Baldur - 12.10.1868, Side 2
58
arfógeta ekki seinna en viku fyrir næstn manntalsþing;
heimtir hann þar saman gjaldið eptir skránni, er hann heflr
yflrlitið hana og rannsakað eins og þarf.
Reynist skýrslan um afla-upphæðina ósönn, skal sá,
sem hlnt á að máli, gjalda til læknasjóðsins sekt, er sje
fimmföld við gjald-upphæð þá, er dregin var undan. Mál
þau, er rísa af ósönnum skýrslum, skal farið með sem
opinber lögreglumál, nema ástæða sje til að höfða sakamál
út af atferli hlutaðeigenda.
5. grein.
Sýslumaður eða bæjarfógeti eiga fyrir lok októbermán-
aðar á hverju ári að senda stiptsyfirvöldunum reikning, og
með honum tjeðar skrár hreppstjóranna eður bæarstjórn-
arinnar, um alla spítalahluti í sýslunni eða kaupstaðnum
það ár, og borga þeim fjeð um leið.
6. grein.
Um spítalahluti af fuglatekju, að lundatekju meðtalinni,
skulu ákvarðanir þær, sem settar eru í konungsbrjefl 26.
maímán. 1824, gilda framvegis eins og hingað til.
Eptir þessu eiga hlutaðeigendur sjer þegnlegaað hegða.
Gefið á Amaliuhöll 10. dag ágústmáuaðar 1868.
Undir vorri kominglegu hendi og innsigli.
Christian R.
•— Utlendar frjettir getum vjer að svo stöddu eigi
sagt neinar að kalla. Vjer höfum enn að eins lauslega
getað hlaupið í gegn um blöðin ; þau skrafa og skeggræða um
frjettir, sem engar eru til, hvern dag í vikunni; og líti maður
í danskt blað, þá eru allar frjettirnar: á mánudag er frið-
ur, þriðjudag er óhjákvæmilegt, að styrjöld brjótist útbráð-
TRÖLLAFOSS. (Endi).
Til fossins:
nRegnbogalitir röðul-skærir
rósfagran glitvef breiða á þig,
en silfrin-dropar tindra tærir
tryllandi unað heilla mig;
að hvíla þreyttur þinn við nið
það veitir hjarta ró og frið I«
nHjerna skulum við setjast og hvíla okkur», sagði
faðir minn, og settist um leið niður á grasbalann við hyl-
inn. nEigum við ekkiaðborða hjerna?» sagði jeg. »Ertu
orðinn svangur?« sagði faðir minn, »þá skulum við standa
upp, því hjer er svo mikill hitasteikingur og sólskin!»
»Hvert eigum við þá að fara?» sagði jeg; — »við skulum
fara upp á brekkuna og þar í forsæluna í skóginum».
»Víðar er nú hægt að vera«, sagði faðir minn, og brosti
við. »Hvarþá? hjer eralstaðar sólskin nema í skóginum»,
sagði jeg. »Ertu búinn að gleyma Tröllhelli ?« sagði faðir
minn. Tröllhellir! já, því hafði jeg alveg gleymt, að hann
var til, og þó var það hann, sem jeg einkum hafði hlakk-
að til að sjá. »Hvar er hann?« sagði jeg og litaöist um
kring um leið og jeg sagði þetta. »Yið skulum vita, livort
lega; miðvikudag er allt friðvænlegt; fimtudag stríð og
styrjöld; föstudag friður o. s. frv. I’etta gengur allt af og
er mála sannast, að allt stendur í stað enn og eigi mark
takanda á þessum daglegu spádómum um frið og stríð.
í Spáni er uppreistin allt af lifandi öðru hvoru frá því
í vor. Drottning ísabella er nú stokkin úr landi. — Þegar
vjer verðum búnir að lesa blöðin ofan í kjölinn, getum vjer,
ef til vill, í næsta blaði sagt greinilegri frjettir. Hiti hefir
verið svo megn í sumar víða erlendis, að menn hafa fengið
bana af. — II. september var matvara í Khöftv í þessu
verði:rúgur 7 rd. 3 mrk. til 8 rd., bánkabygg 10 rd., hveiti
10 rd., baunirll rd. Eigi setja þó kaupmenn hjerniðurmat.
FRJETTIR INNLENDAR.
Kafli úr brjefi af Jökuldal 9. dag septbr.-m. »Tíðin
hefir verið mjög hagstæð í sumar til heyskapar og hafa
flestir heyjað vel, en fremur er þó illa sprottið engi, og
verða menn víða að hætta í fyrra lagi vegna þess. Að
líkindum verður fje vænt í haust, því bæði gekk það vel
undan og fór snemma að fitna, þar tíðin var svo hagstæð
í vor».
Kafli úr brjefi af Vopnafirði 11. dag sept. p. á:
nSumarið liefir verið all-gott, grasvöxtur sæmiiegur og
skepnuhöld góð; i júlí og ágúst-mánuði voru hjer miklir
óþurrkar, en það sem af september er, hafa verið þurrkar
og bezla heyafla-tíð, svo það lítur út fyrir góðan heyskap,
enda hefir heilsufar manna verið golt heyanna-tímann. Á
Vopnafirði hefir mátt heita fiskilaust í allt sumar. Tveir
hvalir hafa verið rónir hjer upp af frakkneskum fiskiskip-
um; skáru Frakkar af þeim mest allt spikið og nokkuð af
rengi og fóru svo brott. Verzlunin hefir verið hjer þung
við finnum hann ekki!« sagði faðir minn. Við stóðum
upp. "Cað er skrítið að kalla fossinn Tröllafoss; hann,
sem er svo ljómandi fallegur», sagði jeg. »Hann heitir
eptir hellinumn, sagði faðir minn. Við gengum fast með
ánni og upp undir fossinn; það mátti komast á bak við
hann því bergið slútti fram yfir sig. Við gengum því á
bak við, en hvað sá jeg þat ? Cegar við stóðum bak við
fossinn, sá jegaðhjer var hellir, eigi stór, og innsl í hon-
um var kolsvart mynni eða op, svo þröngt, að fullorðnum
manni var hóflegt að skríða þar inn á fjórum fótum. »Er-
um við nú í Tröllhelli?» sagðí jeg. »Nei! enn ekki», sagði
faðir minn, »þetta er nú ekki nema fordyri musterisins;
farðuhjerna inn um holuna, og þá kemurðu í Tröllhelli!■»
Jeg ætlaði að hlaupa inn eptir og leggjast á fjóra fætur
og skríða inn, en faðir minn horfði brosandi á eptir mjer.
Þegar jeg kom í holuna, eða innganginn, sem sýndist vera,
þá kom jeg á urð, og komst eigi lengra. »Hvernig stend-
uráþessu?» sagði jeg við föður minn. »Það skal jeg segja
þjer», mælti hann; »sagan segir að bergrisi nokkur hafi átt
að byggja þennan helli til forna. Hann nam á brott prest-
dótturina frá Stað og hafði hana með sjer upp í Tröll-
helii; en eitt sinn, er hann var ekki heima, strauk prest- ,