Norðanfari


Norðanfari - 26.07.1883, Blaðsíða 1

Norðanfari - 26.07.1883, Blaðsíða 1
22. ár. Nr. 33.-34. MDAM'ARI. Kirkjuinál eptir Lárus Halldórsson. (Niðurlag). ]?að kom nú fram, sem mig reyndar hafði grunað, að flestir peir, er ritað hðfðu eða rita látið nöín sín undir brjefið til mín, höfðu alls eigi haft neitt annað í hyggju en að láta í Ijósi, að peir væru mótfallnir frábreytni minni við guðsþjónustuna. Árangurinn af ferð minni varð því sá, að tvær greinar bætt- ust við á hið upphaflega kæruskjal, önnur orðrjett þannig: «Undirskrifaðir hafa aldrei meint að skrifa undir annað í þessu hrjefi, en að þeir vilja hafa guðsþjónustur með venjulegum ceremonium. Yjer lýsum yfir ánægju vorri með prest vorn í öðr- um greinum, og samband hans við oss getum vjer eigi fundið annað en sje hið bezta frá beggja hálfu. En hvað snertir helgisiðina, viljum vjer sam- kvæmt ósk prestsins leyfa, að hann haldi fram uppteknum hætti, þar til er hann hefir borið málið undir hjeraðs- fund, sem hann ætlar að gjöra á næsta sumri». S. Stefánsson, J. S. Jörgensdóttir, Hallldór Benediktsson, Gísli Benediktsson, Páll Sigfús- son, Páll Jónsson, Ó. ögmundsson, Jónas Jónson, Bergljót |>orstevnsdóttir, Guðmundur Hallason, Sveinn Einarsson, Hóseas Jónsson, Bergljót Erlindsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Björg Hermannsdóttir, Jón forsteinsson, H. Jakobsson, Jón J>órarinsson, R. Jónsdóttir, S. Jónsson, M. Sveinsdóttir, I. Magnúsdóttir, S. Símonsdóttir, í>. Jónsdóttir,*J. Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sigurður Eiríksson, Helgi Dagbjartsson, Jón Einarsson, Guðfinna Gísladóttir, Anna forsteinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón Andrjesson, Aðalbjörg Magn- úsdóttir, Signý Gísladóttir, Sveinbjörg Pjeturs- flóttir, Sæbjörg Éiríksdóttir, E. Eyjólfsdóttir, Jón Pálsson, Guðmundur Andrjesson, M. Ás- mundsson, Jón Pálsson, þorsteinn Jónsson, Olafur Björnsson, Sigurveig Gísladóttir, Guð- mundur ögmundsson, Sigríður þorláksdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Guðný Egilsdóttir, Jón Einarsson, G. Arnbjörnsson, Arnbjörn Arn- bjarnarson, Sigmundur Jónsson, Einar Jóns- >son, Margrjet þorsteinsdóttir, Eiríkur Einars- son, Guðný Hermannsdóttir, Antonía Anton- íusardóttir, Stefania Stefánsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Ó. Einarsdóttir, N. Ásmundsson, St. Pjetursdóttir, B. Jóusson, R. Einarsdóttir, K. Pálsdóttir, Halli Sigmundsson, Björg Ólafs- dóttir, Margrjet Halladóttir, Stefán Ólafsson, Valgerður Oddsdóttir, (5 hin síðustu vilja eigi veita frest að því er kirkjusiðina snertir). Hin greinin var þannig: «J>ar eð prófastur Lárus Halldórsson hefir sannfært oss undirskrifuð nra, að hann að undanförnu hafi fullnægt skyldu sinni samkvæmt lögunum við- víkjandi uppfræðing barna, þá tökum vjer aptur hið fyrsta niðurlagsatriði hrjefs þessa; og með því hann hefir gjört grein fyrir, hvers vegna hann Akureyri, 26. júlí 1883. hafi eigi haldið safnaðarfund næstliðið sumar, þá sjáum vjer heldur eigi ástæðu til að framfylgja kæru vorri í þeirri grein; svo tökum vjer og aptur öll þau ummæli, sem honum finnast meiðandi í brjefinu. En að því er snertir kirkjusiðina erum vjer sam- þykkir hins vegar ritaðri grein». Margrjet þorkelsdóttir, G. Vigfússon, S. Vig- fússon, A. Nikulásson, E. Guttormsson, S. þorsteinsdóttir, þórólfur Sigvaldason, Ólafur Stefánsson. Hin 5. er upphaflega höfðu skrifað und- ir með athugasemd um, að þau gæfu eigi nöfn sín undir annað, en að þau væru mót- fallin breytingu minni á kirkjusiðunum, og óskuðu að jeg hjeldi við þeim sömu siðum í því efni sem áður hefði verið, komu eigi til greina við hinar síðari undirskriptir. En nöfn þeirra eru: Brynjólfur þórarinsson, Sigurveig Gunnars- dóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, María þor- leifsdóttir, Aðalbjörg Jóhannesdóttir, Sjálfann forsprakkann, Sæbjörn Egilsson, nennti jeg ekki að finna, og er mjer grunur á, að hann hafi sett upp eitthvert nýtt brjef, til að senda suður með pósti, og fengið til und- irskriptar með sjer hinar 5 hræður, er eigi höfðu viljað veita frest að því er snerti kirkju- siðina. J>ó er þetta ekki nema grunur; þar á móti er það víst, að frá tveimur af þeim, er undir höfðu skrifað hina fyrri viðbótargrein, fjekk jeg nokkrum dögum síðar brjef það, er hjer fer orðrjett eptir: «Herra prófastur! Síðan þjer funduð okkur seinast, höf- um við hugsað nokkuð mál það, er