Norðanfari


Norðanfari - 13.03.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 13.03.1883, Blaðsíða 2
14 — menn gjöri sjer Ijósa grein fyrir, livort pað sje nú satt, sem hann kennir með þessum mikla áhuga, pví pað ættu menn pó að reyna að vita. Sje pað satt, pá er ekki um annað að gjöra, eu reyna að trúa pví; sje pað ósatt, pá þarf að reyna að sannfæra manninn og mót- mæla honuin hæði leynt og ljóst, pví pað er skylda hvers eins bæði við hann og pjóðina. (Framhald). liitt og þetta frá Skagfirðingi. (Framhald, sjá Nf. nr. 53—54. f. á.). J>að pykir eptirtektavert, að 2 prestar skyldu verða fyrri til en hinir »lærðu» allo- pathisku læknar að gefa út lækningabók á íslenzku. f>að er sjáanlegt, að slíkt eflir ho- möópathiskar lækningar meðal landsmanna. Enda eru mörg dæmi pess, að pær lækning- ar hafa gjört verulegt gagu, og pegar góð bók er fengin í pessari grein, er meiri trygging fengin fyrir pví, að ómenntaðir «lækninga- gjarnir» menn gjöri gagn með pessum lækn- ingum. Oss sýnist nú nauðsyn, að hinir lærðu allopathar láti til sín heyra, og gjöri gangskör að því, að efla útbreiðslu læknisfræði sinnar á voru máli meðal landsmanna. f>að pykir kynlegt, að enginn peirra hefir enn orðið til pess, að snúa eða semja «alpýðlega íslenzka «húslækningabók». Að vísu hafa víst sumir hinir skipuðu læknar nóg að gjöra, en surnir hafa víst nægan tíma til slíks starfa, ef tíminn væri vel notaður. Sannlega er tími kominn til að hrinda pessu í lag. En — pá kemur spurningin um hagnaðinn af pessu fyrir semjandann. Og pá er nú eigi óvænlegt, að fá fje hjá landshöfðingja. J>að er vandinn, að geta eigi komið neinu áleiðis af aiþýðlegum ritum og bókum, nema með hjálp af fje landsmanna. Oss virðist annars merki- legt, að vel launaðir embættismenn skuli ekki geta vikið «hönd nje fæti», nema fyrir sjer- staka borgun. Eyrir hvað fá t. d., læknarnir 1500—1900 kr. laun árlega af landsfje í pen- ingum, fyrst þeim er að auki að lögum heim- iluð borgun fyrir hvert viðvik, jafnvel orðiii tóiu í þarfir hjeraðsbúa sinna? Er ekki sjá- anlegt, að slíkt er meira en nóg til þess, að koma í veg fyrir, að allir fjarlægari — eða jafnvel allir fátæklingar geti leitað sjer læknis- hjálpar? J>inginu pótti eitt sinn harðræði, að láta fátæktina geta bannað mönnum gipting- ar en hvað er pað pó, að fátæktin hamli gipt- ingu hjá pví, að hún hamli mönnum, að geta leitað og, ef til vill, fengið heilsubót? |>etta hafa fleiri fundið en vjer; vjer minnumst pess, að nokkrir alpýðuhollir pingmenn komu eigi fyrir löngu (1879) með þá tillögu til laga inn á pingið, að breyta hinurn heppi- legu(?!) auka-launum læknanna ogfellamörg peirra alveg úr gildi. Yjer vorum sampykkir peirri tillögu. En þingið dæmdi hana til dauða. Og par með var loku skotið fyrir af nýju, að fátæk alpýða gæti leitáð slíkra lækna. En pví fremur eru íslendingar — allur fjöldi þeirra er fátækur — neyddir til að leita hínna svonefndu skottulækna, allopatha og homöo- patha, sem eru pá nær og miklum mun ódýr- ari á sjer að öllu leyti. |>ví að vjer erum hart leiknir í pessu efni. J>að var pó hægra að ryðja pessum þröskuldi, fátæktinni, úr vegi fyrir því, að geta fengið læknishjálp, heldur en til dæmis vegalengd, ófærð, veðuráttu m. m. En — hjer við bætist, að oss er nú ekki heimilt, að hafa sjálfum ábyrgð á því, hverj- um vjer trúum fyrir heilsu vorri, — oss er ekki heimilt að lögum, að leita læknishjálpar hjá nokkrum öðrum en svo nefndum «lærð- um» lækni, eptir pví sem landsyhrrjetturinn hefir útpýtt lögin um pað fyrir oss. En prátt fyrir petta vitum vjer ekki betur en að petta sje þó nær daglega gjört víðsvegar um ísland, að menn í nauðum sfnum leita pess eða peirra, er við lækningar fást, annaðhvort allopathiskar eða homöópathiskar, pótt peir haíi alls eigi lagaheimild til þess. J>essir menn geta pá ekki neitað hinum bágstöddu um alla mögulega liðveizlu sína, sjálfsagt sök- um mannelsku og einskis annars. En — er það ekki háskalegt, að gildandi lög sjeu fót- um troðin? Er ekki öldungis rjett, að pau sjeu úr gildi felld, og önnur hagfelld fengin. Svo mun mörgum sýnast og það, meðal ann- ars, mun hafa valdið pví, að háyíirdómari Jón Pjetursson R. af Dbr., sem er konungkjör- inn pingmaður, kom með lagafrumvarp inn á síðasta ping um frjálsar lækningar, og ping- menn, sem vel pekkja ástæðurnar, ætluðu að bæta úr pessu, og sampykktu pað. Síðan fór pað út til hins svo nefnda ráðgjafa ls- lands, en — honum póknaðist að ráða hans hátign konunginum frá pví, að staðfesta pað, rjett eins og hann, úti í Danmörk. sem ekki } þekkir hjer nógu vel til, viti betur en ping- 1 menn tii og frá úr hjeröðum Islands, hvað ; landsmönnum er haganlegt. Er pað af mann- I elskufullri umhyggju fyrir velferð Islendinga, að lögbinda oss við svo nefnda «lærða» lækna? Lýsir pað ekki ókunnugleika, eða einhverju öðru eigi betra? Harla undarlegt virðist pað og, ef læknar vorir hafa verið á sömu skoðun og ráðgjafinn. Ekki er pó trútt um, að vjer höfum orðið pess varir. Er pað af eigingirni og ráðríki eða af umhyggju og mannelskp? spyrja menn. Yjer skulum ekki fara að pessu smni neinum orðum um rök- semdirnar fyrir synjan þessa lagaboðs, sem enginn rjettsýnn maður, er vel þekkir til í sveitum á íslandi, mun geta álítið annað en æskilegt og eðlilegt. Vjer álítum vafálaust, að miklu heppilegra sje, að heiinila frjálsar lækningar með lögum, en að láta slíkar lækn- ingar viðgangast, ef pað er lagabrot. Vjer leyfum oss pvi hjer með, að skora á alla frjálslynda og rjettsýna alpingismenn vora, að taka frumvarpið aptur upp á pingi í sumar, og senda það áleiðis sem lög. J>að þarf ekki að taka langan tíma, nje kosta mikið, nje tefja önnur mál, par sem pað er nógu kunnugt og nægilega rætt; pví að vjer vonum fast- lega, að pað fái pá staðfestingu konungs, þeg- ar sjá má fastan og eindreginn vilja manna. Jeg gat pess að framan, að harla æski- legt væri að fá húslækningabók íslenzka. Oss dettur í hug, að í Höín eru 2 íslending- ar, er tekið hafa próf í læknisíræði: Ouðni Guðmundsson og Moritz Halldórsson. Yjer væntum pess, að þeir haíi bæði viljann og ináttinn, að útbreiða fræði sína meðal vor, og með því efla hei.il vora. Ef satt er, að Moritz Halldórsson er einn meðal Islendinga peirra, sem hafa sent oss hingað pistlana: «fram, fram bændur» o. s. ír., þar sem ekki vanta gýf- uryrði, og aðfinningar og oss er borið margt ósæmilegt á brýn, þá leyfum vjer oss að benda honurn í bróðerni á, að hann vinnur oss miklu meira gagn með því, að senda oss pistla um húslækningar, heilbrigðisfræði, og inargt og margt, sem þar að lýtur. J>að virð- um vjer mikils, en hitt einskis. Oll skainm- aryrói, er eigi iinna stað, fyrirlítum vjer. 1 26. blaði af stjórnartíðindunum fyrir ísland 1882, B., stendui' í amtsráðsskýrslu af fundi Norður- og Austuramtsins 15. sept. f. á. petta: «Eorseti framlagði brjef hjeraðslæknis- «ins í 9. læknishjeraði (p. e. í Skagafirði), «dagsett 