Norðanfari


Norðanfari - 20.09.1884, Blaðsíða 3

Norðanfari - 20.09.1884, Blaðsíða 3
— 67 — opt eigi, livar bann er niðurlcominn. Yerð- nr slíkri ákvörðun pá vart beitt. Að beita henni pá við aðra væri pá ójöfnuður eða jafn- rjettisskerðing. Aulc þess myndi framkvæmd peirrar ákvörðunar, ef nokkur yrði, auka hreppsnefndum fjarskaleg umsvif. í 2. gr. e.d.-frumvarpsins er veittur rjett- ur til að skrifa upp bú þurfalinga, er líklega er sama og að kyrrsetja pað, svo að aðrir geti eigi fengið veð i pví, og eigendur geti eigi fargað liöfuðstólnum, eða skert hann, nema að pví er hann fýrnist eða ferst fyrir hand- vömm. Á pessu eru hinir sömu annmarkar og á 1. gr. n.d.-frumvarpsins, svo sem að eig- andi getur varið afia sínum, svo sem hann vill, enda er pað harla pýðingarlítið, með pví að lireppsnefnd er innanhandar að láta purfa- ling veðsetja sjer allt bú sitt, er hún veitir honum styrk eða lán, en pað, er hún leggur purfalingi af sveitarsjóði getur hún vel nefnt «lán», tilfært pað svo í hreppsbókum og með- höndlað pað pannig, enda er pað rjettarnefnt «Mn» enn «styrkur», er ætlast er tilað verði endurgoldið. YarM myndi slík uppskrift eða kyrrsetning geta haft gildi gegn áföllnum skuld- um við aðra, eða að minnsta kosti eigi peiin, er veðrjett hafa eða fjárnámsrjett. Hætt er við ef bú væri kyrrsett að skuldheimtumenn purfalings krefði sjer dæmdar skuldir á hend- ur honum og búið selt, ef eitthvað kynni að reynast afgangs sveitarskuldinni, svo að hann fiosnaði upp, nema sveitin borgaði. Hætt er og við, ef bú er kyrrsett, að Mndsdrottinn byggði purfalingi út af jarðnæði hans, nema hreppsnefnd ábyrgðist eptirgjald, áMg, og jarða- bætur, ef áskildar væri, og gæti peir pað eigi sökum byggingarskilmála, myndi brátt lærast að smeygja slíku inn í byggingarbrjef. Yarla myndi enn slík búsuppskrift geta varnað fjár- námi fyrir áfaliandi gjöldum, er pann rjett hafa, nema ef fjárnámslögum væri breytt. Hvernig sem á er litið, myndi pví hrepps- nefnd varla gera sveitarfjelaginu annað enn óleik með pví að beita slíkri ákvörðun. í 2. gr. e.d.-frumvarpsins er veittur rjettur til pess að ganga að sveitarstyrk bjá purfalingum, er eptir á hafa komist i efni. En pann rjett purfa hreppsnefndir naumast að sækja til pingsins. þeim er innanhandar að v-eita styrkinn í «láns»-nafni með peim og peim lánskjörum, er peim líkar, og eigi eru lögum gagnstæðileg. í>að er eðlilegt, og mun vera algengt, að ganga eptir hreppsskuld, pótt «styrkur» sje kallað í hreppsbókum, ef efni pykja á að greiða hana og náist í skuldu- naut. Myndi sjaidan vandkvæði á innheimtu slikrar skuldar, og veit eg mörg dæmi til pess, að pað heíir liðlega gengið, en engin til hins gagnstæða.—I sömu gr. er og nýmæli um, að sveitarskuldir hafi forgöngurjett fyrir öllum öðrum skuldum. I peirri ákvörðun er að sönnu rjettaraukning fyrir sveitarsjóði, en hvorki mun hún rjettvísleg nje heppileg. AU- ir hlyti pá að forðast öll viðskipti við purfa- lingr nema hann borgaði út í hönd, og eigi væri vorkunar eða tilslökunar von með opin- ber gjöld, ef allur innheimtudráttur gerði kröf- ur uin pau rjettlausar. J>urfalingar myndi mæta að pví meiri ógreiðvikni, eigi geta feng- íð nauðsynleg hjú, nema hreppsnefnd rjeði honum pau, og verða sveitinni að pvi skapi Pyngri. rorgöngui'jettur sá, er hreppsfjelög njóta, virðist hæfilegur, og myndi trautthag- ur að pví að íá hann aukinn. (Framh.). I 14. og 15. töluhlaði «Austra» p. á. stend- ur grein «um fornu bókmenntirnar», sem