Norðanfari


Norðanfari - 21.12.1882, Blaðsíða 2

Norðanfari - 21.12.1882, Blaðsíða 2
92 — hversu heimskuleg pau æfintýri væri, sem kennimenn kirkjunnar væri að troða í menn frá barnæsku. Og í þessu skjni lofaði hann, pá er hann væri kominn heim til Norvegs, að láta tímarit nokkurt út frá sjer ganga, til Ameríku, sem leiða skyldi menn í allan sannleika. Hann tók og fram að æfintýri pau, sem kölluð væri kristnir trúarlærdómar, væri til mikils ills, með því að þau dræpi eða skaðskemmdi skynsemina, og hann lýsti yfir, að hann væri langt um sælli síðan hann hefði gjörzt kristindóms-afneitari og ««evolutionisti»» heldur en hann hefði verið meðan hann trúði sem kristinn inaður, Og þessi ánægja sín með hið núveranda and- lega ástand sitt gjörði sjer það að heilagri skyldu að hjálpa öðrum til að öðlast sömu sannfæring. Enda kvaðst hann ætla, að aldrei yrði neitt úr löndum sínum, Norðmönnum, fyr en þeir hyrfi frá hinum ljótu æfintýrum kristindómsins, sem náttúruvísindi, heimspeki , og málfræði heíði fyrir æva-löngu kollvarpað. Hvað þurfum vér nú framar vitnanna við ? Er ekki auðsætt, að sá maður, sem þannig hefir komið fram opinberlega, hefir gjörzt og vill skoðast sem beinn fjand- maður kristindómsins? Er unnt að ganga öllu lengra í kristindóms-afneitun en nú er sýnt að Björnson hafi gjört? Eða hvað er orðið eptir af kristindómi, þegar allt það er fótum troðið í kenning biblíunnar og kristilegrar kirkju, sem Björnson fótum treður og álítur lielga skyldu sína að koma öðrum til að fótum troða? Jeg vona, að hr. Jón Ólafsson játi nú, að Björnson hafi ekki að eins afneitað ýmsu af því, sein kallað er kristindómur, heldur og því, sem er sannur kristindómur* Hr. Jón Ólafsson má fyrir mjer trúa hverju sem hann vill, en ef hann, sem jeg vil vona að ekki sje, aðhyllist pær skoðanir Björnsons á kristindóminum, sem hjer er frá skýrt, þá væri hégómí fyrir hann að halda því fram, að hann væri kristinn maður. Að leitazt hafi verið við vestur í Ameríku af talsmönnum kristindómsins að hrekja vantrúarkenning Björnsons opinberlega hæði í ræðum og ritum segir sig nærri því sjálft. í blaðinu «Den kristelige Talsmand», sem þó ekki er lúterskt blað, er t. a. m. löng ritgjörð, sem mjer sýnist mæta vel frá gengið, til varnar hverju einstöku atriði kristinnar trúar, sem Björnson hafði opin- berlega afneitað, og liefir sú ritgjörð það meðal annars sjer til ágætis, að hún er laus við alla frekju og trúarofsa og varast að meiða persónu Björnsons í neinu. En ekki síður hefir í Norvegi verið ritað á móti vantrú þeirri, sem Björnson hefir tekið sjer fyrir hendur að útbreiða, þannig í fyrra í alkunnu kirkju- legu tímariti, sem «Luthersk Kirketidende» heitir og sem út kemur í Kristiania; þar er feyki-löng ritgjörð með fyrirsögninni: «Kristus og Antikristus», og er þar svo litið á, og án alls efa með rjettu, að hin anti-kristilega stefna hafi aldrei komið eins hroðalega í ljós meðal hinnar norsku þjóðar eins og í og með Björnson eins og hann er nú orðinn. í «Norðaníara» sagði jeg forðum, að það værí «ekki rjett af þeim, sem vilja kristindómslífi þjóðar vorrar vel, að fræða alþýðu um slíka menn eins og Björnson, en benda ekki með einu orði á það, sem er hættulegt og öfugt í stefnu þeirra». fessu segist hr. Jón Ólafsson vera fyllilega sam- *) Hr. J, Ó. spyr, hvort jeg «í einu sem öllu» trúi því, sem kallað sje kristin- dóinur. Svar: nei, en jeg trúi, þótt í veikleika sje, öllu því, sem samkvæmt biblíunm og samhljóða skoðun hinnar evangelisku kirkju er sannur