Norðanfari


Norðanfari - 26.10.1883, Side 2

Norðanfari - 26.10.1883, Side 2
\ stað íslands þessum viðburði? Ge/ur komu „SofIiu“ viðlika gaum og það væri meðal grútarsleif eða í mesta lagi hrossakaupaskip.— Af Grænlandi liefir ekki annað orðið kannað tíl hlítar til þessa en vesturjaðar Iandsins. Upplendið allt ókannað, og aust- urströndin sömuleiðis. J>að var erindi Nord- enskiölds í þessari ferð, aö verða nokkurs vísari en áður um þetta tvennt. Um upplendi Grænlands hefir það lengi verið haldið ójggjaudi víssa, að það væri eintómur jökull. En það hefir Kordenskiöld orðið til þess að rengja, af ýmsum visinda- legum rökum, sem honum er manna bezt til trúandi, og hjer jrði oflangt upp að telja. Hann hafði líka trú um Grænlandsóbyggðir og vier íslendingar um Ódáðahraun og Vatna- jökul: að þar kunni að vera grasivaxnir dalir og jafnvel bjggð útilegumanna; en sá er munurinn, að hann byggir ekki þessa trú sína á þjóðsögum, fheldur á djúpsettum vis- indalegum líkum. Að reyna til að skera úr jtessari þrætu var eitt með öðru erindi í þessari ferð, og jafnvel aðalerindið. Annað ágreiningsefni Grænlandi viðvíkj- andi er það, hvar ansturbyggð hin forna haíi verið, hvort heldur á austurströnd Grænlands eins og nafnið bendir til, en flestir vilja nú rengja, af því að þar sje nú óbjggilegt með öllu og svo hljóti jafnan að halá verið—eða á vesturströnd landsins sunnan til, og liafa flestir fræðimenn lengi verið þeirrar skoðunar. En Nordenskiöld fullyrðir, að Auslurbyggð hljóti að hafa verið austan á landinu, Sagði þó, scm honum er eiginlegt, jafnmiklum framkvæmdar manni: þrætum eigi, fátum reynzluna skera úr. Svo hafði hann í för með sjer marga visindamcnn, náttúrufræðinga, er áttu að gera ýmsar merkilegar rannsóknir og athuganir, hver í sinni fræðigrein, svo sem ura stein- runnar jurtir í jörðu, til sannindamerkis um 'loptslag og jarðargróður í landinu á fvrri öldum jarðarvorrar; um loftsteina; umjökul- gróður o. s. frv. Enn fremur um mararbotn í Grænlandshafi, og um haftsinn þar.— Nú munum vjer skýra lauslega frá hvern- ig ferðin hefir gengið eptir því scm prófessor harón INordenskiöld hefir sagt oss sjáifur frá af góðvild sinni. þeir Ijetu í haf frá Hejkjavík 10. júni og silgdu í vestur útnorður (Y. N. Y.)* Sáu land 12. að morgni. J>að var Ingólfsfjall á Grænlandi. Ekki var þar ís að sjá tilsýndar en örskammt var til lands, ekki kl. stundar sigling, var þar fyrir lítil isræma, og urðu því frá að hverfa. Hjeldu síðan suður með alla leið suður fyrir Hvarf (Cap Farvel) og fór allt af á söinu Itið um lendingu. Veður var bjart og sá vel til lands. Komu til Julianehaab 17. júni; fengu töluverðan Is- hroða á innsiglingunni. Var það hin fyrsta sigling þangað á þvi ári. J>ar dvöldu þeir 1 dag. Hjcldu siðan áleiðis norður með þar til þeir komu i Auleitsivikfjörð, á 68° n. b.; komu þó við i Ivíglut og tóku þar kol, í Egedesminde og viðar. Hleyptu síðar Dr. Nathorst jarðfræðing og 2 öðrum í land við Waigattsund, til að rannsaka þar jarðlög með stelnrunnum grasaleifum. Að Auleitsi- vikfirði komu þeír 4. júlí. þaðan lióf pró- fessor JNordenskiöld ferð sina upp á land og inn á jökla við tíunda mann: Dr Berlin grasafrceðing og 8 háseta. J>eir lögðu á stað frá skipinu 4. júlí, inn fjörðínn,á græn- leuzkum bátum, og fylgdi nær öll skipshofn- *n þeim á leið, og þar með