Baldur - 02.03.1870, Blaðsíða 2

Baldur - 02.03.1870, Blaðsíða 2
10 þeim að sjá það,þá vona jeg, að þeir reyni að færa sjerþærí nyt. — Vjer tölum um, að vjer viljum hafa löggjafarþing, og vjer erum eins ákaflr með það, eins og vjer á sínum tíma vórum með að fá hið ráðgefanda alþing. Vjer börðumst fyrir því með hina beztu menn þjóðarinnar f brjósti fylk- ingar; vjer fengum það og glöddumst; væntum af því mik- illa ávaxta. Hvernig fór? Menn eru svo óánægðir með þingið, að það er ekki eins dæmi að heyra líkan hugsun- arhátt og hjá bóndanum fyrir fám árum, sem sagði: «Hvað «skyldi nú kóngur segja? skyldi hann ekki láta það eptir, «ef við bændur tækjum okkur saman um, að biðja hann að «aftaka þetta alþing aptur, til að Ijetta á okkur?»(!) Ojæja, hann vildi nú segja eitthvað bóndaskepnan, þegar hann heyrði aðra vera að hallmæla þinginu. Jeg spyr hvern þann, er satt vill segja: Er það ekki alvandi, að heyra þorra manna tala á þá leið, að alþing gjöri, ekkert gagn, það sje ekki til annars, en að sjúga út peninga úr landinu af fá- tækri alþýðu? Er þetta ekki álit þorra manna á landinu? Hver getur móti því borið? Jeg veit að einstöku skyn- samir menn hafa skynsamara álit á þessu, en þeir eru helzt of fáir. Og af hverju kemur þetta skaðlega og villausa á- lit alþýðu? Sumpart af missýningu; menn taka ekki eptir þvi, hve margt og mikið alþing hefir unnið landinu í hag; menn taka ekki eptir því til dæmis, að vjer höfum fengið verzlunarfrelsi, og að þingið hefir útvegað oss það; og það eitt væri þó, ef menn kynni með að fara, margfalt meira virði árlega, reiknað í hreinu dala tali, en það sem alþing árlega kostar oss1. En gallinn er hjá sjálfum oss, að vjer höfum ekki kunnað að færa oss það í nyt. Vinnuhjúalögin nýju eru og verk alþingis, og að telja þeim margt til giid- is álít jeg óþarft, þar eð þau munu vera einhver hin vin- sælustu lög af alþýðu. Til hvers sem dregur um stjórnar- mál vort, þá. er þó mikils verð sú hreifing, sem á það er komin, og sá gaumur, sem Danir hafa verið neyddir til að gefa því máli. Það er árangur af aðgjörðum alþingis; og hversu, sem úr ræðst, verður því eigi neitað, að þingið hafi hrint þessu máli áfram frá því, sem áður var. Svona mætti margt og margt til finna um gagn alþings, en það yrði hjer of langt mál. — En vjer viljum alls ekki heldur verja alþing og gjörðir þess svo einstrengingslegá', að vjer sjeum blindir fyrir því, sem því kann að vera áfátt. Að því hafi orðið á, það er auðvitað. í*að er afleiðing mannlegs breyzk- leika, að enginn getur fullkominn verið. En ef á að tala um syndir þingsins, — þá verðum vjer að segja aptur, að þær sjeu sjálfum landsmönnum að kenna. Menn heyra tal- að um, hve sá og sá alþingism^ður sje óhæfur og ónýtur þingmaður; þetta hefir stundum verið á rökum byggt. En hverjum er um kennt? þlngmanninum sjálfum; og margur maður getur þó víst ekki að því gjört, að hann er ekki 1) Vjer viljum taka til dæmie, ab miemunuriun á verbi mebau ein- okuuín var (a: fjrir 1854) ognúárlega ab mebaltali, er á uilinni einni, rem út er flutt úr landinu, 3—400,000 dala (50 sinnuin þab, sem þingib kostar). þetta er ab eins eitt dæmi af einni vöruteguud. skapaður til að vera þingmaður. Og þingmenn velja sig ekki sjálfir. tað er þjóðin, sem velur alla þingmenn, jafnt hina ónýtu og hina nýtu. Hún má því sjálfri sjer kenna um val sitt. Og hún sýnir ljóslega, hve annt henni er um að velja nýtustu og hæfustu menn til þings, þegar svo eru sóttir kjörfundir, að. 5 eða 6 kjósendur mæta til að kjósaúr heilli sýslu. — Hve mjög er mönnum annt um að sá, sem kosinn er, sje hæfur til þingmennsku, þegar menn kjósa og endurkjósa ár eptir ár menn til þings, sem menn játa að sjeu reyndir að vera óhæfir til þess starfa? og þetta hefir þó átt sjer stað. «Hann er fátækur og þarf þingpeninganna, greyið, svo jeg held það sje gustuk að kjósa hann». Þetta blygðast kjósendur eigi við að segja. En jeg vil leyfa mjer að spyrja: «Hverjir eru meiri gust- ukamenn, en sveitarlimir, hreppsómagar og húsgangar?» Þessir brjóstgóðu kjósendur, sem meta hag gustukamanns meira en landsins hag, þeir ætlu að sækja um það að mega kjósa þyngstu ómaga á þing; það væri sparnaður; því lík- lega sparaði það meðlag það árið. Og hve verðugt full- trúaþing væri það slíkum kjósendum, er samsett væri af húsgöngum og sveitarlimum!! Hitt er jafn-almennt, en fremur til vorkunnar virðandi, þótt vitlaust sje, þá er menn kjósa einhvern til þings af þvi, að hann er mektarbóndi, eða auðugur prestur, eða andríkur kennimaður; það er eins og menn hugsi, að af því maðurinn er nýtur og fær í einu, þá sje hann það í öðru; gæta ekki þess, að einn getur verið duglegur hreppstjóri, skörulegur umboðsmaður, auðugur prestur, góður guðfræðingur, röggsamlegur kenu- ari — en allt um það ónýtur þingmaður. Og svo er þjóðin óánægð með, livað ónýtir menn sje á þingi; en hvernig eiga kosningar að vera vandaðar, þegar þjóðin skeytir ekki um, hverja hún kýs?-------Og nú vil jeg spyrja: «Hvað vilja slík börn með frelsi?•> Hversu ætli vjer hagnýtum það, þegar vjer skeytum ekki að neinu að nota eða meta það, sem vjer höfum? Vjer sjáum hversu fara myndi. Vjer tölum ura það, að þá er vjer höfum fengið frelsi, þá muni oss fram fara. Nei! ekki nema því að eins að vjer kunnum að fara með frelsið. En meðan vjer kunnum eigi að fara með það litla frelsi, sem vjer höfum, til hvers erum vjer þá að biðja um meira? «Vertu trúr yfir litlu, þá mun jeg setja þig yfir meira»; Þessi rödd hljómar til vor frá guðlegri forsjón. Notum það frelsi, sem vjer höf- um, þá munum vjer fá meira frelsi, þegar er þetta er notað að öllu, sem unnt er. Meðan vjer kunnnm eigi að nota það, sem vjer höfum, á meðan erum vjer eigi færir um að taka við meiru. Köllun vor, íslendingar, er því fyrst um sinn, að búa oss undir og gjöra oss hcefa til að piggja meira frelsi. (Framh.). SKÓLAMENNTUN. Þýtt eptir «Norsk Folkeblad. 1869, No. 18. — (Norðmenn eru sú þjóð, sem oss er sviplíkust að eðlisfari allra þjóða í heiminum, en aplur einna ólík- astir oss að menntun og framförum, þar eð þeir vafalaust

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.