kristin- dömur. dóma. Nú geng jeg út frá því sem sjálfsögðu, að hr. Jón Ólafsson eins og hver kristinn maður sjái margt hættulegt og öfugt í hinni andlegu stefnu Björnsons eins og jeg hefi nú sýnt að hún er. En hlýtur hann þá ekki að viðurkenna, að hann hafi átt aðfinningar skilið fyrir að hofa tekið sjer fyrir hendur, að fræða alþýðu um hina opinberu starfsemi Björnsons og vera ekki fyrir vanþekkingar sakir fær um að benda með einu orði á hið hættulega og öfuga í stefnu hans? Hr. Jón Ólafsson kveðst vona, að jeg hafi siðferðislegt þrek til að kannast við, að jeg hafi hlaupið á mig, ef jeg hafi fellt dóm minn um Björn- son að eins eptir ummælum annara, í stað þess að dæma hann eptir verkum sínum, Jeg þykist hafa sýnt, að dómur minn um Björnson sje sannur og rjettur og að jeg að eins hafi dæmt liann eptir því, hvernig hann sjálfur hefir komið fram, eða með öðrum orðum: að hann hafi dœmt sig sjálfur. Og svo vona jeg, að hr. Jón Ólafsson efist ekki lengur um, að Björnson hafi með þeim ber- serksgangi hans gegn biblíunni og trúarlær- dómum kristilegrar kirkju, sem hjer er frá sagt, gjörzt beinn fjandmaður kristin- dómsins, og að hann sje svo rjettsýnn, að viðurkenna, að jeg hefi hvorki syndgað móti honum nje Björnson með því, er jeg hefi íundið að æfi-ágripi þessa manns eptir hann í J>jóðvinafjelags-Almanakinu. Seyðisfirði, í nóv. 1882. Jón Bjarnason. Atliugasemdir við grein Páls Pálssonar í 51. og 52. blaði þ. á Eróða. (jNiðuiiag). Jcg miunist ekki að hafa talið afglöp fyrir E. Tli. að hann auglýsti ekki hver kjör- stjóri átti að vera; cnn jeg segi það nú, að mjer þykir frjálsri stjórn fara betur úr hendi, að auglýsa hlutaðeigendum, liver eigi að framkvæma þá athöfn sem annar hættir við, og framkvæmast þarf. þetta hefir líka opt átt sjer stað. En mjer virðist P. P. ekki vera sárt, þó sýslunefnd, sem optast er sam- sett af bændum, missi aptur þann litla rjett, sem henni er orðin heimilaður í lögum, og einungis vilji að þeir inögli ekki undir rjettar- hallanum. Hingað til virðist mjer hann lika sjálfum sjer samkvæmur í því, að vilja niður- þagga allar aðfiuningai' við launaða menn og menntaða menn. Skyldi hann þá ímynda sjer aö lagabrot helgaðist af menntun og launum eða embætti, og það eina rjetta væri að hegna íáfræðingunum launalausu !! mjer og mínum líkum, enn embættismenn sjeu hafuir yliv lög- in? Enn jeg held víst nauðsynlegt, að allir beri virðingu fyrir lögunum, og að þeim sje beitt með inildi og rjeltlæti, einnig við mál- leysingja og liiua fáfróðu, að þessum sje leið- beint, og þeir upplýstir, eins og mögulegt er. það sem P. P. vikur að mjer um ókunnug- leik á alþingistiðindunum, er ófyrirsynju, eins og um flesta í ininum flokki, jafnvel þó jeg ekki geti voltað honum, nje Slefáni,fullkomið þakklæti fyrir þanu Ijettir sem þeir hala gjört okkur til að uálgast þau, og bendir þó l'erða- reikningur þeirra til, að þeir liaíi ekki verið mjög illa riðandi, eða á einum hesti. Jeg hafði í þanka mínum ljóst yfirlit tiðindanna á kjörfundinum. Jeg man mjer þótti Stefáni engiu nauðsyn hafa gengið til, þjöðarinnar vegna, að inæla fram með lannaviðbót bysk- upsins 1875, Jeg hugsaði líka að hann seinna hefði mátt finna skyldu sína til að mæla bet- ur með þeim fyrsta og eina bændaskóla, sem þá var i tilbúningi; og af því byskupinn var efnaður, enn ekki fær um að líta vel cptir langt í burt frá sjer með eigin atigum, og er því ekki embætti sínu að fullu gagni, en afi þýðumenntunin sannarlega sárþurfandi styrks og hjálpar, get jeg enn ekki