Baldur - 24.09.1868, Blaðsíða 2

Baldur - 24.09.1868, Blaðsíða 2
54 En er þetta rjett, að á lcveða ölmusurnar til pessa fasta verðs? Vjer segjum hiklaust: »Nei». Uppruni ölm- usanna sýnir, að þær eru ekkert fast verð, heldur and- virði þess, sem piltar þurfa til fæðis, þjónustu og að nokkru leyti fatnaðar, auk bústaðar, því að allt þetta hefir stjórnin boðið að piltar skuli hafa ókeypis, og hlýtur hún því annaðhvort sjálf að veita þeim þetta, eða borga þann kostnað allan, er þeir verða fyrir það að leggja hvort sem hann er hár eða lágur. Að þetta sje nú meira en hugarburður einn, og að þessi hafl verið tilgangur stjórnarinnar, það sýna ljóslega hennar eigin orð. Því að í tilskipun 3. maí 1743 og nákvæmara í konungsboði (Regle- ment) 10. júní 1746 er ákveðið, að ölmusan sje og skuli vera í þessu inni falin, og þegar hún er metin til peninga- verðs, segir í 16. § þessarar tilskípunar: »(01musu-upphæðin) skal á- »kan faslsœttes ved Accord, ukveðast með samningi, ept- »efterAarenesBeskaf- »i r þ v í, h v e r n i g 1 æ t u r í »f e n h e d. »ári». I þessu liggur beinlínis, að upphæð styrksins (o: öl- musanna) skal meta á hverju ári, fyrst hann er í pening- um goldinn, eptir því, hversu hækka kann og lækka í verði fæði, þjónusta og það annað, er piltar skulu ókeypis hafa. Nú liggur þá, að oss virðist, bert í augum uppi, að venja sú, sem farin er að vinna hefð, að ölmusan sje 100 rík- banna honnm heimasveinspláz, þar et) þaí> heyrtr til ölmnsnnni, og veit- ist því í en ekki jafnframt henni. par sem því þetta hefir átt sjer staí), þá fánm vjer eigi sjeb, hvort þaí) er rjett; þá viljum vjer láta þetta atriþi á annara dámi, en aí) eius vokja athygli á því. Höf. TRÖLLAFOSS. (Framh.). Jeg fór að gapa og glápa, og áttaði mig ekki; jeg hafði gengið lengi í hugsunarleysi, eða rjettara sagt, jeg hafði haft of mikið að hugsa, því að frá því við fórum upp á Lambafell, hafði jeg ekkert tekið eptir leiðinni, og þarna var jeg kominn inn í miðjan dal, áður en jeg vissi nokkuð af. Jeg fór að litast um; beggja vegna voru háar hlíðar, allar skógi vagsnar, beggja megin árinnar voru sljettar grundir og kafgresi, en gegn um grundirnar runuu smálækir, sem steyptust niður úr snarbröttum hlíðunum; sumstaðar var grýttur farvegur þeirra ofan hlíðarnar, og þá var allur iækurinn einn hvítfyssandi silfrinlindi, ofan af brún og niður á nes, en sumstaðar höfðu lækirnir grafið sig niður og runnu um djúpa grafnínga. lnnar á bölun- um með fram ánni voru stóðhrossahnappar, og fram úr skóginum sáust sumstaðar geldkindur á beit. Það var fögur sjón; kindurnar jörmuðu, hestarnir hneggjuðu, læk- irnir niðuðu, lóur og söngfuglar kvökuðu í loptinu, sólin skein í heiði og var þá búin að þerra af augum jarðar- innar tárin, sem hún hafði grátið, þegar hún var að lesa morgunbænirnar sínar, sólin hafði þerrað döggina af jörð- unni og náttúran hrosti til himins móti skapara sínum, meðan hún varað lofsyngja honum. «Hvar erum við, faðir isdalir (eða hver önnur föst upphæð, er vera skal) er heimildarlaus, röng og háskaleg. Heimildarlaus er hún af því, að hún hefir ekki við að styðjast, utan misskilning og álappaskap; röng er hún af því, að hún gengur þvert ofan í lögin og tilgang stjórnarinnar, og háskaleg er hún af því, að hún hallar skýlausum rjetti þeirra, er hlut eiga að málum. Vjer viljum nú eigi minnast á þann halla, er stjórnin gjörði landinu með því, að draga undir sig, meira en í 60 ár ölmusur Hólaskóla, til þess, er vjer fengum heimt þær aptur 1863, enda þótt það fje sje afarmikið1, og gjör- um vjer eigi að sleppa því fyrir það, að ekki eigi land vort rjett til fjár þessa, heldur sakir hins, að auðvitað er, hversu það mundi ganga að heimta það; en á hitt viljum vjer minnast, að ölmusan á að nema meiru, en því einu, er fæðið kostar, því að þjónustu eiga lærisveinar og að hafa ókeypis og fatnað að nokkru leyti, sem nákvæmara er til tekið í konungsskipan (»RegIement») 10. júni 1746 (2. § »um fatnað •>); þar segir, að ókeypis skuli þeir hafa: 1, eina yfirhöfn eða bolfat, 2, tvennar nærbuxur, 3, tvö pör 1) Sleppnm öllum vöxtum af fjeriu í þessi 60 ár — þa& er vel gjört! — og reiknum ölmusurnar eigi hærri, en 60 rd. á ári — sem er allt of lágt! — og veríiur fjeþ þó 16 ölmusur 60 ríkisdali hver, 960 ríkisdalir á ári; f 60 árverþur þaþ = 57600 ríkisdalir eíia sem næst 60 þúsundir dala. petta er (rentur útaldar!) fje þaS, er stjárnin heflr haft af iandiuu met) þessu móti. Höf. «minn? Hvaða skelfing er hjer fallegt! hjer vil jeg alltaf «vera», sagði jeg. — «Viltu þá ekki fara upp að Trölla- fossi?» sagði faðir minn. «Jú, það er satt, þangað verð- um við að fara», sagði jeg, «en þar eru heldur engin tröll "lengur, svo það er óhætt!» sagði jeg með hreystibragði, en fraus þó hugur við um leið, því forvitni mín að sjá Tröllafoss var mest af því sprottin, að jeg hafði heyrt svo margar sögur af honum, en ótti og forvitni fara opt sam- an. «Þú heldurað þar sjeu ekki tröll lengur», sagði faðir giinn, «hafa þau þá nokkurn tíma vefið þar?» — «Já, svo segir húnammamín», sagði jeg, «hefurðu ekki heyrt sög- «una um hann . . . .». «Jeg vil ekkert bull heyra», greip faðir minn framm í, «það eru engin tröll til, og hafa aldrei «verið». Jeg þorði ekki að fara lengra út í þá sálma. »Hverninn stendur á þessu?», sagði jeg, þegarjegtók eptir, að við vorum komnir hjer um bil í miðjan dalinn, og sá, að áin, sem við höfðum gengið með fram, rann eigi lengur við hlið okkur. »Líttu í kring um um þig», sagði faðir minn; jeg gerði það. Jeg tók þá eptir því, að áin, sem hingað að hafði fallið út miðjan dalinn, hafði hjer bug á sjer, og myndaði rjett horn; hún kom hjer ofan úr hlíðinni. Þegar jeg tók betur eptir, heyrði jegdimman drunga- nið í Ijallinu fyrir ofan mig. Við snarum nú til hliðar og

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.