Norðanfari


Norðanfari - 02.12.1882, Qupperneq 4

Norðanfari - 02.12.1882, Qupperneq 4
87- t Sigurlaug Jakobína Sigurjónsdóttir, fædd 1. júní 1856, dáin 5. inarz 1882. Hví daprast minn hugur, pó fái jeg fregn, að fölnuð sje rósin á vetri? Er stormarnir heimskulda stríddu í gegn, að stöðvum hún leitaði betri. En gleði og saknaðar samblönduð tár við sorglegan atburð mjer falla um brár. Og vikna pú bviklynda veraldar barn! sem veizt ei hvað seinna pín bíður, og dyggðina einföldu dregur á hjarn, hvar dauðamein hjartanu svíður, pví viðkvæma bjarta með tállausa tryggð, sem trúir sjer bregðist ei annara dyggð. Og svo var pitt hjarta, sem lögð ert nú lík á lífdagsins fegursta skeiði; en heimsins ei óskabörn hyggjum vjer slík, og hann brosir kalt við pitt leiði. En veit jeg pó nokkra með viðkvæmnis yl, sem viknaðir fylgdu pjer legstaðar til. í pessara hópi jeg framarla fer — pó fjærskyldur mætti pjer heita — og litfölan blómkrans á leiði pitt ber, pann lofmæli heimsins ei skreyta; en veit jeg pinn andi, sem frelsið nú fann, í friðarins bústöðum lítur á hann. Frá barnæsku lífsferil pekkti jeg pinn, og pyrnum hann optast var stráður, pví löngum var táradögg lauguð pín kinn og líkaminn vanheilsu pjáður; pó sá jeg pig stundum með broshýra hrá, en bölpungi sorgar á hjartanu fá. J>ú fannst pað, sem æsktir, að fá mundu stig, sem fjöturinn bæri pinn andi, á leikvelli heimsins fann sálin pín sig í sárköldu útlegðar standi, og dauðann sem ástvin pú faðmaðir fús, er flytja pig mundi í lífgjafans hús. Jeg hafði til vilja, mitt hjarta pað veit, að hjálpa pjer staddri í vanda, en drottinn par mildur á málefnið leit, sem mennirnir fjarlægir standa; og hann sá pað liðsinni hentast var pjer og hjeðan pig kvaddi til vistar hjá sjcr. Jeg gladdist að heyra, pá brustu pau bönd, er bölmæddu sálina pína; og drottinn peim launi, sem hjúkrunar hönd í helstríðí rjettu pjer sína. Jeg gladdist að heyra, hvað trú pín var traust, hvað tæmdurðu belbikar möglunarlaust. Jeg gladdist og lofaði iifgjafans náð, að lífsblómið unga pjer fylgdi; pá fann jeg með gleði, að gjörvallt lians ráð er guðdómleg vizka og mildi; og meinráðin heimsbarna margopt jeg fann að miskunar verkfærum biúkaði liann. En samt pín jeg minnist með söknuð’ og harm og sannfæring til pess mig hvetur, pví aldrei sló hjarta við hollvinar barm, sem hygg jeg að vildi mjer betur; pín gleði var jafnan pá gladdist mín lund, en grjezt pegar blæddi mjer harmsollin und. Nú sje jeg í anda, hvað sál pín á rótt á sælunnar vonfagra landi; nú dafnar par blómið, sem dó hjer svo fljótt; pið dýrðlegu hrósið nú standi. J>ín móðurást, harms- og helstríð sem bar, í himneskum fögnuði nýtur sín par. Og heill sje pjer bölmædda, huggaða sál í herra píns miskunnar örmum; með barnlegri gleði jeg bergja vil skál, sem bót er við jarðlífsins hörmum. |>á lít jeg pig glaða með broshýra brá og bölpunga sorgar ei minnumst við á. Sb. J. II. Frá stuttu lífdags stríði lijer af stað til hvíldar nú með blómstur smátt á brjósti pjer* í blóma lífs fer pú. Á grýttu svæði sorgar-dals varð svalt að festa rót, í blómstra-garði sælu-sals pið sól nú brosið mót. |>ú kvaddir vini, kveður hús og köllun reynslu-stands; pú kvaddir lííið, ferða fús til friðar sælu lands; pú stefndir rjett og stríddir vel (pví styrk af Drottni hlauzt), pá sál pin gegnum sárbeitt jel að sigurhnossi braust. *) Jakobína andaðist á harnssæng og barnið fáum dögum síðar, og fylgdust pau pví til sömu grafax-. Prentsmiðja Norðanfara B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.