Norðanfari


Norðanfari - 21.12.1882, Blaðsíða 4

Norðanfari - 21.12.1882, Blaðsíða 4
— 83 — góðri tíð að ná því og af því hejlaust er til að gefa hestum, er ómögulegt að vitja þess þetta ár, og lítur þó út fyrir að það fáist ekki geymt nema fyrir mikla húsaleigu. Um þetta vantarliingað greinilegar sagnir, en landi vor lierra Eiríkur Magnússon hafði komið með og jafnvel verið frumkvöðull að þessum gjöfum. Tálað er að Norðmenn ætli að senda niður- soðið kjöt á sama stað, en hjeðan er því ekki hægt að ná. Til gæða hefir ekki borið, nema ef telja skyldi, að saltskip frá Hamborg, að nafni Germania, strandaði hjer því nær á sama stað og Ingólfur tók land við íngólfs- höfða. Allir (6) menn komust af, en farm- urinn tapaðist. Skipið var r hættulegum stað, og var selfc við uppboð með köðlum og segl- um, annað var ekki teljandi, fyrir ekki 150 kr., enda er en óvíst að skipið náistúr sjó». — Úr brjefi úr Eskifirði 27/n — 82. — «Til tíðinda má fátt telja, nema vet- ur mildann og frostalausann að kalla, vot- viðrasamur mjög og einatt stórviðri af hafi. Fiskilítið og íiskilaust má heita í haust og vetur hjer um Reyðarfjörð og í'áskrúðsfjörð, síldarlaust algjörlega allstaðar, bregður bænd- um mjög við aflaleysið, því vanalega hefir aflast talsvert á liaustum hjer og fram eptir vetri. Fje var með rýrara móti til frálags í haust, var miklu slátrað, en meira má ef duga skal, því nú í tæpa viku hefir snjóað nótt og dag og relcið niður mikinn snjó. Allar skepnur á gjöf og titíingur fær varla í nef sitt, Standa bændur nú með skurðar- linífa, það eru þó of fáir, er til þess grípa, því bæði eru hey mjög lítil og að menn halda mjög dropinn víða. Á bráðafári hefir enn litið borið, en tími þess byrjar núfyrst; verði snjómikið og innigjafir, ber líklega eigi á því ef að vanda lætur. Eríkirkjan stendur við það sama og skíra bændur börn sín og halda húskveðjur ef á þarf að halda. Korn- byrgðir mega heíta lijer sæmilegar, en kaffi og sykurlaust má beita og brennivín á förum!! nokkrar tunnur hjá Möller (sem kemur sjer mikið vel við fólk). Mislinga er nú ekki getið um, en kvefsótt hefir gengið og lagst víða þungt á í haust og- vetur». Úr brjefi af Hólsfjöllum 28/n — 82. — «Frjettir eru litlar af fjallabyggðinni okkar. J>að er heilbrigði núna, en langsamir og leiðinlegir liafa mislingarnir verið hjer, þeir komu hingað á miðjum slætti, og eru nú nýskeð afroknir. En ekki dóu nema 2 börn úr þeiin í þessu byggðarlagi. Tíðin var hjer, eins og víðast um Norðurland mjög bág í sumar, gras fór ekki að spretta fyr en um Jónsmessú, svo heyskapur varð ekki byrjaður fyrri en um mitt sumar, en þá komu óþurkar og veikindi og opt snjóveður, s,em tok af heyverk í fleiri daga, svo það mun hjá sumum búendum hjer, ekki haía orðið samanlagt meir en mánaðarvinna, sem unnið var að heyverki næstl. sumar. Haustið var gott og auð og þíð jörð að kalla, þar til hálfur mánuður var af vetri, þá fór að snjóa og fjell hjer nokkur lognsnjór, sem reif og tók mikið upp aptur snöggvast, síðan gjörði krap-rigning og gekk úr því i landnorðan hríðir ineð miklu snjófalli, sem nú