Baldur - 18.04.1868, Blaðsíða 3

Baldur - 18.04.1868, Blaðsíða 3
19 að vjer hefðira, lagt spurningu vora fyrir aðra, einn og einn í senn, honum óafvitandi. Ef tign, viturleik og kurteysi lyfsalans ekki skyldi vera það samboðið að ieysa úr þessari einföldu spurningu vorri annaðhvort með orði eða verki, eða þó helzt á síðar nefnd- an hátt, munum vjer flnna oss skylt að Ieyta annarstaðar upplýsinga um, hvers vjer höfum rjettindi til að vænta af honum, í tilliti til orsakanna til spurningar vorrar, og í því skyni safna öllu því, er miðar til samanburðar milli hans og lyfsala erlendis, enda og því, er lögin hafa um þetta efni. Jón þórðarson Thoroddsen. Flaug þar horskur hugur heim, en Saga geymir, minnug, íturmennis málspjall, hins forsnjalla. Þakklát æ mun þekkja þjóð mín skáldsins góða róm, og drenglynd dæma dómavöud frá grómi. Matthías Jochumsson. MANVÍSA. Svo sem sævi alda, sogi báran kalda, lækjar-buna ljúfum nið, eins og hitinn eldi, eilífð drottins veldi, — ástmey, bundin erum við I Jón Ólafsson. BÓIÍAFREGN. 'iÆfisaga Gizurar Þorvaldssonar, samin af Jóni Porhelssyni«. Rvík 186S. — stórt 8. *—. Titill og for- máli 1.—IV; yflrlit efnisins V.—VIII. Gizurar-saga 1.— 126.; tímatal 127.—132.; nafnaröð 133.—142.; leiðrjetting 143.— Að fara mörgum orðum um bók þessa, er óþarfl. Nafn höfundarins gefur fulla vissa um, hvernig hún muni samin. Tímatalið nær frá 1080 til 1268. Það er víst og satt, að svo löng sem Surlunga er, eins ógreinilegt er að átta sig í henni; en mestur vandinn er þó, að halda saman tímatalinu. Það er því þarfasta verk, að gefa yflrlit yflr mikinn kafla hennar. Sagan, sem Jón Þorkelsson hefir samið, ber vott um hinn sama skarpleik, djúpa lærdóm og óþreytandi elju, sem þessi ágæti vísindamaður hefur áður synt i öllu því, er hann heflr ritað. Þar eð sagan ér alveg nýkomin út, og vjer höfum að eins getað lesið hana einu sinni yfir, þá getum vjer eigi nákvæmar talað um eða lýst If hinum sjerstaklegu atriðum hennar. Því má eigi gleyma, áð geta þess, að hinn ágæti höf. hefur fyrir mjög litla þóknun látið lands-prentsmiðjunni handrit sitt í tje. Bókin kostar í kápu 64 sk. Vjer vonum, að allir landsmenn kunni svo að meta þetta ágæta rit, að þeir reyni sem flestir að eign- ast það. Að minnsta kosti ætti hver sá, er Sturlungu vill lesa, að lesa þetta rit með. Og vjer vonum, að landsmenn kunni svo sóma sinn, að kaupa sem flestir bókina, einnig af þeirri ástæðu, að prentsmiðjan eða hver sá, er út vildi gefa rit, er þessi maður semur, mætti verða svo í haldinn, að hann sæi sjer fært, að veita viðunanleg ritlaun fyrir slíkar bækur. Vjer eigum að kunna að meta ágætismenn, íslendingar, og reyna, eptir vornm fátæku efnum, að gefa þeim hvöt til, að gjöra sem mest og flest, sem þjóð vorri er sómi að,— og óvíst er, að vjer fáum slíka marga síðar, sem þessi er; gefum honum því hvöt til, að vinna sem mest.— Vjerþökkum líka stjórnendum prentsmiðjunnar fyr- ir það, að útgáfa bókarinnar er vel úr garði gjörð að prent- un og pappír. »I—s—n«. VÖRUSKRÁ. Með skipi herra Sveinbjarnar Jakobsens komu skýrsl- ur vörumiðla frá Iíhöfn híngað, en eigi voru þær yngri, en frá því á gamlársdag síðastl. En frjett höfum vjer (úr brjefum frá Iíhöfn), að við hið sama hafl staðið að mestu verðið þegar skipið fór, sem segir í miðlaraskýrslunum: ’Vorur frá Islandi. — ull: af henni var til Hafn- ar flutt 1867 nær 1600 Skpd.; en þar af var óselt við árs- lok 300 Skpd. Fyrir ull (hvíta) er út var flutt í ágústmán. er leið, var geflð 134'/3 til 128 rd. fyrir Skpd. fyrir ull að norðan og austan, en 130 til 120 rdl. fyrir ull að vestan og sunnan. Síðar fjell verð svo, að góð vor-ull fór á 120— 115—112 rdl. Skpd. með umbúðum. Lakari ull var í enn lægra verði, allt niður að 90 rdl. Skpd. með umbúðum. — Mislit og svört ull gekk og tregt út. — Mislit ull 85— 87V2 r(H- Skpd., og svört 88—90 rdl. Skpd. (allt að um- búðum með vegnnm). Aðflutningur var 1867 nær 30 Skpd. minni, en árið þar á undan. — Lýsi: gott, Ijóst, tært há- karlslýsi komst næsta ár hæsl tunnan á 32 rdl. og lægst 28 rdl.; undir árslok hafa seljendur viljað fá 32 rd. fyrir tunnuna, en selst tregt. — Brúnt þorska- og hákarls-lýsi hefir selzt 26—30 rdl. tunnan eptir gæðum. Nú er heimtað 30 rdl. fyrir tn. — Hvallýsi 31—22 rdl. tunnan. Fiskur: Saltfiskur var seldur í lok nóvembermánaðar, fyrir 16—19 rdl. Skpd. eplir gæðum ; en mikið var þá enn óselt. Ilnakka- kýldur fiskur 27 */2 rdl.—23 rdl. Skpd. Allur hinn óseldi fiskur er óhnakkakýldur, og eru heimtaðir 20 rdl. fyrir Skpd. (300 Skpd. söltuð en óhert [Kabliau] voru seld á 12rdl. Skpd.). Aðflutningur var nær 1700 Skpd. meiri en árið á undan. — Harðfiskur: 40—47 rdl. Skpd.; aðflutningur 690 Skpd. meiri en árið á undan, uppseldur. — Tólg: 20— 22 sk. pd., af 1470 Skpd. (290 Skpd. meir en árið á und- an) eru óseld 150 Skpd. Fyrir hið óselda er heimtað 21 sk. fyrir pd. — Saltað sauðakjöt: 9—11 sk. pundið.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.