Norðanfari


Norðanfari - 23.04.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 23.04.1883, Blaðsíða 4
— 40 — Tival, þá gæti það cins átt alla reka tiltölu í ílornseyjum, Óslandi, Hellir Mikley, Króka- látursey, Borgey og á Garðeyjareyrum og öll- um eyrum norðaustanmegin Hornaíjarðaróss. jutð væri því sterkasta hvöt til að reka rjett- ar fjóðjarðarinnar Horns og Bjarnanes presta- kalls væri rannsakaður á þessu sviði og að lögfróður maður væri skipaður til að gæta hags- muna þjóðjarðarinnar, því óviðkunnanlegt hlýt- ur það að vera fyrir umboðsmann Bjarnanes umboðs, að tvískipta þannig samvizku sinni, að gæta undir eins rjettar prestakallsins og þjóðjarðarinnar. j>ó jeg riti línur þessar út af áminnstu brjefi, þá er það engan veginnaf því að jeg álíti að prófasturinn hafi ekki und- ir eins gætt rjettar þjóðjarðarinnar sem presta- kallsins, og það hlaut hann að gjöra sem um- boðsmaður, en af því jeg hefi verið á gagn- stæðri skoðun við hann um umræddan reka- rjett, fannst mjer rjett að lýsa skoðun minni á þessu máli í blöðunum, úr því herra pró- asturinn fór að gjöra það þar að umtalsefni. Jeg vona því að hinn háttvirti ritstjóri Nf. taki línur þessar í blað sitt. Arnanesi í febrúarm. 1883. St. Eiriksson. Að j>rastastöðum á Höfðaströnd, andað- ist 7. júnimánaðar fyrra ár, tæpra 86 ára að aldri, ekkja Sigurbjörg Indriðadóttir, Jónsson- ar og Ingibjargar Helgadóttur, er þá bjuggu á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, ólst hún upp hjá foreldrum sínum, sem að 4 árum liðn- um íluttust að Leifshúsum; þaðan giptist hún 1840 Jóni Hallssyui og fóru þau lijón uin vorið vistferlum í Málmey á Skagafirði. 1844 byrjuðu þau búskap á Hólkoti í Unadal, það- an viku þau búferlum að j>rastastöðum í sötnu sókn 1855. j>eim hjónum varð 8 barna auð- ið og lifa uú einungis 3 af þeim. Mann sinn inissti hún 16. máimánaðar 1871. j>au hjón voru samvalin að dugnaði, enda græddist þeim fje, prátt íýrir alla peirra einstöku gest- risni, sem þeim var báðum svo eiginleg. Sig- urbjörg sál. var mesti kvennskörungur, ein- einarðleg hver sein í hlut átti og starfsemin óþreytandi, hún var og kona hin guðrækn- asta, sótti kirkju síua manua bezt, og ljet lest- ur guðsorðs i heimahúsum ávalt sitja í fyrir- rúmi fyrir veraldlegum störfum, böru sín ól hún upp með aga og umvöndun til Ðrottins, jafn- iramt og hún brýndi fyrir þeim yðjusemi og dugnað í stöðu sinni. j>ótt hún yrði einstæð- nígur, minnkaði ekki rausn hennar í neinu við gesti og gangandi, því lundin var höfð- ingleg, samfara hjartagæzku, svo hún mátti ekkert auint sjá, enda munu margir hjer í byggðarlagi, blessa minningu hennar. G. H. G. S. F r j e 11 i r i n n 1 e n d a r. Úr brjefi úr Axaríirði 17/3 — 1883. «Hjer í byggðarlagi ber fátt markvert til iíðinda, heilbrigði manna er ytir höfuð hin 'bezta og engir látizt. Veðuráttan á þessum 'vetri helir verið okkur lijer mjög æskileg og æ því beiri, sem lengra líður fram á, má lieita, að nú sje orðin alauð jörð, hafa menn því litið þurít að kosta fjenað sinn