Baldur - 02.03.1870, Blaðsíða 3

Baldur - 02.03.1870, Blaðsíða 3
11 eru einhver hin mesla framfaraþjóð, að tiltölu, næst Vest- urheimsmönnum. Norðmenn eru fjörugir í anda, hvatir til stórræða, en þó framsýnir, og alorkusamir eru þeir og úthaldsgóðir, og hafa i stuttu máli allt það lil að bera, sem sú þjóð þarf, sem fleygist áfram hamförum á vegi fremdar og framfara í smáu og stóru. — í sumar, sem leið, voru lögteknar á stórþingi Norðmanna ýmsar ákvarðanir, sem miða til þess, að bæta fyrirkomulagið á námi og skólamenntun, og hef jeg snúið grein þeirri, sem hjer fer á eptir, til að sýna löndum minum skoðunarhátt einnar hinnar merkustu þjóðar í máli, sem víst mundi fá aðrar viðtökur hjer á landi hjá þeim mönnum mörgum, sem stunda embættishandverkið. Býst jeg því eigi við, að greinin falli í geð lærðum mönnum, sízt hin- um eldri, og varla mörgum liinna yngri. Því vald og álit þeirra manna, er lagt hafa stund á embættishandverkið, styðst hjer á landi við það, að þeir geti hulið fáfræði sína og skort á almennri menntun undir blæju þess náms, er alþýða á ei kost á, og sem úrelt er að mestu og gagns- lítið öllum, nema einstöku mönnum. Jeg vona, að greinin sýni, liversu allt stefnir að því hjá framfaraþjóðunum, að menn yfir höfuð, og eigi sízt embættismenn, nemi það helzt, er hefir verulega þýðing fyrir þá í stöðu þeirra og verk- legum atriðum í daglegu lífi). — Eitt af þeim málum, er harðast hefir verið deilt um á prenti og í orði hjá oss (o: Norðmönnum) er fyrirkomulagið á hinni æðri skólamennt- un. Iíeppnin er á milli liinna svo nefndu «klassísku mála» (grísku og lalínu) og bókmennta þeirra, er skráðar eru á þessar tungur, á eina hlið, og á aðra hlið hinna nýjari mála og náttúruvísindanna. Þetta stríð er nú að miklu leyti á enda kljáð fvrst um sinn með lögum þeim, erþingið hefir nú fallizt á um þetta efni. Ilið helzta efni laga þess- ara er þetta. Upp frá þessu skulu í öllum «lærðum» skólum vera tvær deildir. í annari er kennd latína (og gríska) ásamt öðrum kennslugreinum, en í hinni eru þessi tvö mál ekki kennd. Þeir, sem útskrifast úr skólunum, eru stúdentar með jöfnum rjett, hvort sem þeir hafa numið grísku og latínu, eða ekki. Þeir slúdentar, sem eigi hafa numið þessi mál, heita gagnfræða-stúdentar, og hafa þeir rjett til, qið takapróf í gagnfræðum, lögum' og læknisfræði, og hafa þá jafnan rjett til embætta og hinir latínulærðu stúdentar. Þar á móti geta að eins latínskir stúdentar tekið próf í (mál- fræði og) guðfræði. Þannig er hjer eptir ungum mönnum, er menntast vilja, hvort sem er til embætta eða annars, gefinn kostur á, eins og áður, að nema grísku og latínu, ef þeir vilja; en þeir eru eigi neyddir til þessa lengur; þeir hafa nú 1) Sakir þessa er prófessórunum vit) háskólann í Kristiauia boþib ab haga svo kennsln siuni og prófum í lögfræbi, ab þab sje aþ eius heimtab, ab lögfræbingar viti efui og innihald Rómverja-rjettar, án þess, ab heimta megi, ab þeir þekki neitt til hans á frummálinu. Ritstj. «Baldurs'i. frjálsan aðgang að, að láta vera að nema þessi mál, og verja tíma sínum til, að stunda þær bókmenntir, sem