Norðanfari


Norðanfari - 07.07.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 07.07.1883, Blaðsíða 2
— 66 — jeg að benda mðnnum á, að ef einhver skyldi vilja nema j)á íþrótt, að rita meiðandi orð og ieggja síðan munnlega allt aðra merkingu í ■þau en orðin sjálf bera með sjer, þá væri houum ráðlegast að snúa sjer til hins gamla oddvita í Fljótsdal og fá sjer sess við fætur hans. Mætti þá svo fara, að liann um leið lærði af honum ýmsar aðrar þarflegar íþróttir; því að gamli oddvitinn er maður fjölhæfur, eins og að líkindum lætur um þann mann, sem i umburðarbrjefi til Fljótsdælinga, ekki meiri eptirbátar en peir eru taldir, liefir sagt nokkurnveginn með berum orðum: «Verið mínir eptirbreytendur». III. Tveim dögum eptir að jeg liafði fengið kærubrjefið, reið jeg af stað, til að hitta þá, er undir höfðu skrifað, á heimilum þeirra, og fá vissu um, hvort þeir liefðu með frjálsum viija og fullri umhugsun ritað eða látið rita nöfn sín undir brjefið; hafði jeg tekið saman varnarbrjef, er jeg hafði með mjer og Jas upp þar jeg kom, og fer það orðrjett hjer eptir: «Margir af mínum kæru sveitungum og sóknarmönnum hafa nýlega sent mjer skjal eitt með undirskrifuðum nöfnum sínum, þarsem lýster óánægju ineð mig sem prest í nokkrum greinum, og mjer að niðurlagi er hótað kæru fyrir kirkjustjórn landsins, ef jeg taki eigi þessa þríliðuðu áskorun til greina svo fljótt sem mjer sje unnt: 1., að rækja betur barnaspurningar og liúsvitjanir en að undanförnu og sem næst því er lög ákveða, 2., að leggja niður upptekna nýbreytni í messugjörðinni og íylgja i henni fornri löghelgaðri landsvenju, 3., að gegna skyldu minni í að sjá um, að lögunum um skipun sóknar- nefnda og hjeraðsnefuda sje fram fylgt í söfnuði vorum. Jeg verð fyrst með sorg og gremju að taka það fram, að mjer þykir aðferð minná kæru sóknarmanna, þeirra er hjer hafa ritað undir, mjög meiðandi fyrir mig, og jeg ætla að hún muni vera fálieyrð. — Ef þessir menn, sem hjer liafa sett nöfn sín undir, hefðu nokkurn tíma áður með einu orði látið í ljósi við mig, að þeir væru óánægðir með prests- þjónustu mína, og skorað á mig að umbæta hana, en jeg hefði enga umbót á gjört, þá fyrst hefði verið tilefni til að lióta mjer kæru fyrir kirkjustjórn landsins; ef þeir liefðu áður sent einhverja úr sínum flokki, til að segja mjer munnlega frá óánægju safnaðarins, og jeg hefði ekki tekið það til greina; ef þeir hefði skorað á mig að halda safnaðarfund, og borið mjer þar á brýn það sem þeim þykir áfátt við prestsþjónustu mína, en jeg liaft í frammi ill svör og enga umbót vifjað á gjöra, þá hefði verið tilefni til að kæra mig fyrir kirkjustjórninni. En svona þegjandi, í pukri, með öllu á bak við mig, að hafa samtök um að skrifa mjer ónotabrjef og hóta mjer kæru, — þjer sjáið það sjálfir, og það mun hver sá sjá, sem hefir almenna greind til að bera, að slíkt er ekki drengileg aðferð, og sízt aðferð þess safnaðar, sem vill lifa í góðri og kristi- legri sambúð og samvinnu við prest sinn. — En það er nú komið sem komið er; þeir sem ráðið hafa þessari aðferð, þeir verða nú að lialda vörn uppi fyrir henni gagnvart dómi safnaðarins í Ixeild sinni, gagnvart dómi óvilhallra manna útífrá, og, að jeg ætla, einnig gagnvart dómi sinnar eigin dreng- slcapar meðvitundar, þeirrar meðvitundar, sem ávallt heíir verið svo rík að fornu og nýju hjá þjóð vorri, og sem jeg vona að aldrei hverfi úr þessu hyggðarlagi, hvað sem þessu máli líður. En jeg verð að taka því, sem að