Norðanfari - 07.01.1884, Blaðsíða 4
-ur!“ kallaði einhver recld.
9/u - 83.
Nýlega kvað Riissakeisari hafa fundið
kassa á borðinu fullan af helvjelum og fylgdi
brjef þess efnis, að hann skyldi ékki ætla sig
ór allri hæltu enn. Níhilistar eru og farnir
að gefa út nvtt blað; það eru ekki ell kurl
komin til grafar enn á Rússlandi.
INJíLEífDAIl FEJETTIE.
Úr brjefi að vestan 28 nóv. 1883.
Kú liggur mjög þungt, í taugaveiki að
sagt er, Jón bóndi Ólafsson á Hornstöðumí
Dalasýslu, sem er orðinn alþekktur af sinum
ágætlega heppnu læknisstörfum, svo að fáir
mundu verða, meir tregaðir hjer vestra enn
hann, ef hans missti við nú þegar, sem ósk-
andi er að ekki verði. Enn þó hann lifni er
óvíst nær hann getur tekið til sinnar fyrri
yðju n. 1. að lækna sjúka nær og íjærf þvi
vart mun hann geta haft þá aðhjúkrnn sem
þorf er á, vegna örðugra kringumstæða, þvi
fjölskylda, og næstum ofmikil góðsemi eður
hofðinglyndi og þarafleiðandi fjeskortur ern
þar orsok til.
Fagurt og skyldugt væri það að almenn-
ingur hjer vestra vottaði honnm i verkinu þakk-
læti sitt, og sæmdi hann með heiðursgjefum,
því allt gott á bann sklíð, og fólk hans,
ckki sizt þegar þörf krefur mest. í þeim til-
gangi safnaðist á stuttum tíma í fyrra vetur
i Bæjarhreppií Strandasýslu ekki svo Títið fje,
-og að góðum mun úr vestustuhreppum Húna-
vatnssýslu; og mun það hafa hjálpað honum
‘til að geta haldið áfram lækningum, þrátt
íyrir þann skaða sem hann beið af harðær-
anu, sem aðrír, undanfarin ár
Úr brjefi nr Straudasýslu 28 okt. 1883.
«Engar frjettir ufem sumarið hjer í Strand-
asýslu var kalt og graslítið, svo að beyskapur
varð mjög rýr, þó varð hann betri en í fyrra
sumar, samt munu fáir vera byrgir fyrir þær
fáu skepnur, ersettar verðaá ef vetur verður
nokknð harður. Ekki er fiskur enn kominn,
og mun mergum verða erfitt lífið ef ekkert
fiskast í haust
Úr brjefi úr Beykjavík 29. nóv. 1883.
Fjarskalega óstillt tíð siðan um miðjan
f. m. og þarafleiðandi gæftaleysi og afli frem-
ur rýr, þá sjaldan hefir verið róið hjerum 20 I
hlut þá er bezt hefir verið; ekki hefir hjer
fallið snjór nema einusinni og þó lítill og
ringdi hann af eptir 2 eða 3 daga, svo nú er
hjer alrauð jörð nema lítið föl efst á fjöllum.
Heilbrigði manna er bjer almennt góð, það
jeg veit, en heldur mun lítið um bjargræði
hjá þeim er ekki hafa annað að treysta uppá
enn sjóinn, því þegar hann bregzt eða ógæftir
ganga þá hafa menn ekkert nema kornmatinn
og hann þurran og svartann kaffisopann má-
ske sikurlausann eða sikurlítin; fjöldi manna
hjer mun ekki hafa eignast inunnbita af kjöti
f haust. enda var það ekki gefið 25—30 aura
pundið móti peningum útí hönd, mör 35—
38 aura, gærur tóku kaupmenn eptir vigt 30
aura pd. og haustull gekk á 45—50 aura pd.
Slátur mun hafa orðið í kringum 2 kr. Hjer
er komin ný prentsmiðja, og er nú verið að
setja hana á laggirnar þessa dagana og byrjar
hún víst að vinna von bráðara, er það sem
jeg hefi sjeð af prentsmiðju þessari nýtt og
mjög vandað pnda er Sigmundur manna hag-
sýnastur og útsjónarsamastur í því efni.
