Norðanfari


Norðanfari - 26.07.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 26.07.1883, Blaðsíða 2
— 69 — in hafa reynst ver en að vanda sínum heint fyrir pessa sök, sem hefir ekki verið min, heldur einmitt safnaðarins. Til pess að geta yfir höfuð dæmt umj'uppíræðslu barnanna, parf söfnuðurinn að vera opt við spurningarnar, og pað er ekki einhlítt að dæma eptir ferm- ingunni einni, par eð barnið getur bæði reynst betur og ver við ferminguna, en pað 'er að sjer í raun og veru. Að ætlan minni mun hver sá, er vill með sanngirni álítá, liijóta að játa, að börn hafa reynst við fermingar hjá mjer upp og niður eptir vonum; jeg man, eptir börnum, sem hafa reynst sjerlega vel, og jeg man einnig eptir börnum sem miður kafa reynst. En pað vil jeg segja, að jeg hefði getad látið öll pau börn, sem jeg hef fermt, svara viðstöðulaust öllum spurningum mínum, ef jeg hefði varið miklu af undirbúningstím- anum til að kenna börnunum utanað einmitt pær spurningar og pau svör, sem jeg ætlaði að láta koma fyrir við ferminguna, eins og sumir af formönnum mínurn hafa gjört, og pað einmitt peir, sem fram hafa verið teknir sem ástundunarsamir og samvizkusamir barna- uppfræðendur. «Takið nú eptir, börnin góð; upp frá pessu spyr jeg einungis að hiuum sömu spurningum , sem jeg ætla að brúka pegar fermt verður»; byrji maður svona rjett eptir páskana, og haldi pví fram til hvíta- sunnu, pá er skiljanlegt að «yfirheyrslan» geti orðið glæsileg, en hvort hún er sannur vott- ur um hvernin börnin eru að sjer í raun og veru, pað er annað mál, og pað gerir einnig minna til, pví að mundus vult decipi (heim- urinn vill .verða á tálar dregin). «|>etta eru bærilega uppfrædd börn; parstóð ekki á svör- unum», segir lýðurinn, pegar hann fer úr kirkj- unni, og foreldrarnir kyssa grátandi blessaðan prestinn fyrir pað, hve vel hann hafi uppfrætt börnin sín. «Eg verð Hka að segja, að þar var ekkert strand», sagði einn maður við mig hjer um daginn, pegar hann minntist á fermingu sína á pessum «gömlu, góðu dögum>. |>essar voru ástæður pær, er einstöku menn vildu styðja með sakargiptina um van- rækslu mína á uppfræding barna, og voru pað að eins peir menn, sem hvort sem peir vissu nokkuð eða ekkert um barnauppfræðingu mína, pótti sómasamlegra að hafa haft eitt- hvað í kollinum, pegar peir skrifuðu undir pessa sakargipt á hendur mjer, heldur en að kannast einfaldlega við, að peim hefði orðið á að skrifa undir bæði pessa og aðrar sakar- giptir í brjefinu, án pess að hafa ætlað að ekrifa undir neitt annað, en að peir væru mótfallnir breytingu minni á guðspjónustunni. Enda jeg svo mál mitt út af pessu kæru- brjefi sumra af sóknarmönnum mínum með að óska peim, að peir verði gætnari með undir- skriptir sínar framvegis, einkum pegar sá maður fer með brjef til undirskriptar, sem peim er ekki kunnur að fleiru góðu heldur enn «gamli oddvitinn*. IV. J>ó mál petta sje nú orðiðnokkuð langt, og pó jeg viti en eigi, hvernig herra biskup- inn muni svara brjefi mínu og hvað kæra peirra fáu manna áorkar, er nú standa önd- verðir, ekki einungis gegn mjer, heldur og gegn söfnuðinum, pá verð jeg pó að bæta hjer við nokkrum orðum. Jeg hefi heyrt nokkra menn láta í ljósi pá skoðun, að ef breytt sje út af kirkjusiðunum, pá sje: pað sama sem að söfnuðurinn segi sig úr pjóð- kirkjunni. J>etta álit lief jeg aldrei getað fallizt á; marga skyusama menn hef jeg og íyrirhitt, er eigi fiafa haft pessa skoðun, og safnuður minn í heild sinni virðist aldrei hafa litið svona á, með pví hann mundi pá naumast hafa sampykkt