Baldur - 05.08.1868, Qupperneq 3
47
vitt, sökum óþurrka, er nú hafa gengið í nær átta vik-
ur, og munu fáir muna meiri óþurrkatíð, er nú lifa,
svo eldiviður er óþurrkaður og sumt af honum orðið
skemmt, víða mór óútreiddur; sama er að segja um fisk,
að menn hafa verið í vandræðum með hann. Allur vor-
fiskur er víst alls staðar óþurrkaður, en vetrarfiskur er víst
flestur kominn undan skemmdum. Hjá þeim, sem byrjuðu
hjer snemma að slá tún, skemmdist taðan mikið svo vart
verður að henni meira en hálft gagn, en hingað til eru það
ekki nema fáeinir menn sem fyrir þessum skaða hafa orð-
ið. Tíðin er því ervið hjer fyrir mörgum, sem von er,
þegar þetta bætist við þungbæra verzlun; það eina, sem lijer
hefir hjálpað mikið, er, að hjer hefir fiskazt mikið af þorski
og ísu, og er enn þá góður afli. Sumar af fiskijöktunum
hjer í Faxaflóa hafa líka fiskað dável þorsk í seinast liðnum
mánuði. Hákarlsafli hefir verið sagður góðuráBúðum, en
ekki höfum vjer nákvæmlega frjett hlutarupphæðina.
Verðlag á vörum hjer í Reykjavík stendur enn við
sama og verið hefir um lestirnar, tunnan af korni 13 rd.,
bánkabygg 15 rd., kaffi 30 og 32 sk. pnd., sykur 22 og 24
sk. pnd. Oss er ekki vel kunnugt um matbyrgðir kaup-
manna hjer, en víst er um það, að sumir þeirra hafa lítið,
eða jafnvel ekkert, af kornvörum, og vjer vitum, að þeir eru
hjer, er hafa neitað að selja bánkabygg á móti peningum
út í hönd, og það gjörðu þeir víst ekki, ef þeir væru byrgir,
en vjer höfum ekki heyrt talað um neinn skort á kramvöru!
Á saltfisker víst eigi komið fast verð enn þá hjá kaupmönnum,
enda er lítið til af honum og margt af honum enn óþurrkað.
Frjetzt hefir, og það mun nokkurn veginn víst, að þeir eig-
endur að fiskiskipinu Lovíse: herra Björn Jónsson á Þórukoti
í Njarðvíkum og herraEgiII Hallgrímsson í Vogum, ætli í
fjelagsskap með Njarðvíkingum, Vogamönnum og fleirum,
að senda fiskiskip sitt með saltfisk og lýsi til Danmerkur
hið fyrsta, er þeir geta orðið til búnir, og ælla þeir að fá
þar áreiðanlegan mann, er stendur fyrir sölu á farminum,
og sjálfsagt kaupa aptur nauðsynjavörur í staðinn. Sje
þessu fyrirtæki skynsamlega hagað, þá er það að öllu leyti
rjett hugsað; því eins og fiskiskipin í sjálfu sjer eru bænd-
um nauðsynleg, þá er það annað aðalatriðið, sem hagurinn
í því, að eiga haffært fiskiskip, er fólginn í, að bændurnir
sjálfir sendi þau til annara landa með vörur sínar og kaupi
aptur nauðsynjar sínar þar; enda gjörðu svo forfeður vorir
á gullöld landsins.
Herskipið danska, Fylla, kom I. d. þ. m. hingað af
Akureyri og með henni Þorsteinn Daníelsson, dugnaðar-
maðurinn alkunni, frá Skipalóni, og Edvald Johnsen, er ætl-
ar að sigla með póstskipi og yfirgefa læknisembættið nyrðra.
Eigi kom »Norðanfari« með skipinu, og var þó kominn út.
