Norðanfari


Norðanfari - 17.03.1883, Page 4

Norðanfari - 17.03.1883, Page 4
— 14 — Fiskur (porskur) saltaður stendur eldd langt á baki lýsi, sem verzlunarvara. Afli á Eyjafirði er misjafn, og kémur pað af ýmsum kringumstæðum, er vjer þekkjum allir; en vjer sjáuin líka, að fisk- urinn hlýtur að verða auðsuppspretta vor, ef öll meðferð á honum væri rjett og góð. Vjer erum lítt reyndir í fiskiverkun, höfum engan sem kann pað til hlýtar, og vitum ei nema vjer sköðum oss á fiskinum fyrir þekkingarskort. Vjer þurfum að vita, hvernig þeir vilja hafa fiskinn, sem kaupa liann af oss. Verzl- unarstjórar hjer eru ekki ætíð á sama máli um fiskinn; þeir vilja hafa sem mest og bezt af honum, en geta þó ekki sagt með vissu hvernig hann á að vera; það er líka skiljanlegt, því þeir hafa ekki sjeð nema það sem vjer sjáuin. Yjer þurfum að ser.da laglegan mann, að kynna sjer allri meðferð á fiski, söltun, vöskun, þurkun o. s. frv. Ilann þarf líka að vita hvernig fiskurinn þarf að vera úr garði gjörður, svo þeim líki hann, er kaupa af oss. Eörum nú i öflugt fjelag við Eyja- fjörð. Höfum það að augnamiði, sem inest lijálpar oss til að gjöra fisk vorn að góðri yerzlunarvöru; vjer þurfum allir að verka fiskinn eins, því öllu er slengt sainan hjá kaupmönnum. J>að þurfa samtök og ein- dregin ráð til þessa, en það þarf ekki að kosta nema góðan vilja, og því ætti ekki allir að hafa hann? Vjer höfum þetta ekki nema sem fæst orð, og vonum þó að menn gefi þeim gaum; það væri bezt að halda fund um þetta efni, og koma sjer þannig saman um haganlegustu aðferð við þetta; fundurinn væri bezt settur i Hrísey, og þá skulu factorar boða hann, þeir er flesta eiga þar þorskana. Úr brjefi’ af Seyðisfirði 20/2 — tí3. . . . J>á hafa nú skemmlileikirnir, sem hjer hafa verið leikuir í vetur þótt nýlunda, og skal jeg lítið eitt drepa á þá. Tildrög til þeirra voru, að um jólaleytið tók nokkuð af unga fólkinu sig saman í fjelag, til að leitast við að skemmta sjer og öðrum með að leika gleðileiki og fengu sjer húsnæði og var nú búist fyrir eptir efnuin. Eins og vanalegt er, þegar eitthvað nýtt á að vinna, mæltist þetta fyrirtæki misjafnlega fyrir, en þó verð- ur eigi annað sagt, en flestir sýndu sig því hlynnta; jeg tel það ekki, að einum verzlun- arstjóranum þóknaðist að neita fjelaginu um lítilræði sem það þurf'ti að lána hjá honum til bráðabyrgða, því slíkur ódrengskapur og smámunasemi skýzt ávallt í og með. — jpm' sem studdu mest og bezt, að koma þessu á fót, voru þeir herra verzlunarstjóri Kr. Hail- grímsson og verzlunarmaður A. Rasmusen, ennig herra bakari J. Chr. Thostrup og gull- smiður Gísli Jónsson, þessir 2 síðarnefndu störfuðu að tilbúning leiksvæðisins, máluðu veggjutjöld og s. frv. og þótti ölium þeim hafa farist vel. Loks komst svo langt að slagið var sleg- ið, og voru fyrst leiknir í 3 kvöld í rennu leikirnir: «Sigríður Eyjafjarðarsól», eptir A. Jónsson og «Brahdur» eptir G. Vidalin fyrir á að gezka 100 áhorfendur hvert kvöld til jafnaðar. Hálfum mánuði seinna var leik- inn «Hrólfur eptir S. Pjeturson og danskur leikur eptir Overskou: «Misforstaaelse paa Misforstaaelse» 2 kvöld hvort eptir annað, og nú síðast sömu