Norðanfari - 26.10.1883, Blaðsíða 4
Eptir pessum reikningi heppnaðist þýzkum
manni Dr. Galle að finna Neftunus, og hafði
Leverrier ekki skeikað. Er petta ljóst
dæmi tii pess að sýna hve rjett að stjörnufræð-
ingarnir geta reiknað.
Fjarlægð Neftunusar frá sólu er nálægt
601 miijón mílna; og sýnist sólin frá honum
púsund sinnum minni en frá oss. Nef-
tunus rennur brautsína á 165árum. Er pví
eitt ár á Neftunus meiru en hálf önnur öld
hjá oss. Enn hefir ekki verið hægt að ákveða
dagsnúning hans. Neftunus er hjer um bil
88 sinnum stærri en jörðin, en einungis 25
hlutum pyngri. pvermálið er 7,575 milur.
Pyngdin við yfirborð Neftunusar er nokkuð
meira en á jörð vorri.
Neftunus fylgir eitt tungl; er umferðar
tími pess 5 dagar 21 stund.
Á hinum framan rituðu línum sjáum
vjer að jarðstjörnurnar greinast í tvo flokka,
sem má nefna ytri- og innriflokk; en
flokkarnir eru aðskildir af belti er smástjörn-
urnar mynda milli Mars og Jupiters. í
innri flokknum eru allar hinar minnstujarð-
stjörnur, en jafnframt hinar pyngstu að til-
tölu. J>ær eru nærri sólu, hafa langa daga
en stutt ár. En aliar jarðstjörnurnar i ytra-
flokknum eru ákaflega stórar, svo hín minnsta
Uranus, er stærri en allar í innri flokknum
til samans. f>ær eru langt frá sólu, hafa
stutta daga, en löng ár, og flestam peirra
fylgja mörg tungl.
Mjög hefir verið um pað talað, hvort
ekki mundu fleiri jarðstjörnur en jörð vor
vera byggðar lifandi verum; en úr pví er
*ngum unnt að leysa. |>að eina er víst, að
;á fáum peirra geta búið menn með líku eðli
og vjer. Hljóta pví pær verur, er par kunna
að lifa, að hafa alveg sjerstaka byggingu eptir
ásigkomulagi hnattanna; og er vel hugsandi
að svo geti verið, pótt engum sje unnt að
skilja hvernig pví eðli eða lífi sje varið.
Halastjöniur
,eru pokukenndir hnettir með ákaflega iöngum
hala úr líku efni. Er hann svo ópjettur að
hæglega má sjá stjörnur í gegnum hann. Sá
endinn sem er fastari í sjer, og halinn geng-
.ur út frá. er nefndur haus, og er pað hinn
eiginlegi hnöttur. í miðjum hausnum er opt
mjög iýsandi depill er kallast kjarni. J*ar
er efni lialastjörnunnar pjettast.
Sumar halastjörnur ern ákaflega stórar.
Halastjarnan, er sást 1811 hafði 22 milj.
mílna langan hala, og pvermál hennar var
200,000 mílur; en pað er meira en pvermál
sólar. Halastjörnur fá Ijós sitt frá sólunni
æins og jarðstjörnurnar; en pó halda menn
,að suinar sje einnig sjálfar nokkuð lýsandi.
Gangur halastjarnanna virðist ekki eins
reglu bundinn eins og gangur annara stjarna
í sólkerfi voru; pó pekkja menn nú brautir
peirra sumra er ganga um sólina, en lltfc er
mönnum kunnugt um eðli peirra að öðru
ieyti. Ganga pær allar á mjög hringskökkum
brautum; er pví fjarlægð peirra frá sólu
mjög mismunandi. En af pví leiðir, að hrað-
inn er ákaflega misjafn; minnstur pegar pær
,eru firrstar sólu, en mestar í r»ólnánd.
Sumar halastjörnur ganga öfugt um sól-
ána við jarðstjörnurnar, en aðrar eins. En
ávallt veit halinn frá sólu hvort sem pær
nálgast hana eð firrast.
