Norðanfari


Norðanfari - 07.07.1883, Blaðsíða 3

Norðanfari - 07.07.1883, Blaðsíða 3
Jeg skal kannast við pað, að jeg lief ekld lmsvitjað eins og lög ákveða, nje gjört hús- vitjanir eins opt og lög ákveða; en á hverju ári mun jeg pó hafa húsvitjað nokkuð, pað er að segja komið á bæi, látið börn lesa, grennslast eptir kunnáttu peirra í kristnum fræðum og litið eptir skript peirra og reikn- ingi. — J>að er kunnugra en frá purfi að segja, að húsvitjanir eru nú víða hvar um land pví nær alveg niðurlagðar, og mun pað flestum skynsömum mönnum pykja eðlilegt, pegar litið er á hinn mikla mun á menntunar- stigi alpýðu nú og pá er löggjöfin um húsvitj- anir var gefin út 27. maí 1746. Að heimta að svo gamalli og svo úreltri löggjöf sje framfyigt stranglega í öllum greinum, pað gjörir varla nokkur söfnuður, nema annaðhvort búi ein- hver kali til prestsins hjá mönnum eða æs- ingar komi til; en allra sizt hafði söfnuðurinn ástæðu til að hóta mjer kæru fyrir vanrækzlu á liúsvitjunum nú, par sem jeg í haust hús- vitjaði alla sóknina og ljet í Ijósi að jeg mundi aptur húsvitja í vetur á útmánuðum. |>að eru pá fornar sakir, sem á að rifja upp, og getur pað alls eigi skilizt öðruvísi en að ein- liver óvildarhugur búi undir, ef jeg skal kærður fyrir skort á húsvitjunum, hin fyrri árin, eptir að jeg er farinn að húsvitja reglu- iega. J>á kemur að síðustu umkvörtunin um, að jeg haíi stundað og stundi illa barnaupp- fræðingu. J>að er umkvörtun, sem mjer kom með öllu á óvart, pví að jeg veit pað fyrir Guði Og sarnvizku minni, að einmitt upp- fræðing æskulýðsins er verk, sem jeg hef bæði haft unun af að vinna, og einnig gjört mjer mikið far um að vinna vel; og mjer er óhætt að skjóta máli mínu frá hinum fullorðna lýð, sem jafnvel liefir eigi viljað vera við, pá er jeg hefi spurt börn í kirkj- unni, til hinna saklausu ungmenna, sem jeg hef búið undir fermingu, hvort pau hafi ekki orðið vör við áhuga hjá mjer í pessu efni. I pessari grein skil jeg ekki, hvernig söfn- uður minn getur lieimtað meira af mjer, en jeg lief gjört, p. e. lögunum samkvæmt. Löggjöfin um barnaspurningar 29. maí 1744 4. gr. segir svo fyrir, að spyrja skuli börn á hverjum sunnudegi, pegar messað sje og presturinn hafi engin lögleg forföll. Árið sem leið liefði pað verið tólf sinnum, pegar jeg reikna frá fermingardaginn sjálfan og páskahátíðina; en með að spyrja börnin tólf tfinnum hefði jeg víst eigi komizt tvisvar yfir annan barnalærdóminn og einu sinni yfir hinn, með tvílesnum lielztu köflum hans, og auk þess yfir meiri lilutann af guðspjöll- unum eptir Matteus og Lúkas. Og pó söfn- uðurinn viti ef til vill ekki að jeg komst yfir þetta, af pví að liann fullnægði eigi skyldu sinni að vera við, meðan spurt væri, heldur stundum sendi börnin ein til kirkjunnar, en stundum gengu allir út, pegar átti að fara að spyrja börnin, pá er petta þó satt, og munu börnin eigi bera á móti því. Sú regla, sem víðast rnun vera við barnaspurningar, er, að börnin eru spurð að eins frá byrjun 7 vikna föstu þangað til pau eru fermd; en jeg hef ávallt, nema í vetur, byrjað upp úr nýári, og spurt öll fiörn; sem menn hafa viljað láta til mín ganga, fram að páskum, en eptir páska hef jeg lialdið eptir að eins fermingarbörnunum, og spurt þau stundum tvisvar og stundum prisvar í viku. jeg fief ekki meira að segja um petta mál; en jeg ítreka það enn, svo sem frammi fyrir augliti Guðs, að jeg lief haft og hef einlægan