forstoðumaöur hinnar grænlenzku verzlunar, Hugo Horring, er hafðí slegi/t í forina í Egedesminde. Ejorðurinn er nm 16 mílur á lengd. Upp - 93 — frá fjarðarbotninum tekur við jekullinn. Af jokulgongu þeirra fjelaga er það að segja, að þeir hittu fyrir miklar torfærur fyrst framan, botnlausar jokulsprungur o. s,. frv.; en smámsaman varð iökullinn nokkurn vegin sljettur og komust þeir 17 milur vegar austur eptir honum, allt á sleðum. |>á lók við svo mikil lausafönn, að ekki var auðið að halda lengra á þann hátt. þá gengu Finuar tveir, er voru með l forinni, á skiði, og komust þeir 30 milur danskar austur þaðan á að gizka: snjeru þar aptur, með því að hvergi var annað að sjá en eintóman jokul. Var viðsýni mikið þar, er þeir snjcru aptur, hæð landsins 7000 fet yfir sjávarmál Finnar þessir voru afburðamenn að hvat- leik og karlmennsku, valdir fyrirfram til þessarar farar fyrir þeirra hluta sakir. Ann- ar þeirra frægur bjarnveiðimaður; hefir unnið uin dagana ekki færri en 25 birni alls. J>elta hafa menn lengst komizt á land upp á Grænlandi, margfalt Jengra en nokkru sinni áður, samtals 47 mílur danskar inn frá lengsta fjarðarbotni, og mun þar eiga að vera hálfnað austur yfir eða vel þaö. Fyrir meira en 130 árum, eða 1751 hafði danskur kaupmaður Lars Dalager að nafni, komizt 2 mílur vegar austur á jokla, en miklu sunnar og þótti vel gjort. því næst kom JNorden- skiold sjálfur árið 1870 við annan mann 7 mílur inn á jöklana viðlíka norðarlega og nú; var þá lítt viðbúinn slikri for, og varð þvi að snúa aftur, enda hefðu Skrælingjar þeir, er fylgdu honum y fir getið hann og snúið aptur er skammt var komið á leið. Loks gjorðu danskir vísjnda menn tveir, Jensen og Korn- erup, sams konar tilraun 8 árum síðar, 1878, og komust viðlika langt. Má af þessu sjá hve stóium hjer hefir áunnizt að þvi leyti til við það scm áður hefir framast tekist. En hins vegar hetir INordenskiold ekki tekizt að sanna rneð þessari tilraun sinni, að fótur sje fyrir trú hans á grasi vaxið land eða snjólaust í Grænlands-óbyggðum. En þessi tilraun, segir hann, nær ekki nema tii þessa eina staðar, þessa ormjóa beltis, sem þeir jekulfarar gengu uin og sáu yfir; og fvrii þvi cr alls eigi hægt að fortaka fremur en áður, að allt oðru vísi kunni að vera háttað landinu norðar eða einkum sunnar, svo víð- áltumikið sem það er. Hinn 3 ágústkomu þeir fjelagar aptur úr þessari ferð þangað sem þeir yfirgáfu skipið, við mynni Auleitsivikfjarðar. Biðu svo skipsins þar til bins 16. Hafðí það lialdið á meðan áfraui ferð sinni, scm tilstóð aila leið ncrðurunðir Smithsund, þarsem heitir CapYork, með visinda menn þá cr eptir voru. Lentu þar í ís, og lá við sjálft að, þeir mundu festast þar. Gengu á lanð þar í nánd við CapYork, og hiltu þar Skrælingja heiðna og harla fákunnandi; hofðu aldrei sjeð aðrar þjóðir fyr og aldrei skotvopn. J>ar komu og til skips þeirDr. JNathorst og háns fjelagar og Ijetu vel yfir sinni för. S ðan var haldio suður mcð sem leið liggur, og skyldi nú freista á nýjan leik að komasl lil Áusturbyggðar. Ætluðu að sigla austur um sundið milli Hvarfs og meginlands en urðu frá að hverfa þrívegis fyrir ís. Hjeldu því suður fyrir og norður með hið eystra, en langt undan landi, með því að þar lá breið ísspong. Hún mjókkaöi þó smámsaman, er norðar dróg Hinn 4 septbr. var komið norður undir Cap