Norðanfari


Norðanfari - 28.03.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 28.03.1883, Blaðsíða 4
24 — tiiuini. Gambeila tarði með því að sækja: liann sagði deserobermanninum IN'apóleon og bjöi'ð bans með berum orðum Qá glæpum þeirra! Allar stjórnir sagði hann keppast við að gjöra fæðingardag sinn að heiðurs- degi. En þjer (og þetta er sá óttalegasti dómur vfir yður því það ber vilni um yðar vondu samvizku) liaíið aldrei þorað aðsegja: vjer viljum gjöra 2 desbr. að hátíðardegi hinnar frakknesku þjóðar! [>að er vel, því það sem þjer ekki hafið þorað, það viljum vjer mótstöðumenn yðargjöra: „Yjerviljum ár eptir ár balda þennan dag í heiðri til end- urminningar um vora dánui Erá þeirri stund cr Gambetta með sinni djarflegu allt hrífandi mælsku, hafði þannig ákært hina óhreinu napóleonsku stjórn, þá var hann sjálfsagður að vera ekki einungis meðlimur heldur einnig oddviti stjórnmálaflokks. Álit hans fór vaxandi og að sama skapi óx kjarkur hans, hyggindi og óeigingirni. Eáir þekktu hann þó enn til fulls. þannig kallaði hinn nafnfrægi Thiers hann „óða klaufaun" og hinu núverandi forseti Frakka Grevy sagði að liann myndi enda líf sitt sem uppreistarmaður. En þeim skjátlaðist þar báðum. J>ví Gamb. stóð svo langt fyir ofan samtíðarmenn sína, að mörgu leyti, að vel geta margar aldir liðið áöur hans líki finnist. Ollivier, er áður bafði ver- ið frelsismaður og vinur Gambctta, hafði, meðal annars, í veizlu, farist svo orð: að hann vikli ekki lengur vera mótstöðumaður stjórnarinnar (hann var þá nýkosinn þingmað- ur Parísar). Allir þögðu. JNú ef yður lízt ekki á fyrirætlun mína þá hafið á móti henni. Gambetta svarar: að maður geti fylgt vinum sínuin að dyrum vissra manna, en maður fari ckki inn með þeim; stendur upp, fer, og allir gestirnir fneð honum. Síð.an varð banu skæður, mólstöðumaður vioar síns Olliviers og bar honum á brýn hve „svciganleg“ samvizka hans væri. JNú kemur stríðið 1870. Prússar höfðu yfirunnið hina frakknesku herskara. J>jóðin var höggdofa, óttaslegin og ráöalaus, hver hugsaði uin að bjarga sjer og hjelt að nú væri úti um Frakkland. Gambetta var sá eiui sem eigi Ijet hugfallast, hann trúði á endurreisn og lífsafl þjóðar sinnar. Hann varð þá alræðismaður, og má fullkomlega líkja honum við hina rórnversku alræðismenn. J>að er komist svo að orði, að hann bafi „stappuð hcrskara upp úr jörðunni“. J>ví þegar allur hinn æfði her Frakka var sigraður af Prúss- um, þá sendi hann hvern herflokkinn af öðr- um móti þeim, óvant lið og miður velútbúið, sem von var, en þetta lið veitti þó meira við- nám en hinn reglulegi her, barðist nær ávalt af niestu snilld og veitti stunduin betur, en það >ar ekki við að búast, að þeir gætu til lengdar staðist móti hinum hervönu, sigur- sælu og langtum fjölmennari prússnesku herflokkum, sem streymdu inn á þá; en þó er ekki hægt að segja hvernig farið hefði, ef Gambetta hefði fengið vilja sínum framgengt. Hann setti jafnan hina heztu fyrirliða fyrir þessa flokka, og Prússum var, ef til vill, cins annt ogFrökkum að bardaganúm Ijetti. Hann var allstaðar þar sem mest þurfti við, setli kjark í þá seni voru deigir og sameinaði hina suudurlyndu, með hinu allt sigrandi orði sínu og innra mætti, hvers fegursti hluti var hin brenuandi ættjarðarást hans. Sumum hefir þótt hann framhleypinn það