Baldur - 05.08.1868, Page 2
46
breyta eptir og játa. Hin fyrsta er á Krist, önnur á And-
sliotann og þriðja á munn og maga. (Endar í næsta bl).
BÖrkun (Galvanisering) á veiðarfœrum, segldúk og
sængurfatnaði úr hör eða hampi.
Með því aðallmargir merkir menn hafa orðið til þess,
að biðja mig að gefa sjer greinilega skýrslu um börkun (eða
Galvanisering) á ýmsum veiðarfærum og segldúk úr höreða
hampi, og með því að jeg get nú borið um það af eigin
reynslu að þessi börkun er áreiðanlegt og óbrigðult ráð til
að verja hör og hamp fyrir fúa, og jafnvel þótt lesa megi
í »J>jóðólfi«, 18. ári, bls. 30, hversu slíka börkun skal við
hafa, vil jeg samt nú hafa upp aptur aðferðina, ef vera
kynni, að menn tækju sjer fram um, að nota börkun þessa,
sem er einkar-nauðsynleg fyrir alla þá, sem hafa veiðarfæri
o. s. frv. undir höndum.
Aðferðin er þessi:
Taka skal hreint trjeker, er tekur 120 potta af vatni; en
í því má ekkert járn vera að innanverðu; því að það skemmir
litinn. í ker þetta skal látalOOpotta af hreinu köldu vatni,
og þar saman við 3 pund af blásteini (koparvitríóli), og er
bezt að bræða hann áður í litlu einu af volgu vatni, og
hella því síðan saman við kalda vatnið í kerinu, eða mylja
blásteininn í sundur í dust, áður en hann er látinn í kalda
vatnið; síðan skal hræra í kerinu, svo að blásteinninn sam-
lagist vatninu, og allur lögurinn jafni sig sem bezt, og blá-
steinninn bráðni allur. f>egar blásteinninn er þannig bráðn-
aður í kerinu,getamenn,ef þeir vilja, haftgráðustokk (Thermo-
meter), og haldið honum niðri í leginum, til að reyna, hvort
hann sje nógu sterkur, eða fullmagnaðr, en það er eigi fyr,
en mælirinn fellur niður til 801. f>egar lögurinn er þannig
gjörður, er látið ofan í hann svo mikið af segldúk, netum,
hampi eða hör, sem rúmazt getur í kerinu. Segldúkur er
venjulega látinn liggja í frá 36 til 48 stundir, eptir því,
hversu þykkur hann er. Nótgarn og net þurfa lengri tíma,
einkum stórspunninn hampur; hann verður að liggja íleg-
inum að minnsta kosti 40stundir, og það alltað 60 stundum,
eptir því, hversu stórgjört er í hverju fyrir sig; t. a. m. ef
barka skyldi 60 faðma laung færi, vildi ieg ráða til, að Iáta
þau liggja i legi þessumalltað 60 stundum; enapturámóti
smáspunnin silunganet eigi yfir 36 stundir. Síðan er allt
tekið aptur upp úr leginum, og látið síga úr því ofan í í-
iátið, svo að lögurinn eigi spillist, og síðan skal þurrka það,
sem bezt að verður, og þá er þessari börkun lokið. Ef
sami lögurinn er notaður optar en einu sinni, missir hann,
eins og nærri má geta, krapt sinn, svo að hannverður eigi
svo sterkur, sem hann þarf að vera; verður því að bæta í
löginn nokkru afblásteini, svo að hann verði nógu sterkur.
Ef menn vilja vita, hvort lögurinn er nógu sterkur, má taka
af honum og láta í hvítt glas, og láta drjúpa í það nokkra
1) pennan gráfiustokk mnn þó naumast þnrfa, því ab þegar menn láta
blásteininn vera eptir rjettn hlutfalli á móti vatninn, eins og áþnr er
sagt, mnn liturinn verfta mátuiega sterkur.
dropa af salmíak-spiritus, þangað til Iögurinn skiptir litum.
þegar lögurinn er nægilega sterkur, bregður á hann bláum
lit, en sje hann of linnr, verður hann grængulur. J>egar
lögurinn er orðinn úttæmdur, eða mjög gamall, er bezt, að
arða eigi Iengur upp á hann, heldur búa til annan nýjan, á
sama hátt og áður er sagt.
Svefneyjmn, 13. dag júlí-mnn. 1868.
Hafliði Eyjólfsson.
Athgr. Eptir beií)ni hins háttvirta hofnndar, er grein þessi birt í
báíium bloí)unum. „Raldri“ og „þjóV>lfl“, og gerum vjer þaí) meb á-
nægju, svo ab hún verbi sem flestum kunn, því ab þab á hún, ab voru
áliti, skilib. Ritstj 6 rn i n.
NÁHRAFNARNIR.
1. 5.
Gekk jeg í húmi Enginn veit,
um hrímga storð, hve um haun fór;
ýrði úrigt hundur hans, Tryggur,
él úr lopti; frá honum strokinn;
kalt var veður, unnusta hans,
klaki yfir jörð, er hann ástum leiddi,
frost og fjúk annan ungan svein
og fannskefli. 2. Heyrða’g hrafna tvo örmum vefur«.
»Fljúgum, íljúgum,
hræsoltna fláum ket af beinum,
krunka kjávísa rífum augastein
of kolli mínum; út úr höfði;
feigð var þeim i augum, úr lokkum Ijósgulum,
í flugi illviti, er ljeku um vanga,
hungur í kvið, skulum við hrafnsungum
en hor í beinum. hreiður gera«.
3. 7.
Heyrða’g annan Flugu náhrafnar
við hinn kveða — um fjöll ’og heiði,
gall það sem náhljóð holu hljóði
úr nefi feigspáu —: klökuðu hræfular;
»Hvar mun oss, fjelagi, heyrða’g af vængja-þyt
hungurforði, veður í lopti,
saðnings-bráð feigðargust
soltnum kviði ?« af flugi þeirra.
4. 8.
Hinn svaraði: Sól mun á vori
»Um heiðar fór jeg, svellgadd þýða;
of firnindi’ og fjall-drög; en ferða-manns bein
und felli háu munu bleik og skinin.
á holurð gaddþaktri IIol mun þá hauskúpa
gat jeg að líta og höfuðbein
ferða-mann höfð að hásæti
fjörvi ræntan. á hrafnaþingi. Jón Ólafsson.
FRJETTIR INNLENDAll.
Tíðarfarið hefir hjer sunnanlands verið mikið er