fyrirkomulag mitt á guðspjónustunni, fyrst með pögninni og nú síðast með pví, að veita mjer skriflegt og munnlegt leyfi til að halda fram uppteknum hætti fyrst um sinn. Hvaða kirkja er pjóð- kirkja á landi voru ? Stjórnarskráin segir í 45. grein : «Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera pjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að pví leyti styðja hana og vernda». Hvað er nú evangelisk lúterk kirkja.og á hverju pekkist hún ? Svar: evangelisk lútersk kirkja er sú kirkja, 'er Lúter stofnaði einungis á evangeliskum grundvelli gagnvart hinni ka- pólsku kirkju, sem byggir á manna setning- um jafnhliða guðs orði og jafnvel meira en á guðs orði; og pessi evangeliska lúterska kirkja pekkist af trúarjátningu sinni, peirri er Melancton samdi með ráði Lúters, og lögð var fram á pinginu í Ágsborg árið 1530 (Gonfessio Augustana). Hver eru nú enn- fremur, samkyæmt pessari trúarjátningu ein- kenni hinnar evangelisku lútersku kirkju? Svar; að hún heimtar samhljóðun í sáluhjálp- aratriðunum, kenningu guðs orðs og athöfnum sakramenntanna, en frelsi tíl handa söfnuð- unum í hinu ytra, par á meðal í fyrirkomu- lagi guððspjónustunnar. |>etta f'relsi heimt- uðu peir Lúter og Melancton bæði með ber- um orðum, par sem peir neita biskupunum um vald til að búa til bindandi helgisiðalög- mál, og einnig óbeinlínis, par sem peir ásjfilja ejer og söfnuðum sínum rjett til að sleppa öllum peim ytri siðum, er peir geti eigi haldið við «samvizkunnar» vegna «eða án syndar»,;> pví að pað erbert, að með pessum prðum er reglan fyrir pví, hverjar ceremon- íur skuli vera hjá söfnuðunum, lögð ef jeg mætti svo að orði komast í brjóst safnaðanna sjálíra, í hina kristilegu meðvitund peirra, í skilning peirra á eðli kristindómsins og eðli guðspjónustunnar; og svo framarlega sem hin evangeliska lúterka kirkja vill eigi binda söfnuði sína hinu sama ófrelsisbandi, sem hin kapólska kirkja vildi eigi veita hinuin fyrstu söfuudum hennar lausn úr, með öðruin orð- um, svo framarlega sem húu vill vera sönn evangelisk lútersk kirkja, pá getur húu eigi skoðað pær tilskipanir, er snerta hina ytri siði eða fyrirkomulag guðspjónustunnar, sein bindandi lögmál, heldur að eins sem leið- beinandi reglur, er söfnuðurnir samkvæmt frelsi pví, er peim sem evengeliskum lútersk- um söfnuðum ber, hljóta að vera sjálfráðir um, að hve miklu leyti'peir halda sjer við. Setjum nú svo, að einn eða fleiri söfnuðir á laudi voru væru komnir á pá sannfæringu, að peir gætu eigi lengur «samvizkunnar vegna* eða «án syndar* haldið guðspjónustur sínar eptir hinu venjulega fyrirkomulagi; engum dettur í hug, sein þekkir, hvað evan- gelisk lútersk kirkja er, annað en að játa að slíkir söfnuðir eru eins fyrir pví evangeliskir lúterskir, ef peir haldá við þaun skiliiing kristinna trúarbragða, sem tekinn er fram i játningarriti kirkju vorrar, og þessvegna, ept- ir berum orðum stjórnarskrárinnar, er hið opinbera skyldugt að styðja og vernda kirkj- una einnig í péssuin söfnuðum, ineð pví að sjá um, að þeir fái menntaða kennimenn, o. s. frv. En hvað gjörir stjórn hinnar evan- gelisku lútersku kirkju á íslandi? Hún læt- ur hvern pann prest, er vígist í dómkirkju landsins, vinna eið að pví, að halda hinar viðteknu ceremoniur, svo að þegar söfnuður- inn samkvæmt hinu kristilega frelsi sínu óskar að hafá guðspjónustur með breyttum ceremonium eða ceremoniulausar, pá eru prestarnir neyddir til annaðhvort að brjóta eið sinn í pessari grein, eða segja af sjer embættinu, oggeta pá söfnuðirnir eigi fennð