Gangleri - 08.07.1871, Blaðsíða 1

Gangleri - 08.07.1871, Blaðsíða 1
(iANGLEUI. £. ÁI5. AKUllEYKI 8. JllLÍ. 1871. M 1?.—1«. — Á amtsfundi þeim er haldinn var á Ak- ureyri 15. og 16. f. m. voru samdar tvær bænarskrár til alþingis, áhrærandi stjdrnarbót- armál vort. Önnur bænaskrá þessi er svo snoturlega samin og á svo góöum rökurn byggö, aö oss þykir vert aö taka hana í blað vort, en af hinni látuin vjer oss nægja aö taka niðurlagsatriðinn. * I. Það er nú oröið þjóðkunnugt hjer á landi, að iöggjafarþing Dana hcfir á næstliðnum vetri sainið lög uin sambandið milli Danmerkur og islands og aö konungurinn heíir staðfcst þessi lög 2. jan. þ. á. En í setningu laga þessara höfum vjer íslendingar eigi fengið að taka þátt, ekki einu sinni í saineiningu við Dani á sameiginlegu þingi, og því síður á sjerstöku þingi í landi voru, eins og vjer þó ciguin bæði náttúrlegan og iöglegan rjett til , bæði eptir alþingislögunum og sjer í lagi ejrtir konungs- brjefi 23. sept. 1848. Á þvf tuttugu og þriggja ára tímabili, sem liðið er síðan hinn sameiginlcgi konung- ur Dana og íslendinga lagði niður alveldi það, er hann haíði áður, hefir jafnan komið fram sú skoðun frá danskri hálfu, að vjer íslend- ingar eigi værum sjerstök þjóð , heldur hluti hinnar dönsku þjóðar, að lsland, ættjörö vor, eigi væri sjerstakt þjóöiand, heldur hluti Dan- merkur, að vjer og land vort með öllu, sem þar til lieyrir, eigi væri sjerstakt þjóðíjelag eður ríkisfjelag, heldur einn hluti Danaveldis. i*ar í móti höfum vjer sjálfir álitið oss sjer- staka þjóð með sjerstaklegu þjóðerni og land rort sjerstakt land mcð sjerstaklegum lands- háttuin, og ásigkoinulagi. Vjer höíuin álitið að vjcr værum og hefðum æfinlega verið sjerstakt ríkisljelag með sjerstökum lögum og Jandsrjettindum. Vjer höfum álitið aö ísland stæði og hlyti að standa í líku sambandi við Danmörku scm Noregurstendur við Svíjijóð. Af þessum ágreiningi milli Dana og vor uin undir- stiiðuatriði Iandsrjettinda vorra helir leitt hinn afarlanga drátt á þvf, að vjer fengjum ráöið stjórnarskipunarmáli voru til lykta. í*að er þó kunnugia enn svo, að vjer þurfum hjer að fara uin það mörgum orðum, aö land vort var fvrst, eptir aö það byggö- ist, uin nærri fjórar aldir frjálst ríkisfjelag eða ríki, án þess það væri f sambandi við neitt annað ríki. Síðan hcfir það verið sambands- land ýmist Noregs eins, eða bæöi Noregs og Danmerkur, ellegar allra hinna þriggja ríkja á Norðurlönduin í einu, og nú að síðustu Danmerkur einnar. Engin þjóð hefir nokkru sinni lagt land vort undir sig ineð her- skildi; aldrei hafa íslendingar, hvorki viljugir nje nauðugir afsalað sjer rjetti sfnuin til að vera þjóðfjelag eöa ríkisíjelag fyrir sig, og aldrei liafa þeir gjörzt hluti annars þjóöveldis, livorki Noregsveldis, Svíaveldis, nje Dana- veldis, þó þeir Iiafi verið bandaþjóð allra þess- ara Jijóða á Norðurlöndnin. l’etta er kunn- ugt öllurn þeiin, er þekkja söguna, og við þetta kannast allir þcir, cr sannleikanum unna, hvort heldur þeir cru innlendir eöa útlendir. þó vilja nú Danir, bandainenn vorir, neyta afls- inunar við oss, fámenna og fátæka þjóð; þeir vilja af einræði sínu og ineð ójöínuði setja oss þau lög, að vjer skulum nú verða og hjer eptir vera einn hluti Danaveldis. En vjer — 45 —

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.