Dan, á 65° 40’ n. b., hjer um bii beint vestur undan Látra- bjargi. Var þá bjart veður og ísinn ekki mjog óárennilegur. Hleyptu þeir inn í hann og komust á fjorð einn auðan sunnan við hofðan; logðust þeir við cklYvJl'l y J5ail.NCii d.GU~ skiold firðinum nafn og kenndi við Óscar konung annan. Gengu þar á land og fundu par menjar nokkurra mannvirkja. þar var i for með þeim og er enn Brod-. beck kristniboði pýzkur frá Frederiksdal á Grænlandi sunnanverðu; hofðu fengið hann með sjer þaðan i túlks stað, ef svo bæri til, að þeir hittu fyrir Skrælingja þar sem þeir kæmi við land á austurstrondinni. Brodbeck þessi hefir fyrir tveimur árum fundið í firði einum að austanverðu, eigi allangt fyrir norð- an Hvarf, fornmannarústir allmerkilegar, að Iikindum frá landuámstíð íslendinga þar, og er það. eflaust cinhver hinn helzti vottur ♦ Austurbyggðar, er fundizt hefir til þessa. þar er nú og Skrælingjabyggð nokkur, og þóltust Skrælingjar þeir vita til samskonar rústa norðar miklu, þar sem heitir Umanak, á 63° n. br. Um það ætluðu þeir Norden- skiold að grennslast, en komust eigi þar að landi. Siðan ætiuðu þeir að halda lengra norður raeð og leita fynr sjer um landtoku semfyr; eu þar var enn fyrir ís, og þar með tók veð- ur að spillast, með þoku og hrakviðri. Snjeru víð austur á hóginn og komu til BYíkur 9, sept., sem fyr er gelið. það lætur Nordenskiold afdráttarlaust á sjer heyra, að fremur hafi hann styrkzt í þeirri trú í þessari ferð, að Austurbyggð sje austan á Grænlandi og hvergi annarstaðar. Hcldur hann meðal annars að Cap Dan muni vera Herjólfsnes, og hyggur að takast inegi á sumrum að jafnaði að komastþar að landi, austan á Grænlandi. sje hafis eigi meiri en í meðalári og valin bentug skip til slikrarferð- ar, en skammt til að sækja, ,svo sem hjeðan frá íslandi, til þcss að sæta megi færi, er tið er góð. Eptir «Leifi». Frj'ettir frá €anada. Eins og getið er um í 10. nr. «Leifs» var forseti hins íslenzka framfarafjelags ís- lendinga í Winnipeg hr. Baldvin Baldvins- son* sendur af Cauadastjórninni til Quebeck móti íslenzkum vesturförum, til pessað leið- beina peiin hingað vestur til Winnipeg, og er ferðasaga hans á pessa leið.: «Ai landferð Islendinga frá Quebc til Winnipeg er lítið að segja annað enn að hún gekk seint og slysalaust. Eins og vjer höfum áður frjett, komu til Quebeo um 535 ís- lendingar pann 31. júlí, með gufuskipi «All- anlínunnar» «Buene Ayrean» og voru peir flestir af norður og austurlandinu, höfðu lagt af stað að beiman 11. og 15. júlí og kváðust hafa fengið allgóða ferð til Quebec. í Que- bec töfðu peir 18 kl. stundir og hofðu nóg að gjöra að víxta peningum, kaupa farbrjef og nesti, láta inerkja farangur sinn og fl. J>ar dó eitt ungbarn, sem var að sögn hið 5ta sem dáið hafði á leiðinni frá íslandi. *) Baldvin pessi er ættaður frá Akureyri, systursonur Friðbjarnar Steinssonar bók- sala par, hann fluttist með hinum fyrstn verulegu flutningum frá Islandi 1873, 16 ára unglingur munaðarlaus. |>au 10 ár sem hann hefir dvalið í Vestur- heimi hefir hann að mestu verið ,við skósmíðaiðn. og torstöðumaður í skósölu búð í horginni «Torento», par til fyrir 2 árum að hann fluttist til Winnipeg til að takast á liendur forstöðu fyrir verzlunarhúsi Islendingafjelagsins par í bænum. (Aðsent),

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.