Norðanfari


Norðanfari - 07.04.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 07.04.1883, Blaðsíða 2
— 30 forfeðra vorra, að verða gleymdir og fyrirlitn- ir af hinurn nienntaða heimi. Og bver er þá orsök til trúarleiða þessa? Jeg held að ein að orsökunum sje sú, að menn verða gjörðir leiðir á trúnni með illri og andalausri barnakennslu bæði hjá lærðum og leikmönnum. Menn setja börnum fyrir þungar og lang- ar greinar í kverinu án þess að útlista þær neitt að gagni. Menn skipa þeim að læra þær utanbókar, láta þau síðan lesa þær eins og einhverjar þulur, sem þau sldlja lítið eða ekkert í. Menn láta þau opt sjá og reyna, að manni þyki ekkert varið í guðsorð, og að það sje mest vegna prestsins að menn læri kverið. Sumir láta þau jafnvel heyra að þau heiti heiðingjar og fari kann ske til helvítis fyrir bragðið ef þau ekki læri kverið, en sýna þeim samt með breytni sinni að maður ekki trúi miklu af því sem maður kennir þeim, heldur hafi maður bæði kverið og prestinn fyrir draug og grýlu til þess að liræða þau með. Er nú ekki von að þau fái viðbjöð á trúarbrögðunum og tortryggni til mannanna með þessu lagi? Er ekki ósköp að vita til þess að maður skuli fá viðbjóð á því, sem ætti að vera manns æðsta og einasta huggun þegar allt annað bregzt? Og einrnitt þetta gjörir þessi illa og andalausa utanbókarkennsla. hafi ánægju af að læra þrátt fyrir þetta, get- ur verið. En ætli þá ánægja sú komi ekki mest af þvi, að þau geta fengið færi á að sýna næmi sitt, með því að læra þungar og lang- ar greinar og kunna þær vel og að þau hafi gaman af að æfa skilning sinn með því að leysa úr þeim? En slík ánægja er engiuást nje rækt til trúarbragðanna. Jeg segi ekki að barnakennslá vorsjeall- stuðar þannig. En jeg veit af eigin reynslu, að hún er það allt of víða. En það er ekki allt að kenna þeim sem eiga að uppfræða börnin. |>að er inikið þeim að kenna, sem hafa fengið þeim kverin í hendurnar. |>au eru of þung og of löng, og fæstir trúa öllu því, sem 1 þeim er þótt þeir telji börnunum trú um að það sje allt satt. En einmitt hjer kemur hræsnin frain. Hún drepur trú barnanna á Guði og öllu góðu. Yið þurfum því að fá styttri, Ijósari og einfaldari kver. Yið þurfurn að fá allt ann- an kennsluliátt. í staðinu fyrir að láta börn læra utanbókar, ættu menn einmitt ínunnlega að segja þeim sögu biblíunnar á einfaldun og skemmtilegan hátt, og eins að skýra þeim stuttlega frá liöfuðatriðum kristilegrar trúar, en gjöra það með svo mikilli hrein- skilni, að maður ekki telji þeim trú um neitt sem maður ekki trúir sjálf- ur! A þessu ríður mest af öllu. Jeg segi ekki að gömlu kverin sjeu óhæf, heldur ekki íinnst mjer að þau innihaldi neitt sein hneykslar mig þótt jeg efist um sumt í kirkjutrúnni. En það segi jeg, að eins og nú er ástatt með trúarlíf vort, þá eru þau íremur óhentug. um önnur kver fyrri enn menn fá sjón á frjálsari, nátturlegri og hreinni kennsluhætti en liafður hefir verið. J>yki nokkrum, er þetta les, að jeg hafi dæmt rangt, þá sanni hann það. Mjer þætti li-fandi vænt um ef að trúarlííið er betra hjá oss en jeg hef sagt. Verði jeg var við að jeg haíi ósatt mælt, skal jeg apturkalla það, því jeg hugsa ekki svo mikið um að sigra í ritdeilum, sem um það að segja satt og leita sannleikans. En samt neita jeg ekki að eigingirni og dramb stjörni mörgum áformum mínum, því er verr að svo er. En þetta sýnir hvað lágt vjer stöndum í siðferði bæði hjer og í öðrum löndum. Og er von að vel fari með trúar- sjón vora? játum því veildeika vorn fyrir Guði og sjálfum oss. Endað í febrúar 1883. Guðmundur Hjaltason. Um fyrra liluta landamcrkjalaganna. (Niðurlag). í 5. gr. eru ákveðnar sektir fyrir brot gegn 1.