Norðanfari


Norðanfari - 13.06.1883, Blaðsíða 3

Norðanfari - 13.06.1883, Blaðsíða 3
— 59 — kristna trú með öllu í föðurlandi sínu og setja í staðinn hinn rammasta heiðindóm? Hinn frakkneslú heimspekingur August Comte (dáinn 1857), sem «Positivista»-flokkurinn hefir upptök frá, er líka frægur og merkur maður, og er kenning hans, sem Positivist- arnir fjlgja, ekki að eins andstæð kristin- dóminum, heldur og allri trú á Guð; peir neita með öllu tilveru Guðs og ódauðleik sálarinnar, en tilbiðja í pess stað anda manns- ins og ákalla hann eins og Guð á hinum einkennilegu safnaðarsamkomum sínum. — Pleiri dæmi eru ópörf. — Og getur nokkrum í alvöru dottið 1 hug, að Björnson hafi vestur f A m e r í k u að eins verið að mótmæla aðferð ríkiskirkjunnar til (?) að boða kristin- dóminn, en ekki kristindóminum sjálfum, eins og pessi «einn af lærisveinum ríkis- kirkjunnar* hugsar? Yeit hann pá ekki heldur, að í Ameríku er engin ríkiskirkja? |>egar Björnson mótmælir hinni kristilegu opinberun, bibffunni, endurlausninni o. s. frv. eru pað pá að eins mótmæli gegn «aðferð ríkiskirkjunnar* við boðun kristindómsins? — J>að er satt, að hin íslenzka kirkja vor parf endurlífgunar við, en pað er trúin en ekki vantrúin, sem getur orðið henni til endurlífgunar. Og pað er líka satt, að «páfa- dómurinn hjá oss er rammur og rikur», en hinn hættulegasti «páfadómur» hjá oss er í pví fólginn að draga rýrð á endurlausnarverkið. Seyðisfirði, 8. maí 1883. „ Jón Bjarnason. J>egar Pranco frá Köln á 13. öldinni tók upp söng með breytilegum nótnagildum og bundinn við takt, töluðu menn íremur ópægilega um pessar nýju uppgötvanir. J>eir sögðu t. d., að pessi nýja söngfræði gengi ekki út á annað en binda allt við vissan tíma, sem mundi með öllu eyðileggja peirra gamla alvarlega og ófjölbrotna söng, par sem pessir «semibrevisar»* og «minimur»** gjörðu ekki annað en stykkja sundur sönginn o. s. frv. Bkki leið pó á löngu áður en pessi nýja nótnaskript útbreiddist — einnig um önnur lönd — og befir henni verið haldið við og hún endurbætt til pessa. Á ekki ólíku stigi stöndum vjer pví miður of margir íslendingar enn í dag, að pví er skoðun snertir á söng, nýjum söng, og ekki sizt á kirkjusöng. J>að hefir ekki haft litlum andmælum að mæta á síðustu árum, að fá t. d. smáorgön í kirkjur og koma á fóf pessum svo kallaða nýja söng. í>að er pvi ekki að undra, pótt söngur sje enn mjög afskræmislegur víða í kirkjum, og gætir pess ekki minnst á vesturlandi. Vjer erum ekki enn pá búnir að sleppa 13. aldar skoðunum; ekki t. d. pegar menn segja, «að pessi nýji söngur sje pvilíkt hopp, að pað sje ekki hægt að skilja, hvað farið er með». Menn hugsa ekki til pess, hvað ógreinilegur gamli söngurinn er, pegar t. d. forsöngvarinn tj'rjar hvert vísuorð löngu áður, en söfnuð- urinn er búinn með næsta vísuorð á undan, svo allt verður ein iða. J>að virðist eigi vera skiljanlegra. Eða pegar menn segja, að pessi harmonium gjöri ekki annað en trufla söng- inn, svo enginn geti heyrt hvað farið er með. Bn menn gæta ekki að pví, að organið er ekki ætlað til annars en leiða sönginn, og er pví ekki, óeðlilegt pó eigi heyrist hvað farið er með, pegar. organið er ef til vill stundum nálega eitt, sem heldur laginu uppi. jjag parf meira en organið tómt; pað parf að syngja lfka. — Mjer finnst nú undir öllum kringumstæðum fallegra, að sem flestir hafi Nóta, sem gildir eins og heilnóta. **) Nóta, sexn gifdir eins