8. ágúst 18d2, um endurgjald á «kostnaði til sendiferðar út af sóttvörnum «gegn mislingaveikinni. Amtsráðið sam- «pykkti, að kostnaður pessi skyldi endur- «goldinn lækninum úr jafnaðarsjóðnum». Vjer erum ófróðir um sóttvarnir pessa læknis, pó að vjer sjeum Skagfirðingur, nema að hann sendi hreppstjórum í vor til lesturs á hreppaskilum nokkrar línur um sóttnæmi (smit) veikinnar, varúð á samgöngum og hrein- læti. En vjer getum nú ekki ætlað honum pá smámunasemi, að hafa beiðzt borgunar fyr- ir slíkt, enda sjáum vjer ekki, að petta hafi verið þeim kostnaði bundið, sem taka þyrfti af almanna fje. Vjer vitum ekki betur, en að liann hafi ekki getað varnað útbreiðslu veikinnar um allt' læknishjerað sitt, og ekk- ert lofsorð höfum vjer heyrt hann fá fyrir neina framgöngu hans í veiki pessari, pví frernur kom oss á óvart, er vjer sáum fyr- greint brjef í stjórnartíðindunum. Vjer sjá- um, að amtsráðið segir vanalega greinilega frá sjerhverju atriði í fundarskýrslum sínum, og pví fremur furðar oss á, hví pað segir svo ógreinilega frá í pessari grein. Eyrir pví leyfum vjer oss hjer með að skora á hinn mannúðlega forseta amtráðsins, í nafni margra, að skýra sem fyrst frá því í blaði pessu, hvaða «sendiferðir» og «sóttvarnir» pað sjeu, sem amtsráðið hefir borgað pessum lækni fje fyrir af almanna fje norðan og austan, og hve mikið fje liann bað um og fjekk. (Eramhald). F r á A m e r í k u. Winnipeg, 1. des. 1882. Fyrir óvissu mína um, hvort nokkur miðsVetrar póstskipsferð verður til Reykja- víkur, skrifa jeg lítið í petta sinn, en svo lítið pað verður, pá hef jeg hugfast, eins og fyrri, uð gofa svo rjatta skýrslu, sem jeg get umástand okkar íslendinga hjer vestra. Tfir höfuð að tala má ekki annað segja, en að vellíðan sje bærileg, pó liinar ýmsu kringum- stæður og atvik gjöri efnahaginn hjer, eins og allstaðar annarstaðar, nokkuð mismunandi. Daglaunavinna hefir verið næg hjer í Winnipeg í sumar og kaupgjald hátt 2 doll., 75 oent og 3 doll. fyrir daginn. Eæði og húsnæði kostar 4—5 dollara fyrir vikuna. — Kvennfólk fær 1 doll. 25 cent og 1 doll. 50 cent fyrir daginn. Aptur hefir verzlunar- arður gróðafjelags pess, er jeg gat um í seinasta brjefi mínu, verið lítill í sumar, fyrir pví að bæjarlóðirnar voru komnar í svo geysi hátt verð á næstl. vetri, að ávinningslaust var orðið að kaupa pau lengur til verzlunar. — Hefur pví gróði manna hjer í bænum ekki verið neitt líkur peim sem hann var meðan lotaverzlunarkappið var sem mest, pví flestir, sem peninga áttu, lögðu pá annaðhvort í fjelagið eða sjerstaklega í bæjarlóðir. — Nú hefir fjelagið byggt tvíloptað hús 40 feta langt og 27 feta breitt, hjer í bænum, fyrir kjötmarkað og aðra verzlun á eigin kostnað, og má vænta af pví mikils gróða. A.uk pess á fjelagið 7 íveruhús sem gefa um 200 doll. leigu mánaðarlega. Búskapur íslendinga á liinum ýmsu stöðum lijer vestra, er, eptir þeim upplýs- ingum sem jeg hefi getað bezt fengið, pannig: Síðan peir fáu, sem enn búa við íslend- ingafljót í Nýja-íslandi gátu fengið stöðuga vinnu við sögunarinylnu peirra fjelaga Sigtr. Jónassonar og Friðjóns Eriðrikssonar mega peir heita vel bjargandi sjálfum sjer, því vinnulaun peirra, er þeim nægur kaupaur fyrir hveiti, fatnað og aðrar nauðsynjar, og pó sú vinna hætti eptir 2 eða 3 ár, pá verða þeir, á þeim tíma, búnir að fjölga svo gripum, að peir gcta árlega selt svo mikið sem peim

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.