Norðanfari - 26.09.1883, Side 3
— 86 —
Ameríkumannna, sem af alefli setja sig á
laóti innflutningi kínverja.
26.-27. apríl næstl. gjörði fjarskalega
steypirigning. er víða olli mikluin vatnsflóðum.
í Rio Janeiro gjörðu flóð pessi stórskaða
á húsum og fl. og .3 menn drukknuðu ; öllum
öðrum sem í flóðinu lentu varð bjargað.
í'yrir sunnan La Plata fljótið varð mesti
hiti í janúar 40° á Celsius, en hjer sjaldan
yíir 30°. Bólusótt og mislingar hafa gengið
viða í Brazilíu frá pvi i janúar, en nú er
heim víðast Ijett af. þessar pestir hafa
deytt fjölda manna, einkum barna, Gulu-
veikin befur og verið nokkuð skæð í Rio
Janeiro. Eptir skipun stjórnarinnar, eru öll
l‘k peirra sem úr gulu deyja brennd í lík-
■ij'rennsluol'num, sem til pess eru gjörðir, svo
ómögulegt sje að veikin geti borist frá graf-
veitunum.
Frá fylkinu Parana voru í fyrra (1882)
flutt suður til fríríkjanna 15,167,249 kilo
(kilo er sama sem 2 pd. dönsk). af Hervo-
Matte, sem er thegras og er pað hið eig-
inlega „Produkt“ fylkisíns. Tilraunir hafa
verið görðar með hveitirækt í pessu iylki,
en þær hafa jafnan mislukkast, mest fyrir
smáfngla, sem eru hjer miljónum saman og
jeta kornið úr axinu áður en pað harðnar.
íppskera af korni, mais, baunura og kart-
öflum var hjer í góðu meðallagi petta ár og
nú eru menn að byrja að sá korni. iN óttina
mflli 26. og 27. mai p. á. gjörði bjer frost,
SVO að ís 2 centimeter (nál. */4 puml.) á
Pykkt kom á vatn er stóð i íláti.
Með pessu ári var byrjað að prenta
hjer i Curityba vikublað á pýzku mali, sem
tíerir olikar miklar frjettir úr Norðurálfu og
viðsvegar að úr heiminum.
Ritað 25. júní 1883.
Magnús Gruðm. ísfeld.
LJr brjefi frá herra Priðjóni Friðrikssyni á Gimli
f Nýja íslamli Manitoba Canada n/8 — 83.
«J>að eru nú 10 ár og fáir dagar síðan
3eg fór frá Akureyri með skipinu Qveen á
leið til Ameríkn. Margt heifir breyzt á pess-
úm tíma, sem vonlegt er, bæði heima á ís-
landi og eins nm bagi íslendinga peirra, sem
Pá og síðan fiafa flutt til Ameríku. {>að er
8kiljanlegt, að peir íslendingar, sem lioina
hingað vestur örsnauðirað efnum, fákunnandi
tU vinnu og með pungar fjölskyldur, eigi
8rÖogt uppdráttar um nokkur ár, og enda
hði skort á sumum hlutum, — en pað eru
w ekki allfáir af slíkum mönnum hjer vestra,
8eiú með atorku og polinmæði, eru búnir að
ífirstíga bágindin og eru orðnir sjálfbjarga
^óenn, pó að jeg geti jiessa, pá er tjærn p\
jeg álíti yfir höfuð ráðlegt fyrir hlásnauða
(íölsbyldumenn að flytja hingað vestur; fyrir
Peim liggja hjer margar og pungar þrautir,
Sem ekki verða sigraðar nema með miklu
Preki og poli. Sumir halda að ísland legg-
ls^ í eyði; jeg hæði óska og vona, að þuð
Verði aldrei prátt fyrir ótíð og harðæri, er ts-
!íltld á framfara vegi. Sá tími kemur, vona
að íslendingar heima og í Ameríku
^ngja höndum yfir hafið og styðja hvorir aðra
^ menntunar frelsis og framfara.
Okkur fjelögum farnast fremur vel með
^ófubát okkar og sögunarmylnu; í mylnunni
Wur
verið sagað síðan um 20 april í vor;
^&stkomandi september lok vonast jeg eptir,
hún verði búinn að saga hjer uin bil e.na
^Jjón feta af borðvið, að ferhyrningsmáli.
