Norðanfari


Norðanfari - 10.11.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 10.11.1883, Blaðsíða 4
l>jetiari en annarstaðar og vatnið leitar á lausu staðina svo púfa myndast opt par sem pjapp- að var. (Niðurlag). F r j e 11 i r. Úr brjefi af Austurlandi 1883* «Af pví pjer spyrjið mig um ritgjörð sjera Lárusar, skal jeg geta pess, að jeg álít liana vel ritaða, en mjer pykir hann ekki vera búinn að opinbera neitt pað sem miði til verulegra bóta í kirkjunni, og ætla að pað sje misskilningur hans að nokkrir hah ^messuklæðin fyrir afguð, jeg ætla heldur mætti segja, að Baehus væri Guð margra af prestastjettinni, og pað yrði mjög miliil bót að honum yrði byggt út úr fjelagi prestanna. }>ó viðhöfn Páfatrúarinnar beri opt vott um hjegómaskap og pó messuskrúði og prýðilegar kirkjur hjá oss, sje langt frá að vera trúarat- riði, virðist mjer samt pað fremur bera vott um dýrslega hugsun prests og safnaðar, að bafa petta auðvirðilegt, pví hætt er við að Guðspjónustugjörðin verði ekki haldin hátíð- leg athöfn, ef petta pykir henni óverðugt, nefnilega lnisið og öll prýði: Jeg ætla hið kristilega frelsi nái ekki síður til safnaðanna enn prestanna, og pví beri peim ekki að breyta neinu, nema með sampykki safnaðanna og óvíst að kirkja vor yrði betur á sig kom- inn, pó hver prestur yrði einvaldur í sókn sinni, en liún er nú í sambandi við ríkið, sem ekki virðist pó sem æskilegast, og ekki -eiga við að hafa pá andlegu menn fyrir toll- heimtumenn, og tvinna pannig saman «guð- vef og garðalóg». Ýmist munu prestarnir hafa skaða af pessu fyrirkomulagi og ýrnist söfnuðirnir. Um trúarlífið ætla jeg ekki til neins að gjöra áætlun par sem svo stendur á. Margir tala um aðskilnað ríkis og kirkju en hinn bezti undirbúningur til pessa ætla jeg að væri að leyfa prestastjettinni að búa til lagafrumvarp fyrir kirkjuna eða kjósa sjer menn til pess. ef að peir væri færir um pað og peim annt um kirkjuna, mundu peir gjöra petta fyrir lítið, pví að verkið irði peim kær- komið, svo mætti líka launa peim lögbókiua vel. |>að gæti verið byrjun að peir kæmi sjer saman um betur viðeigandi reglu við Guðspjóuustuna, breytinguna á sjálfum Guðs- búsunum og hvernig hinum auðvirðilegu meðal peirra irði komið í sómasamiegra ástand, ún pess pó að leggja meiri kostnað á eina sókn fremur en aðra til pess, heldur steypa mörg- ,um kirkjusjóðum saman og útvega peim gjöld til að bera kostnaðinn og margt íleira. Vilji ipeir ekki verða til eða leggja meiri kostnað á divern söfnuð enn er, eður hafa hann misjafn- an inubyrðis, eða heimta meira af ríkinu en prestastjetftinni og kirkjunum er pegar lagt til viðhalds, er jeg hræddur um að spilli íyrir málefninu*. Úr brjefi úr Bjarnanesi, d. 2 sept. 1883. „Hclztu frjettir hjeðan cru: tíðarfarið rstillt og gott, en frernur þurrkalílið til águst- loka en með sept. brá til óþerra og opt stór- rigninga, sem öðru hvoru hafa lialdist síðan. Kom það mörgum mjög illa, þvl menn urðu að inestu að hætta við slátt, og svo liggur mikið af því lieyi sem undir var þegar brá (skipti um) og sem eptir það var slegið en þá úti. En vcgna þess að grasvöxturinn var hjer í góðu meðallagi, hafa flestir náð hjer meðal heyskap. Uni miðjann f. m. var lival- kálfur drepinn hjer í Horuaíirði, hjerumhil 18 álna langur, á sömu stöðvum og í fyrra og sem greinarnar i Ixorðanfara tala um, frá prófasti sjera Jóni og alþingismanni Stefáni Eirikssyni. Með sláttarbyrjun gekk hjer ill- kynjuð kvefsótt og lögðust flestir í