lýsir að visu nokkurri pekkingu á liöguin fornmanna (er hún gjörir miklu fremur að umtalsefni helaur en bókmenntir peirra), en margt parf pó að athuga við hana, og sumt í henni virðist mjer alveg rangt. Jeg skal nú samt ekki fást mikið um pað, pótt mjer finnist höfundurinn gjöra heldur lítið úr kost- um fornaldar lífsins, en heldur mikið úr göll- um pess, og jafnvel gefa í skyn, að í forn öld hafi «kúgun, vesöld og kveífarskapur» ver- ið engu minni en nú, pví að gagnslítið erað præta um petta fram og aptur útí bláinn, án pess að koma með nægilegar sannanir, en pað yrði allt of löng blaðagrein, ef rekja ætti pað mál frá rótum. En jeg gat ekki gert að pví, að jeg varð öldungis hissa, pegar ieg - datt ofan á pað í grein pessari «að ofríki pví, sem íslenzkir höfðingjar í fornöld beittu við alpýðu manna, hefðu engir getað afstýrt, pví að engin lög hefðu náð yfir pað». f>að er reyndar ekki í fyrsta sinni, sem reynt hehr verið að lýsa hinum fornu goðum eða höfð- ingjum hjer á landi eins og austurlenzkum harðstjórum eða tyrkneskum sóldánum, en pó bjóst jeg ekki við pví, að sjá slík orð ept- ir sögufróðan Austfirðing, sem vænta mátti að hefði lesið í Hrafnkelssögu, livernig fór fyrir Hrafnkeli Freysgoða, og líklegt var að hefði tekið eptir hinni stuttu, en pó athuga- verðu, frásögu í Droplaugarsonasögu um f>órð á Geirúlfseyri og f>orgeir á Hrafnkelsstöðum, er sýna svo ljóslega, að óhlutvöndum mönn- um hjelzt ekki æfinlega uppi að beita rang- indum i skjóli höfðingjanna. Mjer líkar all- vel lýsing höfundarins á stjórnfrelsinu, ogjeg vil alls eigi segja, að frelsi fornmanna hafi verið «hið sanna frelsi*; pað hafði auðvitað sina galla, eins og hlaut að vera meðan al- menn mannrjettindi voru eigi viðurkennd, en sjálfræðisfýsn hins einstaka lítið takmörkuð, svo að hvert mikilmenni «skapaði sjer lög ept- ir sínu höfðis að mörgu leyti. Eins og höf. tekur fram, var hlýðni fornmanna við lögin minni en vera skyldi, og öfluga alsherjar- stjórn vantaði, og fyrir petta gátu einstakir menn, sem báru af öðrum að vitsmunum, hreysti, auðlegð eða öðru, neytt sjálfræðis síns og beitt ofríki við sjer minni menn, og af pessu kom kúgun sú, sem átti sjer stað í fornöld hjer á landi, en alls ekki af pví, að lögin næðu ekki ylir höfðingjaaa eða heimil- uðu peim of mikið vald, svo að peir væru að lögum «sjálfráðir sinna gjörða», eða mættu fara með líf og eígnir undirmanna sinna eins og peim líkaði. Að fleiri en goðar einir hafi haft áhrif á landsstjórn og lagaskipun sjáum vjer á pví, að Njáll taldi sig með peim, sem lögunum ættu að stýra (Nj. c. 98), og var hanu pó ekki goðorðsmaður. Að engir hafi getað afstýrt ofríki höfðingjanna við alpýðu, er fjarstætfc öllum sanni, pví að póttaðland- stjórnina skorti framkvæmdarvald, pá hjeldu hinir mörgu höfðingjar hver í hemilinn á ödr- um, og ef einn beitti rangindum, pá mátti leita til annars til að jafna á honum, og pá sýndi pað sig opt berlega, að lögin náðu jafnt yfir a 11 a. Varð eigi Hrafnkell Freysgoði sekur um víg Einars |>orbjarnarson- ar? Lá eigi við að Víga-Glúmur yrði sekur um víg J>orvalds króks? Naut eigi |>orsteinn Egilsson föður síns að pví, er Steinarr ön- undarson gerði hann eigi «að urðarmanni* fyrir præla-dráp? Taldi eigi Guðmund- ur ríki |>óri Helgason eiga að verða sekan fjörbaugsmann um Haframerkinguna J>óris Akrakarls? Kaus eigi Valla-Ljótur heldur að gjalda fje fyrir lögbrot, en að Hreðu-Halli, sem var valdalans maður, stefndi honum? |>essi dæmi