Norðanfari


Norðanfari - 10.11.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 10.11.1883, Blaðsíða 2
j»orleifur prófastur Jónsson. Hann var borinn 1 heira pennan hinn 8. dag nóvem- bermán. 1794 á Hjarðarholti í Breiðafjarðardölura. Foreldr- ar hansvoru: Jón prófastur og riddari Gislason, Jónssonar, og Hallgerður Magnúsdóttir prests Einarssonar sýslumanns í Strandasýslu; Magnússonar sýslumanns í Snæfellsnessýslu. Jón prófastur Gíslason dó 1854, rúmra 87 ára gamall, og hafði verið prestur 55 ár og prófastur 25 ár. pá er J»or- leifur var á 4. ári, misti hann móður sína Hallgerði (d: 11. júlím. 1798). og ólst síðan upp með föður sínum og stjúpmóður sinni, Sæunni Einardóttur prests í Hvammi, jpórðarsonar; átti síra Jón hana 1799. Gekk Sæunn J>or- leiíi og systkynum hans i beztu móður stað. J»á er hann var á 8, ári, fluttist faðir hans að Hvammi í Hvammssveit, og par dvaldi J»orleifur eptir pað alla æfi, nema veturna sem hann var í skóla. J>orleifur lærði í uppvextinum hjá föður sínum alla bændavinnu, unz hann um tvítugt fór í Bessastaðaskóla. Meðan hann var par, var hann umsjónar- maður í svefnlopti (inspector cubiculi), og sveinn (famul.us) Dr. Haílgríms Schevings kennara síns.. Hann útskrifaðist úr skóla vorið 1818, og ári síðar (4. júlím. 1819) vígðist hann og varð aðstoðarprestur föður sins í Hvammi, og síðan, árið 1822, aðstoðarmaður hans í prófastsembætt- inu. Enn við prestsskap í Hvammi og prófastsdæminu í Dalasýslu tók bann algjört af föður sínum vorið 1841, pá er síra Jón fluttist burtu frá Hvammi að Breiðabólstað á Skógaströnd. Próí'astsdæmi sleppti síra J>orleifur 1864 og hafði pá pjónað pví í 42 ár, algjört í 23 ár. Enn prests- skap pjónaðí hann tfl 1870, og hafði pá prestur verið 1 61 ár. Yar síra J>orleifur pá gjörður riddari dannebrogsorð- unnar. A síðustu pjónustu árum sínum hafði hann pá að aðstoðarprestum: fyrst síra Jón Benidiktsson, nú prest að Görðum á Akranesi, og síðan síra Jón Bjarnason Thorar- ensen uppgjaíaprest í Saurbæarpingum. Fyrri kona síra J>orleifs var J>orbjörg Hálfdánardóttir prests, Oddssonar prests á Beynivöllum. Giftustpau 1824. Átta börn peirra náðu fullorðins aldri og voru pau pessi: 1. Síra .Tón skáld á Ólafsvöllum, dó 13 febr. 1860. 2. Páll mállausi, ágætur vefari. 3. Sigurður lifir ekkjumaður. 4. Ingibjörg fyrsta kona Jens sjálfseignarbónda á Hóli i Hvammsveit Jónssonar. 5. Jóhanna ekkja Hákonar kaupmanns á Bíldudal Bjarna- sonar. 6. Hólmfríður kona Helga beykirs á Bíldudal. 7. Sæunn hefir gipst tvisvar. 8. Hallgerður efnismær, dó ógipt rúmlega tvitug í föður- búsum. Síðari kona sira J>orleifs var eptirlifandi ekkja hans Margrjet Magnúsdóttir úr Helgafellssveit, og giftust pau haustið 1866, og varð peim ekki barna auðið. Enn mörg börn ól sfra J>orleífur og konur hans upp og fóru með pau einsog sín eigin börn. Síra J>orleifur Jónsson var með hæstu mönnum, enn alla æfi grannvaxinn. Hann var hinn hraustasti að afli og fimur eptir pví. Var hann í skóla kallaður Glímu-Leifi, pví að enginn stóðst hönum snúning. Er pað að minnum haft, er skólabræður hans tóku sig saman eitt kvöld í svefn- loftinu á Bessastöðum og voru á milli 20 og 30. Rjeðu peir allir á móti honum í einu, enn svo fóru leikar, að hann ljek pá svo hart að peir urðu að biðja hann