—4. gr. Líklega mætti þegar beita þeim annað vor eptir, að lögin hafa öðlazt gildi, bafi ekkert verið gjört áriangt til að fullnægja þeim. Eptir 5 ár tvöfaldast sektir allt að 40 kr., en hækka eigi úr því. Ovíst sýnist, hvort lrinum lægri sektum ber að eins að beita í næstu 5 ár, eða hvort beita beri þeim framvegis við hvern þann, er til sekta ynni, hin fyrstu 5 búskaparár hans á söinu jörð, sem heldur sýndist vera eitthvert vit í. Ef eigi væri hægt að beita hærri sekt en 40 kr. við sama mann árlega, myndi mörgum landeigendum talsverður ávinningur 1 að greiða 40 kr. sekt árlega en vinna eigi að merkjasetning ásamt margvíslegri fyrirhöfn, er henni yrði samfara, en líkara þykir, ef fieira enn eitt þess konar mál yi'ði höfðað gegn hinum sama, að iiann yrði dæmdur til að greiða jafnháa sekt í hverju þeirra. Eigi getur verið ætlazt til, að allri merkjasetning sje lokið á íimm árum, er bæði myndi með öliu ókleyft, enda er óvíst að hinn landauðg- asti jarðeigandi (landssjóðurinn) þyldi það, og mörgum fátækum híþdeigendum mundi það geta kollsteypt. það er eigi gott að sjá, á hverju það grundi'iFllast að tvöfulda seUtir eptir 5 ár, nema ef líklegt heíir þótt, að lítið eða ekkert myndi verða á þeim unnið fyrir skriffinnskunnar sakir, eða að lögin myndi þurfa 5 ár til að verða svo skýrð, að auðið yrði að breyta eptir þeim. Eigi verður sjeð, að lögreglustjórnin geti látið höfða mál út af brotum gegn lögum þessum, og ef svo er, verður sektum eigi við komið, nema einhver kæri sjerstaklega, en varla er ráð fyrir gjör- anda, að aðrir kæri en þeir, er annt er um að fá merkjavinnu til móts við sig, en geta eigi, enda er varla mjög hætt við, að margir gjöri svo hreint fyrir dyruin sínum í lilýðni við lög þessi, að á þeim sitji að kæra aðra. Grein þessi er því varla óttaleg. Að því leyti sem lögin eru óframkvæmileg, virðist seiii sektum eigi verði beitt. — Ef lögin skyldaði menn til að liafa hvervetna glögg merki og þá um leið til að hefja málaþras, er viða þyrfti á undan að ganga, svo sem í aðra röndina sýnist að hafa vakað fyrir sumum, þótt það virðist eigi hafa tekizt, liefði þau orðið skaðleg, en svo sem þau eru, sýnast þau harla þýðingarlaus, og hætt er við, að árangur þeirra verði víða eigi annar enn sá, að eigandi jarðar eða umráðamaður semji merkjalýsing, sýni hana einhverjum, er eigi samþykkir, og búið. Eigi þykir ólíklegt, að síðari hluti lag- anna um gjörðardóma í landaþrætumálum sje rjettarbót, er gjöri greiðara fyrir en verið heíir og kostnaðarminna að ná rjetti sínum í þeim málutn. J>ó þykir vonlegt, að það hefði inátt gjöra enn auðveldara, eða kynni að takast, ef til kæini. J>að er bágt að vita, hvað því hefir vaidið, að lög þessi, þannig sköpuð, skyldi ná sam- þykki alþingis. Trautt verður ætlað, að þingið hafi verið orðið leitt á málinu, og svo sem orðið fegið að fleygja því frá sjer' vanhugsuðu, svo að það væri eigi að draugast á næstu