áhuga einmitt á að uppfræða blessuð börnin, og jeg vitna pað enn til barnanna, hvort að pau hafi ckki orðið pess vör. Eptir að jeg nú pannig hef staðið sem sakborinn maður frammi fyrir yður, mínir kæru sóknarmenn, og leitast við að bera hönd fyrir böfuð mjer, pá vona jeg' pjer sjáið enga ástæðu til, að lialda við kvörtun yðar og kæruhótun að pví er snertir barna- spurningar, húsvitjanir og sóknarnefndakosn- inguna; og með pví pjer hafið opinberlega borið á mig sakargiptir í þessum greinum, pá er pað einnig skylda yðar að taka þær opinberlega aptur. Sömuleiðis verð jeg að áskilja, að þjer skrifið undir grein þess efnis, að hnignun hins kirkjulega trúarlífs, ef hún er nokkur, sje eklci fremur mjer að kenna en söfnuðinum; og að pví er snertir sambandið milli mín sem prests og yðar sem safnaðar, verð jeg að áskilja, að ef yður finnst pað í raun og veru hafa farið versnandi, sem jeg get alls eigi skilið að yður finnist, pá sje pað einnig tekið fram, að sökin sje ekki eingöngu á mína hlið. Svo er ekki eptir nema aðalmálið, nl. um breyting guðspjónustunnar. Jeg hafði ímyndað mjer, að söfnuðurinn mundi með þegjandi sampykki (eins og hann hefir gjört) leyfa mjer að hafa guðspjónustur án altaris- pjónustu nokkurn tíma, og að hugir manna mundu svo smám saman hnegjast að hinni einu skynsamlegu skipun opinberrar guðs- pjónustu meðal kristinna manna, sem er í sannleika sú, að setja engar mannasetningar og ceremoniur jafnfætis Guðs heilaga orði og útlistun pess í prjedikuninni, sem er Jesú Krists eigin tilskipun. Nú vil jeg enn ekki vera vonlaus um, að mál mitt fái framgang, en pó pví að eins í þessum söfnuði, að hann sætti sig við pað; pví vil jeg nú biðja mína kæru sóknarmenn, að láta petta mál kyrt liggja um stund, þangað til svar kemur frá byskupi upp á brjef, sem jeg skrifaði honum, og lielzt pangað til jeg get borið mál þetta upp á hjeraðsfundi. Ef söfnuðurinn vitl ekki verða við pessari bón minni, þá verð jeg að líta svo á, sem bann vilji bola mjer burtu; og verð jeg pá náttúrlega að fara; já, meira að segja, skal glaður fara». (Framhald). Jeg hefi nú talað við alpingismenn Eyjafjarðarsýslu, sjera Arnljót Ólafsson og Einar Ásmundsson. J>ótti peim báðum bænd- ur dulir, að segja skoðanir sínar í blöðunum um pingmál. Menn ættu að athuga pað nauðsynlegt, að brúka tímann til pess sem annars, par timinn er sa dýrmætasti fjár- sjóður. Yelferðin er komin undir pví, að tíminn sje brúkaður sem bezt. J>ar skyn- semin ber nafn sitt af að skynja, á maðurinn að brúka hana til rjettrar yfirvegunar; velja pað lijálpsamlega, en hafna pví saknæma. Jeg ætla að byrja á ábúðarskattinum, og sýna fram á með ljósu dæmi, hve órjett- látur hann er. Hann var lagður á með sömu ástæðu og atvinnuskattur væri lagður á iðn- aðarmanninn, og annar skattur lagður svo á smíðatól hans. En allir heilvita menn geta sjeð, að slíkt er ranglátt mjög. Jeg skal nefna annað dæmi, mönnum til gamans. J>að hefði ekki verið eins rangt, að leggja skatt á bóndann fyrir konu hans, pví hún er eign hans. J>ó kirkjueignir og pjóðeignir sje minni en bændaeignir, verða pó fiestir leiguliðar, vegna pess, að ríkismenn í fiestum sveitum eiga svo margar jarðir. J>að er rang- látt að leggja á nokkurn mann skatt til landssjóðs af pví, sem alls ekki er eign hans. j?að var ekki vel til fallið, pegar jarða- matið var samið fyrir meir en 20 árum, að I færa upp að hundraðatali margar jarðir sein gjört