menntaða kennimenn, fyr en kirkjustjórninni póknast að vígja einhverja kandidata og láta pá eigi vinna svona lagaðan eið. Hið sama verður ofan á, ef einhver prestur pjóðkirkj- unnar fær þá sannfæringu, að annaðhvort eitthvað af hinum venjulegu kirkjucerimoni- um eða pær allar til samans, sjeu óhafandi og yfir höfuð að engar fastákveðnar ceremon- íur eigi að eiga sjer stað í hinni evangelisku lútersku kirkju, pá. er hann neyddur tilannað hvert að halda við cerimoniurnar gegn sann- færingu sinni eða segja af sjer embættinu, ef hann kýs eigi heldur að víkja frá hinum evangeliska eiðstaf og bjóða söfnuðinum og kirkjunni pá pjónustu, sem hann getur í tje látið samkvæmt sanfæringu sinni og sam- vizku. J>að er eigi ólklegt, og er einnig í sann- leika æskilegt, að almennar frelsishreifingar bæði í pessu efni og í öðrum greinum taki að gjöra vart við sig í kirkju vorri. Margir hinir frjálslyndari menn, bæði meðal leik- manna og guðfræðinga, eru pegar farnir að láta í ljósi, að hiuu kirkjulega lífi á landi voru muni eigi viðreisnarvon, meðan öllu er haldið í hinum gömlu skorðum, og eigi fyr en kirkjan verði frjáls, söfnuðir kjósi presta sína, o. s. frv. En hinir eru án efa miklu fleiri, sein annaðhvort hafa engan áhuga á pessu máli, eða vilja halda dauðahaldi um allt hið gamla og eru hræddir um að kristin- dómurinn fari pá fyrst með öllu að forgörð- um á landi voru, ef eitthvað er hróflað við pví. Dásamlegur er skilningur pessara manna á kristindóminum, dásamleg trú peirra á vald hans yfir lijörtum mannanna, dásamleg pekk- ing peirra á sögu kristindómsins! — |>að er pannig líklegt, að vjer hljótum enn langa stund að bíða eptir blessun peirri, sem frjáls kirkja (fríkirkja) hefur ávalt haft í för með sjer fyrir pá, er hennar hafa notið, og hljót- um enn um langa stund að búa undir mar- tröð þeirri, sem vernd eða stjórn af hálfu hins veraldlega valds hefur jafnan reynst fyrir kirkju Jesú Krists. «Mitt ríki er ekki af þesssum heimi» mætti hann, og kirjusagan öll frá upphafi til enda færir sönnur á, að pegar þessarar setningar hefur ekki verið gætt, pá hefur pað haft illar afleiðiugar, pegar kirkj- an hefur fengið í hendur veraldlegt vald eða átt að njóta verndar pess, pá hefur hún um leið misst frelsi sitt og sætt margvíslegum spillandi áhrifum; kirkjan á eftir eðli sínu að vera frjáls kirkjá og stríðandi kirkja, en pegar liið veraldlega vald tekur hana í vernd sína, pá verður liún ófrjáls kirkja og sigri- hrósandi kirkja; hvorugt, hvorki ófrelsið nje sigurmeðvitundin, getur haft nje hefur nokk- urntíma haft anuað en óheillavænleg álírif á kirkjuna. «Á 5. öld» segir liinn nafnfrægi rithöfundur Macanlay lávarður, «hafði kristnin unnið sigur á heiðninni og heiðnin spillt kristn- inni. Helgisiðirnir úrPautheon voru komnir inn í guðspjónustu hennar; hártoganir slcóla- lærdómsins inn í trú hennar»; og á öðrum stað: «öll saga kristninnar sýnir, að sá háskinn er miklu meiri, að liún spillist af sambandi við hið veraldlega vald, enn að hún verði borinn oíurliða af mótspyrnu pess. J>eir er leggja stundleg yfirráð á herðar henni, fara eins með hana eins ög farið var með höfund hennar; peir beygja knje, og hrækja á hana; peir æpa: «heill»! og veita henni pústra; peir fá henni veldissprota, en pað er að eins ónýtur reyr; péir krýna hana, en með pyrrnum; þeir mispirma henni og breiða purpura yfir sárin; þeir rita veglega titla yfir krossinn, er peir hafa fest hana á, til að deyja með smán og pjáningum». Ekki veit 'J

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.