Norðanfari


Norðanfari - 04.09.1883, Blaðsíða 3

Norðanfari - 04.09.1883, Blaðsíða 3
82 in, og Ijósið frá henni er 12\l3 ár á leiðinni. Frá hinni ijórðu fastastjörnu (Sírius) er ljós- ið í 14 ár, og frá hinni fiinmtu (Pólstjörn- unni) í 41 ár að komast til vor. J>etta eru nú pær fastastjörnur, sem eru næstar sólkerfi voru, en prátt fyrir pað, er fjarlægð peirra svo mikil, að hún yfirgengur skilning vorn. En pví síður geta menn gjört sjer grein fyrir, svo skiljanlegt verði, fjarlægð peirra stjarna, sem eru pekktar út í geimnum i mörg hundruð eða púsund sinnum meiri fjarska en stjörnur pær sem nú eru nefndar. Enn hefir pað ekki tekist, að ákveða ná- kvæmlega stærð nokkurrar fastastjörnu nema sólarinnar. En par á móti hafa menn kom- izt að ljósmagni peirra surnra. Sírius hefir 147 sinnum meira ljósmegin en sólin; væri hann ekki fjær oss en hún, pá yrði ljós pað er hann sendi jörð vorri eðlilega 147 sinnum meira en sólarljósið. Sumar stjörnur, er aðeins sýnast einstak- ar með berum augum, eru opt tvær eður fleiri nálægar stjörnur, er ganga hver um aðra með mjög misinunandi hraða. Umferð- artími sumra varir aðeins um nokkur ár, en annara margar púsundir ára. Opt hafa pessi tvístirni og fleirstirni ólíka stærð ogljósmagn og opt er önnur stjarnan öðruvísi að lit en hin önnur er t. a. m. blá en hin gul, eða önnur hvít og hin rauð o. s. frv. Pólstjarn- an er tvístirni; menn hafa en ekki getað á- kveðið umferðartíma hennar, en menn ætla, að í henni sje hjer um bil helmingi meira efni en í sólinni. Ekki vita stjörnufræðingarnir hvort nokkr- ir dimmir hnettir (jarðstjörnur) ganga um pessar stjörnur, eða hvernig braut peirra og hreyfiugu ætti að vera vari,ð um tvær eður fleiri sólir. Allar fastastjörnur eru svo langt í burtu, nema sólin, að pað er ómögulegt að sjá dimma hnetti í peim fjarska, en menn ganga samt að pví vísu, að fleiri sólum, en vorri, fylgi jarðstjörnur. Vetrarbrautin* lítur út einsog hvít- leitt ljósband er liggur yfir himininn. Hún er samsafn af ótal mörgum stórum og smáum stjörnum og stjörnupokum. J*að hefir verið reiknað, að í vetrarbrautinni einni sje ekki minna en 18 milíónir stjarna. En pær eru svo litlar í samanburði við fjarlægðina, að ekki er unnt að aðgreina pær með berum augum, heldur rennur Jjósið saman í eitt, og myndar petta hvíta Ijósband; getum vjer hæglega sjeð pað pegar dimm er nótt, en heiður himinu. Vetrarbrautin er svo fjar- læg jörð vorri, að Ijósið er 15,000 ár a leið- inni frá henni til vor. Vetraabrautín myndar svo stórt sólkerfi, *) Vetrarbrautin hefir og verið kölluð mjólk- hringur á ísleuzku (á Dönsku «Melke- vej», á Ensku milkway), dregur liún pað nafn af pví er segir frá í hinui suðrænu goðafræði, að eitt sinn er Jupiter fann Juno sofandi, lagði hann Hercules, er pá var barn uð aldri, á brjóst gyðjunnar, til að sjúga hina guðdómlegu mjólk. En pegar Juno vaknaði kastaði hún barninu langt frá sjer, og íjellu pá nokkrir drop- ar af mjólkinni á himinhvelfinguna. Af peiin dropum myndaðist vetrarbrautin, og ganga guðirnir um hana. — Seinna á ölduin gjörðu menn sjer ymsar aðrar hugmyndir uin vetrarbrautina. Heim- spekingur nokkur Önopides og fleiri hjeldu að sólin hefði fært sig til, og að vetrarbrautin væru menjar hinna fornu brautar. Hinn gríski