Norðanfari


Norðanfari - 13.04.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 13.04.1883, Blaðsíða 4
— 36 — þessu til sönnunar hafa gamlir menn sagt mjer að í ungdæmi þeirra hafi upp- blásinn mannabein veið flutt paðan heim að Kirkjuvogi. f>að er fróðlegt og gæti verið nauðsyn- legt að vita nokkuð um ýmsar eyðijarðir hjer og hvar á landinu, sem getið er um í ls- lendingasögum vorum, gömlum skjölum og máldögum, sem lagst hafa í eyði einhverra orsaka vegna, eða fluttar og byggðar upp á öðrum stað, og pá stundum með öðru nafni. Gætu pessar uplýsingar fengist hjá peim sem kunnugir eru, hver i sínu byggðarlagi. f>ó jeg láti hjerkoma fyrir almenningssjón- ir, lýsingu eða skýrslu um nokkrar eyði- jarðir á Suðurnesjum, pá verður hún all ómerkileg, i samanburði við pær* sem ann- arstaðar í ýmsum hjeruðum öðrum kynnu að fást, par sem sögur vorar geta svo margra jarða, sem nú ekki lengúr heita pví sama nafní, enn sem mörgum er kunnugt hvar verið hafa. Hjeðan af Suðurnesjum hafa engar sögur farið i foruöld, og fáar land- námsjarðir nefndar, en samt má frá peím peim ’ tímum sjá mikil mannvirki á niður- föllnum stórvöxnum girðingum, einnig á ýmsum lendinguin við sjó. Gömul örnefni, eru hjer ekki heldur mörg. S. Herra ritstjóri! Hjer með leyfi jeg mjer að biðja yður sem fyrst pjer getið, að taka eptirfylgjandi leiðrjettingu og skyringar við ritgjörð mín'a í „Norðanfara“ nr. 43—46. í yðar heiðraða blað; pvi pó jeg líklega hljóti pá æru hjá mótparti mínum, að eiga sæti í Kálfaflokkn- um vildi jeg yrði sem greinilegast pað er jeg sagði, einkum af pvi löggjafarvaldið hefur talsvert greitt fyrir alpýðumentuninni siðan hinar seinustu kosningar fóru fram, með lögum um uppfræðingu barna i skript og reikningi, og fleiri lögum, pó petta of- viða strandi á kjarkleysi og sumstaðar á skeytingarleysi prestanna, og fáfræði sóknar- nefndanna; sem fyrir pað geta sjálfar ekki kennt. f>að sjest af efninu hvar skýringar og leiðrjettingar pessar eiga við. 1 ofannefndri ritgjörð minni segir: „J>ótti peim ofmikið að Árni fengi“ o. s. frv. pó meiningin sje hin sama, sje jeg liðlegra hefði verið að segja: „Fundu peir að pó Árni fengi allt að 1800 kr. i eptirlaun ár hvert“ o. s. frv. Hjer ber pess að geta að jeg álít hneykslanlegt að láta haldast i lög- um, að launa með mjög háum eptirlaunum, öllum embættismönnum, hvað sem peir heita, pó einkum peim, sem koma fram í embætti sinu, eins og mjer skilst frjettaritari „Fróða“ og svo mótpartur minn í saina blaði, hafa bent til uin Arna. J>að sem vikið er á laun hreppstjór- anna, pá skal pess getið, að hjer í hrepp er petta ekki nákvæmt núna sem stendur, pví pau eru 7 kr., og um næstkomandi ár er líkara pau (fastalaunin) verði frá 5 til 7 kr. um árið. Hjer sameinuðust 2 jarðar- partar 1882, svo pað urðu 5 hundr. og aðr- ir 2 eru skrifaðir saman, af pvi notandi annars býr á öðrum bæ. Ein jörð 6 hndr. að dýrleika hefir líka pessi árin að kalla tekið af sem býli, af vatnagangi, sem jeg hugsaði yrði sett niður, en pegar til kom, sá jeg, sem hreppstjóri og sýslunefndarmað- ur, hvergi fært að bæta pví hundraðatali er frá henni hefði gengið á aðrar jarðir í hreppn- um, og var pvi allt látið sitja víð sama. tívo menn skilji hveruig á pessu stendur, skal geta pess: að pegar hin gildandi jarðabók var löggilt, pótti jarðamat hjer ekki hafa tekist ósanngjarnlega, pó jarðir pá stigju mikið upp; strax á eptir kom eldflóð úr Skeiöarárjökli sem tók allar engjar af einni jörð, stórlega mikið af öðrum premur, og um tíma mikið af eun öðrum premur; var