Baldur - 27.03.1869, Síða 3

Baldur - 27.03.1869, Síða 3
28 ar á sama grundvelli sem ákvarðanir stjórnarfrumvarpsins, svo eru þær eigi heldur öðrum vankvæðum bundnar, held- ur en þessar ákvarðanir, því með skipastærðinni er hluta- talan sjálfsagt í allflestum tilfellum gefin, eins og skipa- stærðin aptur af hlutatölunni. Af öllum þilskipum stærri og smærri þótti gjaldið hæfilega ákveðið 40 fiskar, og af þeim skipum, ertil hákarla ganga eingöngu, 60 íiskar. Þótti þetta gjald fullhátt bæði sökum þess að útgjörð slíkra skipa er ærið kostnaðarsöm, og líka sökum þess, að það er ísjár- vert, að íþyngja útgjörð þessari, meðan hún er hjá oss í slíkum barndómi, sem nú er hún. Þar sem fundurinn ekki gat ætlazt til, að þingið fari nú í sumar að ræða þessar eða aðrar uppástungur, sem miða kynni til breytingar á þeim ákvörðunum, sem þegar hafa náð allrahæstu samþykki konungs, þótti honum sem sá vegur einn væri fær, að biðja þingið að leggja það til við hans hátign konunginn: 1. Að framkvæmd tilskipunar af 10. ág. 1868 megiverða frestað, og um sinn látið standa við ákvarðanir tilsk. 27. maí 1746, og 2. a, að stjórnarfrumvarpið frá 1867 megi verða að nýu lagt fyrir alþing 1871 óbreytt, eða b, að þetta frumvarp megi þegar fá lagagildi eins og það var lagt fyrir þingið 1867. PRENTSMIÐJAN Á AKUttEYPJ. „VaÆar mest til allra orba „undirstatian rjett sje fúndin". Það er nú eitthvað um 16 ár frá því, er prentsmiðjan á Akureyri hófst. Vjer vitum og sjáum, að hún hefur allt af «blakt á skari», og síðan um 1859, eða þar um bil, á- vallt farið hnignandi, og að eins að þakka þolgæði og fyr- irbarningi einstakra manna, að hún er ekki sáluð. Hvernig stendur á þessu? Margar orsakir kunna að liggja tilþess; en áður en þær koma til mála, er þó fyrst að gæta að því, hvort Norðurland, purfl, á prentsmiðju að halda, og hvort prentsmiðja geti priflzt á Akureyri. þetta er það, sem þarf fyrst að skoða, því að, ef það sannaðist, að hvorki væri prentsmiðjunnar þörf, og eigi gæti hún heldur staðizt, til hvers er þá sú fásinna, að vera að kosta fje og fjörvi til að halda því við, sem aldrei getur eðiilega þrifizt? Eða sje hennar þörf, og hún geti staðizt, hvað er það þá ann- að en klaufaskapur, að geta eigi haldið henni uppi með arði og sóma? Vjer sögðum fyrr, að það væri tvennt, er skoða þyrfti, bæði, hvort hennar pyrfti, og, hvort hún gæti stað- izt; en þetta er í raun og veru eitt og sama, því að, sje liennar þörf, hlýtur hún að geta staðizt, og ef það reynist, að lnín getur staðizt, þá hlýtur hennar að vera þörf. En þar í er villa margra fólgin, að þeir hafa viðurkennt þörf- ina (og það hljóta a 11 i r að gjöra), en hafa þó efazt um hitt, að hún gæti staðizt. Vjer viljum nú leyfa oss, að taka það sem gefið, að 'allir sannir íslendingar játi, að þörf sje á prentsmiðju fyrir norðan, því það hafa enda þeir játað, er mest ofsækja prentsm. á Akureyri, og vjer minnumst eigi að hafa heyrt nokkurn mann efazt um það. En hitt viljum vjerreynaað sanna, að prentsmiðja geti þrifizt þar, enda betur en hjer í Reykjavík. Jeg veit það bæði af eigin reynslu og af á- reiðanlegum sögnum og skýrslum þeirra manna, er einna mest hafa fengizt við bókasölu hjer, að nær lU af öllum bókum og blöðum, sem seljast árlega hjer á landi, er keypt í tveimur sýslum hjer á landi: Eyjafjarðar- og l’ing- eyjarsýslum. Það eru engar ýkjur, að í þessum 2 sýslum einum seljist eins mikið af bókum og í öllu suðurumdœm- inu; enda eru Sunnlendingar manna minnst fyrir bækur, alþýða þar yflr höfuð fáfróðust, og hefir óbeit á allri bók- legri menntun nema rímum og sálmum; það er svo sem sjálfsagt, að bæði stöku menn og enda einstöku sveitir eru heiðarlegar undantekningar frá þessu; en hitt er það, sem almennt er, og í og umhverfis Reykjavík eru margir, sem þykir minnkun að kaupa bók; þeir halda þeir yrðu kallaðir óráðsmenn og eyðslubelgir, og «hafa ekki efniáþví», enda þótt kaupmenn vorir megi bezt vita, hvort þeir kaupa aldrei verri óþarfa þessir sömu menn. Ljósasta dæmið er það, að meðan nokkuð kvað að prentsmiðjunni á Akureyri, þar sem þó ekki eru nema svo sem líklega 2—300 manna, mun það þó hafa verið sjaldgæft, að af nokkru kveri, sem þar kom út, hafi eigi verið keypt40—50 áAkureyri sjálfri, ogyfir höfuð munu það hafa verið eigi meira, en svo sem ein 2 eða 3 heimili, þar sem ekki voru bækur keyptar; — en í Reykjavík! signum okkur! {*ar er um 2000 manns, og þar selst vanalega 15—20 expl. af hverri bók, og þegar bezt lætur, af einstökum bókum 30—35. — l’að er því eigi of- sagt, að Norðlendingar sje eigi að eins stoð og stytta ís- lenzkra bókmennta, heldur þeir, sem einir halda ísl. bók- menntum við lýði. Og prentsmiðja ætti eigi að geta stað- izt einmitt í miðju hjarta Norðurlands? Næst þessum tveim sýslum eru Iíúnavatns og Skagafjarðarsýslur, þá Austfirðir, o. s. frv. En miklu minna selzt þó í rauninni fyrir Norð- an og austan, en gæti selzt, sakir þess, að bækurnar fást eigi fluttar þangað. Ljósast dæmi þess er það, að bókasölu- maður heör selt á einu sumri í fáeinum sveitum i Skaga- firði bækur fyrir 1000 rd. hann flutti með sjerbækurnar bjer úrRvík., og menn voru honum stór-þakkiátir fyrir, að geta að eins fengið þær. í*að væri víst óhætt að ætla, að selja mætti bækur á Norður- og Austurlandi fyrir 7000rd. á ári. Og hvorir standa betur að til að selja, Akureyrarmenn, sem geta með góðri hagsýni komið bókunum frá sjer með eigi miklum kostnaði um allt Norðurland á 2—3 mánuð- um, eða Reykjavíkurmaður, sem þarf fullkomið ár til að koma þangað bókum, sem þær seljast, og kostar helmingi af verði bókarinnar, til að borga flutningskaup? Það ligg- ur svo í augum uppi, að vjer hikum eigi við að segja, að af Akureyri mætti, ef nægar og góðar bækur væri prentaðar, selja fyrir 5—6000 rd. á ári bækur, og það er sala, sem prentsmiðja getur vel staðið við. (Framh. síðar).

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.