Norðanfari


Norðanfari - 21.12.1882, Blaðsíða 3

Norðanfari - 21.12.1882, Blaðsíða 3
ot brúkað í Eeykjavík. En auðvitað cr lika, að það liefði verið hneykslanleg synd móti meir enn heilu kjördærni, hefði þingmaður þessi ekki viljað lögilda þá verziunarstaði, sem hvert mannsbarn með viti í kjördæminu, sá aö var lífsspursmál að yrðu löggiltir, og verzlun var licppilega byrjuð á öðrum, og hefði líklega orðið á hinum þó löggildingin hcfði dregist lengur. Skyldi það vera meining P. P. þar sem hann segir að „ekki geti allir (nefnil.: þing- mennirnir) verið mestir“, að nóg sje að kjósa þann mann tíl þings, sem að eins getur greitt atkvæði (og þá líka má skc atkvæði með því að leggja alþingi niður til að spara kostnað- inn), þó hvorki geti hann samið lagafrum- varp nje nefndarálit? en hvernig færi ef eng- in sá væri á þingi, sem þetta gæti? J>að er ef til vill ekki öllum kunnugt, að Sandfells prestakall liggur milli tvjggja eyði- sanda, og á þeim söndum liggja ^fin hættu- legustu vötn, sem ekki er ferja á, og meir en 2 þingmannaleiðir eru frá þeim presta- köllum sem næst liggja að Sandfelli. Er það hinum ágætu upplvsingum P. P. eða St. að þakka, að Sandfellið var sett lægra að tekj- um, þegar brauðin voru jöfnuð á alþingi, en þau brauð, sem betur voru í sveit sett, síð- ur lágu fyrir áföllum og mögulegt cr aö þjóna frá öðrum brauðum, t. d. ÁsaríSkapt- ártungu? Og nú þcgar launalög hreppstjór- anna voru í tilbúningí, og blöðin segja Stef- án hafi verið meðlimur þeirrar nefndar, er liafði málið til meðferðar á þinginu; er það hans framfara-upplýsingum að þakka, að nefnd- in hefir óbeinlínis ætlast til, að hreppstjórinn í Hofshreppi, hefði 3 til 4 kr. i laun úr landssjóði, á ári, ef lögin ná gildi? og þó er þessi hreppur lang örðugastur til yfirferðar )g aödrátta, af öllum í kjördæminu; hefir nnig búendafjölda á borð við hina hreppana, en gripaframtal ekki það minna, sem jaröir eru iakari, og menn þar standa ver að vígi með bjargræðisútrjettingar, því þó ábúðar- skattur sje þar minni, er það ekki teljandi hægðarmunur fyrir hreppstjóra; en í hægari hreppunum munu launin eptir sömu áætlun verða 14 (jl 20 kr., eða vel það. |>að getur skeð sumir þessir hreppar borgi töluvert meira í vintoll fyrir nauðsynjasakirl! Annars lægi mjer við að hugsa að þetta væri gjört til ó- virðingar hinum drenglyndu og sparsömu Ör- æfingum, svo vel presti og hreppstjóra sem hinum öðrura; og það er ekki auðvelt að sjá livar í þessar framfarir þingmannsins liggja, sem P. P. gaf von um, ekki heldur hvaða soma löggjafarvaldið hefir af að gjöra þenna launamun á þeira mönnum sem hafa eiga jafna ábyrgð, og ef til vill meira erfiði, með minni launum. „Fróða“ er heimilt að taka þessar fram- anskrifuðu athugasemdir; en gjöri hann það ekki, óska jeg menn beri saman frá upphafi grein mína í 32 blaði hans, og grein P. P. I saraa blaðs 31 og 52 biaði, og svo þessar athugaseradir; þá held jeg menn sannfærist uin að jeg hafði aldrei þann tilgang að ó- virða ymsa saklausa menn, nema ef þeim skyldi vera óvirðing að koma fram í dagsbirt- unni, á kostnað þjóðarinnar fyrir auglyti henn- ar. -Jeg held það raegi cins vel sjá, að jeg er að reyna til að vekja þá sem sofa and- varalausir um sinn eigin hag, til að hafa bet- ur gætur á rjettindum sínum hjer eptir, en hingað til. Eví nú er tímínn kominn; en hann heldur viðstööulaust áfram. Nógersof- |ö. Jeg heíi ekki óvild til nokkurs manns, en fyrir skeytingarleysi get jCg enga virðing borið í hvaða stjett eða athöfn scm það kem- ui