nægja til að sýna,- að lög náðu eins yfir höfðingja (o: goðorðsmenn) eius og aðra, enda sjezt pað allra glöggvast á pessum orðuin Ara fróða í íslendingabók (c. 8). «A hans dögum (o: Skapta lögsögu- manns) urðu margir höfðingjar ok ríkismenn sekir eða landflótta of víg eða barsmiðir af ríkis sökum hans ok landstjórn». Af Ljós- vetningasögu (c. 4.) sjezt, að goðorðsmanni mátti stefna af goðorði sínu að lögum, og segir par frá pví, er Arnsteinn að Ærlæk misti goðorðs síns, og í Laxdælu erpessget- ið, að jporgils Hölluson tók goðorð afþórarni goða í Langadal. J>að hefir að líkindum ver- ið ofrikisverk, og er pað pá eitt af mörgum dæmum pess, að 1 fornöld rjeð sá optast mestu, er mestan hafði máttinn, hvort sem hann var «goði», eða valdalaus að lögum. J>að er vitaskuld, að goðarnir gátu beitt ofríki við aðra og farið illa með pá, ef peir voru ríkir, kjarkmiklir og yfirgangssamir, en allt hið sama gátu ýms afarmenni gjört við pá, nema peir værn pví meíri íýrir sjer. Eða sjáum vjer ekki af Njálu, hvernig peir Skarphjeðinn og Högni, kúguðu goðanu Mörð Valgarðsson? Færði ekki Ófeigur Járngerðarson Guðmundi ríka heim sanninn? Sagði ekki |>órirHelga- son: inikill ríkismunur er með okkur Guð- muudi, ok pó má hann mjer margt íilí pola». Ljet Steinpór af Eyri nokkuð hlut sinn íyrir Snorra goða, eða Gunnar á Hlíðarenda íyrir Geir goða? Fleiri dæmi hirði jeg ekki að tina pví til sönnunar, að hreystimenn beygðu sig ekki undir höfðingjavaldið. J>órir Hefea- s°n var reyndargoði, og «Austfirðingur» kann að telja hina til höfðingja, pótt pað sje ekki samkvæmt grein hans, en hvar var pá tak- inarkið milli höfðingja og alpýðu, sem hann segir «að ekki hafiátt uppreisnarvon í neinu»? Mótstöðumenu .Hrafnkells Freysgoða, |>or- björn karl og Sámur Bjarnason, voru pó víst ekki annað en alpýðumenu, og Hávarður ís- firðingur og J>orsteinn stangarhögg voru ekki neinir stórbæudur, og porðu pó að ganga i berhögg við höfðingja. J>að var mikill galli á fjelagslífi fornmanna, að prældómur var lög- mætur, eu prælar voru ekki taldir með al- pýðu, og peir voru jafnt haldnir af alpýða- mönnum og höfðingju'm, en smátt og smátt var peim gefið frelsi, einkum eptir að kristni var komin á. Að alpýðumenn kæmust til valda og virðingar, var alls ekki dæmalaust í fornöld, pví að auk pess sem goðorðin gengu opt frá einni ætt til annarar, pá keyptu inenn sjer goðorð og tóku upp ný goðorð, ogsásem var gott skáld, gat öðlast upphefð og frama, af hversu lágum stigum sem hann var, svo sem dæini Ljóðólfs Arnórssonar ogHallbjarn- ar hala sýna, og eptir að kristni koinst hjer á, stóð aðgangur til hinna andlegu embætta opinn fyrir peim, sem höfðn hæfilegleika til peirra, pótt peir væri ekki af neinum hofð- ingjaættuin, en vald pað, sem pessi embætti veittu, var eigi lítið, svo sem kunnugt er. Frelsi landsmanna á pjóðveldistímanum var pá einkum fólgið í tvennu, að landið var engu útlcndtt valdi háð, og að lítil bönd voru lögð á sjálfræði manna. J>ótt litilmagninn yrði pá opt að lúta í lægra haidi, pá skorti afbragðsmennina hins- vegar hvorki bvöt nje tækifæri til að nota hæíilegleika sína og vinna sjer til frægða og frama. J>að, sein mest ber á í fornsöguin vorum, og einkennir bezt hið forna pjóðlíf íslendinga, er ehki goðavaidið, hcldur hraptur einstakliiiganna. J>essar atbugasemdir bið jeg yður, herra ritstjóri, að taka í blað yðar, pótt pær sjeu gjörðar við grein í «Austra», pví að mig

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.