og hálfnóta. bók með sjer í kirkju og annaðhvort syngi eða fylgi með sálminum pegar sungið er. — J>að á sjer óvíða stað, par sem smáorgön eru, að menn hugsi um sönginn nema kann ske sá, sem leikur á organið, sem hefir pá vana- lega lítil eða engin laun fyrir starfa sinn, og er pess utan einhverjum háður, svo hann hefir naumlega tima til að æfa sjálfan sig* undir messu, og pá ekki söngfólk líka. J>á tekur nú út yfir, pegar menn hafa verið svo frá- leitir organsleik, að peir hafa hætt að fara í kirkju pess vegna. |>að er ekki að furða pó sönglistin hafi átt erfitt uppdráttar hjá oss, og hefði hún pó sjálfsagt rutt sjer til rúms strax með lútersku trúnni, hefði fienni pá verið gefið rúm, par sem Lúter hefir víst ekki hugsað einungis um að lagfæra guðfræð- ina, heldur og pau vísindi, er .voruhenni ná- skyldust, og má sjá að Lúter hefir talið sönglistina skylda guðfræðinni, par sem hann fer pessum orðum um hana: «Ein hin fegursta og ágætasta gjöf Guðs er Musica (sönglistin). Djöfullinn stenzt liana ekki, par sem hún rekur á burt margar freistingar og illar hugsanir. Sönglistin er ein af hinum beztu listum. — Nóturnar gjöra textann lifandi. — Hún lirekur burt sorgina, eins og sjá má af sögu Sáls. Sönglistin fræðir og agar og gjörir menn hógværari, blíðlyndari, siðsamari og skynsamari. Jeg hefi jafnan unnt söng- listinni. Menn verða að álíta sönglistina nauðsynlega námsgrein í skólunum; sá sem kann pessa list honum er vel farið, hann er hæfur til alls. Skólakennari verður að kunna að syngja, annars geðjast mjer ekki að honum. Jeg vildi ekki sleppa minni litlu kunnáttu í söng fyrir neitt. Menn ættu jafnan að venja æskulýðinn við pessa list, pví hún gjörir menn lipra og fjölhæfa». |>á er oss Islendingum ekki um pað gefið, að söngur fyrir borgun eigi sjer stað í kirkjum utan messu (konsert). Menn liafa kallað pað óguðlegt, að verða að kaupa sig inn í kirkjuna til að hlýða á sönginn, en gæta ekki að pví, að rúmið í kirkjunni er sjálft selt, og að söngfólk hefir eytt bæði niiklum tíma og peningum til að læra pað, eða að pað sje gjört í einhverju sjerstöku augna- miði, «svo sem styrkja að pví, að fá organ í kirkjur eða skóla, styrkja söngfjelög eða annað pví um líkt». Já, pað hefir enda kveðið svo að 1 pau fáu skipti, sem opinber söngur hefir verið haldinn í kirkjum, að menn háfa haft á orði, að ráðast á dyravörðinn, sem hefur átt að taka á móti bílætum peirra fáu, sem polað bafa pessa «óhæfu». En út yfir tekur pegar menn, sem hafa verið erlendis og keypt sjer par inngöngumiða að kirkjusöngum fyrir má ske 2—4 krónur, hafa andæft á móti pví, að pess konar söngur kæmist á á íslandi eða hann væri sóttur; pað styðst við eitthvað annað en sanngirni. J>að er ekki undarlegt, pó Lúters skoðun á söng hafi ekki náð heim. á ísland, pegar pannig hafa verið kæfðar niður pær tilraunir, sem gjörðar hafa verið. |>að væri óskandi, að skoðun vor á sönglistinni yrði meiri með tímanum, — að menn vildi styðja kirkjusönginn og að pví, að fá orgön, — að menn væri ekki of heimtufrekir við nemendur, að læra að leika á svo stuttum tíma eins og enn er gjört, pví pað er til að eyðileggja söngframfarir, að menn hugsi um að kenna sem bezt söng í skólum og álíti söngkennsl- una ekki eintómt hjáverk, — að menn fáivilja á, að borga kennnslu í söng og organleik, en hafi jafnframt eptirlit á, að pað sje sem bezt *) Jeg segi svo, pví menn eru fáir svo æfðir hjer á landi, að