Norðanfari


Norðanfari - 13.04.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 13.04.1883, Blaðsíða 2
liann; pekkingin fer vaxandi og verður ekki í molum. Ycgir á íslamli. Til eru æfagamlar lagaákvarðanir urn vegabætur á íslandi. Vjer finnum pær í Jónsbók, og rjettarbót Biriks konungs og víðar; fýsir petta umhyggjusemi manna á þeirri tíð, en arangurinn var allt minni, fjeð og krapt- ana vantaði til vegagjörðar. Hafa íslendingar snemma sjeð nauðsyn þessa máls, og furðar oss því stórum, hve hægt því liefir «mjakað» áleiðis, allan þann tíma, sem það heíir haft fyrir sjer. Enn hafa verið gjörðar lagaákvarðanir fyrir vegamálið, en þó nefnum vjer að eins þá síðustu og beztu 15. októb. 1875. |>ykir oss veitingarvaldið örlátt eptir efnum við fjárveitingu til veganna. Vísum vjer, þeim er ekki vita, til þess í fjárlögunum 1876 og 1877, 1880 og 1881; enn fremur má sjá þessa fjárupphæð, sem veitt heíir verið í Tímariti hins íslenzka Bókmenntafjelags 1880. Má mikið með það fje gjöra, ef því er haganlega varið. Landsjóður borgar allan kostnað við fjall- vegi, og ætlurn vjer að vera stuttorðir um þá að sinni; þeir eru fáir loknir eða merki- legir, nema í Vestur- og Suðuramtinu. |>eim er að nokkru lýst í Timaritinu 1880, en þar er að eins tilgreind lengd og lega þeirra, en hvorki hæð eða breidd, efni í þeim eða aðferð við verkið; köllum vjer það ónákvæmni; vjer sjaum lengdiua og verðupphæðina og er hvorttveggja mikið. Vjer efumst ekki um, að vegir þessir sje gjörðir með þeirri vand- virkni, sem mönnum er lagin hjer, en það vitum vjer, að margt er oss betur geíið, en starfá að fjallvegagjörðum. J>að þurfum vjer að læra hjá þeim, sem bæði hafa meira vit og reynslu við að styðjast, en vjer. Vegir á íslandi ganga undir tveim aðal- nöfnum: Fjallvegir og Byggðavegir. Byggða- vegir deilast í tvennt, hreppsvegi og sýslu- vegi. |>að gjald gengur nú til sýsluveganna, sem 18bl var ætlað að ganga skyldi tii þjóðveganna. Hreppavegir hafa sitt fje á sama hátt og áður; mega menn bæði borga það gjald í peninguin, og líka vinna af sjer; mun og sjaldnast að menn geti komizt hjá öðru hvoru, en því ver má fullyrða, að opt er unnið að hreppavegum, einungis til mála- mynda. jpeir vegir, sem svo eru gjörðir, bera þess Ijósastan vott; þeim er «hrækt» upp í mesta flýti, af þeim, sem lítið eða ekkert skynbragð bera á slíka hluti. Menn gjöra «brúarspotta»* á ári yfir keldu eða mýrar- sund, má ske 20—30 faðma á lengd og 50 til 60 þuml. á breidd; þetta og annað eins hervirki sjer maður á víð og dreif um dali og sveitir á landi hjer; er ekki dæmalaust að hryggir þessir haíi -oltið út af eptir 2 ár, eða að það sje troðið ofan úr þeim eptir 4 ár. J>etta er fyrir óvandvirkni og flýtir, þá er verkið er unnið; menn gjora það, af því ekki verður hjá því komizt, en ekki af því þeir sjái gagnið af vegum, væri þeir vel gjörðir. Hið sama er að segja um sýsluvegina, þeir eru ekki vandaðir sem skyldi; það er íenginn einhver og einhver, og fer verkið fram undir forustu hans, hvort sem hann heíir nokkurt vit á því eða ekki. |>etta er skuld þeirra, sem eiga að stjórna vegagjörðun- um, eða sjá um að þær komizt á. J>að heíir opt mátt sjá, að vegir voru *) |>að eru viða nefndar vegabrýr eða brýr. ekki orðnir svo gamlir, þá þeir