Lengi fi ameptir öldum voru menn hrædd-
ír við haistjörnur, og áttu von á pví á hverri
stundu, að pær mundu reka sigá jörðina, og
umróta öllu. Og ávallt póttu pær vottur
umreiðiGuðs, ogboðaíllt, hallæri, drepsóttir,
ófrið eður annað pvíum iíkt. Var pá enginn
óttalaus erpærsáust. Jafnvel miklir vísinda-
menn trúðu bessum bábiljum, og ólu óttan
hjá mönnum. Gjörðu peir sjer svo ótrúlegar
hugmyndir um halastjörnur, að pað er næsta
hlæilegt. Til dæmis mánefna hinn franska
sáralækni Ambroise Paré er ritaði um
skrímsli himinsins, er hann nefndi svo. Lýs-
ir hann par einkurn halastjörnu einni er
sást árið 1528 og fer um hana hjer um bil
pessum orðum;
«|>essi halastjarna var ógurlega voðaieg
og skelfdi marga svo, að sumir dóu af
hræðslu, enaðrirveiktust. Hún varákflega
löng að sjá, og á litinn sem hlóð. Við
annan endann sást kreftur bandleggur
með hönd, er hjelt á sverði miklu bánu
til höggs; en á sverðsoddinum voru prjár
stjörnur. Beggjavegna á halanum var
fjöldi aia, hnífa og blóðugra sverða; en
meðal peirra sáust mörg mannsandlit
grett og skæld, með úfið hár og skegg*.
Á pessa leið fórust pessum fræga lækni
orð um halastjörnuna og liefir hann eflaust
trúað pví sjálfur, er hann sagði. Keppler,
hinn ágæti stjörnufræðingur, var hi ldur
ekki alveg laus við pessa hjátrú. Áleit
hann halastjörnurnar einskonar skrímsli, er
sveimuðu um geiminn, enda pótt hann hafi
líkast til aldrei trúað jafn vitlausu eins og
Ambroise Paré segir um halastjörnuna.
Nú er pessi haiastjörnuhræðsla og hjátrú
mjög á förum meðál manna. Verður hún eins
og allt annað pess kyns, að rýma sæti fyrir
menntuninni, er nú ryður sjer óðum til
rúms meðal alpýðu. En því er þó verr og
miður, að enn pá mun eima nokkuð afhinu
sama hjá einstökum mönnumhjer; og heldur
mundu peir kjósa að halastjörnum fækkaði en
fjölgaði í sólkerfi voru. En pesskonar hræðsia
og hjátrú er ljós vottur um djúpt menntun-
arleysi.
Stjörnufræðingarnir hafa fyrirlöngu sann-
að, að vjer höfum ekkert að óttast, pó hala-
stjðrnur nálgistjörð vora,-;eg hvermaður með
öllu viti gefur sjeð, að pað er jafn heimsku-
legt að halda að halastjörnur sje fyrirboði illra
tíðinda, eins og að trúa hinum gömlu munn-
mælum, ersegja, að pokan sje konungs-
dóttir í álögum,
Frj ettir.
Mestalla næstliðna viku hafa hjer um
sveitir verið norðan hvassviður og stórrign-
ingar, en pó ekki snjóað í byggð pað til hefir
frjetzt hingað nema aðfaranótt pess 20 okt.
kora lijer lítið snjóföl. Eiskiafli hefir bjer á
firðinum nú um tíma verið fremur lítill, og
pað aflast hefir mjög smátt. til pess nú sein-
ast að róið varð og páaflaðist hjer yzt á firðinum
vei af vænum fiski. A «Skjálfanda» og Skaga-
firði er nú líka sagður góður fiskafli.
«Anna», eitt af verzlunarskipum
Höepfners stórkaupmanns, fór bjeðan 14 p. m.
með blaðfermi á leið til Khaínar.
Vegna fjórfækkunar í fyrra haust 1882,
vorn pá fluttar bjeðan frá Akureyri og Odd-
eyri 2,210 tunnur af kjöti, en nú í ár að
eins 440 tunnur, 1770 tunnum mhina en i
fyrra. 300 tunnuraf kjöti, er sagt að komið
hafi/í haust til verzlunarinnar á Húsavík.
Sagt er að flestir af Norðmönnum, sem lijer
hafa verið í sumar á Eyjafirði, hafi aflað síld
ina fremur vel.
Föstndaginn 4 p. m., er sagt að 5 menn
frá Siglunesi hafi farið sjóleiðis eptir salti inn!
Siglufjörð en á heimleiðínni hvoift uudir
peim, fyrir hvað hefir enn ekki frjetzt hingað,
3 mennirnir höfðu drukknað en 2 orðið bjarg-
að, en þá orðnir svo langt leiddir, að tvísýnt
pótti hvert peir mundi geta haldið lífi.
