Baldur - 19.03.1870, Síða 2

Baldur - 19.03.1870, Síða 2
14 ar viljum vjer nú ihuga lauslega og stuttlega, og benda til, hversu oss virðist að úr þeim sje rjett að leysa. Það hæflr að gæta þess, hversu almenningsálitið svarar þessum spurningum, áður en vjer förum að leiða rök að því, er vjer ætlum sannast og rjettast. En það vita allir, að þorri Islendinga svarar báðum þessum spurningum hik- laust, hinni fyrri neitandi, en hinni síðari játandi. Það eru ílestir á því, að landið geti ekki borið sig sjálft að efnum tii. Það sýnir meðal annars það, að þeim þykir sem líf og velferð landsins sje undir því komin, að vjer getum skrúfað sem allrahæst íjárheimtur vorar til Dana; því svo mikið hefir mönnum þótt undir þessu komið, að þeir hafa viljað vinna til, að láta þessar fjárheimtur vera þránd í götu fyrir frelsi voru ár fram af ári. Hitt efast menn eigi um, að ísland kunni að nota frelsið og fara með stjórn sína, svo í lagi sje; og ef nokkuð skorti á í því tilliti, þá muni það koma »í vetfangi og á einu augnabliki« með fjenu. Áf því að það er nú álit vort, að hvorutveggja þessu sje alveg gagnstcett háttað, þá mun mönnum þykja, að það þurfi öflugar sönnur við, sem svo er gagnstætt því, sem er almenn ætlun, og það er ekki meira en sanngjarnt, að menn heimti skýr rök af oss, og þvi munum vjer nú reyua að leiða þær ástæður, að máli voru, sem vjer byggjum á, hversu sem það kann nú að takast. Vjer ætlum oss eigi þá dul, að oss muni ekki í mörgu skjátla í þessum grein- um, sem nú ritum vjer, og því getum vjer eigi búizt við, að menn muni fallast á skoðun vora í einu og öðru; hinu búumst vjer aptur við, að oss mundi takast, að sannfæra þá, sem vilja íhuga þetta grandlega og eigi eru of fordóms- fullir tilað^reía sannfærzt, um það, að skoðun vor hafi mikið til síns máls í aðalefninu. tessier sá tilgangur, sem vjer ósk- tun og vonum að ná, þrátt fyrir ófimleik vorn í rithættinum. Vjer viljum þá nefnilega leiða rök að þessu tvennu : 1. að Island geti staðizt út af fyrir sig að efnxim til, og 2. að þjóðin sje enn eigi á því relci, að vœnta megi, að hún kunni að fara með stjórn sína stórafglapa- litið; því að úrlausn þessa er það, sem getur ein gefið fasta skoðun í málinu; sje nefnilega ísland fært um að bera sig sjálft, þá eigum vjer fyrir hvern mun að keppa eptir að fá forræði Ijár vors, og eigi binda oss við þær fjárheimtur, er standi í vegi fyrir frelsi voru, þar eð eðli- legt er, að Danir viðurkenni þær ekki að eilífu. Því að hve margar sögulegar sannanir, sem fyrir þeim eru, þá vantar þó allar LAGASATNNANIR fyrir þeim. Þetta er það höfuðatriði, sem svo marga hefir flætt á, að gjöra eigi mun á þessum sönnunum. En Ijárráð vor getum vjer því að eins tekizt á hendur, að vjer getum og tekið við allri stjórn vorri. En sjeum vjeróhæfir til þess (eigi sakir þess, að vjer höfum eigi einstaka menn, cr sjeu færir um að taka þátt í stjórninni, heldur af því að þjóðin sje óþrosk- uð, til að hafa þann þátt í, sem hénni ber), þá liggur oss á engu meira, en að gjöra oss hæfa til þessa. — Af þessu vona jeg að aliir sjái, að spurningar þær, er hjer viljum vjer ræða, eru í sannieika mikilsverðar, og víkjum vjer nú að svo mæltu að þessum spurningum sjálfum. (Framhald). «STJÓRNARMENN».-»DANSKIR ÍSLENDINGAR«DANIR. Vjer heyrum opt talað um «stjórnarmenn«, «danska lslendinga», o. s. frv.— Hvað skiljum vjer við þessinöfn? Hvernig eru þau rjett skilin ? — Optast nær er það hið sama hjá oss, að nefna einhvern «stjórnarmann» og að nefna hann «danskan íslending«; en þetta er rangt. Fyrst er þess að gæta, að efi gæti á leikið, hvort vjer höfum nokkra «stjórnarmenn» (þ. e. mehn, sem fylgja stjórninni). Það er vel að gæta þess, að Danir eru ekki stjórnendur vorir, heldur konungurinn. En þeir, sem kallaðir eru «stjórnarmenn» fylgja ekki konungínum (því þá mundu þeir vinsælli vera), nei, þeir eru oss sjaldnast eins velviljaðir og hans hátign er; en þeir fylgja ríkisþingi Dana og skoð- unum hinnar dönsku þjóðar; en Danir eru, eins og al- mennt er viðurkennt, fæddir fjandmenn vorir, svo að það er gamalt í landi voru og meðfætt oss Islendingum að hata böðla vora (Dani) eigi síður, en vjer virðum og elskum konung vorn. Þessa menn, er þannig berjast í liði fjand- manna vorraámóti ættjörðu sinni, er rjett að nefna «danska íslendinga», en þá, er fylgja konunginum og stjórninni, á rjettu heiti að nefna «síjórnarmenn». Peir geta verið virð- ingarverðir, og velviljaðir ættjörð sinni eptir beztu vilund, hvort sem þeir standa á rjettu máli eða röngu, eins og hver sá, sem fyigir sannfæring sinni. Útlendar þjóðir nefna slíka menn «apturhaldsmenn» (conservative), þar eð þeir vilja optast helzt halda fornri vénju um flesta hluti. En hvað erámóti því, þá er þeim sýnist svo betur fara? Menn álasa konungkjörnum þingmönnum vorum (og drottinn forði mjer frá að taka málstað þeirra sumral), en það er þó rangt, að lasta þingmann, hvort sem hann er konungkjör- inn eða þjóðkjörinn, fyrir það, þótt hann haö aðra skoðuu, en alþýðu mundi kjósa, ef hann sýniríöllu, að hannbreyti eins og hann hefir bezt vit á; meira verður af engum heimt- að; og jeg vil segja, að þá væri ástæða tit að álasa þing- manni, ef hann á móti sannfæring fylgdi því, sem hann vissi að alþýðu geðjaðizt bezt að, að eins til að smjaðra fyrir lýðnum. Ilitt er annað, ef t. d. ungur, embættislaus maður væri mörg áríHöfn, væri þar með að gefa út »Fje- lagsrit», liamingjan veitíhverju skyni; kæmi svo til íslands og væri honum svo verðugum eða óverðugum dembt í feitt embætti og kosinn til þings af konungi, og hann þá færi að skopa »Fjelagsritin» og þeirra skoðanir, er hann sjálfur hafði verið með að út breiða — allt þetta af því, að hann heyrir að sá, sem hann vili vera dilkur með, felist eigi á skoðanir «Fjelagsritanna». Þetta væri annað, ef slíktkæmi fyrir. Slíkt hið sama væri um það, ef þeir menn væri til, er hefði allar mögulegar skoðanir, eplir því, við hvern þeir tala, og svo kann ske enga skoðun sjálfir á endanum. Þetta vona jeg að skýri það fyrir mönnum, að eigi má setja þá alla á eitt band, er fylgja líkri skoðun, því að það getur verið stór munur á, hvernig menn fara að því. — Vjer

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.