Norðanfari


Norðanfari - 29.08.1885, Blaðsíða 4

Norðanfari - 29.08.1885, Blaðsíða 4
ÁSTARSAGrÁ PRÁ PARÍS. (J>ýdd úr «Folkebladet» Kristiania 10. júlí 1880). (Niðurlag). Hið sólbrennda andlit sjómannsins gjörði ýmist að roðna eða fölna, honum komu tár í augu og hann svaraði með skjálfandi röddu, sem naumast gat hejrzt: «Æ, hvað pjer eruð góð og hve jeg er yður pakklátur! pjer getið eigi vitað hve pjer gjörið mig hamingjusaman*. Hannibal kom heim og var ástfangnari í konu sinni, en nokkru sinni fyr og var orð- inn leiður á Salambo, Kartago og allri hinni púnversku sögu. Hann lijet Blönku því, að ferðast eigi framar á braut, nema liún færi með honum. Blanka hugsaði nú eigi um ann- að en mann sinn og leiddi því hjá sjer um hrið að fara lil Bercy. Glöð og kát eins og tvö born, sem hafa 'fengið skúlaleyíi. Lögðu nú markísinn og markísan af stað og komust eptir 1/g tíma til Bercy; liið fálæka fólk, sem Rösetta hafði undirbúið, tók möti þeim, eins og þau hcrðu verið sendiboðar frá himnum. Hannibal var góðsemdin og elskusemin sjálf, og lofaði hann manninum vinnu við höll sína undir eins og hann hefði fengið heilsu til að ferðastþangað; er hin ungu iijón kvöddu fólkið, blessaði það þau og þakkaði þeim, er það gat bezt. Lítilli stundu síðar komu þau og Rósetta með þcirn Um leið og Blanka ásamt Hannibaþfór á skipið af bryggjunni, sá hún Fran.Qois Ður- and, Andlit hanns var fölleitt og lýsti ákafri sorg. J>au horfðust i auga. „Æ, cruð það þjer, jómfiú“, mæfti sjó- anaðurinn, af miklum ákafa, og gáði eigi að því, að hún var eigi einsömul og skein gleði- hjarminn úr augum hans. I sama vetfangi snjeri Hannibal sjer við til þess að bjúða konu sinni hendina. Fran^ois varð fólur sem nár, en fejelt þó áfram að gjöra það, sem haun átti að gjora. Er allir farmenn voru á skip komnir og slcipið lagði frá landi, kallaði Frangois á einn nndirmanna sinna, rjetti að houum peninga- toskuna og mælti: „Gakk snoggvast í minn stað, jeg veit eigi, hvernig mjer er háttað, jeg er eigi frískur11. Hann för aptur í skutinn, en hafði eigi augun af hiuum fríðu hjónum. Allt í einu gaf markísan liósettu merki að hún skvldi finna sig. Bósetta kom þegar. „þekkir þú skipstjóran á þessu skipi?“ spurði markísan í hálfum hljóðum. „Nci, frú markísa“. Bóselta fór aplur á sintl stað. Svar hennar skelfdi ntarkísuna, svo henni lá við angist. Sárgrætilcg hugsun gagntók hana. Hún gaf sjómanninum auga svo iítið bar á, og haföi ógui'leg örvinglun breitt sig urn hið svipmikla andlit hans. Hann starði aptur stoðugt á Blönku og Hatinibal. þegar komið sar framhjá viðstöðvunum Hobet de ville, fór Framjois og scttist niður hjá Kósettu. Lengi mælti hann eigi orð fiá munni, en skemmu áður en leggja átti að landi við Maloguais Kaj, sagði hann og beuti á markísuna og gat varla komið upp orðunum : „Getið þjer sagt mjer, jómfrú, hvaða lierra það er, sem situr þarna fram i og er að tala við domu?'1 „Já“, svaraði Ilósetta og virti sjómann- inn fyrir sjer, „það er markísi Hannibal de VaIonne“. „Og daman sem með honum er?