vægðar, jg stóð hann pó einn uppi móti peim öllum. Oss örkvis- um pessarrar aldar pykir ef til vill saga pessi ótrúleg, enn að bún sje sönn veit jeg með vissu af sögn skólabræðra hans. J>eir voru rekkjunautar (contubernales) í skóla J>órður Jónagsón er siðár varð háyfirdómari, og J>orfeifur. J>órður var pá ungur, enn glettinn og ertinn við skóla- bræður sína suma, og skákaði jafnan hróksvaldi hins hæg- íáta rekkjunautar síns, pvíað J>orleifur barg honum ætíð pá er eitthvað bar útaf. Sagði J>órður sál. mjer ýmsar brell- ur sínar frá peim áruin, enn |>orleifur sagði hann að aldr- ei hefði brugðist sjer mað fulltingið, hvernig sem ástóð. Voru peir og hinir mestú aldavinir til dauðadags. Eptir pað að J>orleifur var ví'gður til aðstoðarprestS hjá föður sín- um byggði hann, að mestu einn, grjótgarð fyrir ofan túnið í Hvamini; eru ’í honum slík lieljarbjörg, að lítt pykja fær einhama manni við að ei'ga. Enrt einhver hinn spaklynd- asti og hæglátasti maður, sein jeg hefi pekkt, varsíra J>or- leifur, og aldrei h'eyrði eg hann minnast sjálfan á neitt, er verið gæti honum til lofs', og pað var fyrst, pá erjeginnti hann eptir pessu og pessu, hvort pað væri satt, að pað fjekkst hjá honum. Síra J>orleifur var hvers manns hug- Ijúfi, sem til hans náðu, og peir voru margir, pvíað auk pess sem hann var prestur og prófastur um svo fjölda mörg ár. lagði hann og stund á lækningar með mikilli hepprti, pviað lánið fylgdi honum i pví sem öðru. J>óað hann að vísu ætti fremur gott bú og væri hinn mesti dugnaðar mað- ur og búhöldur, pá var pó efnahagur hans jafnan erviður pvíað pau hjón sáust aldrei fyrir í góðgjörðum og gjöfuin hver sem í hlut átti Ræður síra J>orleifs voru opt afbragðs- góðar, erm rödd hans var mjög lág, og átti hann pvíervitt með tón og framburð, enn skylduræknari og góðgjarnari mann í embætti sinu getur ekki fengist heldnrenn síra J>orleifur var. Um miðskeið æfi sinnar var síra J»orleifur heilsu tæp- ur, tók hann pá fyrir aðhressa sig einstöku sinnum ávíni, og pó í mesta hófi, enn áður bragðaði hann pað ekki; hjelt hann peim vana fram að sjötugu, að hann átti alltaf vín og hréssti sig á pví við og við. Á síðari árum æfi sinnar var hann hraustur vel. J>á er hann var áttræður að aldri, fylgdi hann mjer einsog hann var vanur suður að Fáskrúð, og er mjer pað fyrir minni, pá er við stigum á bak á hlaðinu í Hvainmi pá henti hann sig á bak sem ungur væri án pess að fara í ístaðið. Sjón og heyrn hafði liann góða til loka, enn minn- ið sagði hann mjer, síðast pegar jeg sá hann sumarið 1880, að væri farið að bila sig á peirn hlutum er pá báru við, enn vel mundi hann eptir hinu gamla. Síra Jrarleifur var bókavin mikill alla æfi og átti gott bókasafn og fylgdi vel með timanum; hann var og töluvert við ritstörf einkum eptir pað að hann fjekk lausn frá embætti. Síðari hluta Grimmavetrar (1880—81) var síra J>or- leifur mjög lasinn og náði sjer aldrei úr pví; og nú hinn síðasta vetur lífs síns var hann opt mjög punglega haldinn. Ejekk hann loks lausn frá pessum heimi binn 5 dag maíman. 1883, og varð jarðsettúr á priðja dag hvítasunnu. Hjeldu peir ræður yfir honum síra Jón prófastur Guttormsson í Hjarðarholti og síra Jakob Gnðmundsson að Sauðafelli. Þ-J-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.