Heyrzt hefir, að póstur ætti eigi að ganga hingað suður
fyrr en í haust, en vjer trúum því eigi, að hinn ötuli amt-
maður Havstein vilji gjöra leik til þess, að koma meiru
rugli, en orðið er, á póstgöngurnar, landsmönnum og öðr-
um tii óbætanlegs tjóns. — Tíðarfarið ergott að frjetta að
norðan, úr Eyjafjarðar og tingeyjarsýslu, og þurrkur og
grasvöxtur góður, og afli allgóður; úr sveitunum hefir ráðið
og óráðið kaupafólk veriðgjört apturreka, og er það víst af
slæmri tíð og skorti á matföngum.
ÁGRIP UM »LÆRDÓMSLISTAFJELAGIЫ.
Þórarinn Sigvaldason Liljendal, og Ulafur Úlafsson
(Ólavíus) frá Þverá í Blönduhlíð, báðir við háskólann í
Iiaupmannahöfn, tóku sig saman um, að hefja nýtt fjelag,
og skyldi tilgangur þess vera, að hæta vísindasmekk ís-
lendinga með fræðandi ritgjörðum í bundinni og óbundinni
ræðu, í öllum þeim greinum, sem fjelaginu helzt sýndist
áskorta; gjörðu þeir þá frumvarp til laga fyrir fjelagið, og
sýndu það flestum íslendingum, er voru í Kmh. til lærdóms, og
fjekk það góðar undirtektir; en brátt sáu þeir að lítið mundi
úr fyrirtæki þessu verða, nema fengist einhver málsmet-
andi stjórnarmaður fyrir fjelagið. Var þá stungið upp á, að
leita trausts til Jóns Eirikssonar, er alment var virtur og
elskaður og sannur föðurlandsvinur. Gaf þá Ólafur sig fram
um, að bera þetta málefni upp fyrir honum, því hann var
kunnugur Jóni og handgenginn honum, og bað hann full-
tingis í þessu áformi. Hafði Ólafur ekki borið þetta fyrri
upp við hann, en hann svaraði honum aptur með glöðu
bragði á þessa leið: »Það er mjer ánægja, að slíkt er á
ferðum, og betur, að það hefði skeð miklu fyrri; þjer
megið reiða yður á það, að hversu annríkt sem jeg á, og
þótt störf mín ekki leyfi mjer nokkurn tíma, nema þann, cr
hvíld mín krefur, og jeg sjái fyrir fram, að margur ófögn-
uður vilji mæta mjer, vil jeg þó gjarnan ganga í fjelagið,
og styrkja það allt hvað jeg má, en höfuðtilgangur þess
vilda jeg væri, að fræða landa vora í bústjórnarefnum, en
aukatilgangur að eins sá, að kenna þeim snjöll vísindi, og
byrjið þjer fjelagið í guðs nafni, en látið mín ekki getið að
svo stöddu». Að þessum undirtektum fengnum, hjeldu
þeir Þórarinn og Ólafur fund á Borchs-Collegio, ásamt
12 öðrum íslenzkum stúdentum; urðu þau úrslit fundarins,
að byrja skyldi fjelagið og talað um tilgang þess, teknar
ákvarðanir um, að gjörðir fjelagsins skyldu svo lagaðar, að
honum mætti ná. Skilmálar voru samdir og undir ritaðir af
fundarmönnum eptir aldurs röð þeirra, því ekki virtist
sama, að Þórarinn1 og Ólafur2, sem báðir voru ungir stú-
dentar, skyldu standa fyrstir. Meðlima registrið í fyrstu
ritum fjelagsins er prentað í sömu skipan og þá var sett,
og þannig komst fjelagið á fót, en af því engin lög voru
samin, enginn formaður, ekkert aðsetur, lögðu menn ráð
sín saman, hvernig að ætti að fara með þetta, að samin
yrði ritgjörð nokkur eða lög, sem allir fjelagsmenn ættu
sjer að hegða eptir, og skyldi bjóða þeim helztu íslending-
um, er þar væru, í fjelagið, og þá fyrstum Confr. J. Eiríks-
syni; var honum þegar ritað og öðrum íslendingum; var
Jón beðinn að gjörast forstöðumaður þess, og tók hann því
1) er sí&ar ?arb skrifari fjelagsins. — 2) síbar fjehir&ir fjel. til 1784;
túk þá vib M. Stephenseu.