Norðanfari


Norðanfari - 02.08.1884, Blaðsíða 4

Norðanfari - 02.08.1884, Blaðsíða 4
— 52 dvaldi þar til hún árið 1864 giptist ekkju- jwanninum Hallgrími Hallgrímssyni á Stóru- Hámundarssöðum, hver í sínu fyrra hjóna- handi hafði eignast 12 börn, af hverjum 6 voru lifandi, flest á unga aldri, en í síðara lijónabandi eignuðust pau hjón 4 börn af hverjum 3 mannvænleg systkyn eru lifandi: Stefán Kristinn, fórdýs Björg og Jón Bald- vin. Filipia sál. var frá fyrsta barndómi hin allra háttprúðasta yngismær, og var ákjós- anleg fyrirmynd sinna mörgu systkyna, hver eð öll urðu mjög lík að siðferði, enn hun var peirra elzt. Hún var af öllum er hana pekktu, elskuð og mikilsvirt, þar allir henn- ar góðu eiginlegleikar hjeldust óbreyttir til dauðans. Hún var mjög frið og álitleg, glöð og jafnlynd hversdagslega, og pað eins í stríðu sem blíðu, elskuverðasti ektamaki, blíð og góð móðir, góð og vorkunlát hús- inóðir, og hjelt manna bezt hjúum sínum hver eð sum aldrei fóru frá henni, og yfir höfuð að tala var Filipía sál. einhver hiu kostabezta manneskja: Guðhrædd, gætin, jafnlynd og stillt, höfðingí og mjög brjóst- góð við purfandí, prifin og sparsöm, stjórn- söm og ráðholl, einasta brast hana lengst af æfinni góða heilsu. Hennar er pví sárt saknað af öllum er við hana áttu að búa, og vel til pekktu, en pað gleður aptur að vita hana alsæla i Griiðs fiiðurs blessuðum miskunnarfaðmi á laudi í'riðar og fagnaður á himuum. N á u n g i. A eyju í Mýyatni. Hag: Vorið er komið og grundirnar gróa. Sit jeg í eik er með svifandi líða, segir mjer hverfulan jarðneskan heim. Sje jeg á unninum sólina blíða, :,: síga til viðar úr heiðbláum geim. :,: Kælandi suðaustan kominn er blær, klakkandi báran við steinana hlær. Hrönnin á bakkanum kreppir sig saman kvistirnír hneppa að sjer laufkjúlinn sinn : ,: Brekkan sem áðan var blómleg í framan, blundar nú sorgleg með fölleita kinn.:,: Vita’ ekki blónán sá vinur þeim unni verður að moi^ni að flytja á burt. Veit ekki fuglinn að verða opt kunni :,: vindur að aptni að morgni þó kyrt.:,: J>ví er þá náttúran þegjandi og dauf, því vill þá felast hvert einasta lauf. Má jeg ei kveðja ykkur marglitu rósír, mega ekki vinirnir líta við mjer. Á morgun pið brosið þálogandi ljós- hýr Iífgeisli sólar um eyjuna fer. :,: Endurnar treysta sjer ekki að vaka, allt er að klæðast í hellegan biund; J>röstur í runni er þreyttur að kvaka :,: þagnar, og hverfur hin hugblíða stund.:,: Heldöpru myrkri sem hjúp klæðist fold, himininn sortnar, sem litaður mold. Saknandi hlýt jeg frá sælunni vikja, sofnandi dreymir mig allt það jeg leit, :,: vaknandi næ jeg ei mein það að mýkja, mig fyrstjeg burtfrá þeim unaði sleit.:,: G. J. ** ini—i,ii—— Tíl Skagstrendmga. (Einkum). Lesið 7. og 8. tölublað J>jóðólfs p. á. og munuð pjer finna par snildarlega vel samda grein um fiskiveiðar m. m. eptir herra Guð- mund Guðmundsson í Landakoti; greinpessi sýnir pað, að höfundurinn er gagnkunnugur pví, er hann ritar um og grundvallar álit sitt á eptirtekt og reynzlu í pví efni og par eð grein pessi er mjög eptirtektaverð og pýðing- armikil fyrir marga, ef eigi alla pá, er sjáfar- gagn nota, ætlum vjcr lijer, að fara fáeinum orðum um pau atriði í henni, er beinlínis virðast eiga hjer við hjá oss, Höfundurinn lætur sjerstaklega í ljósi pá ætlun sína, að hin mikla lóðarbrúkun, er hvervetna virðist fara í vöxt, eigi mestann ef eigi allann pátt í fiskileysi eða fiskipurð á ýmsum stöðum og ætlum vjer að petta sje öldungis rjett skoðun, pví þegar vjer gætum nú að fiskiveiðum hjá oss nú í samanburði við fiskiveiðarnar fyrr meir hjer, er það auð- sætt að fiskur hefir mjög fækkað og smækk- að pann tíma, er lóðirnar liafa verið brúkað- ar hjá oss, pví engin líking er nú á aflabrögð- um hjer, við pað sem var l pann tíma, sem engar lóðir voru hjer til og færi voru almennt brúkuð; annað sláandi dæmi er pað, að pað þverhattar öldungis fyrir par, sem hætt er við lóðir svo pað má opt heita hlaðafli á peim svæðum, er lóðirnar eru lítið viðhafðar, þótt aflalaust áje um allar lóðarstöðvarnar og ætíð vænni fiskur í færastöðvunum. J>annig hafa nú fiskiveiðar vorar farið æ minnkandi ept'ir pví sem lóðarbrúkun hefir aukist, par til að nú er svo komið, að fiskilaust má heita mest- an hluta ársius uin allflestar lóðarstöðvarnar, nema aðeins nokkrar vikur að haustlaginu, sem ögn