nær standa vorum tímum, og leggja stund á þau mál og þau vísindi, er miklu meiri verulega þýðingu hafa í lífinu. Það fer ekki hjá því, að niðjar vorir og eptirkomend- ur munu brosa að baráttu þeirri, er varnarmenn hinna nklassísku mála» hafa svo örugglega barizt móti straumi tíðarinnar og framfaranna. Þegar svo mikið er gjört úr hinn «klassíska» námi, að ekkert á að verajafn-þarflegt, þá liggur í þessu svo mikil fordæming yfir hinum síðari tím- um, að sá, sem í raun rjettri og fullri alvöru er svo hrif- inn af ágæti hinna «klassisku» bókmennta og þýðing þeirra fyrir vora tíð — sá hinn sami verður að álíta, að heimin- um hafi fremur farið aptur, en fram, hinar síðustu tvær þúsundir ára, og að öll viðleitni og barátta mannkynsins til fullkomnunar og framfara í þessar tvær þúsundir ára hafi verið til ónýtis. En í augum þeirra, sem trúa á framfarir mannkynsins, —• sem gegn um daglegt stríð og baráttu eygja óendanlega stóra hugsun, sem eins og guðs fingur leiðir mannkynið og bendir því á frarn að óendanlega stóru takmarki, .... í þessara manna augum er þetta nýr sigur yfir fordómunum, sem flytur oss s'kör framar, svo að vjer stöndum feti framar og betur að vígi eptir en áður i stríði voru og baráttu til nýrra framfara og sigurs. Það er enginn, sem vit hefir á, sem neitar því, að fornþjóðirnar í Grikklandi og hinu mikla Rómaríki hafi verið komnar aðdáanlega og furðulega fjarskalangt í mennt- un og framförum á sínum tíma, og að þessi fornmál hafi sjerlega menntandi áhrif1. En þá er þessi ríki fjellu i eyði, myndaðist og út breiddist ný menntun og ný trúar- brögð; og þessi menntun tók upp í sig allar þær hugsanir og hugmyndir, sem notanlegar voru fyrir hina nýrri tíð, frá hinni cldri tíð; en þessi menntun tók þar að auki upp í sig allt það, er nýtilegt og notanlegt var í hverju sjerstöku einkennilegu þjóðerni, og þannig hefir myndazt ný heims- menntun eða almenn menntun. Þessi menntun styðst við hin kristnu trúarbrögð, og hefir því meira algildi og lífs- fjör, en nokkur önnur menntun hefir nokkru sinni fyr haft. Að sökkva sjer eintrjáningsiega niðurí fornöldina er þvíhið sama, sem að gefa eigi gaum þeim tíma, semnúer; þessi fornöld mun ávallt hafa þýðingu sem merkur liður í þeim grundvelli, sem hugsunarlíf þessara tíma erábvggt; en þetta verður þó aldrei nema einn hluti af efni því, sem mannkynið hefir fært sjer í nyt, og þýðing þess mun smá-þverra eptir því, sem tímunum fer fram og nýjar hugmyndir ryðja sjer til rúms. _____________ ■ ■ _____________________ 1) pab er samt víst mikib vafamál, hvort eigi hafl þab jalumikil og menntandi áhrif og ólíkt þjáblegri, ab leggja vísindalega stnnd á hina norrænn eba íslenzku forntnngu, og frummáliu af hinum gotneska mála- flokki; og þab virba6t.Norbmeun ab minnsta kosti ab ætla ab svo sje, því ab í þessum 6Ömu lögum, sem hjer um ræbir, er svo á kvebib, ab latínskir stúdentar, er eigi stunda gubfræbi, megi velja um, hvort þeir vilja Dema grísku eba íslenzkn; eu gagnfræbastúdeutar eru skyldir ab uema Í6Íenzku. Ritstj. «BaldurS».

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.