þjer þá áttuð tal við okkur um sem aðra, og sem við þá leiddumst til að gefa eptir fyrir fortölur yðar og þrá- beiðni*. Við að hugsa mál þetta rólega og í næði hefur það orðið ijóst fyrir okkur, að við höfum leiðst til að skrifa undir það, er við eigi áttum að skrifa undir, nefnil. að gefa yður frest í kirkjusiðamálinu til sumars, því við sjáum nú, að það er eigi til annars en að draga málið til ógagns, þarsem safnaðarfundur, hjeraðsfundur eðabisk- up geta eigi veitt slíkar undanþágur. Við látum yður því vita, að við tök- um aptur undirskript okkar, hvað þenna frest til sumars snertir, og sendum skriflega umkvörtun til biskups með næsta pósti um athæfi yðar, nema þjer sendið okkur vottfast og okkur auðskilið skriflegt loforð, með dagsfresti frá því þjer fáið brjefþetta, um að taka upp aptur venjulega kirkjusiði, og halda þeim framvegis, meðan þjer eruð prest- ur okkar og kirkjusiðir eigi breytast að lögum. Boðleg eða munnleg lof- orð tökum við eigi til greina, og heldur eigi samningamál af yðar hendi í þessu kirkjusiðamáli, eða umbreyting á skírn þó yður kynni að detta slíkt í hug. Virðingarfylst, 12/3 — 83. Gunnar Gunnarsson á Brekku. Guðmundur HaUsson á Bessastaðagerði». *) jpessi orð eru vottföst ósannindi. fessum brjefriturum og liðugu samning- armönnum gat jeg eigi fengið af mjer að svara, og það því síður sem annar þeirra dvelur eins mikið utansóknar eins og f sókninni, og hefur eigi atkvæði í safnaðar málum, og hinn hefur að vísu að undanförnu verið vinnu- maður hjer í sókninni og goldið til prests og kirkju, en ætlar að því er jeg hef heyrt úr sókninni í vor. Kæran fór með póstinum; en hefði fþésturinn eigi farið fyr en eptir Pálmasunnudag þá eru líkindi til ad engin kæra hefði farið frá þeim; því að annar þessara manna (Guðmundur) var staddur á almenn- um safnaðarfundi, erhaldinn var eptir guðsþjón- ustu á Pálmasunnudag, og mátti heyra á honum í lok þess fundar, að hann mundi hafa verið til með að taka aptur hið þriðja sinn ef brjefið hefði eigi verið farið; orð hans voru í pá átt, að «befðumenn fengið fyr þessar upplýsing- ar, þá væri vísast, að máli þessu hefði aldrei verið hreift». — Svo kann jeg ekki þessa sögu lengri, og vil helzt eigi fara fleiri orð- um um þessa viðureign mína og sóknarmanna minna; en þó verð jeg að minnast lítið eitt á barnauppfræðinguna. ■; J>egar jeg spurði brjefberana í upphafi, hvað mönnum þætti að barnauppfræðingu minni, þá fjekk jeg ekkert svar, nema það eina, að einhverjir hefdu sagt, að jeg hefði siðast eigi farið nema einu sinni yfir «kverið» nieð fermingarbörnunum; nú, jeg bar þetta eigi af mjer, því að satt að segja mundi jeg ekkert eptir því, hvort jeg hafði komist einu sinni eða optar yfir «kver- ið», enda vona jeg að allir sjái, að á slíkt er ekki mikil áherzla leggjandi; en eg bendt þeim á, að jeg hef þá í þess stað yfírfarið með börnunum meiri hluta guðspjallanna eptir Matteus og Lúkas. Seinna fjekkjeg að vita hjá einu af börnum þeim, er jeg fermdi síðast, að jeg hefði farið tvisvar yfir annan barnalærdóminn (hann lásu 8 börn) og einu sinni yfir annan (með 1 barni) og þó tvíles- ið helztu greinar hans. En síðar komu fram tvær aðrar ástæður, sem einstöku maðixr þóttist hafa til að vera óánægður með barna- uppfræðingu mína. önnur ástæðan var sú, að það gæti eigi verið annað en ónóg upp- fræðing, er börnin fengju á svo stuttum tíma, sem þau fengju til spurniga fermingarárið; en hjer við er athugandi, að jeg hafði í þessu efni gjört meira en lögin ákveða og meira en almenn venja er til, og í öðru lagi, að undir- búningur barna undir fermingu á að byrja fyr enn á sjálfu fermingarárinu, og framfara bæði í heimahúsum og einnig með því að þau gangi til spurningar næstu ár á undan, eins og ein- mitt hefir átt sjer stað hjá mjer, að frá ný- ári til páska hafa yngri börn gengið með fermingarbörnunum og verið spurð með þeim. Hin ástæðan var sú, að frammistaða barnanna við fermingu hefði átt að vera ljeleg. Eins og nærri má geta hefir hún verið misjöfn, eptir, því hvernig börnin hafa verið gáfum gædd, hvort þau hafa notið sín að einurð, hvar þau hafa «komið upp», o. s. frv. |>að er mjög skiljanlegt, að hörn, sem sjaldan eða aldrei hafa verið spurð í viðurvist safnaðarins, njóti eigi til fulls einurðar sinnar, þegar þau eru «yfirheyrð», og húsfyllir manna áheyr- andi, og hef jeg opt orðið þess var, að börn-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.