pá ekki eptir óskemmd nema pessi, sem hjer að framan er talin, nú nærri aftekin. J>essi flóð koma venjulega 5. til 7. hvert ár, en nú hefir pað ekki komið síðan í byrjun ársins 1873, er pess pví von á bverri stundu, og óttast menn mjög pá fari af hjer í hrepp mestallar engjar, pvi vegna sandhækkunar innar frá hinum fyrri hlaupum hallar meir en áður að .löndunum; pegar slík hlaup koma, fer allt láglendi í kaí langt austur fyrir íngólfshöfða, og út fyrir Kálfafell á Síðu. —- J>ó pað komi ekki pessu við, álítjeg launalög hreppstjóranna purfa lagfæringar, pað er að segja, að jafna launin. Flestir sem ætla sjer að leysa hreppstjórn hjer bærilega af hendi, munu að meðalfali ekki verja til pess minna en mánaðartíma, á ári, pví pó til dæmis, jeg álíti skyldu mina, að gjöra pað gagn sem jeg get, einkum meðan jeg er svo heppinn að hafa svo rjettsýnan og eðallyndan yfirmann sem núna er, pá hlýtur samt flestum að pykja galli á peim logum, sem búa til olbogabörn, og í gagn- stæða átt, að hínum sje haldið í helgi, sem búa til óskabörn pjóðarinnar úr öllum peim embættismönnum, sem hin eldri eptirlauna- lög 31. mai 1855 ná yfir, hversu auðvirði- legir óreglumenn, eða ófulikomnir embættis- menn sem peir hafa. verið. |>au lög álít jeg lakari en hundalögin 25. jan. 1869. Tvískerjum, 19. febr. 1883. S. Ingimundarson. F á e i n o r ð til herra Sigurðar Ingimundarsonar út af at- hugasemdum hans í Norðanfara nr. 43.—44. og 45-46 f. á. J>ingmannskosningin í Austur-Skapta- fellssýslu haustið 1880, er nú farin að fyrn- ast, svo mjer pykir óparft að fylla dagblöð vor, með pví að hafa hana lengur fyrir yrkis- efni, og ansa jeg eigi orðum S. I. eða ann- ara framar um pað. Mjer stendur pað á engu, pótt S. I. drótti pví að mjer, að jeg sje ófrjálslyndur, og aptuihaldsmaður. Tillögur mínar, stefna og breytni í pví falli, eru kunnar pjóð minui, bæði af alpingum, af blöðum vorutn, og í hjeruðum, par sem jeg hefi verið. Sleggju- dómi S. I. leyfi jeg mjer pví að vísa til dóms allra annara sem pekkja mig. Jeg ætla að S. I. skipti pað engu, hvern- ig efnahagur minn er, eða hverjir lánardrottn- ar rnínir eru. Hann getur liuggað sig við pað að hann er hvorki einn í peirra tölu, og hef- ir heldur í engu, mjer vitanlegu, skert efni sín til pess að bæta mín. Jeg hefi jafnvel heyrt pess getið, að honum pyki allgott að búa einn að sínu eigin að minnsta kosti. Meðan jeg hafði póstafgreiðslu á hendi, var aldrei fundið að pví scm jeg gjörði með einu orði, livorki af pcim sem yfir mig voru hoðnir nje peim sem áttu viðskipti við póst- afgreiðsluna. Póstmeístarinn gaí mjer góðan vitnisburð, að skilnaði, fyrir pann sturfa minn, og býst jeg við hann kannist við pað. Með pessi örfáu orð verður S. I. að láta sjer lynda, í staðinn fyrir allar löngu athuga- semdirnar hans. Jeg veit ekki til, aðjeghafi í neinu móðgað S. I, persónulega, eða sent honum nein meiðyrði, pótt við höfum, ef til vill eigi verið ætíð samdóma í sumum mál- efnum. Jeg ætla heldur ekki í petta sinn að sletta neinum persónulegheitum til hans; en ef hann á sökótt við mig, sem jeg ann- ars veit ekki von í, býst jeg við, að hann leiti laganna, og neyti rjettar síns gegn mjer. jpangað til bið jeg átekta. J>ingmúla 15. marz 1883. Páll Pálsson. Frj,ettir inn 1 en(lar. Eptirfylgjandi brjefkafli varð óvart eptir, pá skrifaðar voru upp frjettirnar úr Grímsey, sem dagsettar eru 28. febrúar p. á. og prent- aðar eru hjer á undan í nr. 13 —14. Brjefkaflinn hljóðar pannig: «J>að er nú, fátt í frjettum að segja nema heldur bágt. ísinn varð okkur