þingum. J>aðan af síður verður ætlað, að þingið hafi álitið málið slíkt velferð- armál, nauðsynjamál og áhugamál þjóðarinnar, þótt slík orð hafi heyrzt um það á þingi svo sem um önnur lítt merk mál, að þjóðin myndi taka iögunum tveim höndum, hversu sem þau væri úr garði gjör. J>aðan af sízt verður ætlað, að þingið hafi álitið þau glögg og góð. Helzt kynni að mega geta til, að þingið hafi álitið málið svo ómerkilegt, að hinum dýrmæta tíma þingsins mætti sem minnst verja til þess frá öðrum meir varðandi málum, og með fram kann það að hafa ráðið, að síðari kaíli þess hafi riðið baggamuninn, enda var það tekið fram á alþingi 1879 (B. Sv.), að með 3. útgáfu frumvarpsins, sem vantaði fyrri hlutann, væri allt gjört sem eðlilega yrði gjört fyrir hvern einstakan land- eiganda,. er honum gæfist kostur á að útkljá landaþrætur á fljótan og kostnaðarlítinn hátt. En raunar varðar litlu, hversu lögin eru til orðin, úr því að þau eru til orðin. Hjer hefir verið sýnt fram á, að ýmsir agnúar sje á lögum þessum (fyrra hluta þeirra), og að í þeim muni Vera eigi fátt vanhugsað og veilt, eigi fátt vafasamt og sumt enda óframkvæmilegt. J>ær greinar, er á hefir minnzt verið, sýnast í meira lagi þurfa góðfúsan lesara, til þess að fá eitthvert vit úr þeim, og góðfúsan lifara, til þess að breyta eptir þeim að einhverju leyti. J>að eru sannkölluð vandræðalög, sem eigi verða framkvæmd, nema með því endalaust að «gjöra ráð fyrir» og «búast við» því og því», er lögin gefa enga átyllu til (sbr. landsh. br. 28/x þ. á.), enda er eigi öllum sú list lagin. Annars er vonanda, að menn gjöri sjer eigi meira far um að hlýða lögum þeaaum eun góðu hóíi gegnir, svo að þau verði nokkurn veginn meinlaus, en eigi þykir með líkindum, að þau — fyrri hlutinn — verði til gagns nje sóina. En hvað á að gjöra við þvílík lög? — J>að verður varla gjört ráð fyrir að þingið komi sjer að því að afhöfða undir eins þenna króga sinn, eða taka framan af honum fremra hlutann, sem vafalaust mundi hið heppilegasta því að ákvarðanir 1.—4. gr. sýnast eigi að grundvallast á neinni nauðsýn, lieldur vera misheppnaður uppsoðningur úr hinum óheppi- legu ákvörðunum um landainerkjanefndir í fyrstu útgáfum frumvarpsins. J>að sýnist því varla vera nema um tvennt að gjöra, annaðhvort að móka af sjer ákvæði þeirra fyrst um sinn og sjá, livað setur, eða þá að reyna að útvega sjer legíó af góðfúsum «ráðfyrirgjörðum» og «viðbúunum» og hlíta þeim í stað laganna. Ef æskilegt þætti að fá með tímanum vitneskju um landamerki allra jarða, kynni að mega hafa þá aðferð, að gjöra búenda hverjum að skyldu, eða búendum í sam- eining, þar sem fleirbýli væri, eða óskipt land væri, að gjöra merkjalýsing á býlisjörðum sínum, er á sínum tíma væri yfirvaldi af- hent, og geta um leið heimilda þeirra, er lýsingin styddist við. Skyldir skyldu lands- drottnar, hvort sem eigendur væri eða um- boðsmenn þeirra, að láta þeim alla liðsemd í tje, er kostur væri á, og síðan skrifa á lýs- inguna álit sitt um hana. Vel væri og fall- ið, að lýsingin væri sýnd grönnum jarðarinn- ar, að því er við yrði komið, og þeir ritaði á hana, hvort þeir áliti hana rjetta eða eigi gagnvart ábýli sínu. Ef til vill, kynni slíkar lýsingar að geta orðið vísir til máldaga með timanum.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.