skilið að hjer liafi ráðið eintóm sparnaðar hugmynd, sam- einuð framfarakeppni, og hafi P. P. verið viss um að allir sem kusu Stefán, hafi vcrið vel heima í alþingistíðindunum verður það glöggara hverjir framfaramenn þeir eru, og hvað þeir álíta framför þjóðar vorrar. Sanit er jeg eins og áður hræddur um þessu skjóti öfugt við. Nú kemur að jeg held, ritvilla hjá P. P., eða þá mótsögn, sem sýnir að honum einnig getur yfirsjest, nefnilega: að jeg hafi sagt að Mýramenn hafi orðið fjölmennastir á kjör- fundinum. Hann spyr: „hvað hafi hiudfað Mýramenn að verða fjölmennaslir"? J>ettasetti eg ekki vel á mig; cn í Bjarnanes presta- kalli eru 3 kirkjusóknir, og af því P. P. sýnist áður helzt hafa hallast að því, að birt- ingiu hafi átt að fara fram við messu, gat þetta ekki orðið fyrir tímans naumleika í öll- um (3) sóknunum, eptir því sem á stóð, og áður er sýnt; má ske við Holtakirkju hafi ckki orðið messað þennan tíma, og þá var komin upp kenningin sem áður er á minnst um ólögmæti kjörfundarins: líka gátu hlut- aðeigendur ef til vill verið búnir, fyrir kjör- fundarbirtioguna, að ákveða safn. En jcg mundi helzt hafa getið til þegar hljóðbært varð að Jón prófastur mundi gefa kost á sjer fyrir þingmann, hafi þeir sem heima sátu viljað liann kæmist að, enn af gamalli tryggð við Stefán, sem lika er sómamaður í sveit, hafi þeir ekki haft kjark til að breyta um, og lieldur tekið af að verða ónýtir við þetta áríðandi tækifæri. P. P. heldur mjer liafi ekki verið um kosningu Stefáns. ]petta er að því Jeytisatt, að jeg hjelt að Jón prófastur væri fjölhæf- art, og ekkt minna ftjatslyiidui, tíka aö tiann, vegna stöðu sinnar rnundi greiða betur fyrir alþýðumenntuninni, sem jeg álít ætti að vera frcmst í flokki allra mála á því kjörtímabili sem í hönd fer. Hann gaf líka kost á sjer fyrir það minna ferðakaup, að Iandssjóður- inn hefði aptur á sinum tíma, getað betur hlaupið undir bagga með oss ef hjer hefði verið einlægur vilji allra að stofna menntabú; en persónuleg óvild gekk mjer ekki til að hafna Stefáni; jeg hefi kosið hann áður, og leitast við að virða hann ekki síður en hann hefir unnið til, fyrir mig og minn hrepp; en jeg hefi þann veikleika, að vilja láta gagn þjóðarinnar silja fyrir gagni hins einstaka, helzt hafi hann ekki skaðað sig t jijónustu þjóðfjelagsins, og ekki heppnast að koma því fram, sein jeg áleit mestu varða. Og þrátt fyrir liina snjöllu tölu sem P. P. hjelt á fund- inutn og sem jeg mun hafa skitið rjett, hjelt jeg honum fSt.) væri hætt að fara fram fyrir aldurssakir, en um það er ekki algjörlega hægt að segja fyrr en tíðindin frá seinasta þingi eru komin. Að jiví leyti sem ekki er áður óbeinlínis svarað spurningum P. P. viðvíkjandi afreks- verkum Stefáns á alþingi, leyfi jeg mjer að gjöra þá athugasemd, að Jiað var kjarkur Jónsens kaupmanns eldra annarsvegar, en eindregin samtök Öræfinga hinsvegar, sem fyrst, komu verzluninni á Papaós. J>essu er ómögulegt að neita með sönnum ástæðum. Eins er það að þakka hyggilegri forsjálni og eptirlátssemi hins góðfræga kaupstjóra Gránu- fjelagsins annarsvegar, og hinsvegar mest ör» æíingum, samt með tilstyrk annara, að fje- lagið sendi skip á Papós, og svo !t Horna- fjarðarós. Stefán á þakkir skilið fyrir það að liann var styðjandi þetta mál, og fylgdi að löggildingu þessara verzlunarstaða, en að eigna honuin það eingöngu, að þcir eru not- aðir, cr líkast eins og að eigna dönskum yfir- smið eingöngu, að alþingishús komst upp, og

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.