höndum ber, og skal þá nú fara nokkrum orðum um sakargiptir þær, sem á mig eru bornar. Brjefið byrjar á að tala urn, að hinu kirkjulega trúarlífi í söfnuði mínum hafi smátt og smátt farið hnignandi i þau 6 ár, sem jeg hefi verið prestur hjer. J>etta á náttúr- lega að vera mjer, og mjer einum að lcenna; en má jeg spyrja: hefir söfnuðurinn enga skvldu á að hakla við hjá sjer kirkjulegu trúarlífi og efla það? er það presturinn einn, sem á að gjöra það? og, ef hnignun hefir átt sjer stað, getur hún þá ekki eins vel verið að nokkru feyti söfnuðinum að kenna, eins og eingöngu prestinum? Að öðru leyti neita jeg því, að kirkjulegt trúarlíf í þessum söfn- uði, þó bágt kunni að vera, sje lakara heldur en í öðrum söfnuðum hjer á hjeraðinu; jeg er svo heppinn að. jeg hef í höndum skýrslur um messugjörðir fyrir umliðið ár frá öílum prestum i prófastsdæminu, og liafa samkvæmt þeim í engri kirkju verið haldnar fleiri guðs- þjónustur en í Yalþjófsstaðarkirkju, nema einungis í Hofskirkju í Yopnafirði, þar sem söfnuðurinn er nálega þrefalt fólksfleiri en hjer; af þessu má því sjá, að ef kirkjulegt trúarlíf er metið eptir því, hve margar guðs- þjónustur eru haldnar í hverri kirkjusókn, eins og virðist vera gjört i brjefinu til mín, þá stendur það í þessum söfnuði jafnfætis liinu kirkjulega trúarlífi í þeim söfnuðum prófastsdæmisins, þar sem það er bezt, að þessum eina söfnuði undanskildum, og skír- skota jeg til allra, er til þekkja, hvort svo muni hafa verið áður en jeg kom hingað. Jeg var ekki kunnugur hjer áður; en úr brjefi frá merkum manni, sem bjer var gagn- kunnugur, liafði jeg heyrt, að kirkjulegt trúar- líf væri einmitt í þessum söfnuði mjög dauft. Jeg skal fúslega kannast við, að jeg er ekki svo fullkominn prestur sem jeg vildi óska, og skal enginn finna glöggara eða vera fúsari að játa veikleika sinn í því efni; en að láta mig einan bera ábyrgð fyrir eflingu, viðhaldi eða hnignun kirkjulegs trúarlífs í lieilum söfnuði, það ímynda jeg mjer að allir sjái að ekki er rjett nje sanngjarnt. |>á kemur þessi eptirtektaverða ogþýðing- armikla setning: «og sambandið milli vor og > yðar í stað þess að verða æ nánara og betra eptir því sem samvinnan milli vor og yðar yrði lengri — stöðugt orðið fjarlægara og afskiptaminna, og lineigst í þá átt, er sízt skyldi vera millum prests og safnaðar». Hjer er þung sakargipt borin á mig, og er von að þeim, er rita undir brjefið, þyki þetta sorg- legt; en mjer þykir sorglegt, að nokkur úr söfnuði mínurn skuli hafa getað leiðst til að ljá nafn sitt undir aðra eins setningu eins og þessa. Er það þá í raun og veru meining allra þeirra, er undir hafa skrifað, að sam- bandinu milli mín og safnaðarins hafi farið aptur ? hef jeg með umgengni minni æ meira og meira hrundið söfnuðinum frá mjer? þá . verð jeg að segja, að mjer liefir einmitt fundizt hið gagnstæða: mjer hefir íundizt samband mitt og safnaðarins fremur verða nánara og eðlilegra eptir því sem tíminn hefir liðið, og hefir það livað mig snertir komið af því, að velvildartilfinningar mínar til safnaðarins hafa farið vaxandi en ekki minnkandi. Jeg segi það eins og er, að I mjer er vel til safnaðar míns, og jeg hef haft svo gott traust á söfnuðinum, að jeg liefði aldrei trúað að jeg mundi eins ,sárt leikinn af lionum, eins og nú er fram komið. Hef jeg þá verið svo ógæfusamur að geta engar velvildartilfinningar vakið hjá sóknarmönnum mínum? hefir þvert á rnóti samvera vor getað vakið og alið kala til mín í