leikirnir aptur 2 kvöld. Jeg held að tilgangur leikenda hafi nokk- urnvegínn náðst, þannig: að þeir haíi skemmt _„sjer og áhorfendunum líka. Óvíst er hvort optar verður nú leikið í vetur, samt er það i ekki ómögulegt. G. li. S a m t a. í. Bjarni: Heyrðu Gissur minn! þú ert gamall maður og greindur vel; getur þú frætt mig á því til hvers liið unga kvennfólk okk- ar brúkar allar þessar svokölluðu «blundur» eða hvern skollan sem þær nefna það og sem þær eru alltaf að knýta (jeg trúi að það sje kallað að liekla). — Hvar sem jeg kem er alltjend einhver stúlka að fundra við þetta, og ræmurnar bjá sumum þeirra eru svo lang- ar, að mjer blöskrar — já, margann sokkinn mætti prjóna neðan við og marga skóbótina bæta þann tímann sem þær eyða til þessa glingurs. Gissur: Ekki skal jeg lá þjer Bjarni minn þó þig furði á þessu og skal jeg nú segja þjer pað sem jeg veit í þessu efni: Taktu nú eptir kvennfólkinu þegar það liefir mikið við, hvernig það er búið að af- skræma og aflaga liinn snotra og þjóðlega peisubúning með þessu heklaða útflúri, sem þær klína ekki einungis allstaðar þar sem hægt er á ytri fötin, heidur er mjer sagt að þær einnig prýði nærföt sín, nefnan- og ó- nefnaníeg, á líkan hátt. Heldurðu nú Bjarni minn að ekki þurfi nokkuð til alls þessa? En nú kemur það bezta. Mjer hefir ver- ið sagt, og það af ólýgnum manni, að þessi framúrskarandi dugnaður og ástundan í hekluverki, sje þannig undir kominn, að nokkrar frúr (ekki húsfreyjur) og «fröken- ar» (ekki ungfrúr) víðsvegar um land hafi gengist fyrir að hafa fyrirliggjandi gnægð af hekluðum «blundum» af ýmsuin «munstr- um» til að «garnera» með þann hluta liins fyrirhugaða rafsegulþráðs sem hingað á að leggjast, sem verður lagður yfir pvert land, og sýna þannig útlendingum starfsemi og smekkvísi íslenskra kvenna, Láttu nú hjá þjer Bjarni minn! G. h. akkarávarp. «J>ess skal getið, sem gjört er», segja menn, og þá ætti þess eigi sfzt að geta, sem vel er gjört; og því vil jeg geta þess, að þegar jeg á næstliðnu vori varð fyrir pví óhappi, að missa hross mitt í Glerá til dauðs, þá auðsýndu þau velæruverðugu Ytri-Bæg'isár heiðurs hjón mjer sjerlega velvild, með því að gefa mjer 10 krónur, og hvöttu, þar að auk, heiinilisfóik sitt til að gefa mjer, svo það varð að samanlögðu 8 kr. Einnig var mjer auðsýnd -saina velvild á heiðurs heimilnu Steinstöðuin, þar sómamaðurinn Stefán Jóns- son umboðsm. og hin valinkunnu hjón hrepps- nefndaroddviti Júiíus Hallgrímsson og kona hans Kristín Jónsdóttir ásamt vinnukonum þeirra, gáfu mjer í munum og peningum vel upp á 10 kr. En þar eð jeg hefi ekkert að <borga með, þessu mínu velvirta velgjörðafólki, þá hlýt jeg að láta í ljósi tilfinningar hjarta míns með opinberu þakklæti, og bið góðan Guð að launa þessum velgjörðamönnum mínum og gæta þeirra í bráð og lengd. Geirhildargörðum í Yxnadal, 14. febr. 1883. Sigurður Jónasson. Úr brjefum frá Kmliöfn 13. jan. 1883. Vetur liefur verið ágætur, þó kom dá- lítið kuldakast í byrjun desembermánaðar. jpóruallur Bjarnarson frá Laufási er að taka próf við háskólann, en verður ekki búinn fyrri enn 24 þ. m. Schierbeck var veitt landlæknisembættið 3 eða 4 þ. m. Skip öll