henni, þó dóu engir nafnkenndir, síðan hefir verið kvilla- litið. Fjárprísarnír á Papaós eru auglýstir. Bezta kjöt á 18 aura, svo 16 og 14 lægst, mör 30 aura gærur bezta sort 3 kr. lakast 1 kr. 25 aura, 4 sortir. petta þykír ekki á- litlegt, en vonandi að skáni síðar. Skipið er komið þar fyrir nokkrum dögum“. Úr brjefi úr öræfum, dagsett 25 sept. 1883 „Hjer hefir verið svo viðburðalítið næstl. kafla að ekkert leljandi er i frjettum. Kránk- samt liefir verið en enginn nafnkenndur dá- ið. Höpp eða rekar ekki nema aö sögn lít- ill hvalkálfur á Stafafellsreka og aunar stærri á Bjarnanesreka. Tíðin, að frátekrium svo sem 10 döguni hefir verið stillt enn ofþurka- iítil. Taða hraktist og hirtist illa hjá flestum og hjá mörgum hraktíst úthey lika eða var hirt miður þurrt en skyldi. Margir eru líka ekki nægilega hagsýnir hvað þurkinn áhrærir INú er verið að klára si'g við heyskapinn, og lítur út fyrir ineðal licy að vöxtum en síður að gæðum“. Úr brjefi úr Yopnafirði d. 7/io 83- „Hjeðan er að frjctta einstaka veðurblíðu. Fjártaka er hjer með langminnsta móti, sein hefir nú verið til margra ára, sem leiðir af hinni ógurlegu fjárfækkun, sem hjer var í fyrra. |>að skurðarfje sem komið hefur hing- að í haust, hefir reynst ágætlega bæöi á hold og mör. Helzt lítur út fyrir að Yopnafjarð- arverzlun lái nú aðeins í ár 400 tunnur af kjöti. Fjártökuprísar: 44 pd. kroppar 25 a. 40 pd. 22 a. þriðja 19 a. sem er flest í kring- um 32 til 40 pd., mör 32 a. gærur nr. 1. 3 kr., nr. 2 2 kr. 50 a., nr. 3. 2 kr., nr. 4 1 kr. 50 a., nr. 5 1 kr 25 a. Freniur helir fiskaflinn verið nú í sept. með rýrara móli í samanburði við það sem að undaufernu hefir verið, þvi að í sumar liefir fylgst að góð veðurátta og mikið fiskirl, og það lítur svo út, sem að margir þeir er liafa haft hin e.r- viðustu kjör við að búa muninúvcrða þrosk- aðir að eí'nuni, þá vel er áhaldið“. Úr brjefi úr Norðfirði, d. 13/,0 83. „Aflalaust að kalla, þvi sild er hvergi að fá, sem heitir; hjer á Norðfirði hala 2 síldarfjelög legið i sumar og fengið nm 700 tuunur til sanians, en eru núáförum. Prís- ar eru góöir, bezta kjöt á 25 a. pd. og svo á 22, 19, 16 af ám og lömbum, mer 36 a. tólg 40. Haust tíð hefir inátt lieita góð, því að aldrei hefir komið frost að kalla, enn freraur hefir verið óþerrasamt, einkum síðan 20 þ. m. Fremur hefir heyjast vel, því að töður voru með betra móti. Slys vildi tíl á Beyðaríiröi 2. þ. m. að maður hafði hrokkið út úr bát í náttmyrkri, sem fór út á Yattar- nestanga. }>etta var formaður á bátriuni og lijet Kristján og var sonur Júns í Borgar- garði við Djúpavog, þess valinkunna inanns. Kiistján sál. hafði verið formaður á Jöktum og bezti sjómaður“. Annan þ. m. frjettist hingað með manni sem kom austan af Seiðisfirði, að þar hafi orðið úti maður úr Seyöisfirði, er hjetGunn- laugur Magnösson, i svonefndri Breákukinn, er liggur millum Seyðisfjarðar og Mjóafjarð- ar, og annar druknaði i læk í Loðmundai firði sem átti heima i Stakkahlíð í sama firði, og lijet Jón Stefáusson. JNorska skipið scrn getið er um í næsta blaði hjer á undan að sti andað hati við Hjer- aðssand i N. M. s., er búið að bjóða upp og skipið með rá og reiða selzt lil sjera Bjarn- ar þorlákssonar á Hjaltastaö l'yrir 18 kr. en nætui' er skipinn fylgdu fyrir 6 kr. og allt strandið fyrir 360 kr. Sagt er að nýskeð haíi rekið á Brimnesi í Ólafsfirði partur af borð- stokk eða háreið úr þilskipi, trjeskór og tólg- arskjöldur. Nýskeð kvað kaupskip vera kom- ið á Húsavík