Baldur - 02.02.1869, Side 4
12
um orðum: sagt ósatt, en að öðrum kosti lýsum vjer hann
fyrir þetta minni mann. Og að svo mæltu virðum vjer eigi
þetta mál annarra svara.
í annan stað viljum vjer gjöra lesendum vorum grein
fyrir, hvernig á því stóð, að Jón Ólafsson gjörðist ritstjóri
biaðs þessa. Svo var mál með vexti, að það var fullráðið,
að skipta um ábyrgðarmann að blaði þessu; sá, er átti að
taka við, var eigi staddur við hjer svo, að hann hefði lient-
ngleika á, að taka við blaðinu um áramótin; fyrir því þurfti
að fá mann til þessa til bráðabyrgða; þótti það á litlu
standa, hvort sá maður væri fjelagsmaður, eður samið væri
við einhvern annan, er til þess væri hæfur; en öllum fje-
lagsmönnum þótti einmitt hr. Jón Ólafsson fyrir margra
hluta sakir flestra manna bezt fallinn til þess starfa, enda
var hann eigi ófús á það, og þannig tók hann að sjer að
vera ritstjóri að fyrsta sjöttungi þessa árgangs, og hefir
honum farið það svo úr liendi, að vjer eigi myndum skipta,
ef vjer ættum kost á honum lengur; en hann hefir eigi
gefið kost á sjer nema til 3—4 blaða af þessu ári.
Útgefendur «Baldurs».
Auga fyrir auga og tönn fyrir t'ónn.
(Suum cuique)
. Hinir heiðruðu útgefendur þessa blaðs hafa hjer að
framan stuttlega skýrt frá sambandi mínu og blaðsins, og
sjá þá allir, að jeg er að eins verkamaður þeirra. — Jeg
ælla ekki að fara mörgum orðum um grein «t’jóðólfs■>; en
jeg vil að eins geta þess, að það, sem sagt er þar um, að
jeg sje eigi fullveðja, er að eins kastað fram út í bláinn, og
engar ástæður færðar fyrir því, enda mun og hafa verið
grannt um að þær væri til.
Það væri því reyndar nóg að segja, að þetta sje ó-
sannindi, því að ástæðuleysu þarf eigi að hrekja með á-
stæðum; en jeg skal þó gjöra það í þetta sinn. Jeg ætla eigi
að gjöra mikið úr því, að höf. þekkir eigi aldur minn, en
get þess, að það sem hann segir um fjársamninga, er mjer
sem ritstjóra óviðkomandi; það er útgefendanna. Hitt er
vitanlegt, að hver maður á tvítugsaldri hefir ábyrgð orða
sinna og gjörða, því það hefir maður enda 16 ára. Nú er
það eigi síður víst, að svara verður maður til fleiri orða,
en prentaðra. Nú ef jeg lýg meiðandi áburði á mann og
slcrifa, þá er vitanlegt, að jeg verð lögsóttur, og það með
fullum rjetti, en löggjöf 9. maí 1855 gjörir engan mun á
skrifuðu eða prentuðu letri, heldur leggur að jöfnu. Þá er
vitanlegt, að ef jeg get brotið mót lögum með hvorutveggja
mótinu, þá verð jeg jafnt að svara til gjörða minna, hvort
sem er.— Öll greinin er annars samin í svo ókurteisum og
hrokalegum stýl, að mjerdettur eigi í hug, að hún sje eptir
ábyrgðarmanninn, enda er það flestum kunnugt hjer í
grenndinni, að sú alda er eigi þaðan runnin; og mjer er
skapraun að því, að vita, að ábm., sem jeg á svo margt
gott upp að inna, skuli leita að lagavizku hjá þeim manni,
sem ekki einu sinni veit fyrir þrekleysi, hvort hann veit
nokkuð sjálfur í lögum eða ekki. Mjer þykir það illt,
að hann hefir þannig neytt mig til, að segja sannleika,
sem jeg annars hefði þagað með; og jeg vildi óska þess,
að hann væri eigi svo laus á svellinu, að hann stæð-
ist, þótt hann heyrði þann »karakterleysingja« eða önnur því-
lík gjáríf geltikvikindi segja: «þj- þj- þje taki þeþþa grein;
hana taki þje—þje taki hana, mnjú, þa- þa- þa gjöriþje —
mj-mj- mjaú«. Jón Óiafsson, ritstjóri.
TIL ÁBMS. «ÞJÓÐÓLFS».
titgefendur og ritstjóri Baldurs eru hjer að framan
búnir að sýna, hversu illviljuð og ástæðulaus greinin í «Þjóð-
ólfi» 21. árg., nr. 14—15 er, og er því að nokkru óþarft,
þótt jeg sje nefndur í henni, að tala fleira um hana; en
af því hugsunarvillurnar í þessari grein hjá skólak. H. Kr.
Friðrikssyni sýnast að benda til þess, að jeg hafi þurft að
semja við ritstjóra Baldurs — en hann sje ekki samnings-
bær—, þá set jeg hjer þessi fáu orð:— «Baldur» berþað
með sjer, að fjelagið, sem gefur hann út, hefir alla inn-
tekt og útgipt blaðsins; og fjelagið hefir einnig í blaðinu
beðið kaupendur þess að borga til mín, en blaðið ber ekki
með sjer, að ritstjórinn sje í fjelaginu. Hverjum getur nú
komið fil hugar að setja slíkar vitleysur fram, — nema
skólakennaranum og hans fylgjurum — að gefa það undir
fótinn, að jeg hafi þurft að semja nokkuð við ritstjóra
blaðsins um fjárútlát þess, þar sem svona stendur á?
Sama hugsunarvilla liggur til grundvallar í greininni, frá
orðunum «enda virðist» og allt til endans; það ern ráð-
leggingar, er afvega leiða alla þá, er á slíkt vilja fallast;
(sjá löggjöf um prentfrelsi af 9. maí 1855).
Einar Þórðarson.
AUGLÝSINGAR.
— Þar eð ýmsir þeir, er jeg í sumar sendi boðsbrjef
upp á tímarit, enn þá eigi hafa sent mjer þau aptur, og
enga vísbendingu gefið mjer um það, hvort þeir hafi feng-
ið nokkra kaupendur, eður eigi, þá óska jeg, að þeir hið
fyrsta vildu láta mig vita, hvað þeim hefir orðið ágengt í
þessu efni, svo jeg geti sjeð, hvort jeg fái svo marga
kaupendur, að jeg sjái mjer fært, að byrja prentun ritsins.
Keykjavík í janrtar 1869.
Jón Pjetursson.
— Tópnli er áma, er ták nær 5 tnnur; hún var úr eik, meb 8 járn-
gjiirbum, tvíbytin, meb ferkúntuíiu sponsgati, álíka víb, og bún var liing.
Finuist áman, er bebib ab haida henni til skila til undirskrifabs
Narfakoti 17. d. jan.-m. 1869.
Arinbj. Ólafsson.
titgefandi: «Fjetag eitt í Iieykjavík«. — Ritstjóri: Jón Ólafsson. — Skrifstofa: Lœlmisgötu M 5. <1
Preutabur í lands-prentsmiljunni 1869. Einar púrbarson.