komu mjög seint í haust frá íslandi bæði vegna austan storma, og svo vegna þess að ísinn lá við ísland allt fram á sum- ar eða haust. blorðmenn hafa víst haft mikinn skaða á síldarveiðum sínum í ár, og hefur eink- um borið á því í Stavangri, þar sem 4 eða 5 stórhús hafa hrunið og þará ineðal eitt hið stærsta, Köhler & Comp., sem að sögn kvað liafa hjerumbil einnar miliiónar skuíd, og kannskje geta enn farið fleiri. Ekki hefur heyrzt að á öðrum bæum á vestur- strönd ISioregs liafi skeð hið sama, enn þó getur vel verið að fleiri af þeim smærri liaíi farið, þó ekki hafi það heyrzt hingað. — Á Beyðarfirði og Eáskrúðsfirði aflaðist í sumar, sem leið á báðum þeim fjörðum 20—30 þúsund tunnur af síld. Síldarveiði Norðmanna við Tslands, hófst hjer 1868, og hefir síðan aukist ár frá ári. 1880 var allur síldarafli þeirra bjer um 1 00,000 síldartunnur, af þeimjvoru 60,000 aflaðar á Seyðisfirði, 25.000 tannur á Eskifirði og 20,000 tunnur á Mjóafirði og Eyjafirði m. fi. Öll veiðin er metin til verðs 2 milljönir króna. 1881 var allur aflinn á 187 skipum, á þeim voru 1799 menn, metinn til 167,715 tunna, Og verð síldarinnar 3 millj. króna. Beztu veiði- stöðvarnai' voru Ej'jat'jörður, Mjoifjörður, Seyðisfjörður og Eskiíjörður, þar va.r sildin mjög feit, og stærð hennar 31—35 centi- meter. Aflatiminn stoð yfir frá júlí og til þess í nóv. Aríð 1882 hamlaði ísinn mjög aflanum Fiskiskipm gátu ekki haldizt víð fyrir norðan. land, heldur urðu að flýja undan ísnum suður fyrir land. Margir af sddarveiðamönnum fóru, sökum afla.leysis, svo búnir. Nokkrum af síldarveiðafjelög- unum hefir þar á mót gengið allvel, svo sem tvennum frá Mandal, er hvort um sig aflaði hjer um 3,500 tunnur, en að öllu samanlögðu mun þó'sildaratiinn miklu minni en á næst undanförnum árum. Að sönnu er nú verðið á henni nokkru hærra en fyr, eður 25 kr. tunnan, í staðmn fyrir það, sem hún áður var 18—20 kr. Tslendingar stunda veíði þessa lítið, nema til beitu og fæðis, en lítið sem ekkert af henni sem verzlunarvöru. A u g I ý s i n g a i*. Undirritaðui' býður niönuuin tii kaups: rúgmjöl, sekkinn, 180 pd. á kr. 17,50 grjóuamjöl----- —----------20,00 haframjöl------—-----------— 14,50 liafragrjón —— — —------ 27,00 p. 16 a. bygggrjón, 200 —------ 24,00 - 12 7*- baunir 225 ------- 25,00 - 1172 - konjakk, bverja tunnu, bjer um bil 120 potta 160,00 -----fint, flöskuna á 2,75 aquavít — -—- - 1,50 kaffi, beztu tegund, púndið 0,60 tegras — — — 2,00 tjöru, finuska, tunnuna á 22,00 koitjöru --------- 14,00 færi, 60 faðma, hvert - 3,50 lóðarstrengi, 50 faðma, hvern 1,60 línuás-bespur, 40 fiiðma, hverja 1,20, og ýms öiinur færi og öngultauma. Akureyri, 14. febrúar 1883. Olaus Housken. Ejármark Sigfinns J. Sigurjónssonar á Litlu-Strönd við Mývatn, er; Stúfrifað, biti aptan hægra, miðhlutað í stúf biti apt. vinstra. Fjármark Torfa Sæmundarsonar í Baldurs- heimi við Mývatn: Miðhlutað í stúf, fjöður fr. liægra, stúírifað, fj. apt. viustra. Brenni- mark: TORFI. — Fjármark Ásgeirs Bjarnarsonar á Möðruvölluin í Hörgárdal er: Stufrifað og biti fr. hægra, stúfrifað og fjöður fr. vinstra. Brennimark: Ásgeir. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.