Anstanpóstur kom hingað í gær að austan..
Veðurátta par lík og hjer. Lítill afli af síld
og fiski. Fjártaka með minnsta móti sem hjer.
2. p. m, diukknaði maður á Reyðarfirði meú
pví móti, að hanu hrökk útaf bát i náttmyrkri,
og nýlega annar drukknaður, sem átti heima
á Svalbarðsströnd. Gísli Wíum á Seyðis.
firði dáinn.
Eitt af síldarveiðaskipum Norðmanna
er nýl. strandaði við Hjeraðssand í N. M. s.
Hitt o-g petta.
Segðn ætíð satt:
Hve áríðandi pað er að hafa gott orð á
sjer fyrir sannsögli, sjá menn af eptirfylgj-
andi sögu, sem sanniega er eptirtektaverð.
Á skipi einu, sem var í langferð, kom upp
voðaleg pest, svo að hver af öðrum skipverj-
anna dóu. Svertingja einum sem var einn
meðal skipverja, var skipað að varpa binum
dauðu fyrir borð. Einn dag pá er skipherr-
ann var upp á þilfari, sjer hann hvar svert-
inginn dregur sjúkann mann eptir þilfarinu,
er var einn af hásetum skipsins, og streittist
af Öllum mætti við veinandi hástöfum, út af
pví að svertinginn vildi varpa sjer lifandi út-
byrðis. Skipstjóri sjer og heyrir petta, kallar
pví með bistum róm til svertingjans: «Hvað
ætlar pú svarti bófi að gjöra við manninn?
jeg ætla, svarar svei'tinginn að varpa honum
! útbyrðis herra, pví hann er dauður, «Dauður
i varmennið pitt?» jú herra, jeg veit vei, að
pótt hann segist vera lifandi, pá lýgur liann
pví, hann er ætíð svo óttalega lýginn,
að menn vita aidrei hvort hann segirsatteða
lýgur, og því engu hans orði að trúa framar
enn verkast vill.
Barnsfæðing 1 líkkistu.
1 sveitabæ einum, sem heitir Tolka J
landshöfðingjadæmunum Esthland, sem fyr
meir lá undir Svíaríki, en er nú eign Rússa,
lagðist bóndakona ein um tvítugt á barns-
sæng. Yíirsetu konan var pegar sótt, sem
engu gat áorkað barnsængurkonunni til hjálp-
ar, svo aijtaf dróg af henni og seinast svoað
menn töldu hana liðna. Að 2 dögum liðn-
um var hún kistuiögð og líkinu ekið tilVes-
enborgar, par sem það atti að jarðast. Á
leið peirri virtist líkmönnum, sem lokið á
kistunni væri að lyptast upp, er peir meintu
að mundi koma til af þvi, að líkiðværi farið
að rotna og bólgna, tóku pvi bönd og reirðu
kistuna með peiin aptur, settust siðan á lokið
en pá er þeir voru komnir á kyrkjustaðinn
par er líkið átti að jarðsetjast, var kistan, sém
venja kvað til, opnuð, sást pá að hendur og
fætur konunnar var komið fast upp að loki
kistunnar, varirnar og tuugan alblóðugt og
sundurbitið, eg blóðið runnið út um munn-
inn og eyrun, en við fætur móðurinnar lág
nýfæðt barn einnig dáið.
Auglýsing.
Vegnaskulda minna til annara, hlýtjeg
hfer með að skora í alla pá, sem eru, mjer
skyldugir fyrir «Norðanfara» og fleira frá und-
anförnum árum, að peir borgi í pessum eða
næsta mánuði, helzt í peningum; en peir,
sem ekki geta pað, pá með innskript til þeirrar
verziunar hvar jeg hefi reikning og þeim hægast
að ráðstafa því. Einnig óskajegað peir, sem
eru kaupendur að p. á. árgangi Nf., og ekk-i
eru pegar búnir að borga hann, vildu gjöra
svo vel og greiða til min borgun fyrir hann
á nefndu tímabili.
Akureyri, 24 Okt. 1883.
Björn Jónsson.
Eigandi og ábyrgðarm.: Jíjörn Júnsson.
Prentsmiðja Norðanfara.
Prentari: B. St. Thorarensen.