verður ekki dæmt hjer, en hann var þá ungur og óreynd- ur. Á hinum síöari árurn hefir liann verið gætnari og sagau dæmir hann ef til vill, sem einu hinn mesta stjórnvitring sinnar tíðar. I samkvæmi einu þar sem hinn frægi hershöfðingi Prússa Moltke var, skömmu ept- ir ófriðinn, var lalað um Gambctta, urðu margii' til að gjöra gys að honum og álíta hann viti sínu fjær, að þora að senda óvana drengi á móti Prússum þegar þeir voru búnir að sigra allan frakkneska herinn. Segir Moltke á þessa leið: Jeg veit ekki hvað yður sýnist en mjer þótti það óskiljanlegt og fáheyrt, að þegar vjer vorum búnir að sigra hina æfðu herflokka Frakka á 2 mánuðum, þá vorum við í 5 mánuði að berjast við hóp sem kanske ekki nær því nafni að kallast her, en sem þó engu að síður gjörði oss marga erfið- leika og olli rnjer margrar áhyggju og undar- legra hugsana. f>jer hlaupið yfir þetta, þar sem þjer njótið ávaxta sigursins án þess að hafa sjálfir haft neitt fyrir honum. þegar Gambetta var búinn að gjöra allt sem hægt var fyrir einn mann og búinn að frelsa heiður hinna frakknesku vopna og hann ekki lengur gat fengið menn til að fylgja sjer, þá ferðaðist bann til smábæjar eins. J>egar hann kom þaðan aptur, var hár bans oröið grátt (þá rúml. þrítugur), svo fundið hefir hann til ógæfu fósturjarðarinnar. Eptir þetta hefir álit hans farið æ vaxandi. Thiers og hann urðu nú aldavinir og sagði Thiers að sá maður sem bezt væri því vaxinn að verða eptirmað- ur sinn, væri Gambetta. Gambetta rjeði því að Grevý var kosinn forseti hinna frakknesku þjóðsljórnar, en hann hefir einnig ráðið yfir svo miklum kröptum að eiginlega enginn á Frakklandi heíir ráðið eins miklu og liann. 1 fyrra haust varð hann æðsti ráögjafi, en fór brált úr þeirri tign vegna þess að hann bar upn uppástungu um nýja kosningaraðferð, sem var feild en hann var búinn áður að segja, að fjelli uppástungan þá segði hann af sjer völduin. Eæðu er hann hjelt þá, dáðust allir að og einnig mótstöðu- ,metin hans. Enginn Jifi er á, að hann bráð- um hefði oi'ðið ríkisforseti ef dauðiau hefði eig i hindrað það. Gamhetta átíi mótstöðumenn, er voru í fyllsta máta ósvífnir og gjörðu honum allt til ills og skapraunar er þeir gátu, og báru út ósannar sögur um hann; en slíkt tók hann sjer mjög ljett. J>eir báru út, að hann byggi í glæsilegri höll og væri orðinn stórríkur á kostuað föðurlandsins; en sannleikurinn var, að hann bjó í húsi, sem var fátæklegast utan af öllum húsum þar í grend og innanstokks var það að sama skapi. Fje hafði hann af blaði því er hann stýrði „Republique fran- caise“ og sem vinur hans hafði geíið honum, það gaf af sjcr 100,000 ftk. um árið. Annar vinur hans vildi eitt sinn gefa honum ivær miljónir fránka, en hann neitaði að taka við þeim, af veglyndi sínu. En góðan. mat hafði hann á borði sínu, hann hafði líka hinu bezta matreiðslumann í París, þótti honum jafnan skemmtilegt að hafa vini sína til matar hjá sjer, og er honum ekki láandi þó hann vildi gefa þeim góðan beina. Hann var þá hinn kátasti og alúðlegasti. Einhverju sinni við slíkt tæki- færi, hældi hann mjög einum ungum efnileg- um blaðamanni, eu sá hafði einmitt ritað óhróðui' móti Gambetta fyr meir. Einn af þeim sem til borðsins voru minntist þess. En Gambelta sagði að siíkt Ijeti hann eigi á sjer festa, þá mundi liann hafa ofmikið að