þar til verzlunarmiiar fermt nauðsvnjavörum, og annað á Sauðárkrók til herra verziunarstjóra Stefáns Jónssonar einn- ig fermt matvöru, Sagt er að sjera Jón pró- íástur á Hofi í Vopnafirði, og sóknarmenn hans, sjeu orðnir sáttir og sammála, um það. að hann verði æíilangt prestur þeirra, þará- mót er sagt að lleyðfirðíngar, sem sögðu sig úr þjóðkirkjunni, fari enn sínu fram og aö sjera Lárus prófastur hafi tekið að sjer að verða prestur þeirra og í þvi tifliti sje áfonn- að hyggja þar nýja kirkju. Sagt er að Múlasýslumenn hafi enn tekið sig saman um að koina í gang prentsmiðju herra Jóns Olafssonar alþingism. og ritstjóra Jjjóðólís, sem hann skildi eptir áFskifirði þá er hann tlutti þaöan til Reykjavíkur. Forgöugumenn þessa, eru sagðir herra verzú unarstjóri Sigurður Jónsson á Yestdalseyri og licrra cand. philos. Páll Vigfússon á Hall- ormsstað en prentari Guðruundur Sigurðsson og þegai' byrjað að prenta bók um kirkju- mál, eptir sjera Pál Pálsson prest að F'xg- múla og Hallormsstað. + 13 f. m. Ijezt ekkjufrú Margrjet Jónsdúttir tlærða), ekkja sjera Einars sál. Thoriací- usar; 92 ára gömul t 26 f. m. Ijezl sóknarpresturinn sjera Guðjón Hálfdánarson á Saurbæ eptir stranga og langa sjúkdómslegu af nýrnagulu. Jarðarför peirra tramfór að Saurbæ 6 p. m., að viðstöddum 3 prestum sjera Bavíð prótásti, sjera Gudmuudi Belgasym og prestaöldungnum sjera Stefáni sem var á Hálsi og hátt á annað hundrað manns. Síra JDavíð flutti húskveðjuog ræðu í kirkjunni og sjera Guðmundur aðra. 27 p. m. á Steinnesi í pingi kviknaði í út- heyji, sem voru í 400 hestar og brunnu af pvi 300 hestar, en 100 varð bjargað pó ekki nema nokkuð skemmdum. Strandað heflr norskt síldarv. skip yzt á Látraströnd 4 p. m.; mcnn komust af. 6 p. kom póstur aptur hingað að sutinan. Auglýsingar. Af |>veráiafrjett i Yxnadal hafa tapast snemma á næstliðnu sumri þessi tryppi: Bauðsokkóttur foli bógaskjótt- ur, tvævetur óvanaður, mark biti aptan hægra smár vexti, mjög hvatlegúr og vel vaxinn. Rauðt raertryppi veturgamallt freinur stórt vexti, brennimerkt með q á báð- um framhófum. J a r p u r f o I i t v æ v e t u r, inark stúfriíáð aptan hægra hvatrifað vinstra. G i' á i' f o 1 i v e l u r g a in a 11, mark tvístýft aptan liægra. Allar líkur bcnda til að tryppi þessi hafi lialdið saman, og strax í vor lagt fram úr draginu á Jnerárdal og suður á fjell og því ef til vili flækst á afrjettir Skagfirðinga eða jafnvel Hreppamanna. Skyldu nokkrir verða vai'ir við þau eru þcir vinsamlegast beðnir að annast þau og gjöra aðvart um, annað- hvort til hreppstjóra Gisla í>orlákssonar á Hjallastöðum í Skagatirði eða lireppstjóra Sveinbjarnar þorsteinssonar á Stokkahlöðum í Eyalirði og mun þeim verða borguð skil- víslega öll fyrirhöfn þeirra og kostnaður. Hvern sem kynni að hafa markið Tví- stýft aftan hægra, stýft vinstra og biti aftan í norður þíngeyjarsýslu, eða norðan til í Norðurmúlasýslu, bið jeg að segja mjer til, og semja við mig um markið. Syðralóni 17 októb. 1883. Friði'ik Guðmundsson. í liaust var mjer dreginu hvítur lamb- lirútur með mínu rjetta eyrnamarki Sýlt hægra sneitt apt. biti fr. vinstra. þar jeg ekki á lamb þetta, getur rjettur eigandi vitjað and- virði þess til raín, og um leið að borga aug- lýsingu þessa. Fyjardalsá i Bárðardal 19 okt. 1883 Stefán Jónsson. Eigandi og ábyrgðarm.: 15jörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara, Prentari: B. St. Thorarensen.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.