Baldur - 19.03.1870, Page 1

Baldur - 19.03.1870, Page 1
Reykjavik, M ‘f* Y* T44? *gj Þriðja ár, 1850. Laugardag, 19.dag marí-mán. J£jj) «Xol» M~á ■ b r %-J Jp|^e «S«zt r?//c á sannleileanti, ef sópara vantar». Verb árgangs or 4 mrk 8 ek., og borgist fyrir fram hvert missiri Borgun fyrir auglýsingar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáletursstafl (36 sk.). Kaupendur borga engarr buríiareyri. oinr 3% sk. línan. Kaupeudur fá helmings-afslátt. Efni: Til „leikmaunsins" í Baldri.— Frelsi og framfarir islands.(frh.). — „Stjórnarmeun“: „Danskir íslendingar": Danir. — íslendingabragur (kvæíii á nátum). — Niburskurbarskál (kvæbi). — Pástferbir. — Tibar- far. — Aflabrógr). — TIL «LEIKMANNSINS» í «Baldri» II. ár, nr. 21. Þú ert, «Bökki sæll!» býsna «hryssingslegur» í máli við «læknakynslóðina» okkar þessa «nýgræddu», er þú kall- ar. Jeg skal nú láta ósagt, hvort að maklegleikum sje um nokkra í henni, eður ekki, þó mig uggi, að hún muni sýna þjer, hvort hún er eins hugdeig og þjer segist frá, eða fara spár um. En það vildi jeg að eins mega segja þjer í bróðerni, að vjer Eyfirðingar og Þingeyingar kunn- um því illa, að hrakyrði og óhróður sje borin á lækni vorn, herra Þórð Tómásson, eins og þjer hefir «orðið á» í þetta skipti, þar sem þú lætur hann eiga óskilið mál með hinum nýgræðingunum þínum1. Það verður að vísu eigi á móti því borið, að Þórður læknir gaf út í «Norðanfara«, fyrst er hann kom hingað sem settur læknir allslaus frá Khöfn, eina af auglýsingum þeim, er hleypt hafa ólgunni og vindganginum í þig, en eigi leið á löngu áður hann útvegaði sjer hest og reiðtigi, sem hann hefir brúkað jafnast síðan, er hans heíir verið vitjað. Jafnvel þó vjer álítum með þjer æskilegt og nauð- synlegt, að læknirinn eigi fararskjóta, er hann geti brúkað þegar á liggur, eins og læknir Finsen gjörði alla þá stund, sem hann var hjer, erum vjer norðlenzku leikmennirnir eigi svo lögfróðir, að vjer getum með vissu samsinnt þjer í því, að það sje lagaskylda þeirra*. Þú spyrð má ske: hví Þórður læknir hafi þá ekki apt- ur kallað auglýsingu sína, svo hún ekki hneykslaði þig. Hann getur svarað þjer, ef hann vill. En jeg vil segja þjer, að vjer umdæmisbúar hans þurftum þess eigi við — öðrum ætlum vjer þetta komi eigi við —; því oss varð það skjótt kunnugt, að hann væri búinn að eignast duglegan hest, er hann brúkaði, þegar þörf gjörðist, og var það og er oss nóg*. Að hann skorist undan að vitja sjúkra og sje örkvisi á ferðum, fer svo fjarri sönnu, aðvjerhöfum fáa, ef nojtk*© urn lækni, haft öruggari til ferða og úthaldsbetri, þó færð sje slarksöm, en einmitt hann. Hann hefir reynzt oss og er hvervetna álitinn ótrauður, skyldurækinn og samvizkusam- nr og heppinn læknir; og er hinn sanngjarnasti og hjartabezti 1) Engin regla án nndantekningar; vjer bófum eigi heldur sjeb, ab ieikmatmrinn talt nm alia unga lækna undantekningarlanst, heldur ab eins y'fi r höfub. Ritstj. — 2) Leikmaburinn fullyrti aldrei laga- skyldu lækna í þessu efni, en ab eins, hvab ebiilegt væri. Ritstj. 3) pá hefti lækniriun iíkl. heldur eigi þurft ab auglýsa bestakvúb- ina, því umdæmisbúar hans gátu jafnt frjett haua á skotspúnum og þetta. Kitstj. maður, er eigi fer í manngreinarálit og fer jafnt og líknar, hvort hans vitjar voldugur eða vesall, ríkur eða fátækur, og hvort hann getur búizt við ríflegu, litlu eður engu end- urgjaldi. Hann er og háttprúður og sjerlega viðfeldinn og kurteys, og yfir höfuð að tala góður drengur. Þetta er ekkert oflof, og er jeg viss um, að engin sá, er þekkir Þórð lækni og reynir, vitnar annað um hann. Vjer umdæmi§búar hans mundum því illa una því, ef vjer fyrir mannanna skuld fengjum eigi að þalda honum á meðan hann vill líða súrt og sætt með oss; en eigi er oss skiljanlegur undandráttur sá, sem þegar er orðinn á, að veita embætti það, er hann þjónar; samt sem áður ósk- um vjer og vonum, að stjórnin synji honum eigi um það svo sem t. d. af þeirri ástæðu, eða þó heldur ástæðuleysi, að hann hefði ekki gengið undir fullnuma-próf á fæðingar- stiptuninni í Kaupmannahöfn ; því reynslan mun vera búin að sýna, að hann kunni að beita «tönginni» eigi síður, en Reykjavíkur-læknaskóla-kandídatarnir, sem hún þó veitir embætti óskorað, hvar sem er hjer á landi. Línum þessum vona jeg ritstjóri «Baldurs» veiti við- töku í blað sitt sem allra-fyrst. Ritað 25. janúar 1870. Eyfirðingur. Athgr.: Vjer skulum með ánægju geta þess, að herra hjeraðslæknir Þórður Tómásson er, eptir því, Sem vjer þekkj- um til, að öllu undantekinn frá því, sem í nefndri grein er sagt um hina nýju lækna yfir höfuð. Allir Ijúka upp einum munni um, aðberahonumhiðbeztalofsorð,bæði sem manniog sem embættismanni. — Við sama tækifæri getum vjer þess, að eptirþví, er vjer vitum til, ætti og hjeraðslæknir Rang- vellinga að vera frá skilinn því, er sagt er í nefndri grein, þar eð hann fær orð fyrir að vera duglegasti embættis- maður. Annað mál kynni að vera um lækni Múiasýslu- 'manna. *’ Bitstj. FRELSI OG FRAMFARIR ÍSLANDS. (Framh.). fað er nú svo títt að heyra, sem daglegt/ er, nú í nokkur ár, að ísland þurfi stjórnarbót og sjálfs- forræði. Þjóðin heimtar það, og segist þurfa þess. Vjer erum á sama máli. En þá kemur nú fram þessi mikla spurning: Eru íslendingar fœrir um að talea við sjálfs- forrœði? f>að mun engum dyljast, þegar nákvæmar er að gáð, að þessari spurning verður að svara í tvöföldu tilliti. Það verður að gæta að þessu tvennu, hvort landið sje svo efnum búið, að það geti staðizt út af fjrir sig, og hvort landsmenn muni kunna að fara með stjórn sína, og þann- ig verður þá spurningin að orðast svo: Er ísland fœrt um að bera sig sjálft ao- efnum til? og Eru .landsmenn fcerir um að stjórna sjálfum sjer? Þessar tvær spurning- 13

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.