til stórra meina, svo að við vorum hjer innilokaðir frá öllu bjargræði og náðum ekki til neinna manna, nema hvað Norðinenn voru að píra í okkur ögn af kartöplum og brauði, sem var í fullu verði; mest hjálpin var í pví inni- falin, að pegar norska gufuskipið kom hjer og menn fengu keypt mjölið, 12 kr. tunnuna, og pótti okkur pað gott matarkaup, pó að peir, eptir sögn, hefðu getað staðið við að láta pað með betra verði. J>eir höfðu við orð, að taka fiður af okkur, ef peir lægju lóngur, móti mjöli, en ísinn prengdi svo að peim, að peir gátu ekki legið lengur og misstum pví af peim. Heyskapurinn varð hjer með langminnsta móti og nýting paðan af verri. Skegglu-ungatekja svo að kalla engin, rjett að pað fjekkst til matar, en engu safnað til vetrarforða. Fílungsungatekja hálfu minni en í hverju löku meðalári, svo að menn eru í stærstu vandræðum með viðbit, og sumir farnir að borða alveg purrt. Eldi- viðarskortur er svo mikill, að sumir eru farnir að brenna lijöllum sínum og endast peir ekki lengi». J>að eru og sögð mikil bágindi úr Ólafs- firði fyrir bjargarskort, pannig: að á 7 bæjum sje skömmtuð ein máltíð í sólarhring. Hinar mest verðu frjettir eru, að allstaðar að er frjetta hina beztu veðuráttu, sem nú hefir verið um tíma, svo að flestar sveitir eru .. orðnar örístar; og góðar horfur á skepnuhöld- um. Hvergi er nú getið almennra veikinda og engir nýdáið, nema Jón sonur síra Jóns Sveins- sonar prests að Mælifelli í Skagaf. (4. p. n?.) og. konan Lilja Sigurðardóttir á Læk í Viðvíkur- sveit. — Taugaveikinni er nú sagt Ijett af á Grund i Eyjafirði, en aptur hennar vart á Stóru-Brekku í Möðruvallaklausturssókn og einn unglingsmaður par dáið úr henni. önd- verðíega í næstl. inarzm. liafði gufuskip komið á Borðcyri fermt matvöru, frá gjafafjelögunum erlendis. Áf pessari matvöru hafði erlendis enn verið ráðstafað 1400 sekkjum til vestur- hluta Húnavatnssýslu. — 24. f. m. liafði herra kaupmaður Jóhann Möller á Blöriduósi, komið aptur heim til sín, eptir 8 vikna tíma úr utanferð sinni. Hann hafði komið með póstskipi hingað og 3 skagfirzkir íslendingar frá Vesturheimi. — Fjöldi manna í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum hvað nu hyggja á vesturför og pað sumir efnaðir jarðeigend- ur. Góður íiskafli er nú sagður syðra og enda kring allt land pað til frjettist. — 9. p. m. kom hingað pýzk skonnorta, sem heitir «Anna Margretha» en skiparinn Oksmann, fermd salti frá Liverpool á Englandi, sem á að af- ferma hjer til Jónassens verzlunar og svo á Hofsós og Sauðárkrók. Eptir ýmsum einkennum lopts og veðurs, pykjast nolíkrir hjer nyrðra vera vissir um, að eldur sje uppi einhversstaðar í eldtjöllum syðra. — Norðanpóstur ókominu. Lýsing á óskilafje í Hólahrepp haustið 1882. 1. Svarthyrnd ær tvævetur, mark: Heilrifað biti framan fjöður apt^n hægra, stýft vinstra. 2. Hvíthyrnd gimbur veturg., mark: Hvat- rifað fjöður fr. hægra, stúfrifað gagnbitað vinstra. Brennimark: St. 3. Hvíthyrnd gimbur veturg., mark: Mið- lilutað í stúf b. apt. hægra, sneitt framan gagnbitað vinstra. 4. Hvíthyrnd gimbur veturg., mark: Hálft af apt. hægra, blaðstýft apt. vinstra. 5. Hvítur lambhrútur, mark: Stýft biti apt. hægra, gat vinstra. 6. Ilvítur lambhrútur, mark: Hvatt hang- fjöður fr. hægra. 7. Ílvít lambgimbur, mark: Stúfrifað liægra, livatt biti fr. vinstra. Sami frestur sem á peim kindum, er áður eru komnar frá mjer til ritstjóra Norðanfara. Skarðsá, 28. febrúarm. 1883. E. Gottskálksson. Eigandi og ábyrgðarm.: IJJörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.