peir leiki livert lag óæft, parsem beir læra vanalega að eins einn vetur, sem er allt of lítið. af hendi leyst. Án pessa kemst söngur aldrei í gott horf. Stafni, 14. maí 1883. Veturliði. F r j e 11 i r i n n 1 e n d a r. Úr brjefi úr Patreksfirði s/4 — 83. «Haustið var ágætt hjer um sveitir. — Yeturinn hefir og yfir höfuð verið hinn bezti. Eram að nýári voru stöðugar eyður og góð- viðri, en töluverð frost fyrir jólin, og voru svellalög komin ein hin mestu um pað leyti. Hin nýárið dyngdi niður mjög miklum snjó, en hann tók upp aptur um prettándann. Svo var nokkuð umhleypingasöm veðurátta, en alltaf hagar góðir fram að góu; pá kom illviðravika, fyrsta vikan af góunni, og voru pá stöðugar fannkomur og byljir daglega. J>ann snjó tók aptur upp í annari viku góu, og voru pá viku mjög miklir stormar og rigningar á degi hverjum. Erá pví í miðgóu og fram á páskadag eða um 3 vikna tíma voru stöðug logn og blíðviðri hin mestu, og ýmist nokkur hiti eða lítill kuldi. En á páska- dagskveld fór að kalda af norðri og veður að kólna; á priðja í páskum tók og að snjóa og vindur að hvessa, og föstudaginn og laugar- daginn var fannkoma mikil; pá daga rak hafíshroða hjer inn á fjörð og jaka á land upp. í gær og í dag er sunnanátt og snjó- inn aptur að leysa, svo hagar eru enn góðir og að kalla auð jörð í byggð. Frostið varð einna liarðast, sem pað liefir orðið í vetur, í pessum norðangarði, eða hæðst um 12° R. — ísinn hefir pegar rekið út úr firðinum aptur í sunnanáttinni í gær og i dag. Af aflabrögðum er hjer ætíð lítið að segja yfir veturinn. Nokkrir hafa leitað há- karls á opnum skjpum, og öfluðu peir í bezta lagi, enda gaf líka mjög vel, að reyna pað síðari | hluta góunnar í b]íðviðrunum miklu, er pá vorg. J>ilskip eru fá komin út; en pau, sgm á flot eru komin hafa nú breppt slæm veður í næstl. viku. J>au eru enn ekki kominn aptur úr sinni j fyrstu fiskiför, og veit maður pví eigi, hvernig ; peim lieflr gengið. Skepnuhöld hafa v.erið góð. Heilsufar fólks hefir i vetur yfir höfuð verið í lakasta lagi. Ýmsir kvillar, afleið- ingar mislingaveikinnar, að líkindum, hafa heimsótt marga. Barnaveiki hefir stungið sjer niður, og úr henni dáið víst 3 börn hjer í sveit. Mjög slæmt kvef er nú almennt að ganga hjer, — Likt heilsufar eða verra var sagt í Bolungaryík við Isafjarðardjúp nýlega. 8. des. f. á. andaðist Benedikt prestur J>órðarson í Selárdal, maður á níræðisaldri; vígðist að Snæfjöllum við ísafjarðardjúp; var síðan prestur að Brjámslæk á Barðaströnd, og síðast í Selárdal; en hafði sagt af sjer prestembætti fyrir nokkrum árum. Hann var sálmaskáld; tápmaður og fjörmaður mikill, og starfsamur alla æfi; byrjaði bláfátækur búskap, en græddist allvel fje, og var orðinn efnamaður á síðari árum. Hann var hinn við- felldnasti í viðinóti og skemmtinn í viðræðum. — Hann lifa 2 íullorðnir synir; sjera Lárus, prestur í Selárdal, og Stefán, snikkari í Tálkna- firði; kona hans er og enn á lífi. Úr brjefi úr Keyðarfirði 21/^ _ 83. Með nýungum má telja pað, að söfnuð- urinn í Valpjófsstaða sókn hefur nýlega tekið sig upp á móti presti sínum sjera Lárusi prófasti Halldórssyni á Valpjófsstað, út af pví að hann hefur lagt niður að fara fyrir altarið, pegar hann messar og ekki í messu- klæði, og hefur farið hempulaus að heiman til að skýra börn m. fl. Margir af bændum j sögðu prófasti pað á kirkjufundi, að ef hann

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.