“ „]pað er konan hans, frú inarkísan, er jeg þjóna hjá“. „Nú!“ Andlit sjómannsins varð grátt sem aska og hjekk höfuð hans þunglega niður á bringu. Eptir nokkrar mínótur Ieit hann aptur upp, og sagði, með ógn veikri rödd : „Hafa þau lengi verið gipt ?“ „Næstum 3 */g ár, Herra markísinn er nýkomin heim úr ferð“. Blanka gat eigi lieyrt samræðu sjómanns- ins og liósettu. En hún tók vel eptir öllum hreyfingum þeirra og hverju einu er kom fram í svip þcirra. Hana grunaði um livað spuruingin vœri og varð alltaf mcir og meir angistarfull. Nú hafði skipið farið fram hjá Pont des Arts og þá voru eigi eptir nema nokkrir faðmar að stöðvunuin. „3ómfrú“ sagði sjómaðurinn með ein- kennilegri rósemd í röddinni. ,,Viljiö þjer gjora það fyrir mig í fyrsta sinni og þjer liittið markisuua einsamla, að segja lienni, að Eran^ois biðji hana fyrirgefningar og að hanh biðji hana fyrir móður sína“. Hann beið einskis svars hjá hinni ungu stúlku, er með undiun horfði eptir lionum en gekk fram í barkann á skipinu og áfram þá leið er einhverjir af skipshöfninni voru ný- farnir til þess að íesta skipið. í sama vet- fangi og kaðlarnir höfðu verið festir við bryggj- una og gufuvjelin hafði sett skrið á skipið áfram, svo eigi var unnt að íta til baka, þá greip Franfois báðum hondum í eiun kað- alinn og Ijet sígast niður, allt upp að öxlum snjeri höfðinu fram til árinnar, en augun hafði bann ekki af markísinni. A þennan hátt marðist hann sundur milli bryggjurað- arinnar og skipsins. Ljet hann svo líf sitt. það heyrðist eitthvert ógreinilegt marr og svo pegar á eptir sem cinróma óp ógnar og meðaumkvunar. Blöðið skvettist á suma farmennina. Hinir forvitnustu flýttu sjer til og fengu sjeð hofuð iiins ólánssama sjó- manns standa hlýlitað uppúr rnilli bryggju og skips og þaðati drógu lagsmenn hans hann dauðan og limlestan svo lljótt sem þvi varð viö komið. |>að hafði liðið yfir markísuna og bar maður liennar hana í land þannig á sig komna fjekk hann sjer svo vagn og óku þau bæði heim til sín. Næsta vetur neytaði markísan öllum heimboðum. Nú lieldur hún til í höllinni Yalonne, þar hýr og verkamannafólkið frá Bercy ogsömuleið s móðir Fran^ois Durands. Opt taka menn eptir þvi, að markisuna gríp- ur mikið þunglyndi. Eigi geiur heldur hin mikla taugaviðkvæmni liennar leynt sjer. S i 11 a f li y e r .j ti. (Tekið eptir vikublaðinu The «Weekly Globe*). ]>ann 27jn í haust (1884) voru gefin saman hjón ein í Nýu Jórvík, er borguðu prestinum 1000 dollara í vlgslutoll. í Nýju Jórvílc er nú sem stendur nafn- frægur prestur (predíkari) eptir hiern að prentaðar eru ræður í vikublaðinu «Weekly Globe». Frá ræðustól hans liggja málþrœðir víðsvegar um bœinn, svo menn geta þannig heyrt ræður lians heima hjá sjer. Hinn mikli Vasingtons varði, var orðin hinn 12. Nov. fullgjör á hæðitia, senf ’er 520 fet og 10 þuinl. og verður alveg íullgjör að öllu smíði fyrir þann ákveðna tíina 12 febr. nœstlcomandi; hann e.r 5 fetum og