Norðanfari


Norðanfari - 21.07.1884, Blaðsíða 2

Norðanfari - 21.07.1884, Blaðsíða 2
misvigt jafnar blóðs með beztu gjaldi. Legg jeg á leiðið, ]auf-sveig fölvan, það er þökk og tregi, blómgast mun beður, og bein þín verma lielgust himinsunna. Jónathan Friðlcifsson. Með næðandi haust-kvlju náfregn barst sö —Og ná-frjetta ætíð má vona — Úr húsfreyju sætinu horfin er nú Hin hreinskilna örlynda kona, Sem rækti vel kall sitt með ráðdeildarsið Svo regla og starfsemi hjeldust þar við. Á sætinu auða er sorg-blæja því Og saknandi ástvinir muna, J>að móðurlegt athvarf, og heilræðin hlý :Sem hjer til þau við máttu nna, J>au hugsa og minnast með harmklokkva lund A helstríði blandaða skilnaðar stund. Og margur sem átti þar leið yfir láð Mun lengi í minningu geyma J>á geslrisni, mannúð og drenglyndis dáð, Sem daglega áttu þar heima, En stirð er nú höndin og hjartað er kallt Sem hagkvæmt og rösklega framreiddi allt. Og sízt mun það undur þó sorgdapur blær A sætinu hvíli nú auða, |>ví hún sem það skipaði farin er fjær í faðmlögum grafar og dauða,— Og snemma á æfmnar hausti þó hlaut að hníga með blómunum jarðar í skaut. En hvíldar var þurfi sú höndin er nú Við hjervistar mæðustörf skildi, Og dagsverkið framkvæmt með dugnaði og trú Hjá Drottni í fullu mun gildi, Og sálin, af mannlífsins mótstreymi þreytt Hans mildi nú lofar, því frelsið er veitt. Sem kona og móðir, með kærleikans il Sem kólnar ei lif-dags við endir, Frá andanna sælu-stað, ástvina til Hún ástríka kveðju nú sendir, Og Guðbrædda sálin þar bænir fram ber Áð blessun þeim veitist sem unni hún hjer Og v o n i n, sú himneska veg-stjarna manns Hún veitir þeim kjark til að stríða, Hún sýnir þeim fagnaðar-sólbjartan krans Og samfunda morguninn blíða, Hún gjörir þeim trúaða geðið svo rótt sá Guðlegi engill á hörmunganótt. S. J. Saknaðarljöð syrgjandi nnnustu. Með lag: Horfi jeg úr hafi. Horfinn er dagur en húmar á grund; blundar nú rósin í blómguðum lund. Kyrrt er og þögult um koldimma nótt, blundar með værðum verklúin drótt. Vaki jeg alein og verður ei rótt, syrgjandi, grátin um svefnlausa nótt. — 42 — Hjartað mjer skelfur í bölþrungnum barm, brennheitu tárin mjer loga um hvarm. Hann,,sem jeg unni nú horfinn er mjer, hann sem að helgað hjarta mitt er. Nú hefir dauðans hin nákalda hönd, sundurleyst elskunnar brennheitu bönd. En þó að lífs blómin uppræti hann, elskandi sálir ei aðskilja kann. Man jeg þig vinur, þín mynd er ei gleymd, hún verður jafnan í hjarta mjer geymd. Svíf jeg í anda frá sorganna geim, til þín í sælunnar sólhjarta heiro. þjer gaf jeg ástvinur hjarta og hönd, aldrei þau slitna elskunnar bönd. Samvistum kærum þó sviptumst við hjer ást mín er svarin að eilífu þjer. Kærleikans eilífa höfundi hjá sje jeg þig bráðum og sameinust má. Samtengd um eilífð í sælunnar reit Lolsyngjum Drottni með ljóss-engla sveit. Farðu því vinur í friði til farsælli heima trúin mig huggar hin hreina, þó harmi þig látinn. Sárt þó jeg sakni minn kæri, samvista þinna, ann jeg þjer alsælu njóta elskaði vinur! Svo minnist sorgmædd unnusta, sálaðs ástvinar, heitast af ölluin sem unni og aldrei mun gleyma. O. Sigurhanna Jónsdóttir. t Jön J»orsteinsson. Föstúdaginn 14 sept. f. á. andaðist að Brekkulcoti í Mælifeilsprestakalli bóndinn Jón f orsteinsson, eptir tæpa 3 vikna legu. Hann var fæddur að Gilhaga í Goðdalasókn hinn 18. d. ágústmán. 