skatta en tolla. Útflutningstollar af ýmsri vöru vorri liygg jeg ekki ætti að eiga sjer stað. J>að mun engin sú vara vor, er aptra purfi útflutningi á, jafnvel ekki fiskur og kjöt, heldur mun oss hollara að hafa sem frjálsust matvöruskipti við útlenda. J>að hefir verið talað um útflutn- i^gsgjald af hestum og er pað að vísu skynsamlegra en telja pá fram til tiundar, en hins vegar mundi pað ekkert framfara- meðal, vg munu pau hross öll mega miss- ast úr landinu, sem út eru flutt. Grjald til prests og kirkju mun vera hægt að finna allt eins sanngjarnt og eðli- legt sem tíundirnar. Yirðist pað gjald ætti öllu heldur að miðast við tölu fólks en fjár, tölu peirra sálna, er njóta góðs af presti og kirkju fremur en tölu peirra kinda, er bita gras í haga, pó ætti ekkert gjald að leggja á ófermd börn eða pá, er eigi mega til kirkju komast árlangt eða lengur. Gjald til sveitar, sem víðast mun hafa í sjer fólgið gjald til sýslusjóðs, sýsluvegasjóðs, fátækra- flutnings m. fl. er nú að mestu tekið bein- línis eptir beztu pekkingu sveitarnefnda á sönnum efnahag hreppsbúa, svo aftaka tíundarinnar mundi eigi valda hreppsnefndum neinna vandræða í tilliti til niðurjöfnunar sveitargjaldsins. Um niðurjöfnun sýslusjóðs- gjaldsins hreppa á milli er öðru máli að gegna, par sem pvi er jafnað á samanlögð jarðahundruð og lausafjnrhundruð, en bein- ast liggur fyrir, ef lausafjnrhundruð eru engin til, að jafna pessu gjaldi, sem og jafnaðarsjóðsgjaldi og búnaðarskólagjaldi, eingöngu á jarðahundraðinti. J>egar framtalið til tíundar, og pau j gjöld, sem á pví eru byggð væri úr lögura numið, pá er að minni hyggju sú gríla i horfin, sem fældi margan frá liinum lög- boðnu mannfundum vorum, eða gjörði pá óvinsæja og .leiðinlega, og um leið fleiri fundi, sem of mjög höfðu pá til fyrirmynd- ar. í staðinn fyrir gríluna mundi pá al- pingi, yfirvöld og aðrir góðir menn finna upp ráð til að gjöra fundi pessa, sem engan- vegin niega missast, gagnlega og eptirsðku,- arverða. Manntalsping eða vorping ætlast jeg til að sýslumenn hjeldu eius eptir sem áður, eígi eingöngu til að lieimta skatta, heldur sem goðar í fornöld til að lita á og dæma mál manna, leiðbeina í búnaði og verzlun; auglýsa lög og yfirvalda ráðstafanir og skýra lyrir mönrium pað, sem vafasamt eða torskilið er í lögunum. ásamt öðru fleiru, er peir gætu frætt menn um. Mundu peir pá og ef kostur væri á hafa með sjer búfróðan mann til pess bændur gætu pví betur fræðst af fundum pessum. En aðal- augnamið pessara pinga ætti að vera pað, að gera undirbúning til hjeraðapinga, er sýslumaður og alpingismaður ætti að halda 53— á hverju vori nálægt miðri sýslunni, að ný afstöðnum sveitapingunum og ætti par að ræða landstjórnarmál, búnaðarmál og verzl- unarmál. Að afloknu hjeraðspingi ættu sveita- menn aptur að eiga fund með sjer, brepp- stjórapingið eða hreppamótið, par sem hrepp- stjórinn, sem ætíð ætti að vera sjálfkjörinn á hjeraðsping, ásamt peim, er með honum sóktu pangað, skýrði frá pví, er frám fór á hjeraðspingi, og gjörði ráðstafanir til að sveit hans gæti eitthvert gagn liaft af ályktunum pess eptir pví sem við ætti í livert sinn. 011um mögulegum hagskýrslum ættu pá og hrepp- stjórar og hreppsnefndir að safna og rita i bækur pær, er sveit fiver ætti að eiga undir skýrslur pessar. Sumar pessar skýrslur verður að semja á haustfundum, og pá ætti að gjöra ráðstafanir til ásetnings á hey, kennslu unglinga, tóvinnu samtaka m. fl. Á báðum fundum ættu bændur að ræða um pað, hvernig peir gæti haganlegast verzlað pað ár og hið næsta, og bindast föstum samtökum til pess. Hagskýrslur pær, er nú voru nefndar, má telja víst að yrðu mjög miklu rjettari en pær, er nú koma út frá hreppstjórum og hreppsnefndum, og sem að mörgu leyti eru byggðar á hinu afarranga framtali bænda til tíundarinnar. J>annig vona jeg að p:ng vor í sveitum yrðu að mun gagnlegri, skemmtilegri og fjölsóttari pegar fjárframtal og fjárreiðsla væri frá peim tekið, eu allt pað, sem lífgað getur og eflt mannfundi í voru strjálbyggða landi, og par af leíðandi eíndrægni og fjelagsanda, pað allt ættum vjer að íhuga rækilega og færa oss í nyt. G. Á. J>að er vissulega eðlilegt, að fjelags- mönnum liins íslenzka J>jóðvinafjelags pyki skemmtilegt, að fá árlega í almanaki fjel. myndir af tveimur morkismönnum heimsins, peim, er peir heyra mikið umrætt í frjetta- greinum blaðanna, eins og hin núverandi ritnefnd hefir leitt sjer í grun og byrjað á nú í ár. J>6 jeg sem fjelagsmaður fagni pví, að eiga von á pessu framvegis, ætla jegsamt að láta í ljósi pað, sem minni tilfinningu er geðfeldast í pessa stefnu. ' Mjer finnst nefnil. lang-ákjósanlegast og tilhlýðilegast að hið «íslenzka J>jóðvinafjelag» auðgaði oss heldur af myndum merkismanna af sjálfri hinni í s 1 e n z k u pjóð, heldur en af peim mönnum, er ekkert koma íslandi við, pó peir sje merkilegir á ættjörðu sinni og víðar, og alla tíma pess verðir, að frægð peirra víðfrægist sem mest. Á ættjörðu vorri hafa alizt og alast enn menn líka, og pess pá eigi siður verðir, að vjer ættum myndir peirraog sjerstakt æfiágrip; kynnu rnargir að hafa miklar mætur á pví, myndu og nægar stoðir fást til pess ef notaðar væru. Myndir pær, sein komu í «Nýjuin fjelagsritum» eru allar af íslenzkum mönnum, sömuleiðis pær, sem komu frá Bókmenntafjel., nema Rasks, af pví hann var frumkvöðull pess; og sumar af eldri mömium en peim, sem lífað liafa á pessan öld. J>ar að auki eru myndir til, ;|5 vísu lijer og hvar, af ýmsum merkum mönnum, svo sem Svb. Egilssyni frarnan við Ijóðmæli hans og Steingríms byskups með æfiminning lians. Sigurður heitinn málari og Sigfús ljósmyndari hafa og tekið myndir af ýmsum merkum mönnum, og er pað vel orðið, en pær eru í allt of fiírra höndum; t. d. pó mynd Bjarnar Gunnlaugssonar væri til sals í Reykjavík fyrir 20 árum, pá er jeg viss um, að hún fengi góðar viðtökur hjá peim, sem nú hafa fengið hinn merkilega uppdrátt ís- lands eptir hann, pví peir rnunu flestir ekki eiga hana. — Til mun vera mynd Geirs

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.