að heyjum, enda koin sjer það betur, því að heyíöng inanna voru bæði lítil að vöxtum og skemmd .eptir bið afárbága sumar, og jafnvel þó fleiru væri lógað í haust af fje og stórgripum, en vaualega, var almennt sett á í mestu vogun, eða rauuar með þeim ásetniugi að skera, ef ■illa færi að, eu á pvi hefirekki þurftaðlialda ,til þessa tíina, sem náttúrunnar herra sje lofaður fyrir. Gjafakorni því, sem þessum liluta sýslunnar hlotnaðist, er enn eigi búið að ákveóa, hvernig varið verði í hreppunum, og jafnvel þó engin sjerleg neyð sje hjer manna á nieðal sem stendur, þá er þó margur þurfa- lingurinn, -eru menn almennt mjög þakklátir í anda hhium veglyndu gefendum, væri líklegt að yhrsfjikn lands pessa þakkaði þeim opin- berlega fyrir höud þjóðarinnar, sýndist það ekki ótilhlýðilegt, að það yrði látið verða eitt hið fyrsta verk alþingis, og umfram allt að seiida skýrslu í útlend blöð, um árferði lijer undanfarið og afleiðingar þess, svo Guðbrandur «matarilli» og aðrir, geti sjeð, að ekki hafi geíið verið að óþörfu, jafnvel þó mannfellir væri þegar ekki byrjaður, enda hefðu gjaíir þá ekki komið að liði, hefði svo báglega að borið. þegar minnst er á þingið, kemur mjer til hugar ritgjörð, sem borizt hefir í 94. bl. Eróða þ. á., eptir herra J. Sigurðsson á Gaut- löndum, og ætlazt hann til, að tjeð ritgjörð fræði alþýðu um hin yíirgripsmiklu störf alþingis; hvað gott og nytsamlegt af því leiði og hvað ekki, einkum á seinni tíð, eða á hinu hásæla frelsistímabili Isl., sem nefnt er. þetta er líka alveg nauðsynlegt, þar eð þingtíðindin sjást aldrei fyrri en löngu á eptir tímanum þegar bezt gegnir, en hver, sem nær til að lesa þau, getur sannarlega sagt og sannað með J. S., að þingið sje í barndómi. J>að er eitt atriði í nefndri grein, sem mörgum ekki gezt að, jafnvel þó fleira má ske mætti íinna, og sem bændur hjer munu seint fallast á, nefnilega: að löggilding verzl- unarstaða, sje eitt hið óþarfasta verk alþingis. J>að gegnir allri furðu, að herra Jón skuli láta sjer þetta um munn fara, hann, jafn skynsamur maður og sómi stjettar sinnar, skuli vera á sama máli og mannfýlur þær, sem því máli eru ætíð öndverðastar, sem má ske láta auðvirðilega hagsmuna von og eigingirni mæla fyrir munn sinn, og orsaka þannig heiluin sveitum og hjeruðum alhnikið tjón. En aðdáanlegast er það, að hinir sömu menn láta svo sem sjer sje mjög annt um að efla samgöngur, bæta vegi o. s. frv., og álíta landsbúa annars heillum horfna, eins og það, að leyfa uppsiglingar, og sem þægilegust viðskipti á hentugum stöðum, lieyrði ekki undir þá grein að efla samgöngur, og það, sem um fram allt er nauðsynlegt, að Ijetta íiutninga. Mikill munur þykir nú bændum hjer, að taka nauðsynjar sínar á Iíópaskersvogi, heldur enn að sælija þær á Húsavík og Kaufarhöín á hinum dýrmæta en stutta bjargræðistima, skiptir það hundruðum króna árlegum hag, bæði beinlinis og óbeinlínis, var þó af sumum allfrækilega banzt móti þvi með hnúum og hnefum, að þar fengist verzlunarleyfi, þó hinir mættu betur, sem vel