ófubáturinn flytur p uinan borðvið til mark-
^ar í Selkirk og Winnipeg. Yið mylnuna
lllI1u 16 menn, enábátnumS. í mylnunni
11 sögnð hjer um bil 8 púsund fet á dng,
, ^ lítið í samanburði við pað sem í stór-
s°gunarmyinum er sagað. Verð á borð-
við í Winnipeg hefir nndanfarin ár verið
24 — 30 dollara, hver púsund fet, en nú er
pað fallið niður að 20 dollurum, pví gnægð
er til af borðvið og verzlun með hann eins
og allar aðrar vörur mjög danf á þessu sumri.
G- u 11 b r ú ð k a u p.
Hinn 13 þ. m. var hjer í bænum sjald-
gæfur og mikill beiðurs- og hátiðisdagur, fyrir
pau hjónin herra verzlunarstjóra E. E. Möller
og konu hans frú Margrjetu Jóusdóttur,
sem búin eru að vera saman í hjónabandi í 50
ár (en hann verzlunarstjóri samfleytt í 51 ár),
eður síðan 13 sept. 1833, og eignast í pví
10 börn, af hverjum 3 eru dáin, en 7
lifa, og 21 barnabörn. Elestir afhinu beldra
fólki bæarins og nokkrir utanbæar, sóttu pau
heim, til pess að tjá þeim fagnaðar og heilla
óskir sínar. Að því loknu varveitthið höfð-
inglegasta. Nokkrir af bæarbúum höfðu boð-
ið nefndum gullbrúðkaupsbjónum og nokkru
af ættfólki peirra hjer til veizlu, sem haldin
var í húsi herra veitingamanns L. Jensen.
Borðgestirnir munu hafa verið 40—50 manns.
Nokkrir meðal peirra fluttu tölur og mæltu
fyrir skálum. {>á upp var staðið, skemmtu
menn sjer með saibræðum, dansleik, söng og
hljóðfæraslætti fram á nótt.
Úr brjefi úr Reykjavík, d. 3 sept. 1883.
«Tíðarfarið er bjer ágætt norðan perrar,
enhiti lítill, pó sólskin sje 7—9° —, 15—20
f. m. gjörði hjer kalsa úrkomu af suðri og
útsnðri en pornaði svo upp aptur. Fisklaust
sunnanlands, eins er sagt af ísafirði, 23 f. m.
andaððist Alexíus Árnason fæddur 17. marz
1813, sem hafði verið lögreglupjónn í 20 ár
í Reykjavík. Hvammur og Keta veitt sjera
Magnúsi presti Jósepssyni Skaptasonar».
Úr brjefi úr Patreksfirði i Barðastrandarsýslu,
d. 8 ágúst 1883.
«Tíð er góð heilsufar sömuleiðis gott.
Stórtiðindi engins.
Úr brjefi úr Strandasýslu d. 12. ágúst 1883.
«Tíðin liefur mátt heita góð í vor og
pað sem af er sumrinu, samt gjörði hafísinn
pað að verkum, að grasvöxtur, er hjerí sýslu
hinn aumasti, pví að meðan isinn lág lijer,
kom aldrei deigur dropi úr lopti; var pví
opt logn, fór grasinu lítið fram, einkum á
útengi, pví að seint piðnaði klaldnn að neðan
og seint leysti, pví að á íráfærum, voru van-
aleg hjásetupláss, ekki nærri pví gróin, svo
að not yrðu að á dölum. Tún urðu sum-
staðnr í nieðallagi, víða lakari. Af suður og
vesturlandi, er að frjetta góða grassprettu.
Nýting á töðum varð hjer góð og á útheyi
pað sem af er. Sláttur var hjer seint hyrj-
aður og seinna en hjá ykkur. Krankfellt
hefnr verið hjer í vor og er enn á sumum
hæum, livar hafa legið 3 og 4 í einu, og er
slíkt hnekkir um bjargræðistímann; fáir hafa
dáið, enginn nafnkenndur; nokkur börn hafa
dáið. Yeikin er almennt kölluð Týphus sótt,
en er pó ekki í raun rjettri».
Úr Eyjafirði.
Nú er sagt að Norðmenn sjeu farnir að
afla síldina hjer út með firðinum enda er
sagður niikill ísu- og porskafli hjer inn á
firði. Flestir munu nú vera húnir að ná inn
heyi sínu, sæmilega purru og að vöxtum með
nieira og sumstaðar bezta móti. Allur bú-
peningur, er nú sagður í hezta útliti, en pað
er fátt, sem margir hafa til frálags, eða sölu.
