Gangleri - 30.12.1871, Side 2

Gangleri - 30.12.1871, Side 2
— 82 - No rð u rstj arn an (Arcturus) 55 billj. m. írá sól vorri. .Það iná svo að orði kveða, að jiessar 5 stjörnur sjeu grannar vorir, sjeu á sömu stöðvum og vjer í alheimsvíðáttunni, Allar aðrar stjörnur, er vjer sjáum, eru í svo mikl- um fjarska, að vilji menn gjöra sjer hann nokkurn veginn skiljanlegan, þá er ekki til neins að jafna til mílna, nje hcldur til jarðbrautarfjarlægðar; það yrði þá aldrei ann- að en öendanlegar tölustafa runur, sem ekki gefa neina glögga hugmynd um fjarlægð sfjarn- nnna; en til þcss að fá nokkra Iiugmynd um liana, skulum vjer athuga, bversu lengi Ijósið er á leiðinni írá þeim til vor. Ljósið fer 40,000 mílur á sekúndunni; Jiað er því lúma sekúndu á lciðinni frá tungl- inu til vor; 8 mínútur á leiðinni frá sólinni; 8 ár og 8 uiánuði frá Alpha í Sentárus; 9j árfráöl í Álptinni; 12]árfrá Vega; 14 ár frá Sirius; 42árfrá Norðurstj örn- unni, og 72 ár á leiðinni írá Kapellu (Kaupamannastjörnunni). En írástjörn- um, sem eru svo langt frá oss, að þær sjást að ein* í góðuin sjónpípum, er það 2700, 5000, 10,000 og enda 100,000 ár á Ieiðinni til vor, og þó fer það 40,000 inílur á hverri sckúndu. Af þessu leiðir, að vjer ekki sjáum stjörn- urnar þar, sem þær í raun rjettri eru nú, heldur þar, sem þær hala verið fyrir svo og svo lönguin tíma. Ef t. a. m. Sirius slokkn- aði núna allt í einu, þá mundum vjer þó engu að síður sjá hann í 14 ár enn þá. af því að liinn síðasti gcisli, er hann sendi oss, yrði 14 ár á leiðinni til vor. Já, — þó að allar stjörnur Iiðu undir lok allt í einu, þá mundu menn þó í margar aldir, já margar þúsundir ára sjá stjörnur á himinhvelfingunni. fað er enda vel hugsandi, að sumar stjörnur, sein nú sjást, sjeu alls ekki til, heldur hafi verið liðnar undir lok löngu áður en jörðin var mynduð. Vjer þekkjum að eins það sem liö- ið er, og glampinn af stjörnuin þeim sem næst- ar oss eru, leiðbeinir oss til að þekkja fjar- lægð þeirra og hrcifingu. Það sem fjær er, er oss að kalla má hulið. Sköpunarverkið er ðendanlegt, heimar skapast og eyðast; sólir kvikna og slokkna; kynslóð kemur eptir kyn- slóð ; guðs verk fullkomnast, og vjer — vjer ilytjumst áfram gegnum hinn takinarkalausa geim, og verðum þess ekki varir. Birta sumra stjarna fer rjenandi: E r a- þostcnes, lærður maður og stjörnufróður, er lifði á 3. öld f. Kr. b. , hefir farið svo feldum orðum uin stjörnurnar í Sporðdrek- a n u m að fegurst þeirra sje hin skfnandi stjarna í norðurklónni ; en nú er engin stjarna í norðurklónni bjartari en hinar. H i p p a r- k o s, frægur stjörnuspekingur á 2. öld f. Kr. telur stjörnuna í framfæti Hrútsins forkunn- ar fagra; nú er þar að eins 4. stærðar stjarna. Stjarnan Alphaí Stórabirni var 1. stærðar stjarna, þegar F 1 a m s t e e d á 17. öld reit stjörnutal sitt ; nú er hún tæplega 2. stærðar stjarna. Um sama leyti voru 2 fyrstu stjörnurnar í Vatnsnöðrunni 4. stærð- ar stjörnur; nú eru þær að eins 8. stærðar, o. s. frv. Sumar stjörnur hafa breytt lit, t. d. Sirius; í fornuin ritum segir að skin hans sje rautt, en nú er það hvítt. lJá hafa og nokkrar stjörnur horfið með Öllu, t. a m. stjarna í Litlabirni, sem talin er í stjörnutali Bayers, er lifði á 16. öld. Sama er að segja um 9. og 10. f Tarfinum. Frá 10. d. októberm. 1781 til 25. d. marzin. 1782 sá Herschel hinn eldri, hversu stjarnan 55. í Herkúles leið undir lok ; hún var rauð að lit, en bliknaði smátt og smátt, þangað til hún slokknaði alveg. Á hinn bóginn fer birta sumra stjarna vaxandi. Stjarnan 31. í Norðurdrekan- u m hefir vaxið íri 7. stærð til 4. stærðar; stjarnan 34. íTigrisdýrinu frá 7. til 5. stærðar, og stjarnan 38. í P e r s e u s frá 6. til 4. stærðar. Enn fremur eru stjöruur,

x

Gangleri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.