Úr brjefi úr Vesturhópi í Húna-
vatnssýslu 8. des. 1883.|
•Tíðin hefir verið mjðg óstillt fog um-
— 115 —
hleypingasöm í vetur og mjög miklar úrkom-
ur, einkum snjógangur svo víða varð hagskarpt
um tima, útigangshross töluvert farinn að
brakast og víst fje þar sem lítið hefir verið
gefið, ótimgun talsverð í lömbum af skitu-
pest -svo þau hafa víða drepist upp að 10 og
yfir það sumstaðar. Heifsufar yfir höfuð gott
og engir nafnkenndir dáið nema Friðrík Da-
víðsson á Blönduósi úr taugaveiki. Fiskileysi
mikið við Miðfjörð og Hrútafjörð í haust og-
sama fiskileysi sagt af Ströndum allt norður
að Gjögri, en þar nokkuð skárra*.
Úr brjefi úr Reykjavík 30 nóv. 1883.
«Veðurátta hefir hjer syrðra verið mikið
góð til landsins, frostlaust og snjólaust að
heita má ; þarámóti hefir verið fjarska storma-
samt og haustvertíðin hefir þvi en sem kom-
ið er orðið að sárlitlum notum, dálítið hefir
þó fiskast þá sjaldan gefið hefir. |>að er því
ekki laust við að þröngt sje í búi hjá ýms-
um tómthúsmönnum hjer, sem mestmegnis
eða þvínær eingöngu lifa á sjónum. Eggert
Gunnarsson hefir fengið talsvert af vörum í
í haust, er hann mestmegnis selur fyrir pen-
inga. Hann er nú að kaupa fje og hesta, er
hann ætlar uð senda út með póstskipinu».
Úr brjefi út Hrútaíirði 9 des. 1883.
«Hjer hefir mátt heitagóðtíð það sem af
er vetrinum og nýafstaðin góð hláka, lakari
tíð kvað vera — einkum snjóþyngsli — í Húna-
vatns- og Skagaljarðarsýslum, og er óvanalegt
að hjer skuli vera betra. Fiskilaust hefir hjer
verið alveg í haust*.
Ur brjefi úr Svartardal í Húna-
vatnssýslu 10 des. 1883.
«Tið er mjög rosasöm, einlægir útsynn-
ingar og bleytuhríðar. Hjer í sveit hefir ver-
ið jörð að þessu, en Skagafjörður hefir verið
lakari svo farið er að gefa þar víða hrossum
og fje. Heilbrigði er almenn, þó stingursjer
taugaveiki niður á stöku stað, úrhennierný-
dáiun Friðrik verzlunarstjóri Davíðsson á
Blönduósi. Að fráfalli slíkra manna, sem
hans, er æfinlega skaði, því auk þess sem
hann var efnilegur æskumaður, hafði hann á-
unnið sjer álit allra betri manna fyrir það
hvað áreiðanlegur og viss hann var l viðskipt-
um».
Úr 17 blaði «Leifs» 1883.