vildu. J>að mun naumast vera synd, að geta þess tií, að hnna J. myndi hafa oiðið í broddi fylkingar um að beiðast verzlunar- leyíis nær sveit sinni, ef annars nokkurt lagaleyíi hefði getað stytt leiðina fyrir Mý- vetningum, því heyrzt hefir, að þeim ætíð þætli kaupstaðarleið sín ærið löng og erfið, sein líka er. J>að væri lieldur talandi, að álíta óþarft af þinginu, að ræða þessi upp- siglingalög þing af þingi, lieldur í eitt skipti fyrir öll, að veita slíkt, hvar helzt sem vera skal, og kaupmenn og bændur koma sjer sannin um, annars virðist í því efni vera beitt ófrelsi í stað frelsis. Sumt annað af þingmálum, sýnist freinur, að gjarnau hefði mátt vera órædd, svo sem titlingalögin, sem eru jafn hlægileg og þau eru ópörf, par og óliklegt er, að nokkur fari að ofsækja aumingja snjótitlingana og þeirra líka, dæmalaust mun það vera hjer nyrðra, að það hah skeð. Sömu- leiðis virðist litill framfaravegur, að sumum ræðum þingmanna, sern ýmist eru eintómur uppjetningar og meiningarleysa, kryddaðar með smekklitlum sneiðyrðum til ýmsra þingmanna á víxl, sein líklega á að álíta snillyrði og merki göíugrar sálar, t. d, að þessi eða pessi, hafi lesið þetta eða þetta, eins og gainli karl- inn sje vanur að lesa ritninguna. Slikt er nú fremur leiðinlegt að heyra eptir þingskör- ungana okkar, og líkist það lremur baðstofu- hjali þrætugjarnra griðkvenna, sem aldrei sitja á sárshöfði, en ræðum meuntaðra manna á alþingií. Úr brjefum af Fateyjardal i þingeyjar- sýslu 24/a og SU ~ »3. Vorið næstliðna var framúrskarandi hart bæði með frost og snjókomu, einkum áfellið sem kom í 7. viku sumars, þá dreif niður fá- dæmin af snjó, svo að ekki sá nokkursstaðar á stein. Geldfje var sumstaðar komið til íjalls og var því óvíst, en ekki var hugsandi til að leita það uppi íyrir dimniu og ófærð; þegar loksins uppbirti og farið var að leita að fjenu, sem illa gekk ófærðar vegna, fannst sumt lif- audi, eu sumt dautt, og hatði það hungrað til dauðs óg sumt farið í hættur, og á einum stað hröpuðu skepnurfram af böklium. Lömb- in hrundu niður sumstaðar, svo að alveg varð lambalaust. J>á urðu menn alveg heylausir fyrir fje, svo að ekki var hægt að gefa ám meir en þriðjung, mest lielming gjafar. |>á hefði landi vor, herra Guðbranduf þurft að vera horfinn hingað til að litast um og sjá aðfarirnar, og þótt hann hefði þúrft að draga’ skíðum nokkrar bæjarleíðir var ekki eptirsjáandi. Kýr voru ekki leystar út fyrri en í 9. og 10. viku sumars, vegna gróður- leysis og kulda. Túnin voru ekki hreinsuð fyr en í 11. og 12 viku sumars, sláttur ekki byrjaður fyrri en 15 vikur af sumri, og þá kom ófögnuðurinn mikli mislingaveikin, sem bæði varð skæð og langsöm, úr henni dóu hjer 8 börn og 3 kvennmenn fullorðnir, þ. e. Vio af fólkstölunni hjer í Flateyjarsókn. Hey- afli manna varð svo lítill (hjá nokkrum inn- an við 10 hesta af útheyji), að enginn man slíkt. Af túnum fjekkst ‘/2 2/3 minna en vanalega, og náðist ekki fyrri en hralcið og skemrnt og þá illa þurrt' og skemmdist þó enn meir eptir að það