heimspekingur Theofrastos (f. 373, d. 284 f. Kr.) lærisveinn Aristotelesar var á peirri skoðun, að vetrarbrautin væri einskonar kveiking par sem tvær hálfkúlur him- insins væru skeyttar saman. eður sólkerfa flokka og raðir, að pað er ó- mögulegt að ímynda sjer, að mönnurn birtist nokkurn tíma annað stórkostlegra í sköpun- arverkinu; og pó menn hefðu aldrei pekkt annað af alheiminum en hana, pá hefðu menu næga ástæðu til pess, að undrast pann kraít, er bjó pessum mörgu milíón sólum og sól- kerfum braut í öndverðu. Fjarlægð vetrarbrautarinnar er hin mesta, er jeg liefi en pá nefnt. Mun nú surnum virð- ast ótrúlegt, að rannsóknir stjörnufræðinganna nái lengra. En pví fer fjærri að peir hafi látið hjer við staðar numið, heldur skygnst margfalt lengra út í geiminn, og sjeð stjörnu- pokur í svo miklum fjarska, að Ijósið, prátt fyrir hinn feykilega flýti, parf tvær milí- ónir ára til pess, að komast frá peim til vor. Nú pekkja menn um 5000 stjörnupókur með ýmsri mynd og lögun. Hefir stjörnu- fræðingunum heppnast, að argreina margar peirra í urmul smástjarna. í sumum hafa fundist íull 5,000 stjörnur í einum hóp. En pó eru pær ekki allar samsafn af mörgum stjörnum; Ijóseðli sumra peirra er á annan hátt og beudir pað til pess, að pær sjeu geysimiklir poku- eða gufuhnettir. Hafa ýmsir getið pess til, að pær sje sólir á vissu myndunarstigi, og pykir sú getgáta allsenni- leg, Lögunin á stjörnupokunum er mjög margbreytt, og hefir vakið eptirtekt manna. Sumar virðast að hatá alveg reglulega mynd, en aðrar óreglulega. Margar eru með lýs- andi kjarna í miðjunni; sumar eru spormynd- aðar, og hafa bjartar stjörnur í báðum brenni- deplum; nokkrar líkjast Ijósbandi, er liggur milli tveggja stjarna; aðrar hafa hala einsog halastjörnur, eða kvíslast út í greinar o. s. frv. Sólkerfi vort er aðeins lítill hluti alheimsins; pað er í samanburði við allan pann stjarnagrúa, sem pekktur er, eins og eitt ar í sólargeisla eða dropi vatns í stóru hafi. Sólin er í miðju sólkerfivoruogstjórn- ar gangi allra jarðstjarnanna, og sendir peim ljós og hita, en pað eru skilyrði fyrir öllu lífi og hreyfingu. Án hennar væri endalaus nótt á jörðunni og ekkert líf. Sólin er glóandi hnöttur hjer um bil 190,000 mílur í pvermál. Hún er 700 sinn- uin stærri en allar jarðstjörnurnar er ganga í kringum hana, og 359,551 hluta pyngri en jörðin. Vegna pess að aðdráttarafi hnattanna er komið undir stærð peirra og pjetileika, og hve ytirborðið er langt frá huuttmiðju, pá er pað mjög mismunandi á ólíkum hnöttum. Mdráttarufl sólarinnar er t. a. m. 28 sinnum meira en jarðarinnar. Nú vitum vjer, að pyngd hlutar er einungis undir pví kominn, hve hnöttur sá hefir mikið aðdráttarafl, sein hann er á; og er pví auðskilið, að sami hlutur vegur tuttugu og átta sinnum meira í sólunni en á jörðinni. Vjer sjáum nú að aðdráttarafl sólarinnar er ákaflega mikið, enda parf hún á pvi að halda til pess að halda öllum jarðstjörnunum á braut sinni. Og svo mundi fara, að allar jarðstjörnurnar drægust beint inn í sólina ef ekki væri annað afl er verkaði á móti; en pað er hið svonefnda miðflóttaafl. Jarð- stjörnurnar reyna si og æ að pjóta beint út geiminn, og fjarlægjast brautarmiðju sina, bæði fyrir sinti eigin punga og frainhrind- ingarafl pað, sem pær