Ýmislegt.
6. Nokkur orð um stjörnufræði og stjörnur.
(Eptir Pál Jónsson.)
Jeg skal taka dæmi, er vjer pekkjum
allir fi'á harnæsku, og sýnir Ijóslega hvernig
boglína myndast af tveimur mótstríðandi öfl-
um. Vjer skulum taka stein og láta hann
detta úr hendi vorri; hann fellur pá beint
til jarðar, og mundi halda svo áfram inn að
jarðmiðju, ef yfirborð jarðarinnar veitti ekki
mótstöðu. {>að er pá aðdráttarafl jarðarinnar
er gjörir pessa beinu stefnu steinsins. En
nú skulum vjer aptur taka sama steininn og
kasta honum svo hart út í loftið sem oss er
unnt; pá framkemur boglínan. Afl pað, sem
rak steinin úr hendi vorri, reynir að peyta
honum beint út í geyminn; en aðdráttarafl
jarðarinnar togar í hann og dregur hann sí
og æ nokkuð af leið, unz pað neyðir hann til
pess að falla alveg niður. En pað kemur til
af pvi, að kasthraði steinsins var ekki nægur
í upphafi til pess að vega á móti aðdrætti
jarðarinnar, og loftið veitir mótstöðu og dregur
úr liraða steinsins. En því meiri kraftur sem
þeytir steininum út í loftið, peim mun gleið-
ari verður boglína sú er hann myndar. {>að
er einmitt pessi bogleið kúlunnar (kúlubraut-
in), sem hermenn þurfa að kunna að reikna
rjett eftir kraftinum, sem rekur kúluna út úr
fallbyssunni, ef þeir ætla að hæfa einhvern
tiltekinn blett með henni.
Jarðstjörnurnar (reikistjörnur, plá-
netur) ganga á nokkuð spormynduðum brautum
um sólina, sem fyr er getið. Um sumar
jarðstjörnur renna aukahnettir er heita tungl,
og valda jarðstjörnurnar umferð peirra. Allar
jarðstjörnurnar hafa tvöfalda hreifingu eins og
veltandi hnöttur. Lína sú, er menu hugsa
sjer að pær snúist á um sjálfar sig, er nefud
möndull þeirra; en endar hans eru skaut
hnattanna (heimsskaut) Möudulsnúningurinn
veldur umskiptum dags og nætur; en ein
hringferð hnattanna um sólu, er ár peirra,
og mismunur árstíða orsakast af fjarlægð og
afstöðu jarðstjarnanna frá sólu.
Jarðstjörnur pær, sem enn eru þekktar
í sólkerfi voru, eru alls 8 að tölu. Næstur
sólu er Merkúríus, pá Venus, svo jörðin,
Mars, Júpiter, Satúrnus, Uranus, og yzt
Neftúnus. En par að auki er og fjöldi smá-
stjarna, er rennur uni sólina í breiðu belti
milli Mars og Júpíters. Eru pað reyndar
allt smáar jarðstjörnur, en mikið minni en
allar hinar sem nefndar eru, og verða ekki
sjeðar með berum augum. Enn fremur til-
heyra sólkerfi voru ýmsar halastjörnur, en
mjög eru pær ólíkar jarðstjörnunum.
Merkúríus er sú jarðstjarna sem næst
er sólu, en er pó nálega í 8 miljón mílna
fjarlægð frá henni. Arið á lionum, eður sá
tími sem hann er að hlaupa braut sína, er
nálægt 88 dögum; en möndulsnúningur hans
varir í 24 stundir 5 mínutur. Dagurinn par
er pví hjer um bil jafnlangur og hjá oss.
Merkúríus lær sjöfaldt meiri hita og Ijós ,en
jörðin, og sólin sýnist par sjösinnum stærri
en hjer. Merkúiíus er 16 sinnum minni en
jörðin, og 14 hlutum Ijettari. fvermál hans
er 650 milur. Menn, sem hjer eru 14 fjórð-
ungar að pyngd, mundi ekki vega meira en
7 fjórðunga í Merkúríus; pvi pyngdin er svo
lítil við yfirborðið; eður aðdráttarafl lians er
helmingi minna en jarðarinnar. Merkúríus
sjezt sjaldan með berum augum, en 1 sjón-