var, eptir því sem landið genguraf sjer; víða af áföllum náttúrunnar. J>að mun víðast, að beztu jarðir bera ekki lausafjárhundrað á hverju fasteignarhundraði. Gjalda pá bænd- ur rjett út í bláinn, eða er gengið að peim sofandi og peningar teknir úr vösum peirra. Ábúðarskatturinn er pað ranglátasta í skattalögunum; par lagt er á lausafjeð, verður skatturinn tvöfaldaður. J>arf hann pví að verða felldur úr peim í sumar á pingi. J>að hefði mátt gjöra bændum Ijett fyrir, hefði verið rjett að farið, pegar skattatilhögunin var stofnuð síðast, eptir því sem fjölgað var tekju- greinunum á tekjustofnana. Hefðu ekki fram- sögumenn launahækkunarinnar gefið sig fram, með óþekkjanlegum andarröddum, krýndum jarðneskum munaði, og bændur pá á þingi eins og kind, sem liggur bundin undir hönd pess, sem rýir hana. Líka pykir, að fram- sögumenn hafi eigi áunnið yfirvaldsmönnum mikinn heiður, pví þeir hafi gjört, að peir væru eins og sauður sá, sem jetur af sjálfum sjer ullina. Jeg gjöri nú ráð fyrir, að sumir ping- menn segi í sumar á pingi; Ekki má fella úr gildi ábúðarskattinn, landssjóðurinn tapar of miklu par við. J>ar við bætist ogskepnu- fækkun meiri og minni yfir land allt. Jeg segi jú, ábúðarskatturinn á að af nemast, án nokkurrar nýrrar álögu. Bændur hafa petta ár tapað gjaldþoli, en landssjóðurinn fær aptur upp í skarðið í flestum árum af síldarveiði útlendra manna, sem ekki var til muna til komið, þegar skattalögin voru samin. En bezta ráðið er, að fara sparara með fje landsins, en að undanförnu hefir viðgengizt. J>að væri vissara fyrir þingmenn sem fleiri, að hyggja fram á ófarna tímann, áður enn lilaupin er sú gata, sem til glötunar leiðir; peir eiga að athuga, að á næstliðnum árum, hefir flestum bænduin hnignað- með efnahag og öreigar fjölgað. J>að er næst að minnast á, að í Eyjafjarðar- sýslu hefði í fyrra vor fiestir liðið hungurs- neyð, ef sá algóði faðir hefði ekki lagt það til, að eitt vöruskip kom snemma að Akur- eyri, og hvali rak. En orð lá á, að menn liefðu haft beztu heill af peim hvölum, sem heiðursbóndanum Friðriki Jónssyni á Ytri- Bakka sendust. Hann hefir öðlast af náð, að brúka Guðs gjöf öðrum til hjálpar, og sjálfum sjer til heiðurs og blessunar. > |>að var viðurhlutamikið að menn, er voru Islendingar, skyldu votta svo veru sína, að telja kærleiksauðgum mannvinum trú um, að landar þeirra eptir pær plágur, er margir liðu á næstliðnu sumri, þyrftu ekki gjafa við. Svo máttuþeir vera kunnugir örbyrgð margra; og ekki skyldi nokkur bera gott traust til peirra manna, hvoft þeir eru fjær eða nær, er svo koma fram; pótt jeg lialdi að peir hafi meir gjört pað af ráðleysi, en varmennsku og stórmennsku. En miklar pakkir eiga peir göfuglyndu höfðingjar skilið, sem gáfu, og ekki sízt hvatamaðurinn, meistari Eiríkur Magnússon. Margir tala um að seldar sje pjóðjarðir, fremur en tíðkast hefir, og er pað vel til fallið, að góðir ábúendur fái keyptar ábýlis- jarðir sínar. En að selja allar opinberar eignir, sem sumir vilja, álít jeg ekki farsælt. Bæði yrði hætt við, að ekki verði farið nógu sparlega með andvirðið; og í öðru lagi, mundu sumir bændur ekki geta borgað, fjellu svo jarðirnar undir einn mann í hreppnum. J>að er ætíð óhollt sveitarvelmegun, að einn maður eigi margar jarðir l sama sveitarfjelagi, pær eru tíðast ver leigðar, eii hinar áður nefndu. Mjög væri nauðsynlegt, að bindindis-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.