hafa pegið iöndverðu; en sólin dregur pær alla jafna nokkuð af hinni beinu leið, og pá framkemur pessi bog- lína, eður sporbraut jarðstjarnanna. |>essi tvö öfl eru skilyrði fyrir hringrás allra hnatta. (Framhald). Fr j e ttir. Úr brjefl frá Kaupmannah. Mikið meiga sjómenn pola stundum, pó er fjöldi manna, sem lifir á pví að vera á honum við veiðar eða í ferðum til ýmsra staða eða landa og opt í öðrum heimsálfum. Hjer eru marg- ir í bænum, sem eru að reyna tíl að bæta hag peirra, pá peir eru heima á veturna. Oddviti peirra, sem fætur sjer annt um pað, er prestur einn, sem heitir Prior góður mað- ur, og eittsinn flutti ræðu í húsi pví, er jeg ásamt mörgum konum 60—70 komum saman tvisvar í mánuði, frá nóv. til maí, er par hvor kona með verkefni sitt, og sitjum par í 2 tíma hvort sinn, kemur pá optast pangað einhvor presturinn, er heldur par húslestur, sungnir sálmar og fluttar ræður. Prior prestur sagði okkur eittsinn meðal annars frápví, að hjerurn 70 púsundir manna lifðú af sjómennsku á ýmsum stöðum og sem töluðu margvíslegar tungur, en pegar peir væru hjer í bænum hefðu peir hvergi höfði sínu að að halla, svo leigði hann herbergi handa peim, erpeirgætu komið saman í og látið vera hlýtt á sjer og bækur par á ymsum tungumálum til að lesa í, er pví haldin par guðspjónustugjörð sem í kirkju. Margir urðu pessu fegnir mjög, en húsráðendurnir, voru svo líkir Grílu, að peir ekki vildu heyra pann hátíðasöng, húsbónd- inn par sagði hinum aðkomnu pví að par mættu peir ekki vera lengur, svo nú bar að nýtt ráðaleysi, enn til hamingju eru margir , góðir menn samtaka í pessu efni með Prior presti, er Ijetu ekki hugfallast við petta, keyptu gamalt Barkskip, og ofaná pilfari pess, Ijetu peir byggja stórt hús eða kyrkju, og par er predikað á ýmsum málurn, jeg held á hverj- urn degi, par eru og herbergi til að sitja í og lesa og skrifa með öllum áhölduin, svo að hvor af sjómönnum, sem pangað koma geti skrifað heim til sín. Kirkja pessi heitir «Beth-elskibet» «Guðshús». Eptir seinu8tu frettum sunnan af Egipta- landí, er komu til Kaupmannahafnar fyrstu dagana í næstl. ágústmánuði, var hátt á 9. púsund manna dánir par af Kóleru, sem menn töldu víst að væru pó fleiri en tala væri komin á. þó er nú pessi drepsótt lítið að reikna móti pví, sem hún rjeði af dögum 1835, pví að pá voru það tvöhundruð þúsundir rnanna, sein dóu á Egiptalandi og einungis í höfuðborginni Gairo 80 púsund- ir manna. Allir stjórnráðendur í Evrópu (Norðurálfunni) leggja nú allt kapp á, að verja álfu pessa l’yrir drepsóttinni. Frakk- ar hafa t. d. heitið þeiin 50 púsund franka (34 pús. kr.) að verðlaunum, er gætu upp- götvað hverjar að sjeu frum orsakir drep- sóttar pessarar, og hver lyf og meðferð sjúkl- inga bezt gegn henni. 1 jarðskjálfranum á Ischia á ítaliu, biðu 4000 manna bana, 15 náðust lifandi undan rústunum. II i 11 o g X> e 11 a. A meðal hinna ýmsu atvinnuvega, sem blómgast í New-York í Ameríku, er verzlun með ungböru hin einkennilegasta. I pessari miklu borg eru 50 manns, sem hafa verzlun pessa fyrir atvinnu sína, og er pannig háttað, að útvega fólki kaupanda að börnum peirra, sem lítil eða engiu efni eður vilja hafa til pess að ala pau upp, og jafnframt leita uppi

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.