hafa stað- ið í nær hálfan mánuð, svo það var orðið djúpt á jörð fyrir íjenað í högum, erum við því hræddir við veturinn, því heyin eru rnjög lítil; það munu fáir lijer hafa í sumar feng- ið liey meira en handa kúm og ám ef hart fellur í vetur.g/ Heimtur á afrjettarfje urðu í haust með versta mótí, og ætla menn því valda bæði dýrbít og livað gras sprátt seint, að fje hafi runnið í sumar meir enn vanalega áður enn liagar urðu með fullum gróðri. |>ið puríið blaðamennirnir iðuglega og alvarlega að brýna fyrir öllum, að gjöra allt mögulegt til að drepa tóurnar, sem mun vera helzt með eitri, ef það fengist fullsterkt og hentugt til þess. Kransaugun sem margir hafa reynt, eru svo seinvirk og kraptlítil, að sú tilraun hehr opt misheppnast, þó menn viti að dýrið hafi jetið þau». — Úr brjefi úr Skagafirði 29/n — 82. — „Ekliert er hjeðan að frjetta nema hið almenna allt of bága árferði og þær afieiðingar sem af því fylgja. Næstl. vor og sumar hið bágasta er elztu menn muna, vorharðindi og skepnutöpun talsverð, sumar- kuldi, votviðri og gróðurleysi og málnytu- skortur; mest fyrir hagskort, kulda og bleytu, skepnugagn til skurðar í haust óvenju rírt; heyföng bæði lítil og slæm hjer um J/2 x/3 7/4 á móts við meðal ár undanfarin, skepnu- fækkun eptir þessu, þó munu flestir setja á vogun ineir en skyldi, hjer á bæ og fjórum þeim nærstu hefir verið fargað 8 nautgripum og svo mun það víðast. Miklar og mannkærlegar voru gjafir frá Englendingum og Dönum hingað til lands í haust og margir hafa liklega mikið gagn af þeim, bæði með manna og gripa fóður en hálfhræddur er jeg um að mundang- urinn hafi verið á reiki þegar skipt var bæði á milli hreppa af sýslunefnd og heimila hreppsnefndum. J>að væri fróðlegt ef Norðanfari vildi hafa skýrslu um grund- vallar atriði til skiptanna á gjofum þeim í Eyjafjarðarsýslu, bæði milli hreppa í sýsl- unni og heimila í hreppunum. Nú í viku hefir allt af verið bleytu- hríð og mikill snjór kominn og mjög lítil jörð og sýnist því vera voði fyrir dyrum. f>á er hitt, sem itið bætir um, að hjer í sýslu er mikið málaþras ýmsra manna á milli, stefnur, forlíkanir, rjettarhöld, próf og líklega dómar — að kalla hver hönd móti annari. A Skógum í Axarfirði er skrifað að brunnið hafi 180 hesta hey nær því allt til ösku og garðastokkarnir í fjárhúsinu, sem heyið var við. Seint í næstl. októberm., haíði unglingsmaður frá Harðbak á Sljettu, sem hjet Stefán Guðjónsson, farist á_ skautum ofan um is á Ásmundarstaðavatni. A u g 1 ý s i n ga r. gjlgP' J>eir, sem jeg á skuldir hjá, óska jeg að vildu sýna mjer þá velvild að greiða mjer þær, svo fijótt, sem liverjum þeirra er unnt, og helzt í þessum mánuði. - J>eir, sem hvorki hafa ráð til að borga með peningum, ávísun- um eða innskript í reikning minn, þá með tólg, vel verkuðu smjöri, hörðum íiski eða vorull. Akureyri, 7. des. 1882. Björn Jónsson, ritstj. Nf. UMBUKÐAEBHJEF og kort yfir Rauðarárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til íslands hverjum sem sendir ut- anáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. P., M & M. R. R. St. Paul, Minn. America. Búendur