fram. Hjer þykir sárt að einnig bændur skuli ekki hafa fullkorrraar gætur á rjettind- I ura sínum og köllun tímans, og sitja heima ! þegar þeir eiga aö kjósa alþingismann, rjett ! ejns og jþeim komi það ckki við; eða iáta ! — 93 — | eíns og sjer þyki fullgott, að fá t. d. þann I sýslumann, sem þeir geta ekki .reyst, af því . j hann getur ekki talað almælt mál þeirra, og ■ þarf margfalda peninga upphæð við aðra, til að flytja með sjer embættisskjölin; er utan við ákvarðanir sýslunefndarinnar um fundar- stað sýsiufundar o. s. frv. J>etta sýnist lítil- ræði í sjálfu sjer, en ef vjer þegjum, getur það orðið fyrsta spor til aö misbjóða máli voru (hvað þá öðrum rjettindum). Menn kunna að segja þetta sje hættulaust, því prestarnir skilji málið. Ójá! en ef þeir skilja ekki lögin, hvað þá? Eða ef menn fara í mál, þar sem prestur er öðrum meginn, hvern- ig fer þá? Að Vísu held jeg þetta eigi rót sína í hinu drottnandi þekkingarleysi; og af þeirri aðal orsök mæltist jeg til að alþingis- maður vor vildi verða frumkvöðull að því á þingi og utan þings, að alþýðuskóli yrði stofn- aður hjer, svo nærri, að mögulegt yrði einn- ig fyrir hina efnaminni að ferðast lil hans. Svona lagaðar legg jeg þá þessar at- i hugasemdir á metaskálir lesenda okkar Páls Pálssonar, og bið menn virða mjcr til vork- í unar, þó þær sjcu ekki eins hispurslaus- I ar eins og P. P. kynni að liafa óskað, því jeg verð að játa að jeg er ómenntaður, og | skil því má ske ekki rjett hvað þetta orð þýð- ir, enn ekki óhugsandi mjer fari það fram, ef jeg þarf að svara honum í sama stil aptur, að þetta lagist. Tvískerjum 1. nóvember 1881. S. Ingimundarson. F r j e 11 i r i n n 1 e n (1 a r. Úr brjefi úr Papey 30/10 — 82. — «Hjer á Berufjörð hefir nýlega ltomið ; gufuskip frá Englandi með miklar gjafir af i matvöru og 2,700 kr. í peningum. |>ess- | um gjöfum á að skipta í milli hreppanna frá Fáskrúðsíirði suður að öræfum. Líka er von á skipi frá Stafangri með gjalir. Hey eru hjer eystra með minnsta móti, en afli liefir víðast hvar verið góður». — Úr brjeíi úr Laxárdal í J>ingeyjars. 20/n — 82. — «Ekkert að frjetta hjeðan, nema að nú er kominn hjer allmikill snjór, og þó ekki svo, að ekki væri nægír hagar ef ekki væri áfreði, sem mjög spillir og sumstaðar hjer í sýslu hefir gjört alveg liaglaust. Allt sauðfje er komið í hús og lömb á fulla gjöf víðast livar, þar sem þau eru nokkur til». — Ur brjefi úr Seyðisíirði 24/n — 82. — «Hið liðna sumar, hefir verið mæðu- og sorgartími fyrir mörgum. — Hjer i Seyð- isfirði dóu ekki mjög margir úr mislingun- um i samanburði við víða annarsstaðar, ekki nema alls 9 en síðan mislingarnir liættu hafa ýms önnur veikindi gengið, og nokkrir dáið, þannig nýlega ung kona úr Eyjafirði, Mar- grjet Thorlacius, og á meðan lnín lá bana- leguna varð Lárus bróðir hennar úti á Ejarð- arheiði á leið frá Eskifirði með meðöl til henn- ar. Tíðin er hin versta um þessar mundir, snjókrapahríð á hverjum degi». — Úr brjefi úr Vopnafirði 25/u — 82. — «Fjártakan varð hjer meiri en hún nokkru sinni liefir orðið, nærfellt 1500 tunn- ur, en þá þraut tunnur, svo að ekki varð tekið á móti meiru, þótt nóg væri á boð- j stólum, því menn ætluðu sjer að lóga miklu í íleiru, en verzlunin gat á endanum veitt mót- töku. Tala fjárins, sem tekið var af lífi varð alls 8,124, Verðið var hæst 20 aura, því næst 18 og lægst 15 aura. Gærur nr. 1, 3 kr., nr. 2, 2,50 a., nr. 3, 2 kr., nr, 4, 1,75 a., nr. 5, 1,25 a. Mör 32 aura. Reit- ingsafli af fiski liefir verið hjer á þessu liausti, en vegna