söfnuðinum? lief jeg þá umgengizt alla þá, er hjer hafa skrifað undir, þannig að jeg eigi skilið að fá frá þeim öllum í sameiningu vitnisburð þann, er brjef þeirra ber mjer? eða hafa allir þessir í liugsunarleysi ritað nöfn sín undir þessa grein? eða legg jeg aðra og verri þýðingu í orð þessi, heldur en í þeim felst? Nei, jeg get fullvissað yður um, að ef brjef þetta kemst fyrir almennings sjónir í tímaritum vorum, þá mun enginn maður á öllu íslandi skilja hin tilvitnuðu orð öðruvísi en jeg hef skilið þau, og þá — gætið þess vel, mínir kæru sóknarmenn, þá hafið þjer orðið til þess að kasta, að jeg held óverðskuldað, skít á mannorð mitt, sem var óflekkað áður en jeg kom liingað; og það verður þá ekki yðar dyggð, þó jeg kunni að geta þvegið skítinn af mjer, eða sannfært alla alþýðu manna um, að mjer liafi hjer verið gjört rangt til. Áður en jeg tek fyrir niðurlagsatriðin í brjefinu, get jeg eigi annað en lýst sorg minni yfir því, að athafnir mínar skuli af mínum eigin sveitungum vera lagðar eins illa út, eins og tvívegis er gjört í brjefinu, fyrst þar sern talað er um nýbreytni rnína í guðsþjónustunni, og í annan stað þar sem talað er um, að jeg hjelt eigi safnaðarfund í sumar; jeg ætla eigi að fara neinuni' orðurn um hið fyrra atriði, en einungis drepa á hið síðara; þar er mjer borið á brýn, að jeg hafi viljað fyrirmuna söfnuðinum að neyta rjettar þess, sem safnaðarlögin ákveða honum. pað er nú fyrst, að söfnuðinum er ekki fyrir- munaður neinn rjettur, þó eigi liafi kosin verið ný sóknarnefnd eða safnaðarfulltrúi, með því það er vitaskuld, að hin siðasta kosning gildir, þar til ný kosning fer fram, eins þótt liún dragist frain yfir ákveðinn tíma; og 5 öðru lagi, þá hef jeg alls eigi haldið í neinni launung orsök þeirri, sem kom mjer til að halda eigi saínaðarfund og eigi hjeraðsfund á siðastliðnn sumri; en or- sökin var sú, að jeg vildi gjöra allt sem í mínu valdi stóð, til að verja sveit vora fyrir mislingutium, og veit jeg ekki betur en að sú viðleitni mín hafi verið samkvæm yðar vilja og viðleitni, mínir heiðruðu sveitungar; og ineð drottins hjálp tókst oss að verjast, þótt hurð skylli liælum nærri. Jeg get urn leið látið úttalað um hið þriðja niðurlagsatriði brjefsins, því að enginn er svo blindur, að hann sjái eigi, að þótt jeg eitt sumar hafi fellt undan að halda safnaðarfund, segjum af of mikilli umhyggju fyrir að sveitin fengi ekki mislinga, þá er það í sannleika eigi ástæða fyrir sveitunga mína til að rísa upp og hóta mjer kæru, ef jeg eigi gæti skyldu minnar í þessu efni, og allra sízt þar sem engin manns- sál varð til að minnast á þetta á þeim tíma, er fundurinn liefði átt að haldast, og eigi fyr en fullum 8 mánuðum síðar. Annað niðurlagsatriðið, um breytinguna á guðsþjónustunni, ætla jeg eigi að tala um að sinni annað en það eitt, að það er full og föst sannfæring mín, byggð á rannsókn guðsorðs og játningarriti kirkju vorrar, að það fyrirkomulag, sem jeg hef tekið upp, sje í sannleika samkvæmara anda kristindómsins og leiðbeiningum þeim, sem heilög ritning geíur í þessu efni, heldur en hið venjulega fyrirkomulag. En þetta efni er svo um- fangsmikið, að jeg vil geyma mjer að útlista það frekara; enda er það með öllu óskylt hinum öðrum sakargiptum brjefsins. Jeg á þá ekki eptir að tala um annað en liið fyrsta niðurlagsatriði, að jeg ræki betur barnaspurniugar og húsvitjanir eu að undanförnu og sem næst því er lög ákveða.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.