Frjettablöð í Constantinopel. segja frá að
nokkrir Tyrkneskir menn, er sendir höfðu ver-
ið til að rannsaka hvað mildar skemmdir höfðu
orsakast af snjöflóðum úr fjallinu Ararat, hafi
fundið örk Nóa. þeir sáu álengdar hátt uppí
jöklinom, eitthvað líkt stórkostlegri byggingu
úr dökkleitu timbri, fóru þeir þá að grennsl-
ast eptir hvað þetta væri, hjá búendum í
kringumliggjandi sveitum, og frjettu þeir að
þetta hefði sjezt í jöklinum nú í síðast liðin
6 ár, en enginn hafði þorað að skoða hvað
það var fyrir hræðilegri mynd, er þeir þótt-
ust sjá í einum glugganum, en sendimenn
Tyrkja voru hugdjarfir, og ásettu þeir sjerað
komazt eptir hvað petta gæti verið, og eptir
langvinnar þrautir tókst þeim loks að komazt
að örkinni, og fundu þeir að hún hafði geymst
furðu vel, en talsvert höfðu bornin (þar var
hvorki skutur nje barki) brotnað, og það hefir
sjálfsagt gjörst þegar hún hrapaði ofan eptir
fjallinu, með Tyrkjum var í för þessari einn
Englendingur og sá hann að örkin var smíð-
uð úr þeirri viðartegund sem ritningin segir
að Nói hafi brúkað, og sem hvergi fæst nema
á sljettunum íram með Euphrat, þeir brutu
sig inní örkina, og skoðuðu 3 herbergi og voru
þau 15 fet frá gólfi til lopts, meira gátu þeir
ekki skoðað, því allt var fullt af ís, og geta
þeir því ekki sagt neitt um stærðina ef þessi
örk skyldi vera jafnstór og Nóa örkin er sögð
að hafi verið (o: 300 al. á lengd og 50 á breidd
e. s. frv.) verður ervitt fyrir mótmælendur
Genesis bókar, að bera móti að syndaflóðið hali
átt sjer stað.
Auglýsingar.
D^"’ Vegna skulda minna til annara, hlýt jeg
hjer með að skora á alla þá, sem eru mjer
skyldugir fvrir «Norðanfara» og fleira frá und-
anförnum árum, að þeir borgi í þessum
mánuði, helzt. I peningum; en þeir, sem
ekki geta það, þá með innskript til þeirrar
verzlunar hvar jeg hefi reikning og þeim hægast
að ráðstafa því.' Einnig óskajegað þeir, sem
eru kaupendur að 22. árgangi Nf., og ekki
eru þegar búnir að borga bann, vildu gjöra
svo vel og greiða til min borgun fyrir hanu
á nefndu tímabili.
Akureyri, 7 jan. 1883.
Björn Jónsson.
Hnakkur til siilu "Wl
alfær, með reiða, gjörð, ístöðum og í-
staðaólum, yfirdýnu laus, lítið skemmdur.
Ritstjóri vísar á, seljanda.
Hinn 22 Október 1883 voru seldar við
opinbert uppboð í Skriðuhrepp þessar úrtýn-
ings kindur:
1. Hvit lambgimbur með mark miðhlut-
að hægra, sýlt og biti apt. vinstra.
2. Hvít lambgimbur með mark: J>rí-
slýft fr. hægra Stúfrifað vinstra.
J. Jónatansson.
Á tímabilinu frá 20—22 október tapaðist
hjer frá Steindyrum á Látraströnd hvolpur
(tík) svartflekkótt nálægt missiris gömul, köll-
uð Píla, (Tíla) tneðferðamönnum semfóru hjer
inn fyrir þá daga frá uppboði sem haldið var
á Látrum á strandskipi. Hvern sem kynni að
hafa orðið var við nefndan hvólp, er vinsam-
legast beðinn að greiða fyrir honum ef hægt
er til mín, eða að gjöra mjer orð skriflega ef
það væri langt frá.
Steindyrum 20 des. 1883. S.' Stefánsson.
í haust var mjer dreginn livithornótt
lambgimbur með mínu marki sem er Stúf-
rifað hægra fjöður fr. Stýft vinstra. Hver
sem er rjettur eigandi lambs þessa verður að
vitja andvirðisins til mín og semja við mig
um markið og jafnframt borga auglýsingu þessa.
Mælifetli 4. des. 1883.
Sigurður Magnússon.
Á næstliðnu hausti Var mjer dregin vet-
ur gömul ær með mínu fjármarki hvatt biti
fr. hægra, hamarskorið vinstra, og með ólæsi
legu brennimarki á hornum. Sá sem saunar
kindina sína eign má vitja andvirðis til mín
ef hann borgar auglýsingu þessa*
Yestarikrókum i Hálshrepp 17/i2 — 83.
Björn Bjarnason.
Eigandi og ábyrgðarm.: Bjðrn Júnssun.
Prentsmiðja Norðanfara,
Prentari: B. St. Thorarensen.