aflast af smælkisfiski. er vart mun borga útgjörðarkostnaðinn, sem allt af eykst með þeim vaxandi ósið og grunnhyggni að hver sperrist í kapp við annan að hafa lóðirnar sem lengstar, er að eins mun mest miða til þess, að fæla vaxna fiskinn á burt pegar hann er í göngu, en deyða unga og smáa fiskinn sem upp ætti að komast og er nú petta fiski- leysi hjer hjá oss pví tilfinnanlegra, sem landbún iður vor er á mjög lágu stigi ogeng- ar líkur til að hann nokkurntíma geti náð þeirri fullkomnun að framfleyta mannfjölda þeim, er hjer býr við sjáfarsíðuna ef sjávar- afli bregst með öllu, sem horfur eru nú á. Hvað skal þá til varnar verða? fjelagar góðir! til pess fyrst og fremst að geta haldið lífinu án annarlegrar hjálpar.—Ekkert! hreint ekkert, nema annaðhvort að reyna að flýja af landi burt, sem eflaust væri hið heppilegasta, undir núverandi kringumstæðum og preng- ingu á allar hliðar eða pá að reyna, allir fyr- ir einn og einn fyrir alla, að koma sjáarafl- anum hjá oss í arðvænlegra horf, en hann nú er og ætlum vjer fyrsta og fremsta stigið til pess sje: beinlínisað takmarka lóðarbrúk- unina pannig, að engin lóð sje brúkuð nokk- urntíma, nema að eins frá veturnóttum til Jóla, parnæst að bera svo mikið æti niður fyrir fiskinn, sem unnt væri, svo útlendu skútunum veitti eigi eins ljett að laða hann til djúpsins, er vjer íáum eigi veitt hann. Til niðurburðar höfum vjer slógið úr honum og smáhausa, sem væri eins vel komið á sjá- arbotni, og kringum býli vor, til að úldna þar og eitra loptið fyrir oss. J>að er pví föst ætlun vor, að það sje lífs- spursmál fyrir oss að gjöra allt, sem unnt er, til pess að geta sem bezt notið sjáararðsins, og vonumst vjer epfcir að pjer sjáið það fje- lagar góðir! eins vel og vjer sem ritum lín- ur pessar að hverju landi muni reka með oss Skagstrendinga og sveitarfjelag vort ef eigier neitt að gjört og sjóarafli vor látinn eyðileggj- ast algjörlega; pjersjáið, vonum vjer, mismun pann, sem er á kjörum vorum og þeirra, er njóta meira og fullkomnara gagns af sjónum t. d. á Skagafirði, Eyjafirði og víðar; pað er auðvitað að margt hjálpar til að draga bæði úr sjáaraflanum sjálfum og fullum notum af honum, svo sem ljeleg skip og úthald, deyfð verzlunarmanna hjer að koma honum í viðun- anlega verzlunarvöru m. m. en aðal orsökin til eymdar vorrar nú, er aflaleysið, pví komi mikill fiskur á land lijá oss, er búið spilið, vjer förum að lifa betur, verðum sjálfstæðari purfum engri verzlunareinokun að sæta, get- um selt fisk vorn peim, sem bezt bjóða og náð þeirri fullkomnun, er oss vantar nú : a ð lifa fyrir oss. Vjer ráðum yður fastlega til að lesa hin nefndu tölublöð af «|>jóðólfi» og færa yður ráðleggingar pær, sem eru í grein herra Guð- i mundar í Landakoti í nyt. Tveir Skagstrendingar. Auglýsingar. B*T Þeir. sem eru mjer e/nn skyldug- ir fyrir Norbanfara og fleira frá undan- fornum árum, óska jeg að vildu borga mjer þab sem allra fyrst, að hverjum fyrir sig er uniit, helzt ineb peningum, ebur innskript í reikning minn hjer á Akureyri eða Oddeyri og hvar annarstab- ar á verzlunarstöbum, sem jeg hefl reikn- ing. Akureyri 1, ágúst 1884, Björn Jónsson. S^F* Jeg skora enn á þann, sem jeg hefi lánaö «Atlaslini" minn, að skila mjer honum aptur, eður borga mjerhann fullu verbi. Akureyri, 1, ágúst 1884, Bjðrn Jónsson. Jeg hefi enn til kaups, prentub orb og tölustafi, á líkri stærð og suin- stabar cr á sálmanúmeratöfluin í kirkjum. Akureyri, 1. ágúst 1884. Björn Jónsson. Með strandferðaskipíuu „LauraK var í fyrrasumar (1833) hinn 5 júlí, sent frá Skagaströnd til Akureyrar málað koffortog ómálaður kistill, hvorttveggja skrálæst. í koff- ortinu var: lítið púlt læst, reiðbeizli, lausar beizlisstengur, „töplur“, dálítið af fötum og fl. Báðar þessar hirzlur voru merktar: „Mar- grjet Halldórsdóttir á þverá i öxnadal, Eyja- fjarðarsýslu“. Hvorug pessi hirzla hefir kom- ið til skila, og er pví hver sá, sem tekið hefir á móti munum pessum ílandúr skip- inu, beðinn að gefa herra verzlunarstjóra E. Th. Hallgríiussyni á Akureyri, pað til vitundar, eður helzt að senda pær með skipi til fyrnefnds verzlunarstjóra, semveit- ir peim móttöku. — Fjármark mitt er: Sneiðrifað aptan hægra Sýlt vinstra. Brennimark: cq J. Grímshúsum í Helgastaðahrepp S þingeyjarsýslu. Benidikt Jónsson. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.