lOþuml. hærri en sá hæðsti turu í heimi, sem er turn- inn Cotogne dómlurkjunnar. Fljótasti veðreiða hestur í heimi er hryssa ein i Bandaríkjunum að nafni Mant S. í Lexington í Ky: liún liljóp 5 mílur (enskar) á 2 mínútum og 10 sek. þann 11 nóv. og þótti mikils um vert þar eð jörð var nokkuð freðin og ekki eins þýð undir fæti. (Skyldu ekki íslendingar liafa teigt úr verði hennar?) Blindur ölmusn maður nokkur í Banda- ríkjunum œtlaði inn á sjúkrahús eitt í staðn- um, en andaðist á leiðinni. Eptir lát hans kom upp 5000 dollarar er hannátti á vöxtum i bánkanum. Stúlka ein í Bandaríkjunum ógipt, var ekki orðin 30 ára að aldri og þó búin að eignast 11 börn. það eru enn ekki 12 mánuðir síðan að Mad. Hugh Bláír ól 3 börn sem öll eru lífs og með góðri heilsu. Á laugardagskvöldið var ól hún aptur 3 börn 2 dreugi og 1 stúlkn sem gjörir 6 börn á minna enn árstíma. 11 Auglýsingar. !' Tilsöluer faldMnaður með öllu tilheyrandi, belti og koffri úr lireinu slfi'i. — Ritstjórinn vísar á seljanda. líáttvii'tu og hciðruðu líaupendur TJm leið og vjer nú enduin hinn 24. árgang «Norðanfara» finnum vjer oss skylt fyrst og fremst, að votta þéim kaúpendum, er árlega hafa keypt það og staðið oss beztu skil á andvirði þess, vort virðingarfyllsta og innilegasta þakklæti; einnig þeim, sem hafa sent oss góðar ritgjörðir og frjettir í blaðið, aptur á móti hafa þeir, er kaupa blaðið, en borga pað ekki, sumif árum saman, bakað oss miklar áhyggjur og vandræði, fyrir hvað vjer eruin komnir í stórskuldir. Eldci þarf því þó um að kenna, að vjer ekki höfum hvað eptir annað áinálgað í optnefndu blaði voru, að fá þessar úti standandi skuldir greidd- ar, og enn mælumst vjer til þess hjer með vinsamlegast og að þær sjeu borgaðar í þess- um eða næsta inánuði með peningum til inín eða innskript í reikning ininn hjá þeiui herr- um verzlunarstjórum á Blönduósi, Skugaströnd, Suuðárkr., Hofsós, Siglufirði, Akureyri, Oddeyri, Húsavík, Raufarhöfn, Yopnafirði, Yestalseyri, og á Eskifirði til verzlunar herra kaupman3 J. Magnússoiiar. Mjer er og kærkomin borg- un í hvítri eða mislitri ull velþveginni og þurkaðri, velverkuðu smjöri, hörðum fiski, og þegar sláturtíð er nú komin næst, þá í kjöti inör og slátri helzt úr veturgömlu, sauð- um og geldurn ám. Vegna pess, aðhjer ónefndur maður, hafði hoðið mjer í brjeíum til inín, að taka aðsjer blaðið Nf. og prentsmiðjuna, og jeg gefi.) lionum kost á því, og í fullri von um að þetta myndi verðn, útvegaði jeg mjer eigi pappír í sumar til áframhalds blaðinu, en þar eð maður þessi virðist alveg horfinn frá fyrirætl- an þessari neyðist jeg til að hætta fyrst um sinu við útgáfu blaðsins, vegna þess og líka skuldanna. En vinnist mjer aldur og heilsa og jeg fái grynut á skulduin mínum, er ekki ó- líklegt að Norðanafari hefji göngu síua á ný. Akureyri, 2 9. ágúst 188 5. 15 J ö r n .J ó n s s o n. Eigandi og; ábyrgðarm.: Björn Jónsson. P r en t s m i ö j a N o r b a n fa r a.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.