voru lagðir niður, en aðrir nýir gjörðir skammt frá hinum. Yjer fórum eitt sinn yfir Skjálfanda- fljótsheiði, frá Hömrum í Reykjadal og að Fljótsbakka; þótti oss kynlegt að sjá, þegar vestur á heiðina kom. Liggur upphleyptur og allgóður vegur yfir heiðina, sem auðsjáan- lega hefir verið byrjaður að vestan og lagður austur yfir. Má og sjá, að ei hefir sami maður stjórnað verkinu til enda; austan á heiðinni koma vegamót, sem sjálfsagt hafa orsakast af meiningamun þeirra, sem stjórn- uðu verkinu. Sá, er fyrr hafði stjórnað, tók stefnu norðar, en sá síðari sunnar. Liggja því vegirnir samhliða, þó ekki «parallelt», á æði löngum spöl, unz annar þrýtur. Ætlum vjer að þar hafi farið að for- görðum, eins vors vinna, er ekki sje of metin á 200 krónur. Svipuð dæmi má fá víða, þótt þau sje í minni stíl; kemur þetta af fljótfærni þeirra, sem leggja dóminn á, og getur verið, að síð- ari ályktunin sje betri, og sje samfara vax- andi þekkingu, en þó getur það ekki verið því að þakka, þegar stutt líður á milli hverrar hugsunar og ályktunar. J>að þarf að grand- skoða allar kringumstæður, áður nýjum veg er markaður bás; hann þarf að leggjast þar, sem líklegast þykir að eptirkomendurnir vilji lialda honurn við; slíkt verður samt ekki sagt með vissu, en rannsókn og athugun leiðir til nokkurrar vissu, og pví skyldi það ætíð fast í huga manna, eða fastara en skjót- ráðnar og heimskulegar ákvarðanir; þar þurfa vegirnir líka að leggjast, sem þeir eru óhult- astir fyrir árásum náttúrunnar; það kemur mikið undir þvi; viðlialdið er jafnan dýrt, og það þolum vjer ekki fátæktar vegna. Yjer þurfum að byggja trútt í fyrstu, hyggja mest að varanleiknuaj, en vera þolinmóðir, þó ekki fáist allt upp strax og vjer hugsum það. Yjer höfum lieyrt, að J>ingmannavegur yfir Vaðlaheiði sje af lagður, en byrjað sje á öðrum nýjum; þekkjum vjer pláss það, sem honum er ætlað að liggja um, og er það fyrir margs sakir hyggilegt og hentugt, að leggja veginn svo; þá verður sleðum ekið eptir hönum á vetrardag, þá er hann er ekki auður; liann verður og ailajafna óerfiðari en sá gamli, en dýr verður liann, og traust þarf að treysta að honum, ef endast skal. — _það sanna þeir, sem lifa -svo lengi, að nýji veg- urinn tekur upp margar krónur árlega, til viðhalds sjer. þykir oss ærið ísjárvert, að afleggja þann gamla, þó hann þyrfti mikilla umbóta við. J>etta er vor meining, og bönnum vjer enguin að hafa aðra, eða hrekja þessa. Vjer verðum að minuast fá- tæktar vorrar, og «bruðla» ekki peningum fyrir skör fram*. Vegina verður að vanda í fyrstu sem unnt er; það er betra að hafa þá færri og betri. Efnið hlýtur víða að ráða, og er ekki allstaðar gott; en á mörgum stöðum baggar ekki illt efni, að vegir eru ófærir eí úrkomu sumur ganga. ]pað er því að kenna, að þeir eru kýfðir með leir og mold, er ýmist leysist upp í vatni, eða vind- urinn feykir á burt þegar þurkar ganga. |>að þarí að bera möl eða smásand á vegina, og *) jpað köllum vjer opt óþarfa, þá er ein- stöku mönnurn er veittur styrkur til ýmislegs, sem þeir gætu sjálfir risið undir, eða eru ekki verðir fyrir að þyggja; mönnum eru veitt verðlaun fyrir lítin garðstúf, ef þeir bera sig eptir þeim. Vjer viljum aftaka öll eptirlaun; pau eru óeðlileg með öllu, sem og hver annar