1850, og var hann sonur hjón- anna |>orsteins Magnússonar og Oddnýjar |>or- steinsdóttur, er bjuggu allan búskap að Gil- haga. jporsteinn sál. faðir Jóns heitins var sonur Magnúsar bónda að Kolgröf þorsteins- sonar bónda er bjó lengst i G-ilhaga ensíðast að Húsey, Jónssonar prests, að Goðdölum, Sveinssonar prests, Pálssonar prests, í Goðdöl- um, Sveinssonar prests á Barði. Móðir |>or- steins sáluga föður Jóns, og kona Magnúsar bónda þorsteinssonar á Kolgröf, var Ruth Kon- ráðsdóttir, systir Jóns prófasts Konráðssouar að Mælifelli, og er Magnús, maður Ruthar, andaðist, tók sjera Jón próf. jporstein, son hans og systurson sinn og ól hann síðan upp, og ætlum vjer, að þorsteinn sál, muni hafa heit- ið þennan son sinn, eptir þessum fóstra sin- um. Eptir andlát föður síns, 9. okt. 1868, stýrði Jón sál. bm með Oddnýju móður sinni, og fórst vel. Jón sál var mjög hneigður til smíða bæði á trje og járn, og lagði það því mjög fyrir sig, og náði miklum framförum í þeirri grein, enda var hann hinn mesti kapps- maður, og ötulasti yðjumaður. Fyrir því vannst lionum svo mikið ogvel, og fyrir þá sök liggja svo mikil verk eptir hann, jafn-ungan, þar sem hann varð að eins rúmra 33 ára gamall. Jón sál. var mjög velviljaður og greiðvikinn og óeigingjarn, og þessvegna svo fús að gera öðrum allt það gagn, sem honum var unnt. Hann var vandaðasti maður til orða og verka, að því er vjer vitum bezt, og hvers manns liugljúfi, og vildi hvervetna koma fram til góðs. Hann var og framfaramaður, og vísliðsmaður í þörfum fyrirtækjum, og má nefna sem til dæmis kláfdráttinn á Jökulsánni hjá Flata- tungu. A öllu mátti sjá, að hann lifði ekki einungis fyrir sig sjálfan, og sinn tíma, lield- ur einnig fyrir aðra, og fyrir ókomna tímann og lians börn. Hinn 5. d. júnímán. 1879 gekk Jónsál. að eiga frændkonu sína ungfrú fóruuni Ellsabetliu Magnúsdóttur bónda á Steiná 1 Húnavatnsþingi, — en móðir Magnúsarvar Ruth Konráðsdóttir, amma Jóns sál., sú er fyr er nefnd, og var Magnús af síðara hjóna- bandi hennar —. Sama vor byrjaði Jón með henni búskap á feðraeign sinni Gilhaga, og þrátt fyrir mildar tálmanir fór hann þá und- ir eins að byggja bæjarhús með kappi miklu og fylgi, og sparaði ekkert til, að þau gætu orðið sem vönduðust, enda þótt hann þyrfti margt um leið að kaupa til bús síns, og mundi mörgum i hans sporum hafa þóttefn- in of lítil til svo kostnaðarsamra og umfangs- mikilla starfa. Eptir það mun hann árlega hafa byggt meira og minna af húsum og hey- hlöðum. Næstl. vor flutti hann þaðan, þó nauðugur, og að Brekkukoti, og hefði sújörð vafalaust horið hans góðar og nauðsynlegar menjar, ef hún hefði notið hans lengur, því þar er nóg að byggja, eins og víða í Skagafirði. |>au hjónin áttu 3 börn; af þeim er einn drengur dáinn, en stúlka og drengur lifa, korn- ung. Jón sál. var ástúðlegasti maður konu sinni, enda harmar liún hann að verðugu sáran; með honum misstu börnin elskulegan og umhyggju- saman föður, og hin margreynda, aldurhnigna móðir góðan son, og mannfjelagið heiðvirðan og starfsaman dugnaðarmann. Aðhonum.var því mikill mannskaði, sem er sárastur ogtil- fiunanlegastur fyrir hina elskandi, sorgbitnu ekkju hans, og nánustu vini hans. Jarðarför hans frainfór að Mælifelli 2. d. okt.; ekkjan gerði hverjum, er vildi, frjálst að koma þangað, enda safnaðist þangað saman úr sveitartjelaginu mikill inannfjöldi, er var þög- ull, en órækur vottur þess, hversu mjög menn virtu hinn látna og söknuðu hans, og hversu mikla hlutdeild menn tóku í hinni sáru, djúpu sorg ástvina hans, Að bón ekkjunnar hjelt Zoplionías Halldórsson prestur að Goðdöl-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.