var inu komið, svo töður urðu fast að bruna; þær fáu kýr sem enn lifa hafa því sýnt lítið gagn. Úthey- skapur varð svo lítill, að hanu er vart telj- andi, enda var hann sóttur til fjalls og heið- ar, því að hvergi var hægt að festa Ijá ájörð nema þnr sem var margra ára sina. Af. þessurn orsökum þurftu menn i haust að fækka svo tje, að ekki er eptir nema helfingur til 4/5 parts færra enn fyrir 2 árum, og á suin- uin bæjum ekki nema kýrnar og nokkrar ær, það fækkaði líka talsvert í fyrra haust, því að þá var lítill útheyskapur. Fiskafli kom seiutog varð því mjög lítill sumaraflinn, haustafli í ineðallagi, Ékki hvarf ísinn al- veg fyrri en i '19. víku sumars, svo eigi var furða þó kalt væri og illa viðraði hjer utan í landi. það kom hjer nokkur snjór í haust eptir göngurnar, en tók fljótt upp aptur. Vetur þessi hefir mátt heita góður og sjald- an tekið fyrir jörð, en heldur óstillt og hvass- viðrasamt. Nú er hjer kominn háfíshroði og allar lendingar fullar, en ekki sjest neitt á liafinu af honum, og eróskandi, aðekkikæmi nú meira af honuin enn komið er, því ekki eru menn lijer vel undir það búnir, að mæta köldu ísavori. Nú er eptir að geta um aum- ustu og sárustu frjettirnar úr þessu plássi, sem er skipskaðinn, sein hjer varð. Hinn 28 febrúar p. á., fór Gunnar skipstjóri Guð- mundarson frá^Vík á Flateyjardal við 5. mann í hákarlalegu, rúma mílu norður af Flatey á norskum fiskibát, og lá þann dag og nóttina fram á finnntudagsinorgun 1. dag marzm. og sást úr Flatey hvar hann lág. þann morgun geklc upp veður og fór í fjarskalegt rok, eitt liið mesta er menn muna til að hjer hafi komið. Jafnskjótt og rokið var komið, hurfu þeir sjón manna I Flatey. Hásetart ir voru: þorsteinn bróðir Gunnars og Sigurður Bjarna- son vinuumaður, báðir frá Vík. £ Jóhannesson bóndi frá Jökulsá, 6-mlionu^og 6 börnum þeirra, og Árni Indriðason, ungl- ingsmaður frá Heiðarhúsuin. Allir sem til þekkja, ^akna þessara manna. það er ekki einasta pað heimili frá hverju Guntíar sálugi var, óbætanlegur og sár missir, að sjá hon- um á bak, uf eptirlífandi foreldruin, ekkju og öllum ástvinum, heldur og öllu þessu byggð- arlagi, 1 íka voru þau hjón búin að missa fulltíða dóttur sína i haust úr mislingaveik- inni, svo að pau hafa missit 3 börn sín, vel gefin og efnileg á sama missirinu». — 1. dag aprilm. 1883, er landshöfð- ingja Hilmar Finsen veitt embætti i Kaupmannahöfn af konungi, sem nefnt er „Overpræsediet“. — 20. þ. m. kom norðanpóstur aptur hing- að sunuan. — Að kvöldi liins 22. þ. m,, höfnuðu sig hjer 2 kaupskíp, anuað til Höepfners og Gudinmns verzlananna, en hitt til Gránuverzlunarmnar á Oddeyri, og daginn eptir kom þriðja skipið, sem einnig er til Höepfners og Oudmanns verzlana öll með hlaðfermi. Fyrir nokkrum tíma er og sagt hlaðfermt skip komið á Húsavik. |J!^r’£2 sauinavjclar lítið brúkaðar, önnur stór en hin minni, eru með góðu verði til sölu hjá undirskrifuðum á Akureyri. Pjetur Sæmundsen. Eigandi og ábyrgðarm.: lijörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.