styrkur, Lifum af voru eigin, rneira eigum vjer ekki. mundi það fljótt borga sig, þó mikið væri fyrir liaft. Á sumurn stöðum verður því ekki komið við, en mjög víða er það einskis- vert, og er þó ekki gjört. Vjer liöfum margsinnis sjeð, að vegirnir eru gjörðir á þann hátt: að tveimur þverhnausalögum er hlaðið upp á löngu svæði, síðan er fyllt á milli laganna með leir eða mold, og kýft með því sama. Já, það er ekki lengri lýs- ing; vegurinn er búinn. Svo þegar rigningar ganga, vaða hestar í «brýnnar» það sem þeir komast, og ber til að þær verða ekki farnar. Sýnist vera nauðsynlegt, að gjöra þetta traustar, bæði með því að hlaða veginn allan að innan úr góðu efni (eins góðu og fæst), og bera möl á þá það er líka tíðast að vegir eru veggbrattir að utan, og velta svo í sundur, eða barmarnir út, þegar gata er gengin í þá, þetta er helzt þá þeir eru mjóir; vegirnir þurfa að flá líkt eins og garður sem hlaðinn er fyrir vatn. «Lærið, og munuð þjer gott af hljóta*. (Aðsent). Nokkur atriði úr sögu íslands, er sýna stjórnaraðferð og af- skipti útlendra stjórnarherra Danakonungs yfir íslandi. (Niðurlag, sjá Nf. nr. 53—54. f. á.). Ifristján III. konungur sendi hingað upp trúnaðarmann sinn Iíristófer Hvítfeld frá frándheimi með tveimur herskipum 1541, til að krefja skatt af klerkum, hann ljet hand- taka Ögmund Skálholtsbyskup, er hann var í kynnisferð hjá Ásdýsi systur sinni á Hjalla í ölfusi, ginnti um leið út af byskupi jarðir lians og dýrgripi með því að heita honum frelsi, en sveik byskup um það, og flutti liann fanginn og fáklæddann til Danmerkur saina ár, áttræðan að aldri, hvar byskup dó skömmu síðar. Eins og kunnugt er, ljet Kristján skrifari (umboðsmaður Laurentius Mule, hirð- stjóra) 1549, hálshöggva Jón Arason byskup og þá syni hans Björn og Ara í Skálholti 1550, án dóms og laga, því byskup og bræður, þoldu eigi valdboð danastjórnar með hinn nýja sið, en einkanlega aðra stjórnar aðferð hennar og afskipti landsins. Árið eptir komu inn umboðsmenn kon- ungs, Christófer Trondsen af Ebeltoftog Axel Juul, þess erindis, að íiytja þá feðga utan til Danmerkur, er eigi varð af, en í staðinn ræntu þeir undir konunginn fjármun- um þeirra feðga, er var ærna fje í föstu og lausu; uin leið rupluðu þeir dómkirkjurnar á Hólum og i Skálholti, dýrustu munum og gripum þeirra, gullkaleiknum frá Skálholti, og þeiin frá Hólum er stóð 9 merkur, 1368 merkur silfurs, 84 lýbskar merkur, hálft 4. þúsund lóð silfurs og 27 merkur gulls m. fl., í fjebætur eptir Christjan skrifara, urðu marg- ir að leysa sig út með skreið og silfri. Herluff Daae höfuðsmaður (1606), sýndi ýmislegt ofríki á landi hjer, meiri hátt- ar sem minni, hann var og grunaður um, að hafa byrlað Oddi Einarssyni, byskupi, ólyfjan, í samdrykkju á Bessastöðum 1616. Galdrabrennurnar voru innleiddar hjer, um 1625, er stóðu yfir nálægt 60 árum, var margur saklaus galdri borinn og á bálið bor- inn, ásamt mörgum fornum Og góðumritum, er nú mundu þykja merkileg og til upplýs- ingar sögunni. Pros Mundt liöfuðsmaður (1633), tók undir sig allar eignir Ólafs Pjeturssouar, um- boðsmanns, svo fyrir ofríki þetta, hlaut Ólaf- ur að víkja af landi brott, til Svíþjóðar. Árið 1679, var boðið af konungi aðkalla

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.