á Skógum, Ljótsstöðum og Yíðivölbim í Enjóskadal, selja, frá ársbyrjun 1883, öllum gisting og greiða þann, sem óskað er eptir og þeir geta úti látið. Hey geta þeir hvorki seit uje gefið. Mig undirskrifaðan vantar steingráa hryssu, 7 vetra gamla, með mark: Biti aptan hægra, að mig minnir; járnuð á framfótum og með rifu í hófinn á öðrum þeirra. J>ann sem kynni að hafa orðið var við hryssu þessa, bið jeg að gjöra mjer aðvart hið fyrsta, mót sanngjarnri borgun fyrir alla fýrirhöfn. Munkaþverá, 9. des. 1882. Árni Jóhannesson. Óskilakindur seldar í Helgastaðahrepp haustið 1882. 1. Lambgeldingur, mark: Heilrifað hægra, stúfrifað vinstra. 2. Lambgeldingur, mark: Tvístýft framan hægra (mjög óglöggt), biti aptan vinstra. 3. Lambgimbur, mark: Stýft, biti framan hægra, hvatrifað vinstra. 4. 2 lömb, mark: Sýlt, fjöður fr., biti apt. á báðum eyrum. 5. Veturgömul kind, mark: Tvístýft apt., biti fr. hægra, stýft vinstra. Auðnum, 20. nóv. 1882. Benedikt Jónsson. 11. þ. m. voru seld á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þessi óskilalömb: 1. Hvítur geldingur, mark: Sneitt aptan hægra, stýft, fjöður framan vinstra. 2. Hvít gimbur, mark: Miðhlutað hægra, gagnbitað vinstra. 3. Hvítur geldingur, mark: Sneitt, biti apt. hægra, sýlt i stúf vinstra. 4. Hvít girnbur, mark: Miðhlutað, fjöður apt. hægra. 5. Gráflekkótt gimbur, mark: Sýlt hægra, biti ír., fjöður apt. vinstra. 6. Hvítur geldingur, markí Sneitt apt., hangfjöður fr. hægra. 7. Hvítur geldingur, mark: Stýft, fjöður fr. hægra, sýlt vinstra. 8. Hvít gimbur, mark: Sneitt, fjöður fr., biti apt. hægra, fjöður fr. vinstra. 9. Hvítur lambhrútur, mark: Sneitt fr. liægra, sneitt apt., gagnbitað vinstra. 10. TJvít.ur lambhrútur. mark: Tvírifað í stúf hægra, blaðstýfst apt., fj. fr. vinstra. 11. Hvítur geldingur, mark: Tvírifað í stúf hægra, stýft fjöður fr. vinstra. 12. Hvit gimbur, mark: Sýlhamrað hægra, stýft vinstra. Jpeir, sem sannað geta eignarrjett sinn á ofangreindum lömbum, geta vitjað and- virðisins, að frádregnum kostnaði, til undir- skrifað, ef þeir hafa gefið sig í ljós fyrir fardaga 1883. Skjöldólfstöðum, 20. nóv. 1882. Jón Jónsson. Lýsing af óskilafje. er boðið var upp á Hólsfjöllum haustið 1882. 1. Hvit lambgimbur, mark: miðhlut. liægra blaðstýft vinstra. 2. Hvit lambgimbur, mark: stýft, biti apt. hægra, sýlt vinstra. 3. Hvítur lambgeldingur, m.: hvatt, biti a. hægra, stýfður helmingur a. vinstra. 4. Hvít lambgimbur, m.: sneitt framan, gagnbitað hægra, sneitt framan vinstra. Rjettir eigendur að þessum kindum, geta vitjað andvirðis fyrir þær til undir- skrifaðs, að frádregnum kostnaði. Grímsstöðuin 26. nóvember 1882. Guðm. Áímason. Seldar óskilakindur í Ljósavatnshreppi liaustið 1882. 1. Hvitur hrútur veturgamall, mark: sneið- sneiðrifað ír., hangfjöður aptan vinstra, gagnbitað vinstra. 2. Hvitur haustgeldingur veturgamall, m.: stýft, bragð fr. hægra, hvatrifað vinstra. 3. Hvítur lambhrútur, m.: hvatt hægra, hvatrifað gagnbitað vinstra. Ljósavatni í nóvomberm, 1882. K. E, Eriðriksson, Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.