hugsa. Margt mætli fleira segja um þennan mikla mann en það yrði otlangt mál hjer. Allir, bæði þeir sem voru með og móti honum, keppast nú um að veita hinni látnu hetju hinn hinnsta lreiður. Hanu var jarðsettur i París í viðurvist ótölulegs manngrúá og hef- ur aldrci, ekki i sjálfri París, verið liöfð slík viðhöfn við jarðarför nokkurs manns. þaðan er nú búið að flytja líkið til ðíizza, livar faðir hans býr, sem er óhuggandi útaf sonarmissi sínurn. Gambetta á að hvíla í sama reit og móðir hans er og fleiri skyldmenni þeirra. Eitt dæmi skal jeg enn setja, sem lýsir hugsijfearhætti lians. það var einhverju sinni að hann hafði tal- að á þjóðfundi, með sinni gömlu snilld, að einn af tilheyrendum hældi honum fyrir lrver afbragðs mælskumaður og ættjarðar vinur hann væri. Jcg þakka fyrir það um ætl- jarðarvininn, en um mælskumanninn, kæri jeg mig enga vitund. J>essi orð sem vorrt töluð blátt áfrarn lýsa honum bezt. 14 janúar 1883. Jakob Gunnlaugsson. Árdegis _ 24. pessa mán. kom póstur Hallgrímur Ólafsson hingað að austan, og hafði hónum gengið þessi ferð vel fram og tit ba-ka. Tíðarfar eystra líkt og hjer. Heil- brigði að kalla almenn. Engir nafnkenndir nýlega látizt. Hafsíldar- og fiskatli í flestum tjörðum eystra, eu þó mest í Eáskrúfsfirði. I vestanroki á Seyðisfirði, hafði bát hvolft með prem mönnum, 2 af þeim komust á kjöl og varð bjargað, en 1 drukknaði. Kaupskipa von eystra eptir miðjan þ. m. Hafíslaust allt vestur á Skjálfanda, en stangl af honum komið hjer inn á fjörðinn og jakar lentir á Odddeyri. — Sem áður er getið, í næsta blaði bjer á undan, kvað Gunnar Guð- mundsson frá Vík á Fateyjardal hafa farizt, ásamt 4 mönnum, í suðvestan roki 1. þ. m. hjer um 2 mílur norður af Flatey. A n gl ý s i ngar. Undirritaður býður mönnum til kaups: rúgmjöl, sekkinn, 180 pd. á kr. 17,50 grjónamjöl----- — — - — 20,00 haframjöl------—-------------- 14,50 hafragrjón-----—------------ 27,00 p. 16 a. bygggrjón, ..2QO -------- 24,00 - 12V2- baunir &25 ----- 25,00 - 11‘/2- konjakk, hverja tunnu, hjer um bil 120 potta 160,00 ----fínt, fiöskuna á 2,75 aquavít —---------------------- 1,50 kaffi, beztu tegund, pundið 0,60 tegras — — — 2,00 tjöru, finnska, tunnuna á 22,00 koltjöru 14,00 færi, 60 faðma, hvert - 3,50 lóðarstrengi, 50 faðma, hvern 1,60 línuás-hespur, 40 faðma, hverja 1,20, . og ýms önnur færi og öngultauma. Akureyri, 14. febrúar 1883. Olaus Housken. Ut eru komnar á minn kostnað ný prentuu af Vorhugvekjur Pjeturs biskups. Bókin verður seld innbundin á 1 krónu. —- Ef menn í fjarlægð senda mjer borgun fyrir 6 bækur, verða þær sendar þeim kostnaðar- laust og þar að auki ein í kaupbætir. Akureyri, 24. marz 1883. Frb. Steinsson. — Tapast hefir utan af Oddeyri og inn á Akureyri, peningapyngja nreð nokkru af peninguin í, sem finnandi er beðinn að skila til ritstjóra „Norðanfara“ mót sanngjörnum fundarlaunum. Loptur Jörundarson. Seldar óskilalcindur í Glæsibæarhrepp haustið 1882. 1. Hvíthornótt ær, mark: Stýft gagn- fjaðrað, gat hægra, stýft gagnbitað og gat vinstra; hornamark: 'Á hægra horni 2. bitar framan 3. aptan, á vinstra horni vaglskorið fr. 2. bitar apt. 2. Hvít lambgimbur, mark: Sneitt fram- an biti aptan bæði eyru. Rauðalæk, S1/12 82. Stefán Bergsson. Eigandi og ábyrgðarm.: líjörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.