ógæfta mjög erfitt að ná honum, Aldrei hefir litið aumlegar út með ásetning hjá fólki en nú, því að jeg er sannfærður um að það eru örfáir sem þola meðal vetur». — Úr Fljótsdalshjeraði 25/n — 82. — «Heyafli varð víða mjög lítill hjer í sumar, þó var taða sumstaðar nokkuð meiri en í fyrra, en nýting víðast langtum verri. Mjög hafa rnenn orðið að fækka sauðpeningi sínum í liaust; munu þó margir setja full- ajarft á liey sín. — Englendingar keyptu hjer eystra töluvert af sauðum í haust. en eklci þóttu þeir örir á borguninni. Fjárprísar við verzlanir voru líkir og í fyrra eða engu lakari. Nokkrir Norðmenn keyptu fje til muna í haust og gáfu vel fyrir. Síldarveiði varð víðast fjarskalega lítil hjer eystra í sumar, en fiskafli allvíða góður og sumstaðar ágætur. Síðari hluta október og það sem af er þessum mánuði, hafa verið ákafar úrkomur, mjög opt rigning eða krapahrið í byggðum en snjókoma á fjöllum. J>ó er nú snjófall yfir allt, en lítið frost. J>ann 20. október var hjer eystra svo mikil rigning, að fáir muna meiri. Hljóp þá skriða á Liverpool í Seyðisfirði, klauf hún sig um húsið, en gjörði þó ekki mikinn skaða. Hey hafa allvíða skemmzt f úrkomunum, en þó ekki brunnið það jeg til veit, hjer í sveit. Kvefveikindi og hálsbólga liafa gjört töluvert vart við sig hjer að undanförnu og mislingarnir eru enn á nokkrum bæjum í Fljótsdal, en flestir eða allir munu þó í apturbata nú. Sunnanpóstur kom hingað (Höfða) 20. þ. m. Helztu frjettir er hann sagði af Suður- landi voru og hinar sömu, fjarska úrkomur og heyskemmdir. Hefir kveðið svo rammtað því, að hey hafa brunnið á allmorgum stöðum. Kvefveikindi og fleiri kvillar hafa og gengið í ýmsum sveitum. Hinn 5. þ. m. varð úti hjer á Fjarðar- heiði, ungiingspiltur Lárus Lárusson frá Hofi í Möðruvallasókn í Hörgárdal. Hann er ófundinn og hefir hans þó verið leitað roikið. Lárus var efnilegur og vandaður piltur. Fyrir nokkrum dögum andaðist jmgis- maður Einar J>órarinnsson í Vallanesi. Hann var rúmlega tvítugur að aldri, gjörvTfegur og góður drengur». - Úr brjefi úr öræfum í Austur-Skaptafells- sýslu 2G/n — 82. — «Fátt er hjer í frjettum að segja, nema bærilega líðun hvað heilsufar snertirog lítið um manndauða. Frá því er jeg skrifaði yður seinast hefir tíðin verið sú vætusamasta hjer, sem dæmi eru til, og nýting á heyskap þessvegna hin lakasta. Skepnur fækkuðu stórkostlega næstliðið vor, og höfðu menn því von um, að fá hey fyrir það sein eptir lifði, ef tíð hefði orðið bærileg út september, en því var ekki að lieilsa, því frá 20. s. m. til október loka gengu einlægar stórrigningar, svo mjög sjaldan sá sól, þá var víða mikið liey óhyrt, og mikið óslcgið, sem allt varð að engu. Svo fyrir utan málnytuleysið og pví fylgjandi matarskort, bætist nú ofan á, að heyleysið or svo mikið, að skynsamleg ásetn- ing er því nær ómöguleg, ef barður vetur kemur. J>ó held jeg að Hes. Mýrar og Suð- ursveit sje bærilcga stödd með heyið, Úr matarskortinum hafa nú Englendingar reynt að bæta með gjöfum, en liefir aptur sjezt yfir, að ráðstafa þeim, svo jeg held þeirra góði tilgangur sje mishrúkaður; þannig er sagt, að þeir hafi skilið eptir á Djúpavogi 2,700 kr. í peningum handa Suður-Múlasýslu og Austari-Skaptafellssýslu, en Múlasýsluinenn tekið allt þetta. Aptur hafði korn gengið til jafnari skipta, og jafnvel sagt, að Hofshrepp- ur muni fá 20 tunnur, en aðrir hreppar hjer í sýslu miklu meir. J>etta er að vísu mikið sem gjöf, en það er hjeðan 2. vikna ferð í

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.